Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 14
14 Wímmm Sunnudagur 12. marz 1978 TÍMINN HEIMSÆKIB ÍSAFJÖRÐ Þaö veitir Vestfirðingum mikið örvggi að hafa Flugfélagið Erni starfandi á tsafirði. Fjölmargar sjúkraflugferðir eru farnar á hverju ári, Þessi mynd er tekin þegar vélin var lent i Reykjavik með sjúklinginn frá Þingeyri. Tveim dögúm siðar fór flugvélin aftur með annan sjúkling frá Þingeyri til Reykjavikur. Tima mvndir MÓ. í póst- og sjúkraflugi með Flugfélaginu Ernir á ísafirði Flugið veitir mikla þjónustu og öryggi A Þingeyrarflugvelli. Gunnar Guðmundsson, umboðsmaöur Flugfélaesins Ernir, Hörður Guðmundsson flugmaður og Davlð Kristjánsson, flugvallar- stjóri á Þingevri. áform eru um að auka starfsemina enn frekar „Komdu bara með i eitt póstflug, þvi þá get ég sagt þér frá starfseminni og þú getur séð meðeigin augum hvað við erum að gera,” sagði Hörður Guðmundsson, flugmaður og einnaf eigendum Flugfélagsins Ernir hf. á Isafirði, við blaða- mann Timans nýlega. Auðvitað þáði ég það boð með þökkum og farið var af stað frá Isafjarðar- flugvelli skömmu eftir hádegi á öskudag. Ekki sást til sólar, en veður var stillt og gott. Við fórum á ársgamalli flug- vel félagsins, tveggja hreyfla vélsem tekur 10 farþega.Hörður sagði, að möguleikar félagsins til þjónustu hefðu stórbatnað með tilkomu þessarar vélar, enda værihún búin fullkomnum blindflugstækjum og þvi hægt að fljúga henni i verri flugskil- yrðum, en eldri vél flugfélags- ins. Hins vegar háir það starf- seminni verulega hve öryggis-' tæki á flugvöllum eru viða þtil og vellirnir lélegir. Það leiðif til þess að oftar fellur niður'flug, en annars yrði. Fast póstflug til 5 staða. Flugfélagið Ernir hefur fast póstflug til 5 staða á Vestfjörð- um. Farþegar eru teknir með i þessar ferðir, og fer það sifellt vaxandi að fólk notfæri sér þessa þjónustu. Auk þessa er unnt að fá leiguvélar hjá félaginu og er mikið um slikar lerðir. T.d. er algengt að farnar séu ferðir inn i Djúp og farþegar fluttir þangað og þaðan aftur. Hörður sagðist hafa mikinn áhuga á að taka upp fastar áætl- unarferðir inn i Djúp, en ekkí eru neinar reglubundnar sam- göngur við Djúpið utan þess að djúpbáturinn Fagranes fer tvær fastar ferðir þangað i viku hverri. — En það eru ekki möguleikar fyrir okkur að hefja þangað reglubundið áætlunarflug nema með þvi að fá til þess einhvern styrk, sagði Hörður. Mér reikn- ast svo til, að til þess að fljúga þrisvar i viku inn i Djúp þurfi félagið að fá um tveggja millj. kr. styrk. Þó einhverjum finnist sú upphæð kannski há, má benda á að Djúpbáturinn fær 37millj. kr. styrká þessu ári, en hann fer tvær ferðir i Djúpið á viku. í sólskini yfir Vest- fjörðum. — Ekki höfðum við lengi flogið þegar við sáum i heiðan himin og sólin tók að skina. 1 fögru veðri flugum við inn Súganda- fjörð og lentum á flugvellinum við Suðureyri. Völlurinn er rétt ofan við þorpið, og eftir skamma stund kom maður ak- andi neðan úr þorpinu með þóst- inn, en d hæla hans kom hópur barna skemmtilega klædd í til- efni öskudagsins. Stutt var stanzað og siðan haldið I loftið á ný- Það varfagurt að fljúga suður Vestfirði þennan sólrika dag. Hörður fræddi mig um starfs- semi félagsins. Flugfélagið Ernir á nú tvær flugvélar. Onn- ur er eins hreyfils vél, sexmanna, en hin er 10 manna vél tveggja hreyfla. A siðasta ári voru iendingar véla félags- ins allsum 2000 En það þýðir að að meðaltali lentu vélarnar 6-7 sinnum dag hvern. Áhugi á að finna ný verkefni Hörður sagði að það væri mikill áhugi aðstandenda flugfélags- ins að finna ný verkefni og auka starfssemina. T.d. hefur félagið boðið Landhelgisgæzlunni þjón- ustu sina, og telja, að með þvi að nota flugvelar félagsins mætti spara stórfé fyrir rikið. T.d. er mjög kjörið að nota vélar félagsins til að fata i könnunar- flug yfir lokuðu veiðisvæðunum út af Vestfjörðum. Ff-a Isafirði væri ekki nema nokkurra min- utna flug út yfir þessi svæði og kostnaður við að senda litla flugvél frá Isafirði, er margfalt minni, en að senda þangað varðskip, eða flugvél land- helgisgæzlunnar frá Reykjavik. Hörður benti á að yfirmenn af varðskipunum gætu auðveld- lega farið I slikt könnunarflug og myndi það skapa mikið að- hald. þar sem sjómennirnir gætu þá alltaf átt von á flugvél yfir svæðin. Þá nefndi Hörður. að félagið gæti auðveldlega annast iskönn- unarflug úti fyrir Vestfjörðum og algengt væri að vél frá félag- inu væri fengin til að leiðbeina skipum á siglingu i is úti fyrir Vestfjörðum. Sjúkraflugið veitir öryggi. Flugvélagið annast sjúkra- flug bæði innan Vestfjarða og einnig frá Vestfjörðum til Reykjavikur. Flugmenn frá félaginu eru á vakt allan sóla- hringinn og alltaf tilbúnir að sinna kalli. Rikið styrkir þessa þjónustu um 2,5 millj. kr. á þessu ári. Þegar hér var komið sögu vorum við yfir Núpsdalnum, og þá kallaði flugvallarstjórinn á Þingeyri flugvelina uppi og bað um sjúkraflug til Reykjavikur. Og eftir fimm minútur var vélin lent á flugvellinum á Þingeyri. Drukkum við kaffi hjá umboðs- manni félagsins, Gunnari á Hofi, meðan við biðum þess að komiðværi með sjúklinginn út á flugvöll. — Gunnar biður hér alltaf meðkaffi og brauð, tilbúið sagði Hörður, og tók hraustlega til matar sins, enda hafði hann ekki haft tima til að borða þenn- an daginn. Snemma um morg- uninn hafði hann farið til Hólmavikurtil að sækja mann á fund i stjórn Fjórðungssam- Herði flugmanni þykir gott að fá sér kaffisopa hjá Gunnari á Hofi meðan beðið er á flugvellinum á Þingeyri. bands Vestfjarða, og siðan hald- ið af stað i póstflugið. Nú kom sjúklingurinn úf á flugvöll, og haldið var i loftið á ný. Sjúklingurinn hafði fengið síæmt astmakast og þurfti að komast á sjúkrahús, en ekki er neitt sjúkrahús á Þingeyri. Sjúklingar þaðan þurfa þvi ann- að hvort að fara til Reykjavikur eða Isafjarðar. Læknirinn á Þingeyri kom með til Reykja- vikur og flugvallarstjórinn, Davið Kristjánsson, kom einnig með, enda sá hann að tilvalið var að skreppa suður og koma með vélinni aftur til baka. Við lentum bæðiá Bildudal og Patreksfirði og skiluðum pósti. A Bildudal komu einnig i vélina fjórir farþegar sem ætluðu til Isafjarðar, en þótti ekkert að þvi að koma við i Reykjavlk. Langt á flugvellina Nú var flogið til Reykjavikur og þar beið sjúkrabill eftir sjúkl ingnum. Siðan var bensini bætt á vélina og haldið vestur á ný. Súld var i Reykjavik þótt sól- skin væri enn á ný þegar komið var vestur á firði. Það vakti athygli blaðamanns i þessari ferð hve viða er langt frá þorpunum á Vestfjörðum úti á flugvellina. T.d. er lengur verið að aka á bil frá Patreks- firði út á flutvöll en fljúga þang- að beina leið frá Isafirði. En þetta er vegna þess hve erfitt er viða að gera flugvelli i hinum þröngu fjörðum vestur þar. Oflug blaðaútgáfa á ísafirði — nauðsyn á öflugum landsmála blöðum, segir Árni Sigurðsson Arni Sigurðsson t.v. undirbýr prentun ásamt einum starfsmanna sinna. TimamyndMÓ. Viða um land er blómleg út- gáfa ýmiss konar landsmála- blaða. en þó mun óviða vera jafn gróskumikil útgáfa og á Isafirði. Þar gefa framsóknar- menn út blaðið „Isfirðingur” og kemur blaðið úr reglulega aðra hvora viku. Sömu sögu er að segja af „Vestfirska fréttablað- inu”,sem Arni Sigurðsson gefur út. Auk þessara tveggja blaða eru fjögur önnur blöð gefin út, öll á vegum stjórnmálaflokka og koma þau öll nokkuð oft út, en þó ekki jafn reglulega. 011 eru þessi blöð prentuð i prentstofunni Isrúnu hf. á Isa- firði. Þar eru blöðin ofsetprent- uð, en auk prentunar á blöðun- um eru i prentstofunni prentuð margskonar eyöublöð og önnur tilíallandi verkefni. Þá er á Isa- firði nýstofnuð bókaútgáfa, sem þegar hefur gefið eina bók út. Sú bók var filmusett i prentstof- unni Isrúnu, en siðan urðu prentararnir að fara til Siglu- fjarðar til að fá bókina prentaða og brotna. Hugmyndir eru nú á döfinni um að auka tækjakost prentstofunnar þannig að unnt sé að prenta þar bækur. A ferð um Isafjörð nýlega lit- um við inn i prentstofuna og var þá unnið að frágangi á Isfirð- ingi, sem framsóknarmenn gefa út. Ritstjóri blaðsins er Jón Á. Jóhannsson. I prentstofunni hittum við Árna Sigurðsson prentsmiðju- stjóra. Hann sagði að verkefni væru mikil og tækjakostur góð- ur, en sifellt væri unnið að þvi að fá aukin verkefni. Arni er einnig ritstjóri Vest- firska fréttablaðsins. Það blað kemur út að jafnaði tvisvar i mánuði og er venjulega átta sið- ur að stærð. Arni lét mikla óánægju i ljós með að aldrei væru lesnar forystugreinar úr þvi blaði i útvarpinu, á sama hátt og forystugreinar eru lesn- ar úr landsmálablöðum, sem stjórnmálaflokkarnir gefa út. Benti hann á að það væri alveg fráleitt að daglega væri lesið úr forystugreinum Dagblaðsins og Visis, sem teldu sig ekki vera málgögn flokka. Hins vegar væri neitað um lestur úr Vest- firska fréttablaðinu og Suður- nesjatiðindum vegna þess að það væri ekki stjórnmálaflokk- ur, sem gæfi þessi blöð út. Arni sagði að Vestfirska fréttablaðið héldi fram ákveðn- um skoðunum um landsmál, þótt þær væru ekki flokkspóli- tiskar. Það væri málsvari þeirra, sem vilja vinna að auknu jafnvægi i byggð landsins og væri ekki vanþörf á öflugri þátttöku sjálfstæðs fjölmiðils af landsbyggðinni i þeirri þjóð- málaumræðu, sem ætti sér stað. Sérstaklega væri þessi þörf knýjandi vegna þeirrar hörðu ariðar, sem reykviskir fjölmiðl- ar hafa gert að hagsmunum landsbyggðarbúa. Rikisútvarpið væri eign þjóðarinnarallrar. Það væri þvi skylda útvarpsráðs að láta lesa úr landsmálablöðum til jafns við blöð sem gefin væru út i Reykjavik. Kvaðst Árni vona að útvarpsráð færi nú að breyta ákvörðun sinni og leyfa lestur úr öllum landsbyggðarblöðum. MÓ. cs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.