Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 12. marz 1978
Ingólfur Davíðsson: 212
Byggt og búið í gamla daga
-
1 okt. og nóv. s.l. voru birtar
allmargar myndir af gömlum
húsum o.fl. á Seyðisfirði, aðal-
lega frá árunum um og fyrir
aldamótin. Hér koma nýrri
myndir, flestar teknar 1969 og
sýna nokkra drætti þáverandi
ásjónu bæjarins. Ber mest á
rosknum timburhúsum og trjá--
gróðri. Kirkjan mun hafa verið
reist þarna 1922, veglegt hús. í
baksýn skaflar i fjöllum 20.
ágúst. Á annarri mynd, þar sem
kirkjan blasir við fyrir miðju
með hús á báðar hendur, er
horft eftir Norðurgötu. A þriðju
mynd sér m.a. i simstöðvar —
og Wathne-garðana, og norður
yfir fjörðinn, yfir i klettabeltin
ofan við .byggðina. A fjórðu
mynd er- og horft yfir þveran
fjörð yfir i Bjólf, hús og oliu-
geyma. Og vænleg eru þarna
barrferén. Allar þessar myndir
eru frá 20. ágúst 1969, er ég var
þarna i garðaskoðunarferð.
Um aldamótin 1900 sá varla
nokkurt tré á Seyðisfirði. Ég
bæti við mynd af sömu slóðum
frá 1950. Geri það vegna tvi-
lembdu Bildu, sem skartar í for
grunni. „Sumarið 1941 athugaði
ég gróður i „Seyðisfjarðarhér-
aði” og fann rúmlega 230 teg-
undir villijurta, sbr. Náttúru-
fræðinginn 1942. Lengi var
Seyðisfjarðarkaupstaður lang
mesti trjágarðabær Austur-
lands. Gætti eflaust áhrifa frá
Norðmönnum.
„Fornleg erufjöllin þar.foss-
ar pryða hliðarnar.” Oft er logn
og bliða i skjóli þeirra á sumrin
en æði snjóþungt á vetrum.
Trjágróður þrifst þarna vel,
enda garðar margir verulegir
með grózkumiklum trjám og
blómskrúði. Margir stórir
reyniviðir, allt að 10 m á hæð,
einnig greni, lerki, birki, álmur
o.fLEkkert gerirþað trjánum þó
sól sjái ekki i fjóra mánuði að
vetrinum.
Kirkjan á Seyðisfirði 20. ágúst 1969.
A Seyðisfirði. Horft eftir Norðurgötu 20.8.1969.