Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. marz 1978
11
Húsavikurkirkja stendur I nágrenni fagurra húsa.
Hér var kirkja fyrir, hun stóO
uppi i gamla kirkjugarði, sem
nú er ekki lengur notaður, en
verið er að skrásetja grafirnar
þar. Kirkjugarðurinn og kirkjan
voru þá efst og nyrzt i þorpinu.
Gamla kirkjan var siðan flutt
niður i miðbæ, þar sem hún stóð
fram á siðustu ár, bakvið kaup-
félagið, en henni var brevtt i
ibúðarhUs, sem gekk undir
nafninu Kirkjubær.
Nokkur ágreiningur mun hafa
verið um það hvar nýja kirkjan
ætti að standa, þótt allir séu nú
sammála um að æskilegri og
betri stað væri ekki unnt að
finna.
Það var eins og gengur að
menn voru ekki á eitt sáttir, en
gamansamir menn hafa tjáð
mér, að ástæðan fyrir þvi að
kirkjan var reist þarna sem hún
er, hafi verið sú að samkomulag
hafi tekizt um þennan stað, þvi
að með þvi væri tryggt að heild-
salavaldið næði ekki lengra til
norðurs og kaupfélagsvaldið
ekki lengra til suðurs.
Þar með náðist svo sam-
komulag um þennan fallega
stað.
Mér er það raunar til efs, að
betri staður heföi fundizt og
jafnframt þvi að vera hluti
kirkju, þá er turninn leiðar-
merki fyrir sjómenn til siglinga
inn og Ut Ur höfninni, þvi það er
ljós i kirkjuturninum, eða sigl-
ingamerki. Þannig leiðir kirkj-
an menn bæði i táknrænum og
veraldlegum skiningi.
Krosskirkja,
ein af fáum
Kirkjan er svonefnd kross-
kirkja, sem er heldur óvenjuleg
gerð, eða am.k. ekki algeng.
Kirkjan er úr timbri, en grunn-
ur Ur steini. Hana teiknaði
Rögnvaldur Qlafsson, húsa-
meistari, sem var fyrsti lærði
islenzki húsameistarinn, og það
eru til sögur um það, að hann
hafi ekki fengið mjög langan
tima til verksins, en ekki veit ég
það með vissu. Hitt er svo aftur
liklegra, að hann, eins og aðrir
arkitektar, hafi hugleitt kirkju-
gerð, þvi kirkjan hefur ávallt
gefið arkitektunum mestu tæki-
færin. Rögnvaldur mun hafa
teiknað nokkrar aðrar kirkjur,
m.a. kirkjuna i Hjarðarholti i
Dölum. Þær eru minni en Husa-
vikurkirkja, en bera þó lof á
húsameistara sinn.
Kirkjusmiðin mun hafa hafizt
árið 1906 og henni lauk árið 1907.
Kirkjan tekur eins og áður sagði
um 450 manns i sæti, og er þvi i
hópi stærri guðshúsa hér á
landi.
Ég þarf ekki að auka við orð-
stir þessarar kirkju, útlitið þyk-
ir einkar fagurt og er það viða
rómað. Margir hafa séð kirkj-
una ytra, en innra er hún ekki
siður fagurt listaverk.
Burðargrindin er partur af
útliti kirkjunnar eins og er i
gotneskum kirkjum. Bitar og
sperrur sjást og mynda fagurt,
stilhreint mynstur, og lærðir
húsameistarar hafa tjáð mér að
i kirjunni megi sjá flest tréverk
sem notað sé i húsasmiði, eða
byggingaform.
Kirkjan er skreytt utan á lát-
lausan hátt meö vindskeiðum og
öðru, sem þá tiðkaðist. Aö innan
er kirkjan einföld og látlaus i
senn. Yfir altari er stór altaris-
tafla, Kristur að vekja upp
Lasarus. Myndina málaði
Sveinn Þórarinsson, listmálari.
Þar er frelsarinn i islenzku
óbyggðalandslagi, og mér hefur
verið sagt að kenna megi ýms
andlit Ur sveitinni á málverk-
inu, sem annars er af allt öðru
fólki. Sveinn mun hafa notað
andlitaf nafngreindum bændum
i verkið, en ég sé þó ekki ástæð-
ur til þess aö segja frekar frá
þvi. Málverk er lika af Hall-
grimi Péturssyni og skrautverk
eftir Freymóð Jóhannesson,
listmálara.
Þá er i kirkjunni forkunnar
fagur skirnarfontur, sem Jó-
hannes Björnsson myndskeri
skar, ásamt ýmsum öðrum
gripum.
Vandað pipuorgel er i kirkj-
unni og auk þess ýms önnur
hljóðfæri.
Athafnir í
Krosskirkju með
öðrum hætti
Vegna hins óvenjulega bygg-
ingarlags, verða athafnir með
nokkru öðru sniði, en i venjuleg-
um kirkjum.
Inngangur er ekki beint and-
spænis altarinu og gengur inn
miðja kirkju. Komið er inn i
kirkjuna um dyr norðan við
miðju. Siðan er gengið til hliðar
við bekkina i aðalkirkjunni.
Samfelld sætabreiöa er svo fyrir
altarinu.
BrUðhjón geta þvi ekki gengið
inn eftir miðju kirkjugólfi, eins
og tiðkast, heldur verða að
koma meðfram, eftir gangin-
um.
Likkistum þyrfti raunar að
snUa i heilan hring áður en þær
eru bornar Ut, en við höfum sér-
stakt leyfi til þess að snúa kist-
unum móti sól, þannig að snUn-
ingar eru minni en ella (kistum
er ávallt snUið með sól i öðrum
kirkjum).
Þá er þess að geta að það er
ekki predikunarstóll i kirkjunni,
heldur aðeins hilla fyrir guðs-
orðabók.
Það væri i sjálfu sér unnt aö
koma fyrir predikunarstól i
kirkjunni, en það hefur ekki
verið gert og ég sakna þess ekki.
Þetta kirkjuform hefur lika
ýmsa kosti. Þegar presturinn
stendur fyrir miðju altari, mæt-
ir ekki breiður gangur augum
hans, heldur er fólkið fyrir
framan og samband prests og
söfnuðar við athafnir verður að
minu mati nánara og innilegra,
þvi söfnuðurinn er nær prestin-
um, eða hann nær þvi, en i
venjulegum kirkjum.
Ég held að menn hér kunni vel
við þetta kirkjuform, sem þeir
eru nU reyndar vanastir.
Kirkjusókn er yfirleitt góð,
einkum á hátiðum, eins og
gengur og fjölmennar athafnir
eru fjölmargar i HUsavikur-
kirkju á hverju ári.
— Nú standa yfir lagfæringar
á kirkjunni. Eru þær stórvægi-
legar?'
Nei, það er veriö að lagfæra
skrúðhús. Það er tviskipt en er
nU eitt. Auk þess á að lagfæra
glugga, sem endurnýjunar
þurfa við.
Kirkjunni er annars vel við
haldið, og hún hefur ekki hlotið
skemmdir af nýjungum heldur
er reynt að varðveita hana sem
mest i sinni upphaflegu gerð.
Það er meiri skilningur á hUsa-
friðun en var áður, og kirkjan er
óbreytt að mestu og verður það
vonandi enn um sinn.
Starfsmenn kirkjunnar auk
min, eru frU Sigriður Schiöth
organisti og söngstjóri, en hUn
erættuð frá Lómatjörn, og með-
hjálpari er Arni Logi Sigur-
björnsson, sem jafnframt er
kirkjugarðs vörður.
Hann sér um kirkjuna að öllu
leyti.
JG
iivtt frh mn»
Þessar kápur eru
nýkomnar í verslunina
/
Tegund: Ullarkápur m/lausri hettu
Efni: LODEN, satinfóður
Stærðir: 34—42
Litir: Drapp, camel, svart, grátt, grænt,
dökkbrúnt, blátt
SEIIDUm GECD PÚ5TKRÖFU
Síáptm
LAUGAVEGI66 *SÍMI 25980
FLUGLEIÐIR HF.
Aðalfundur Flugleiða h/f verður haldinn
föstudaginn 14. april 1978 i Kristalssal
Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr.
samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
3. Önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða
athentir hluthöfum á aðalskrifstofu fé-
lagsins, Reykjavikurflugvelli, frá og með
7. april n.k. til hádegis fundardag.
Tillögur fá hluthöfum, sem bera á fram á
aðalfundi, skulu vera komnar i hendur
stjórnarinnar eigi siðar en sjö dögum fyrir
aðalfund.
Þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að
sækja hlutabréf sin i Flugleiðum h/f, eru
beðnir að gera það hið fyrsta.
Stjórnin.