Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 16
16
Sunnudagur 12. marz 1978
— Hámarkshraöi 155 km— Bensíneyðsla um 10 lítr-
ar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllum
hjólum — Radial-dekk — Tvöföld framljós með
stillingu— Læst bensínlok— Bakkljós— Rautt Ijós i
öllum hurðum — Teppalagður — Loftræstikerfi —
Öryggisgler— 2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðu-
þurrkur— Rafmagnsrúðusprauta— Hanzkahólf og
hilla — Kveikjari — Litaður baksýnisspegill —
Verkfærataska — Gljábrennt lakk — Ljós í farang-
ursgeymslu — 2ja hólfa kaborator — Synkronester-
aður gírkassi — Hituð afturrúða — Hallanleg sætis-
bök — Höfuðpúðar.
Allt þetta fyrir 1.670.000
Til öryrkja 1.270.000
STATION 1.820.000
Til öryrkja T410.000
FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Siðumúla 35 Simar 38845 — 85855
Umboðsmaður okkar á Akureyri er
VAGNINN S.F. Furuvöllum 9, sími (96) 1-14-67.
Styrktar- og minn-
ingarsjóður
Samtaka Astma- og Ofnæmissjúklinga
veitir i ár styrki allt að 500.000.- krónur.
Tilgangur sjóösins er:
a. að vinna að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúk-
dómum.
b. að styrkja lækna og aðra, sem leita sér þekkingar á of-
angreindum sjúkdómum og kunnáttu I meðferð þeirra,
með framhaidsnámi eða rannsóknum á þessu sviði.
Umsóknir um styrkinn ásamt fylgiskjölum, skulu hafa
borist sjóðstjórn i pósthólf 936 fyrir 12. april 1978.
Sjóðstjórnin.
Jörð til ábúðar
Til leigu er jörðin Ekra í Hjaltastaða-
hreppi, Norður-Múlasýslu.
Sala getur komið til greina. Upplýsingar i
sima (97) 1282.
Fjármálaráðuneytið,
10. marz 1978.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar-
mánuð er 15. marz. Ber þá að skila skatt-
inum til innheimtumanna rikissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
1978
Ár baráttu gegn
aðskilnaðarstefnu
suður-afrisku stjórnarinnar i kynþáttamálum
finnast þar i jörðu. Hinn gifur-
legi gróði, sem fæst af náma-
vinnslunni byggist á vinnuafli
hinna svörtu og hefur leitt til
talsverðrar uppbyggingar
iðnaðar. Landbúnaður er einnig
stundaður og eru ávaxta- og
maizrækt mikilvægustu fram-
leiðslugreinarnar. Þýzkaland,
Frakkland, Bandarikin, Bret-
land og Japan eru helztu
viðskiptalönd Suður-Afriku.
Arið 1961 varð Suður-Afrika
lýðveldi og sagði sig þá úr
brezka heimsveldinu. Landið á
fulltrúa á þingi S.þ. en þar
hefur stjórn þess verið vítt
harðlega fyrir ólöglega ihlut-
un i málefnum grannrikjanna
Namibiu og Ródesiu og þá
ekki hvað sizt fyrir yfirlýsta
stefnu sina í kynþáttamálum —
apartheidstefnuna eða að-
skilnaðarstefnuna. Apartheid er
afriskt orð og merkir kynþátta-
aðskilnað eins og hann hefur
verið i framkvæmd Þjóðernis-
flokksins er komst til valda i
Suður-Afriku árið 1948. Kyn-
þáttaaðskilnaður hafði þá verið
við lýði i Suður-Afriku frá þvi á
miðri sautjándu öld er Evrópu-
menn hófu stofnun nýlendu þar.
En Þjóðernisflokkurinn greip til
ráðstafana i þeim efnum sem
snerta þvi nær allar hliðar lifs-
ins meðal hinna þeldökku ibúa
landsins.
Arið 1973 var þvi lýst yfir á
þingi S. þ., að aðskilnaðarstefna
Suður-afrisku stjórnarinnar
væri glæpur gegn mannkyninu
og hefur árið 1978 verið helgað
baráttunni gegn henni.
Þeir sem halda stefnunni
fram fullyrða að um sé að ræða
hugmyndafræði og-kerfi sem
geri ráð fyrir að kynþættirnir
eigi að vera aðskildir en þróast
þó samhliða og njóta jafnréttis,
og sé þvi réttlægtanleg. En er
hulunni er svipt i burtu kemur i
ljós að hún miðar eingöngu að
þvi að viðhalda og styrkja póli-
tisk, efnahagsleg og félagsleg
yfirráð og forréttindi hvita
minnihlutans i landinu. A
grundvelli þessa er blökku-
mönnum meinaður jafn réttur á
við hvita i þessum efnum.
Blökkumenn eru meðhöndlaðir
eins og óæðri kynþáttur og þeir
neyddir til að taka að sér hlut-
verk hins undirokaða og
kúgaða. Hlutverk þrælsins. •
Aðskilnaðarstefnan virðir að
vettugi öll grundvallarmann-
réttindi og hefur þvi viðtæk
áhrif á lif blökkumannanna.
Þeir mega sig vart hræra án
þess að eiga yfir höfði sér fang-
elsun og yfirheyrslur fyrir að
brjóta einhverjar af þeim laga-
setningunum sem sett hafa
verið til höfuðs þeim. Það eru
sett lög sem ná til stjórnmála-
réttinda, ferðafrelsis. bústaða-.
vals, eignarréttar, trúarbragða,
starfsvals, búsetu og hjúskapar.
Málfrelsi er takmarkað og rit-
skoðunarlög i gildi. Siðferðis-
lögin banna kynmök og hjóna-
bönd milli fólks með mismun-
andi litarhátt. Skólum er haldið
rækilega aðskildum og misrétti
til náms er rikjandi. Jafnvel
iþróttamál eru aðskilin þrátt
fyrir siaukinn þrýsting erlendis
frá um að afnema slikt. Sam-
kvæmt vegabréfslögunum
s.k.er frjáls ferðaréttur og rétt-
ur manna til að ákveða búsetu
heftur. Samkvæmt þeim verða
allir að bera vegabréf,sem sýna
hvaðan þeir koma,hvar þeir búa
Eitt af mörgum fórnarlömbum óeirðanna I Soweto þegar lögreglan
hóf skothrið á hóp stúdenta sem voru i mótmælagöngu.
Grein sú sem hér birtist
fjallar um stefnu suður-afriskra
stjórnvalda i kynþáttamálum.
Stefnusem hlotið hefur fordæm-
ingu á alþjóða vettvangi —
apartheidstefnuna. Er greinin
mestan part unnin með hliðsjón
af skýrslu Amnesty
International samtakanna sem
gert hafa könnun á ástandinu I
landinu og þvi hver áhrif og af-
ieiðingar apartheid stefna hefur
á íbúa þess. Er i skýrslunni
einkum lýst áhyggjum varðandi
pólitiska fanga i landinu og
nauðsyn þess að gera fjöldanum
grein fyrir þeim þjáningum sem
pólitiskir fangar verða að þola i
þeirri von að fleira fólk skilji
ástæðuna fyrir baráttu þeirra
og meti að verðleikum framlag
þeirra I þvi að krefjast viður-
kenningar stjórnvalda á al-
mennum mannréttindum til
handa öllum íbúum Suður-Af-
riku.
Suður-Afríka nær yfir land-
svæði sem er um það bil 75 þús-
und fermilur á stærð. Það á
landamæri að Swazilandi og
Mozambique að norðaustan,
Ródesiu að norðan og Botswana
og Namibiu að norðvestan.
Ibúafjöldi Suður-Afriku var
áætlaður um 26 milljónir árið
1976 og fjölgar árlega um 3.3%.
Hlutföll kynþátta i landinu eru
þau að blökkumenn eru 72.5%
hvitir 16% og Indverjar og aðrir
þeldökkir 11.5%. Þrátt fyrir
þetta eru 87% alls landsvæðis i
höndum hvitra manna, þar á
meðal eru helztu þéttbýlis og
iðnaðarkjarnarnir. A öðrum
landsvæðum hefur verið komið
á fót samkvæmt lögum sérstök-
um svæðum eða — þjóðlöndum
— fyrir svertingjana og eru þar
tiu talsins. Tvö þeirra hafa
fengið s.n. — sjálfstæði — en
hafa ekki hlotið viðurkenningu
annarra en Suður-Afriku. Þau
eru Transkei þar sem f jölmenn-
asti þjóðflokkur svertingja ,
Zulumenn búa og Bophut-
hatswana sem er þjóð-
land tswanamælandi fólks.
Þrátt fyrir þetta býr um
helmingur blökkumannanna i
Soweto og svipuðum borgar-
kjörnum i iðnaðarhéruðunum á
hvítum svæðum þar sem þeir
njóta engra lýðréttinda. Stjórn-
Steve Biko blökkumannaleið*
toginn sem lézt eftir pyntingar
suöur- afrisku öryggislögregl*
unnar.
Blökkumaður heldur hér á vega-
bréfi sem sérhver þeirra verður
að bera á sér og tilgreinir hvar
hann má feröast, búa og starfa.
iner algjörlega i höndum hvita
minnihlutans. Kosningarétt
hafa einungis hvftir menn og
einungis þeir eiga sæti í þingi
landsins, sem er i tveim deild-
um.
Efnahagslifið er byggt á
náttúruauðæfum landsins. Gull,
járn og demantar og flestir
aðrir þekktir málmar nema olia