Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 34

Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 34
34 Sunnudagur 12. marz 1978 Connemara er hluti Connacht héraðs á trlandi. Svæðið liggur vestan Lough Corrib og Mask en afmarkast að sunnan af Galawayflóa og að vestan af Atlantshafinu. Þetta svæði er heimkynni Connemara smáhestsins, fjalllendi, vötn og mýrar. Landið er hrjóstr- ugt og tilkomumikiö og hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn, málara og ljósmyndara. Rækt- anlegt land er hinsvegar af- ar litið borið saman við það er þekkist annarsstaðar. Þó var hér fyrr á timum þétt byggð og enn þann dag i dag er fólksfjöld- inn mikill á hvern fermetra sé fjalllendi og vatnasvæði dregin frá við flatarmálsútreikninga. t Connemara hefur lifsbaráttan verið bæði mönnum og skepnum erfið. Eðli smáhestanna er bein afleiðing aðstæönanna er nátt- úran hefur boðið uppá. Uppruni Connemara smá- hestsins er ekki ljós en vitað er aöhestar voru meðal búfénaöar snemma á öldum. Keltarnir sem komu til trlands frá Alpa- héruðunum og dölum kringum Dóná gegnum Spán og Galliu, á fjórðu öld fyrir Kristsburð, voru leiknir hestamenn og fluttu vafalitið hesta meö sér. Mörgum öldum siðan voru spænskir hestar fluttir til Gala- wayborgar á uppgangatimum bæjarins. Hestana keyptu rikir kaupmenn sem verzluðu við Spánverja. Spænskir Anda- lúsiuhestar sem þá voru fluttir inn voru, aö þvi er sagði, hið besta er hægt var að kaupa fyrir peninga. Talið er að eitthvaö hafi borizt af spænskum hross- um til Connemara og blandazt uppraunalega kynstofninum. Allt fram á miðja siðustu öld fluttu rikir landeigendur ara- biska hesta til óöala sinna i Connemara þar sem kynblönd- un varð milli hinna fluttu hesta Connemara smáhestsins. Eitt er hægt aö segja um allan inn- flutning hrossa til Connemara fyrr é timum, að hrossin komu öll frá Spáni, Marokkó eða Ara- biu. Upp úr 1891 var reynd kyn- blöndun welskra hrossa og kynsins i Connemara og var ár- angurinn f sumum talinn allgóð- ur. Þegar Landbúnaöar- og tæknistofnun Irlands var stofn- uð árið 1900 undir brezkri stjórn var stofnuð sérstök deild, er fjalla átti um hrossarækt. J.C. Ewart prófessor við var þá fal- ið að taka sér ferð á hendur til Vestur-lrlands til að kanna ástand og möguleika Conne- mara smáhestanna i samrái við sérfræöinga i hverju héraði.” I skýrslu sem dagsett er 21. september árið 1900, lýsir Ewart prófessor hestunum i Connemara og segir að þeir geti þrifist þar sem „allar skepnur aðrar en villt hrossin myndu deyja úr sulti” og að þeir séu „sterkir og þolgóðir sem múl- dýr”. Hann telur Connemara- kynið svo „verðmætt og frjó- samt og laust við erfðagalla að útrýming þeirra yrði skaði fyrir þjóðina”. Prófessorinn segir ennfremur: ,,Ég hreifst af styrk þeirra, þoli og þýðum gangi. Hestarnireru skynsamar skepnur, auösveipar og þola erfiði við aðstæður sem hross, ræktuð viö önnur skilyröi gætu ekki komizt heil frá.” Ewart telur að útbreiðsla Connemara hestsins hafi einnig átt drjúgan þátt i þvi að orð fari af irskúm hestum sem þrótt- miklum, harðgerðum og gáfuð- um skepnum. Eftir könnun sina gerði Ewart prófessor þrjár megin tillögur varðandi ræktun Connemara smáhestsins, að afla yröi beztu hugsanlegra stóðhesta af stofn- inum, að geröi yrði skrá um hreinræktaðar merar, og að bændur yrðu hvattir til að nota siðan aðeins valda stóðhesta. Það varð hinsvegar ekki fyrr en tólf árum siðan aö hafizt var halda um skipulega ræktun kyn- stofnsins. Hrossaræktarfélag Connemara var stofnaö 1923. Allt frá byrjun var ákveðið að kynbætur færu fram innan stofnsins, en ekki yrði leitað eftir kynbótahrossum af ööru kyni. Með þessi stefnumið i huga var skipuö sérstök nefnd fróðra manna, sem kannaði ástand stofnsins vitt og breitt um Connemara vorið 1924. Úr miklum fjölda mera og fola er skoðuð voru, valdi nefndin 75 merar og 6 stóðhesta til skrán- ingar og þar með voru drögin Hrossasafnið á sýningunni i Clifden. Hilianin lávarður, núverandi formaður aiþjóða Ólympiunefndarinnar afhendir verölaun á sýningunni í Clifden 1966.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.