Tíminn - 31.03.1978, Side 10
10
Föstudagur 31. marz 1978
tónlist
munninn upp á gátt og tútnaði út
áður en hljóðið kom: þetta var
mér sagt að væri i finasta
Wagnerstil. En hún hitti ofjarl
sinn i hetjutenórnum Steinbach.
Þýzka sendiráðið og
Goethe-stofnunin i Munchen
stuðluðu að þvi að þessi at-
burður mætti verða. Tónleikun-
um stjórnaði prýðilegur maður
Wilhelm Briickner-Ruggeberg
frá Hamborg mikill óperu-
stjórnandi og Islendingum aö
góðu kunnur frá fornu fari þvi
hann stjórnaði hér konsertupp-
færslu á Carmen fyrir 20 árum
við mikinn oröstir.
Þaö er skrýtið andrúmsloft
yfir svona tónleikum — það
minnir í senn á hnefaleika-
keppni i þungavigt og lúðra-
sveitarkonsert. 1 samræmi við
hið siðarnefnda var Hásetakór-
inn (Karlakór Reykjavikur)
klappaður upp og endurtekinn
með pomp og pragt. Og þetta
Wagner-fólk er ekki af neinni
venjulegri stærð hvorki i útliti
né framgöngu. — sumir mundu
segja að það væri áhrifarikur
áróður gegn bjórdrykkju —
enda eru þeir margir, sem ekki
eiga innangengt i þennan
bergrisaheim. Kúnstner sem
bergt hefur af uþpsprettulind-
um suðrænnar menningar fór
með frumsamda niðvisu um
Wagner fyrir mig i hléinu. En
hinir eru fleiri sem láta heillast
og hrifast af þessu reiptogi
snilldar og smekkleysis sem
Wagner-óperurnar eru. Og þá
fyrst verða Islendingar full-
veðja menningarlega þegar þeir
geta fært upp Wagner-óperu.
28.3
Sigurður Steinþórsson.
Tólftu tónleikar Sinfóniu-
hljóm s veitarinnar voru
helgaðir óperutónlist, forleikj-
um ogarium. Aðalhetja tónleik-
anna fyrir utan hetjutenórinn
Heribert Steinbach að sjálf-
sögðu var Richard Wagner
(1813-1883) þetta furðulega
þýzka óperutónskáld sem enn i
dag skiptir tónlistarunnendum I
tvo hópa, Wagnerita og
and-Wagnerita. Sjálfum finnst
mér tónlist Wagners minna á
Mae West — þar er aUt á sinum
stað i rikum mæli (og meira en
það) og öll tækni, sem máli
skiptir, vafalaust i fullkomnu
lagi, en... (sjá mynd).
Annars hófst efnisskráin með
atriðum úr Fidelió Beethovens:
Fyrst var leikinn Forleikurinn
(þeir eru reyndar margir því
Beethoven lagði sig mUcið fram
við þessa óperu sina) þá söng
söngkona kvöldsins Astrid
Schirmer ariu Leónóru siðan
söng Karlakór Reykjavikur og
einsöngvarar úr honum, Frið-
björn G. Jónsson og Heiðar
Pálsson. Fangakórinn og loks
sungu þau Astrid Schirmer og
Heribert Steinbach dúett
Leónóru og Florestans. Sjón-
varpsáhugafólk hefur nú séö
sænska útgáfu á hlutum þessar-
ar óperu, og veit þvi efni henn-
ar. En fyrir hina ef einhverjir
eru, sakar ekki að geta þess að
óperan geristá Spáni, Florestan
og Leónóra eru hjón og óvinur
Florestans sem er tugthússtjóri
notar sér aðstöðu sina til að
fangelsa hann og hyggst taka
hann af. En Leónóra hin trygga
eiginkona dulbýst sem fanga-
vörður og hefur það loks af að
frelsa mann sinn á siðustu
stundu. Ariu sina syngur
Leónóra þegar hún heyrir tugt-
hússtjórann ráðgera að ganga
frá Florestan fangarnir syngja
kórinn þegar þeir fá útivistar-
leyfi fyrir tilstilli Leónóru en
dúettinn syngja þau Leónóra og
Florestan þegar hættan er um
garð gengin. Hvernig sem á allt
er litið var Beethoven ekki sam-
bærilegt óperuskáld við Wagner
og þessir þættir voru daufasti
hluti tónleikanna — eða a.m.k.
tiltölulega daufasti miöað við
það sem á eftir fór.
Þættir úr óperum Wagners
voruþessir: Forleikur og loka-
atriði úr Tristan og Isolde,
Sigursöngur Walters úr Die
Meistersinger von Nurnberg,
Forleikur að Die Meistersinger,
Forleikur að Der Fliegende
Hollander, Kór hásetanna úr
Der Fliegende Hollander, Loka-
atriði 1. þáttar úr Die Walköre.
Hér væri alltof langt mál að
rekja efni allra þessara ógur-
legu ópera — þær taka til
samans marga sólarhringa i
flutningi eftir þvi sem óljúg-
fróðir menn hafa sagt mér.
Enda skiptir það ekki miklu
máli i þessu viðfangi.
Hápunkturinn á tónleikunum
var siðasta atriðið dúett
Siegmundsog Sieglindesem olli
dæmafárri hrifningu i Háskóla-
biói. Hetjutenórinn Steinbach
hefur feiknarlega rödd sem
yfirgnæfir hvað sem er — val-
kyrjur, sinfóniuhljómsveitir,
Wagnersöngkonur —svonarödd
hafa aðeins fáir söngvarar haft
var mér sagt: s.s. Pétur Jóns-
son, Melchior og Windgassen.
Söngkonan Astrid Schirmer var
lika stór i sniðum — þegar hún
hóf söng á forte (það er alltaf
gert i Wagner) opnaði hún
Mae West.
Nemendur i Fjölbrautaskólanum í Brciðholti i trésmiöi.
Hvað veldur
vali fólks til
náms og
starfs?
Ráðstefna um „Verkmenntun
og jafnrétti” verður haldin i Nor-
rænahúsinulaugardaginn 8. april
n.k. á vegum Kvenréttindafélags
Islands.
Til að sem flest sjónarmiðkomi
fram um: Hvað veldur vali fólks
til náms og starfs? Er ýmsum
stofnunum og félagasamtökum
og öllum þeim er áhuga kunna aö
hafa gefinn kostur á að taka pátt i
ráðstefnunni meðan húsrúm
leyfir.
Framsögulnehn veröa Stefán
Ólafur Jónsson frá menntamála-
ráðuneyti, Þórir Sigurðsson,
námstjóri, Sveinn Sigurðsson frá
Iönskólanum i Reykjavik, Ingfilf-
ur Halldórsson frá Fjöíbrauta-
skóla Suöurnesja, Gunnar
Guttormsson frá iönaðarráðu-
neyti, Guðrún Halldórsdottir frá
Námflokkum Reykjavikur og
fulltrúar frá Iönnemasambandi
Islands.
Skráning á ráðstefnuna fer
fram næstu daga kl. 16.00-18.00 i
skrifstofu K.R.F.l. að Hallveigar-
stööum, simi 18156. Ráöstefnu-
gjald er kr. 1.000.- og er siðdegis-
hressing i kaffistofu Norræna
hússins innifalin.
Þjóðleikhúsið
Aðeins tvær sýningar
eftir á Ödipúsi
konungi
Hinn frægi griski harmleikur
Odipús konungur eftir Sófókles
verður sýndur á laugardags-
kvöldið i Þjóðleikhúsinu og eru þá
aðeins eftir tvær sýningar á verk-
inu. Þetta er i fyrsta skipti sem
leikritið er sýnt hérlendis og
reyndar i fyrsta skipti að Þjóð-
leikhúsiö tekur griskan harmleik
til sýninga. Þýðinguna gerði
Helgi Hálfdanarson en leikstjóri
er Helgi Skúlason. Titilhlutverk-
iö, Odipús, er i höndum Gunnars
Eyjólfssonar en konu hans og
móöur, Jóköstu, leikur Helga
Bachmann. Rúrik Haraldsson
leikur Kreon, bróður hennar.
Flestir helztu leikarar Þjóðleik-
hússins koma fram i sýningunni,
þeirra á meðal Valur Gislason,
Baldvin Halldórsson, Róbert Arn-
finnsson, Þorsteinn 0. Stephen-
sen, Ævar R. Kvaran ofl.
Ekki er liklegt að þetta fræga
verk, sem talið er eitt merkasta
verk leikbókmenntanna, verði
sýnt hér aftur i bráð, svo að fólki
er bent á þetta tækifæri til að
kynnast þessu sigilda leikriti.
Sviðsmynd úr harmleiknum. Fremst á myndinni er Rúrik Haraldsson (Kreon), en aftar Gunnar
Eyjólfsson (ödipús) og Ævar R. Kvaran (prestur).