Tíminn - 31.03.1978, Page 6

Tíminn - 31.03.1978, Page 6
6 Föstudagur 31. marz 1978 RABIK byggir ekki sízt á félagslegum grundvelli — sagdi iðnaðarráðherra við umræður utan dagskrár um f járhagsvanda Rafmagnsveitna ríkisins Viö setningu fundar í neðri deild Alþingis í gær kvaddi Lúövík Jósefsson (Abl) sér hljóðs utan dag- skrár og geröi aö umtals- efni f járhagsvandamál Raf magnsveitna ríkisins. Beindi hann nokkrum fyr- irspurnum til forsætisráö- herra um aðgerðir og ákvarðanir rikisstjórnar- innar til þess að bregðast við þessum vanda og um framhald fyrirhugaðra framkvæmda við Austur- og Vesturlinu. Þá sagði Lúðvík m.a. í ræðu sinni að hann teldi útilokað að RARIK gæti velt út i raf- orkuverðið öllum stofn- og framkvæmdakostnaði og vaxta og afborgunar- greiðslum. Ekki væri al- gjörlega hægt að skilja á milli svæða Landsvirkjun- ar og RARIK og menn þyrftu að athuga að Lands- virkjun stæði ekki eins traust og raun ber vitni nema fyrir fullan stuðning rikisheildarinnar. Málum borgið í bili Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tók næstur til máls og gerði grein fyrir fjárhagsvanda RARIK og þeim ákvörðunum sem rikis- stjórnin hefði þegar tekiö til úr- bóta. Sagði forsætisráðherrra að á fundi þann 16. marz hafi rikisstjórnin rætt greinargerð iðnaðarráðherra um fjárhags- vanda stofnunarinnar og hafi i framhaldi af þvi verið skipuö nefnd til að gera tillögur til úrbóta og lausnar á fjárhagsvanda RARIK. Tillögur nefndarinnar hafi siöan verið ræddar þann 21. marz og aftur i gærmorgun. Þá sagði forsætisráðherra að fjárhagsvandi RARIK væri eink- um fólginn i rekstrarhalla 1977 sem næmi 140 milljónum og áætl- uðum rekstrarhalla á þessu ári upp 285 milljónir. llér á ofan bættist siðan að fram- kvæmdakostnaðúr sfðasta árs fór fram úr áætlun sem næmi 446 milljónum króna og áætlað væri að á þessu ári færi framkvæmda- kostnaður fram úr áætlun sem næmi 325 milljójum króna. Vand- inn sem viö væri að glima væri þvi aö útvega fjármagn fyrir stofnunina upp á um 1200 milljón- ir króna. 1 tillögum umræddrar nefndar, sagði forsætisráðherra, að hefði verið gert ráð fyrir að við vand- anum yrði brugðizt i fyrsta lagi með hækkun raforkutaxta til húshitunar um 25% og gæfi það 110 milljónir króna i auknar tekj- ur á árinu. I öðru lagi hafi verið gerð tillaga um hækkun verðjöfn- unargjalds úr 13 i 20%. A fundi rikisstjórnarinnar i gærmorgun hafi verið ákveöið að fallast á hækkun húshitunartaxta en hafn- að hefði verið hugmynd um hækk- un veröjöfnunargjalds. Þá hefði rikisstjórnin ákveðiö að taka alla taxta til fullkominnar endurskoð- unar með það fyrir augum að tekjur RARIK gætu aukizt með einhverjum hagkvæmum breyt- ingum á þeim. Ennfremur sagði forsætisráðherra, að eðlilegt væri að á þssu ári yrði athugað sér- staklega hvernig hátta beri rekstri byggðalina i framtiðinni og hver bæri þá af þeim fjármagnskostnað. Til að draga úr vandanum á þessu ári mætti hugsa sér að hafa nokkuð hærra verð á raforku sem um byggðalinu færi. Fyrirhuguð lántaka. 1 þriðja lagi gerði nefndin ráð fyrir lánsfjármagni sem greiðast skyldi á næsta ári og ennfremur að rekstrarlán upp á 250 milljónir yrðu framlengd. 1 siðasta lagi, sagði forsætisráðherra, hefði nefndin gert ráð fyrir þeim val- kostum að fresta byggingu Vesturlinu ellegar frekari lántök- um til að mæta þeirri 500 milljón króna fjármagnsþörf sem enn eftir væri. Sagði forsætisráðherra að rikisstjórnin hefði ekki talið raunhæft að fresta gerð Vestur- linu og þvi yrði nauðsynlegt að taka lán innanlánds til að mæta þessari fjárþörf. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra lauk máli sinu meö þvi að itreka aö ákvarðanir rikisstjórn- arinnar i þessum efnum ættu að tryggja að á þssu ári yrði lokið við lagningu Austurlinu og fram- vkæmdir við Vesturlinu yrðu hafnar. Vandi RARIK væri leystur i bráð og unnið yrði áfram að endanlegri lausn á vandanum. Orkumálamistök Gylfi Þ. Gislason tók næstur til máls og sagði m.a. að hvergi hefðu átt sér stað meiri né alvar- legri mistök á siöustu árum en i orkumálum. Nefndi hann siöan nokkur dæmi sem hann sagði öll fela i sér rangar ákvarðanir. t fyrsta lagi að 500 milljónum krónum af skuldum Orkubús Vestfjarða hefði verið velt yfir á Orkumálssjóð. I öðru lagi ákvörð- um um rafstreng til Vestmannaeyja og að 250 milljón króna kostnaði af honum hefði verið velt yfir á RARIK sem væri gjaldþrota fyrirtæki eða þvi sem næst. I þriðja lagi sagði Gylfi, heföi það verið röng stefna að hvetja til þess aö hús væru hituð með rafmagni sem siðan hefði orðið aö framleiða með oliu og af hefði hlotist óhóflegur kostnaður. Eignir RARIK meiri en skuldir Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra svaraði ummælum Geir Hallgrimsson. Gunnar Thoroddsen Gylfa lið fyrir lið og sagði i upp- hafi aö i ræðu hans hefði ekki skort stóryröin og eintóma nei- kvæða gagnrýni en hinsvegar heföi ekki örlað á ráðum til úrbóta. Sagöi iðnaðarráöherra að menn þyrftu að athuga það aö um RARIK gilti ekki hið sama og t.d. Landsvirkjun sem algjörlega væri rekin á viðskiptalegum grundvelli. RARIK væri ekki siður félagsleg stofnun sem falið hefði verið framkvæmd ýmissa óarðbærra fjárfestinga af félags- legum toga. Hitt væri þó sýnu meiri firra og kvaðst iðnaðarráð- herra harma þá fullyrðingu alþingismanns, að RARIK væri gjaldþrota stofnun. Þegar það mál væri skoðaö kæmi hitt i ljós að eignir RARIK geröu xniklu meira en að vega upp á móti skuldum. Þá sagði ráðherra að þvi væri ekki að neita að sú stefna fyrir- rennara sins að beita sér af alefli fyrir raforkuhitun húsa hefði reynzt nokkuð varhugaverð. Þetta hefði ekki aðeins leitt til mjög aukinnar diselframleiðslu raforku heldur einnig hins að dreifikerfi hefði viða gengið úr sér á allt of skömmum tima. Með stjórnarskiptum hefði mjög verið snúið við á þessari braut og stuðlaði fremur að aukn- ingu jarðvarmanýtingu og hefði sú stefna valdið byltingu. T.d. hefði komið fram i skýrslu fyrr- verandi iðnaðarráðherra, Magnúsar Kjartanssonar árið 1974, að Akureyri yrði aö vera á rafhitunarsviði. Með nýrri stefnu núverandi rikisstjórnar og kaup- um á stærsta bor landsins hefði nú orðið sú breyting á að jarð- varmi heföi fundist i Eyjafirði og framkvæmdir viö hitaveitu þegar hafnar. Þá væri það ný stefna rikisstjórnarinnar og miklar von- ir við hana bundnar að koma á fót svokölluðum fjarvarmaveitum sem notast gætu við jarövarma, afgangsorku og diselframleidda orku til jafns. Benti iðnaðarráðherra á að það væri einnig i tiö núverandi rikisstjórnar að byrjað væri á Austurlinu og Vesturlinu og framvkædum við Norðurlinu lok- ið og a.m.k. hvað Austfirðinga varðaði hefðu önnur eins átök i raforkumálum þeirra ekki verið gerð i áravis. Nánar verða umræður ekki raktar hér en auk ofangreindra tóku til máls Karvel Pálmason (Sfv) og Pálmi Jónsson (S) alþingi Menntamálaráðherra: Tilefnislaus fjölgun embætta A fundi neðri deildar Alþingis i gær fór fram þriðja umræða um frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um grunnskóla, en i frumvarpi þessu felst að sveit- arfélag með 10 þúsund íbúa eða fleiri geti orðið að sérstöku fræðsluumdæmi. Vilhjálmur Iljálmarsson menntamálaráð- herra talaði einn við umræðuna og varaði hann við samþykkt þessa frumvarps. Sagði menntamálaráðherra að hann vissi ekki til annars en hvarvetna hefði tekizt hið ágæt- asta samstarf i fræðsluhéruðun- um. Hann teldi þaö væri óráð að samþykkja þær breytingar er frumvarp þetta hefði i för með sér, hann sæi heldur enga raun- hæfa ástæðu til þess, og ljóst væri að af þvi hlytist mikið óhagræði. Frumvarpið væri flutt fyrir beiðni bæjarstjdrnar Hafnarfjarðar, en ljóst væri, að þegar Hafnarfjörður væri orð- inn sér fræðsluumdæmi, mundu aðrir koma á eftir og beiðast hins sama, þá ekki einungis vegna mannfjölda, heldur ekki siður vegna landfræðilegra ástæðna og væru landfræðilegar röksemdir ekki léttari á metun- um. Af þessuöllu mundi hljótast sundrung og ruglingur aö ástæðulausu. Þá sagði Vilhjálmur, að það sem kannski mælti mest á móti samþykkt þessa frumvarps, væri að fræðsluskrifstofunum væri ætlað aö vinna hluta af þeim samræmingarstörfum sem nú væru unnin i ráðuneyt- inu.Eftir þvisem skrifstofurnar yrðu fleiri yrði slikt samræm- ingarstarf erfiðara og þyngra i vöfum. Laukráðherra ræðusinni með þeim ummælum að sér þætti ekki nægt tilefni til þessarar breytingarog flest mæla á móti Vilhjálmur Hjálmarsson fjölgun embætta á þessu sviði nú. Atkvæðagreiðslu um málið var frestað. A fundi efri dcildar Alþingis i gærvoru þrjú stjórnarfrumvörp til fvrstu umræðu. Mælti Ólafur Jóhanncsson dómsmálaráð- herra fyrir frumvarpi um áskorunarmáI en i þvi felst að sú breyting verði gcrð á gild- andi lögum að stefnandi iaskor- unarmáli geti sjálfur gefið út áskorunarstefnu, ennfremur að stefnukröfur verði aðfararhæf- ar að liðnum sjö sólarhringum frá áritun dómara um aðfarar- hæfi. Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra mælti fyrir frum- varpi til laga um vátryggingar- starfscmi. Ilelztu hreytingar sem i frumvarpi þessu felast eru hækkun lámarkshlutafjár félags, sem sækir um leyfi til vátryggingarstarfsemi. Stofnfé gagnkvæms vátryggingar- félags, scm starfsleyfis óskar verða að vera 35 m.kr. i staö 5 og 10 m.kr. áður. Gerðar eru auknar kröfur um eignir á tslandi þegar erlend vátryggingarfélög eiga i hlut. Ný og itarleg ákvæði er um ávöxtun á eigin tryggingarsjóði erlen-'i vátryggingarfélags. Gerð • krafa um skýrleika i nafni try ggingarféla ganna. Gert er ráð fyrir breytingum á st jórnarskipun tryggingar- eftirlitsins. Ennfremur að skip- uð verði nefnd til að vera umsagnaraöili i hugsánlegum deilum milli tryggingareftirlits- ins og vátryggingarfélags um framkvæmd laganna. Matthias Bjarnason heilbrigðisráðlierra mælti fyrir tveimur stjórnarfrumvörpum, annarsvegar um ónæmisað- gerðir og hinsvegar um lyfja- fræöinga. Frumvarpið um ónæmisaðgerð er heildarcndur- skoðun á fyrri löggjöf þar sem meðal annars er ckki gert ráð fyrir skyldubólusetningu gegn bólusótt. Frumvarp til laga um lyfjafræðinga felur i sér lögfest- ingu reglna um allt það, sem að starfsrettindum og skyidum lyf jafræöinga lýtur á sem breið- ustum grundvelli. A fundi efri deildar Alþingis i gær voru ennfremur tvö stjórn- arfrumvörp til annarrar umræðu, frumvarp um varnir gegn kvnsjúkdómum og frum- varp um þroskaþjálfa. Voru flutt nefndarálit og mæltu nefndir i báðum tilvikum með samþykkt frumvarpanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.