Tíminn - 31.03.1978, Page 11

Tíminn - 31.03.1978, Page 11
Föstudagur 31. marz 1978 11 Mjólkurfræðingar um frumvarp til iðnlaga: Letur ungt fólk til iðnmenntunar A aðalfundi Mjólkurfræðinga- fél. Islands 11. marz sl. var sam- þykkt tillaga þar sem lýst er yfir ónægju með frumvarp það til iðn- aðarlaga sem nú liggur fyrir al- þingi. Alita mjólkurfræðingar að þau felii sér verulega skerðingu á réttindum iðnlærða manna. I ályktuninni segir: „Ifrumvarpinu er grt ráð fyrir þvi að atvinnurekendur i iðnaði geti ráðið óiðnlært fólk til iðn- aðarstarfa, án nokkurra tak- markana og án nokkurs samráðs við félög launþega i iðngreinun- um, en slikt samráð er skilyrði i núgildandi lögum um iðju og iðn- að nr. 79/1971. Aðalfundurinn vill minna á um- mæli ráðamanna um nauðsyn aukinnar verkmenntunnar, en með samþykkt þessa frumvarps væri dregið veruiega úr gildi verkmenntunar, með þeim afleið- ingum að óvist er hvort ungt fólk sér tilgang i þvi að leggja fyrir sig verklegt nám.” Islenzkur organisti í Sovét- ríkjunum i lok janúar þ.á hélt islenzki organistinn Ragnar Björnsson i fyrsta sinn tónleika fyrir tón- listarunnendur i Moskvu. Tsjæ- kofski-hijómleikahöllin, sem er ein hin bezta i Moskvu og tekur 1500 manns i sæti, var þéttsetin áheyrendum og Ragnar Björns- son olli þeim ekki vonbrigðum. Dagskrá hans var mjög fjöl- breytt og athyglisverð. Þar voru verk eftir Bach, Pál isólfsson, Atla Ifeimi Sveinsson, Nystedt og Messiaen. En það var ekki aðeins fjöl- breytni i verkefnavali sem vakti aðdáun, heldur einnig túlkunin. Listamaðurinn opinberar ekki fyrir áheyrendum alla hugsun tónskáldsins, heldur hvetur hann þá til umhugsunar, vekur imyndunarafl þeirra úr læðingi, og er það til vitnis um viturlega, varfærnislega og heimspekilega afstöðu til tónverksins. Stíll Ragnars Björnssonar einkennist af afburða leikni, krafti og sjaldgæfum léttleika, og tónninn er mjög safarikur og glæsilegur. ÞegaréghittiRagnar Björns- son i búningsklefanum að tón- leikunum loknum, virtist hann vera mjög ánægður með kynni sin af sovézkum áheyrendum. Hann sagði að það væri ólýsan- leg gleði að spila fyrir þetta fólk. Þetta væru beztu áheyr- endur sem hannhefði kynnzt. Ef tituprjónn hefði dottið i gólfið hefðu áreiðanlega allir heyrt það, svo mikil var einbeitnin og áhuginn. Þess ber að geta að þessi áhugi áheyrenda var fyllilega verðskuldaður. Sovézkir aðdá- endur orgeltónlistar hafa fyrir löngu skipað Ragnari Björns- syni i röð með fremstu organist- um, og þessir tónleikar sýndu þeim enn einu sinni að þeir höfðu rétt fyrir sér. Þetta var þriðja heimsókn Ragnars Björnssonar til Sovét- rikjanna. í fyrstu ferð sinni, 1961, kom hann sem stjórnandi karlakórsins Fóstbræðra. Tiu árum siðar hélt hann orgeltón- leika i Tallin, Tbilisi, Tashkent og Minsk. Þessar borgir heill- uðu hann með sérstæðri fegurð sinni, segir hann. Eitt af þvi sem mest hefur glatt tónlistarmanninn frá Is- landi, er sú staðreynd, að i öll- um þeim sovézku borgum sem hann hefur heimsótt, hefur fjöldi ungs fólks sótt tónleika hans. Það er afskaplega gleði- legt þegar ungt fólk tekur alvar- lega tónlist fram yfir léttmetið. Það er mikill heiður fyrir tón- listarmann, að fá að leika fyrir sovézka áheyrendur, sagði Ragnar Björnsson að lokum. Irina Makarévitsj (APN) (nÖrdMende) Bang & Olufsen Magnkaup- Gerum tilboð í magnkaup, yður að kostnaðarlausu Lita- sjónvörp ALLAR STÆRÐIR Magnaf sláttur Tilvalið fyrir: Þorp, kaupstaði, starfshópa og jafnvel * r==?1 : 4 J Lægra verð — Betri þjónusta Skipholti 19, R. sími 29800, (5 línur)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.