Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 1
GlSTtNG MORGUNVERÐUR RAUÐARARSTtG 18 64. tölublað—Föstudagur 31. marz 1978—62. árgangur FÆRIBANDAREIMAR í METRATAU LANDVÉLARHF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. —BBB S i ' • h h ' ,o.;’ \V . J-i i llite Vv v> .' ■ ■ * '■ > |r v:*-* « Hitaveituútbúnaðurinn i Skútudal. sem snjóflóð hafa sópað í burtu i tvígang nú i vetur. TimamyndMó Siglufjörður: Tugmillj ónatj ón af völdum 2 snióflóða CiV— ..Rúmlega 420 ibúðir eru nú i annað skiptið á tveimur mán- uðum án hitaveitu vegna snjó- flóða, sem fallið hafa á hitaveitu- útbúnað bæjarins i Skútudal, og valdið tugmilljóna tjóni. — Ég held að það só óhætt að fullyrða að menn séu orðnir bágir yfir þessu ástandi. Það er nóg að bær- inn verði hitaveitulaus einu sinni vegna snjóflóðs, en þetta er nú orðið einu sinni i mánuði”, sagði Snorri Sigurðsson bæjarritari, i samtali við Timann, en hann. gegnir einnig störfum bæjar- stjóra i fjarveru hans. Tjónið, sem varð af völdum snjóflóðsins i febrúar og annarra aðgerða þvi samfara, nemur 10-20 milljónum króna en Snorri gerði ráð fyrir að viðgerðarkostnaður nú yrði nokkuð minni. Viðgerð ætti nú að ganga fljótar, þar sem ágætis veður er á Siglufirði, og það hefur einnig tekið mun skemmri tima nú að tengja hús viðoliukyndingu. Greiðfærter nú um götur Siglufjarðarbæjar, og þarf þyi ekki snjómoksturs við, en það var mjög stór kostnaðarliður við oliuflutninga eftir snjóflóðin i febrúar. Snjóflóðið féll á hitaveituskúr- ana skömmu eftir hádegi i fyrra- dag, og eru skemmdir svipaðar þvi sem varð i snjóílóðunum i febrúar. Dæluskúrarnir og vara- dælan hafa sópazti burtu og húsið utan um spennistöðina er illa ASÍ - VÍ Fundurinn í dag mun skera úr um framhaldið JB — Eins og kunnugt er, eru samningar verkalýðsfélaganna og -atvinnurekenda lausir frá og meö miðnætti i nótt. Hefur nokkuð farið um fundahöld með þessum aðilum undanfarið, en þeir allir orðið til einskis. í gær var haldinn miðstjórnarfundur i ASl og samningamál þar m.a. rædd, en engin endanleg niður- staða lá fyrir eftir þann fund. í dag hefst svo fundur undirnefnd- ar 10 mannanefndarinnar með fulltrúum atvinnurekenda. Að þvi er Snorri Jónsson forseti ASI sagði i gær, mun sá fundur skera úr um það, hvort þessi háttur, viðræður undirnefndar og atvinnurekenda, muni hafður á i viðskiptunum við atvinnu- rekendur eftirleiðis, þvi það væri álit manna, að ef ekkert raunhæft kæmi fram á þessum fundi, yrði að taka upp aðrar leiöir. Um það, hvort það þýddi, að gripið yrði þá strax til aðgerða, sagði Snorri. að þeir i verkalýðshreyfingunni þekktu atvinnurekendur og vissu að þeir kæmu ekki með neitt af frjálsum vilja. farið, þó að talið sé að tækin þar séu nánast óskemmd. Þá er einnig vonazt til að dælumótor og stjórnbúnaöur á aðalholunni sé litið skemmdur. Snjóbill úr Skagafirði var væntanlegur til Siglufjarðar i gærog gert var ráð fyrir að senda strax flokk manna fram i Skútudal með bilnum og hefja mokstur. Snorri vonaðist til að viðgerðir gætu hafizt i dag, þó það væri ef til vill óþarfa bjart- sýni. — Annars þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn i þessum málum, sagði Snorri að lokum. 15 veiðiskip hafa heimild til kol- munnaveiða í fær- eyskri landhelgi G V — Við vitum um nokkur skip, sem hafa áhuga á þessum veið- um, en ég á ekki von á að þau veröi eins mörg og heimild er fýr- ir. Ég geri ekki ráð fyrir að það séu mörg skip sem hafi þann út- búnað sem til þarf við kolmunna- veiðar, sagði Jón B. Jónasson fulltrúi í sjávarútvegsráðuneyt- inu i viðtali við Timann i gær. Samkvæmt samningi Færey- inga og Islendinga, sem gerður var i desember siðastliðnum, hefur sjávarútvegsráðuneytið heimild til að senda 15 islenzk veiðiskip á kolmunnaveiðar i fær- eyskri landhelgi. Skipin hafa heimild til að veiða 35 þúsund lestir, sem er sama magn og fær- eysk loðnuskip hafa veitt á loðnu- vertiðinni. í gær hóf ráðuneytið að aug- lýsa, að þau skip sem hygðu á kol- munnaveiðar I færeyskri land- helgi, ættu að hafa samband við ráðuneytið. Að sögn Jóns þarf ráðuneytið að til kynria færeysk- um stjórnvöldum um það skip sem hyggja á veiðarnar. tslenzku skipin þurfa að hlýða ýmsum reglum um friðunarsvæði, til- kynna um aflamagn til Færey- inga og feröir innan færeysku landhelginnar. Rarik borgiö í bih KEJ — A fundi neðri deildar Alþingis i gær gerði Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, grein fyrir ákvöröunum rikisstjórnarinnar til lausnar fjárhagsvanda Rafmagnsveitna rikisins svo og þvi að rekstrar- staöa fyrirtækisins væri tryggö i bili og áfram yrði unnið aö endanlegri lausn málsins. Kom fram i ræöu forsætisráö- herra að ákveðið væri að hækka raforkutaxta til húshitunar um 25% sem hefði i för meö sér um 110 milljón króna tekjuaukningu fyrir RARIK. Rúmlega milljaröi króna sem þá vantaöi uppá að endar næöu saman hjá RARIK á árinu,væri siðan gert ráð fyrir aö afla aö mestu meö lántöku innanlands og erlendis. I umræöum sem uröu utan dagskrár á fundi deildarinnar i gær kom fram nokkur gagnrýni á hvernig staðiö heföi veriö aö máium RARIK, sem Gylfi Þ. Gislason m.a. kallaði gjaldþrota fyrirtæki. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra benti mönnum á að RARIK væri ekki rekin á þeim viðskiptalega grundvelli sem t.d. Landsvirkjun byggöist á. Stofnun þessari heföi á undanförnum árum veriö falin framkvæmd ýmissa arölitilla fyrirtækja og byggöist fremur á félagslegri þörf en höröum viöskiptum. Þá væri þaö, sagöi iðnaöarráöherra, mesta vit- leysa að RARIK væri gjald- þrota, eignir Rafmagnsveitn- anna gerðu miklu betur en standa undir skuldum. Sjá nánar á þingsiöu, bls 6. Hátt á 2. milljarða vantar upp á útflutningsbætur ~ £ibænda á Þessu SSt — Eitt þeirra mála, sem tekið var fyrir á fundi hjá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins i dag, er út- flutningsbætur rikisins til bænda á útfluttar launbúnaðarafurðir, á þessuári, og þykir nú ljóst, vegna ' mun hærra verðlags á þessum af- urðum hér heima en erlendis, að hátt á 2. milljárð vanti uppátil að geta greitt bændum fuilt verð á árinu, sagöi Gunnar Guöbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda í samtali við Timanni gær. Samkvæmt lagaheimildum um útflutningsbætur er heimilt að greiða i útflutningsbætur allt að 10% af heildarverðmætum bú- vöruframleiðslunnar á hverju ári til að seljendur erlendis fái sama verð fyrir vöruna og hér heima. Nú hefur verðlags hérna hins vegar hækkað svo mikið, aö heimildin um 10% sem nú er full- nýtt, hrekkur hvergi nærri til að jöfnuði við verð á innanlands- markaði verði náð, og það þýðir bein tekjurýrnun eða kjaraskerð- ing fyrir bændur, sagði Gunnar ennfremur. A þessu augnabliki er enn ekki útséð um hvaöa stefnu þessi mál taka. Við ræddum málið i dag, en tókum enga ákvörðun um það. Það er hins vegar augljóst, að tveir milljarðar verða ekki gripn- ir upp af götunni, og sem stendur er ekki útlit fyrirneina úrbót frá yfirvöldum og þvi ekki annaö fyrirsjáanlegt en bein kjara- skerðing bænda, sagði Gunnar Guðbjartsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.