Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 12. marz 1978
19
17. flokksþing
Framsóknarmanna
Boðað hefur verið til 17. flokksþings Framsóknarflokksins og
verður það haldið i Reykjavik dagana 12. til 15. marz n.k. Siðasta
flokksþing var haldið i nóvember 1974 sóttu það 449 fulltrúar en
búizt er við nokkru fleiri fulltrúum á þetta þing. Jafnvel að það
verði það fjölmennasta er haldið hefur verið ef veður og færð
spilla ekki.
Á flokksþingi Framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar
flokksfélaga. Ennfremur á þar sæti miðstjórn flokksins og fram-
kvæmdastiórn.
1 ávarpi undirbúningsnefndar þingsins segir m.a.:
Flokksþingin hafa gagnmerku hlutverki að gegna. Þar er
stefna flokksins mörkuð i öllum þýðingarmestu málum er varða
liðandi stund og þar er framtiðarstefna mótuð. Engum vafa er
bundið að 17. flokksþinginu mætir margvlslegur vandi. Kosning-
ar eru framundan og efnahagsmál örðugri viðfangs en oft áður
og hafa öldur þó stundum risið hátt á þvi sviði á undanförnum
árum. Samstaða flokksmanna hefur verið traust og þess er
vænst að stefnumótun og störf flokksþingsins verði i eðlilegu
samræmi við sögu flokksins og framtiðarmarkmið.
Til flokksþingsins koma fulltrúar frá öllum byggðarlögum
landsins. Mikið starf hefur verið lagt i undirbúning málefna
þeirra sem áformað er að taka til meðferðar bæði af emstökum
flokksmönnum, flokksfélögum fulltrúaráðum, miðstjórn og
framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins. Þess er vænzt að sú
vinna reynist gagnleg og greiði fyrir störfum þingsins.
Sú skipan er á höfð að kosnar verða 4 nefndir til að fjalla um
ýmsa málaflokka. Nefndir þessar eru kallaðar: Atvinnumála-
nefnd, Mennta- og félagsmálanefnd, Stjórnmálanefnd og
Flokksmálanefnd. Flokksþingið velur menn I þessar nefndir.
Ennfremur verða skipaðir umræðuhópar og geta þingfulltrúar
valið hvern umræðuhóp þeir skipa.
Þá má einnig minna á þann tilgang flokksþinga, sem ekki er
þýðingarminnstur en þ.e. að þar skapast góð persónuleg kynni
flokksmanna, sem er ómetanlegur þáttur flokksuppbyggingar
og samstöðu.
Dagskrá 17. flokksþings Framsóknarmanna
12.-15. marz 1978:
Sunnudagur 12. marz
Fundarstaður: Glæsibær, Álfheimum 75.
Kl.
10.10 Þingsetning Kosning fundarstjóra, fundarritara (4 menn),
kjörbréfanefndar (5 menn), dagskrárnefndar (3 menn).
10.15 Skýrsla formanns.
11.15 Skýrsla ritara.
11.35 Skýrsla gjaldkera.
11.55 Matarhlé.
13.30 Kosning I nefndir, kosin kjörstjórn og kjörnefnd..
Almennar umræður.
Kvöldið frjálst.
Mánudagur 13. marz
Fundarstaður:Hótel Saga
Kl.
10.00 Nefndastörf.
Stjórnmálanefnd
Flokksmálanefnd
Atvir.numálanefnd
Mennta- og félagsmálanefnd
12.00 Matarhlé.
13.30 Umræðuhópar og undirnefndir starfa.
Kosningaundirbúningurinn. Frummælandi:
Hermannsson.
Samvinnuhreyfingin. Frummælandi: Erlendur Einarsson.
Blaðaútgáfa flokksins. Frummælandi: Fulltrúi frá Tlmanun
Utanríkismál. Frummælandi: Einar Ágústsson.
Fjölskyldan i nútima þjóðfélagi Frummælandi: Geir Viðar
Vilhjálmsson
Frjáls félagastarfsemi Frummælandi: Hafsteinn Þor-
valdsson.
Undirnefndir starfa á sama tima.
Fundarstaður þeirra auglýstúr á þinginu.
18.00 Nefndastörf.
Stjórnmálanefnd
Flokksmálanefnd
Atvinnumálanefnd
Mennta- og félagsmálanefnd
19.30 Matarhlé.
21.00 Afgreiðsla mála.
Þriðjudagur 14. marz
Fundarstaður: Hótel Saga
Kl.
9.00 Nefndastörf.
Stjórnmálanefnd
Flokksmálanefnd
Atvinnumálanefnd
Mennta- og félagsmálanefnd
11.00 Kosning aðalmanna I miðstjórn.
12.00 Matarhlé.
13.30 Afgreiðsla mála.
16.00 Kosning varamanna i miðstjórn.
16.30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri.
Súlnasalur
Hliðarsalur
Bláisalur
Súlnasalur (innrihl.)
Steingrimur
Súlnasalur
Hliðarsalur
Bláisalur
Súlnasalur (innri hl.)
Súlnasalur
Hliðarsalur
Bláisalur
Súlnasalur (innri hl.)
Aðaifundur
miðstjórnar Fram
sóknarflokksins
Fundarstaður: Hliðarsalur Hótel Sögu
Miðvikudagur 15. marz
Bagskrá:
Kosningar: Formaður, ritari,
gjaldkeri og varamenn þeirra —
9 aðalmenn I framkvæmda-
stjórn og 3 til vara — 1 maður i
stjórn Húsbyggingasjóðs — 2
endurskoðendur flokksreikn-
inga og 1 til vara — 2 endurskoð-
endur reikninga Timans og 1 til
vara. 9 aðalmenn i blaðstjórn
Tímans.2 sem næst standa að
atkvæðamagni teljast vara-
menn.
Vaka eða víma
A læknaþingi i Sviþjóð nýlega
eða aðalfundi læknafélagsins
sænska kom það fram, að nú
fæðast um 400 börn árlega i Svi-
þjóð skemmd af áfengisnautn
mæðra sinna. Fjórði hluti þess-
ara barna eða 100 börn á ári
mega kallast hreinir aumingj-
ar. Þau eru smávaxin, sein-
þroska andlega og oft hafa þau
meðfæddan hjartagalla.
Ragnar Olegard dósent flutti
þessa skýrslu á læknafundinum.
Um hana virðist enginn ágrein-
ingur ver^.
Þessi frett hefur vakið athygli
i Sviþjóð og blöð hafa birt
nokkrar hugleiðingar i tilefni
hennar. Þannig spyr blaðið
Södermanlands Nyheter hvort
félagsmálastjórnin geti horft
aðgjörðalaus á það, að fjögur
hundruð börn séu gerð að aum-
ingjum árlega, og það spyr
hvort rikisstjórn og þjóðþing
geti tekið þessu með ró.
Dagens Nyheter segir: I
skýrslunni er talað um of-
drykkju mæðranna og drykkju-
venjur. — Fyrir fóstrið skiptir
það engu hvort eitrið er tekið
inn I félagslega viðurkenndu
formi eða ekki. — Sú trú að ekki
geti illt hlotizt af nema þvi að
verða ofurölvi er byggð á mis-
skilningi, sem stuðlar að þvi að
viðhalda almennu tómlæti og
kæruleysi.
GefleDagblad segir: Hugsum
okkur að við getum sannað að
400 manns i einhverju starfi
hlytu likamlegt og andlegt tjón
af einhverju eiturefni. Hlyti þvi
ekki að verða mætt með þvi að
banna eitrið? Áreiðanlega.
Fjögur hundruð ófædd börn eru
svipt möguleikum til heilbrigðs
ogfarsæls lifs. Þau eruskemmd
með áfengi i móðurlifi. Ýmis
mengunarmál, sem hávaða
hafa valdið eru hreinn hégómi I
samanburði við þetta.
Þetta er sagt i Sviþjóð. Mann -
blót tiðkast enn með ýmsuiri
hætti á altari Bakkusar. Það er
hægt að misþyrma börnum með
vanrækslu og ræktarleysi þó að
þau fæðist heilbrigð og það er
gert á Islandi og eflaust i Svi-
þjóð lika. — En hvenær skyldi
almenn rökfærsla og þekking
komast á það stig á Islandi að
menn hætti að halda þvi fram,
að áfengi hafi önnur áhrif á Is-
lendinga en aðrar þjóðir?
H.Kr.
■■ :
Við bjóðum yður nytsamar vörur til
FERMINGARGJAFA:
Skatthol, snyrtikommóður, kommóður
i ýmsum stærðum, skrifborð, svefn-
bekkir, stakir stólar í mörgum gerðum,
Torex raðhúsgögn o.fl. o. fl.
Opið tii ki. 7 6 föstudögum — lokcað á iaugardögutn
a 4
H ringbra ut 1 2 1
— Simi 10-600
28-600 Byggingavör
28-601 Húsgagnadeild
Verzlið
þar sem
úrvalið er
mest og
kjörin bezt
28-602 Raftækjadeifd
28-603 Teppadeild