Tíminn - 31.03.1978, Síða 17
Föstudagur 31. marz 1978
17
Ármann Dalmannsson
Kveðjuorð
85 ára í dag:
Þórður
Kristleifsson
1 bókinni „Móðir min húsfreyj-
an” las ég nýfega ritgerð, sem
Ármann Dalmannsson, skógar-
vörður á Akureyri skrifar um
móður sinar og æskuheimilið að
Fiflholtum i Hraunhreppi, Mýra-
sýslu.
í þessari móðurminningu
kemur sterklega fram yfirlætis-
leysi Ármanns, en hann vinnur
þetta verk eins og öll þau marg-
vislegu störf, sem hann leysti af
höndum með nærfærni og vand-
virkni, svo að bóndakona á smá-
býli, sem ekki almennt er talin
umtalsverð, á i huga lesandans
athyglisverða sögu og viðburða-
rika. Hugblær hins samhenta
heimilislifs hefur mótað Ármann
og við, sem fengum að kynnast
honum og hans góðu mannkost-
um, skynjum hvert ræturnar
liggja.
Ég hafði heyrt Ármanns getið
af störfum i þágu iþrótta er ég
kom i erindum starfs mins til
Akureyrar 1941. tþróttahús átti að
reisa, iþróttahús Menntaskólans
hafði eigi verið notað um árabil,
iþróttavöll þurfti að gera og
leggja drög að samtökum iþrótta-
félaga i iþróttahéraði. Hugir
manna til þessara málefna voru
tvistraðir. Ýmis öfl varð að fá til
sameiginlegra átaka. Þá var gott
aðhittafyrir rólegan og sinnugan
mann.sem varlaus við þröngsýnt
viðhorf liðandi stundar. Ég hitti
hann inn i Gróðrastöð Akureyrar.
Við settumst á grasbala við jaðar
fallegs kartöflugarðs i skjóli
vöxtulegra trjáa og ræddum
vandamál iþróttafélaganna og
skólanna.
Oft siðar hefi ég lagt leið mina
inn á milli trjálundanna i Fjör-
unni á Akureyri til þess að ræða
málin við ræktunar- og iþtótta
manninn Ármann Dalmannsson
og njóta alúðlegrar gistivináttu
Sigrúnar konu hans. Ég hygg ég
kasti eigi rýrð á neinn minna
samferðamanna, er ég set fram
það álit mitt, að engan þeirra hefi
ég vitað hafa unnið eins fjölþætt
störf og hann: elzt upp við sveita-
störf, rær til fiskjar af Suðumesj-
um á opnum bátum og vélbátum,
er togarasjómaður, vinnur bygg-
ingastörf, starfar að iþrótta-
kennslu i skólum og félögum,
kennir þjóðdansa og gerist skóg-
ræktarmaður. Samhliða þessu
öllu er hann frá unglingsárum
virkur ungmennafélagi, nemur á
búnaðarskóla æfir og keppir i
iþróttum, fer utan til iþróttanáms
i skóla Nielsar Buch i öllerup á
Fjóni, yrkir ljóð og stökur, gefur
út ljóðabækur og gátusöfn, semur
tveggja binda byggðasögu, og
margt mun mér sjást yfir.
Innan iþróttahreyfingarinnar
er hann virkur þátttakandi, kenn-
ari og forustumaður allt frá þvi
að hann gerist unglingur félagi i
Birni Hidælakappa, formaður ný-
stofnaðs iþróttabandalags Akur-
eyrar og iþróttaráðs Akureyrar-
bæjar. 1 forföllum iþróttakennara
annast Ármann iþróttakennslu i
skólum, og um árabil er hann
prófdómarii leikfimi við skólana
á Akureyri. Allt þetta mikla
iþróttastarf um langan tima vinn-
ur Armann sem aukastarf frá
daglegri vinnu, sem oft var
erfiðisvinna.
Fyrir þessa löngu samvinnu að
iþróttamálum gat ég aldrei full-
þakkað Armanni og vil þvi með
þessum fátæklegu kveðjuorðum,
láta konu hans, börn og ættingja
vita, hve mikilli þakkarskuld ég
stend i við hann og þá sérstaklega
fyrir festu hans og mannkosti er
hann vann að skipulagsbreyting-
um iþróttamála á Akureyri á
fjórða tug aldarinnar og lagningu
iþróttaleikvangsins og smiði
iþróttahússins.
Fagran sunnudagsmorgun
sumarið 1975 var ég á gangi við
bóndabæ Stefphans G. Stephans-
sonar skálds að Markerville i
Albertafylki i Kanada. Ég var að
svipast um eftir flöt til þess að
láta glimuflokk sýna á. Hús
skáldsins stendur á hæð. Neðan
við hæðina hafði ég fundið glimu-
Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum sem heiðruðuð mig
og glödduð með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á
áttræðis afmæli minu þann 24. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Þorsteinn Jóhannesson.
Útför
Kristinar Guðmundsdóttur
húsfreyju, Eskiholti,
fer fram frá Stafholtskirkju laugardaginn 1. april kl. 14. —
Ferð verður frá Umferðarmiðstööinni kl. 9 sama dag.
Börn og tengdabörn.
Þökkum innilega öllum er sýndu okkur samúð við andlát
og útför
Rafns Sveinbjörnssonar
frá Bildudal.
Elisabet Þorbergsdóttir,
Gerður Rafnsdóttir, Bent Jónsson,
Áslaug R'afnsdóttir, Guðmundur Hallgrimsson
frá Stóra-Kroppi
flöt san égþurftiað slá. Erég leit
frá verki minu upp til hússins sá
ég mann reika i kringum það,
hann hvarf inn i það, kom út á
tröppurnar að stundu liðinni og
virtist i þungum þönkum. Mér
fannst ég kannast við manninn.
Ekki vissi ég, að Ármann var i
bændaförinni til Vancouver, sem
þennan dag skyldi vera uppistöð
hátiðargesta við athöfnina á bæ
skáldsins. Ég sá á öllu fasi hans,
að hann var með hugann við
skáldið, sem hér hafði búið og ort
ljóð sin. Er ég að lokum gekk til
Armanns var eins og hann vakn-
aði af draumi. Hann var á helgum
stað skálds og ræktunarmanns,
sem hafð orðið að hafa mörg járn
i eldinum um sina daga.
Eljumaður, hugsjónamaður,
ræktunarmaður, skáld og iþrótta-
maður er horfinn úr tölu lifenda,
en störf hans lifa og margir
geyma um hann góðar minning-
ar.
Armann lýkur einni visu i ljóði
sinu, Mamma með þessum hend-
ingum, sem ég leyfi mér að enda
þessa kveðju með:
,,Að miðla öðrum þitt eðli var
og annast meira en skyldurnar”.
Þorsteinn Einarsson
Leiðrétting
Ég óska vinsamlegast að þér
birtið eftirfarandi leiðréttingu i
blaði yðar,
Igreininni, sem F.I. samdi eftir
viðtal viðmigogbirt var i blaðinu
þann 23.3. s.l., stendur setningin:
„Hafði hann hlotið styrk frá
McGill-háskólanum i Kanada til
þess að leggja stund á þjóðfræði
við háskólann i Uppsölum”.
Það er byggt á misskilningi.
Það er fjarri því að ég hafi nokk-
urn tima fengið styrk frá
McGill-háskóla. Þennan styrk
fékk ég frá menntamálaráði
Quebecfylkis að loknu meistara-
prófi við McGill-háskóla.
Þökkum þeim sem þökk eiga
skilið.
Vinsamlegast,
George J. Houser
Einn af merkismönnum þjóðar-
innar, Þórður Kristleifsson söng-
kennari, er 85 ára i dag.
Á æskuárum brauzt hann til
annarra landa til söngnáms, sem
hann stundaði um sjö ára skeið i
Danmörku og einkum Þýzka-
lands, auk þess sem hann kynnti
sér söngkennslu, bæði þar og i
Sviþjóð, og gaf sig að tungumála-
námi. Þegar hann kom heim eftir
þessa útivist, hóf hann söng-
kennslu og tungumálakennslu,
fyrst i Reykjavik, en siðan á
Laugarvatni árið 1930, þar sem
hann kenndi siðan um marga tugi
ára — i héraðsskólanum, mennta-
skólanum og húsmæðraskólan-
um, auk þess sem hann hélt fjölda
vornámskeiða, samdi ljóð og lög,
sem út hafa vérið gefin i fjölda
hefta, þýddi ljóðaflokka, samdi
bækur og sá um útgáfur rita,
hafði á hendi ritstjórn timarits og
flutti erindi i útvarp og á mann-
fundum.
Þrátt fyrir allt það, sem á
hann hlóðst af timafrekum störf-
um, hafði hann eigi að siður tima
til þess að sinna margvislegum
málefnum annarra, ekki siztungs
fólks, sem hann umgekkst mjög,
ogá Laugarvatni, þar sem jafnan
hefur verið gestkvæmt, var heim-
ili hans og konu hans, Guðrúnar
Eyþórsdóttur, systur Jóns veður-
fræðings, alþekkt risnuheimili.
Það er svo um sumt fólk, að það
hefur tima til alls.
Þórður Kristleifsson er mikill
og einlægur hugsjónamaður. Það
mun hafa verið veganesti hans
frá unglingsárum. Hann ólst upp
áfrægu menningarheimili, sonur
hins mikla sagnamanns, Krist-
leifs á Stóra-Kroppi, og má nærri
geta, hversu mikið af sagnaauði
Húsafellsmanna aann hefur
fengið i heimanfylgju. Þegar
Ungmennafélag Reykdæla var
stofnað, var hann yn^stur allra,
sem þar áttu hlut að máli. Þar
drakk hann i sig mannbótahug-
sjónir þær, sem efst voru á baugi,
ræktun lands og lýðs var leiðar-
ljósið, en minna um það spurt,
hvað forgöngumennirnir fengu i
sinn hlut, utan erfiðis sins.
Eitt af þvi, sem Þórður og þeir,
sem i fylkingu stóðu með honum,
báru mjög fyrir brjósti var
móðurmálið, fegrun þess og fjöl-
breytni. Sjálfur varð Þórður
ágætur islenzkumaður, og kenndi
enda islenzku á Laugarvatni af
sömu natni og fágun og hann
hefur unnið öll sin verk.
Nærri má geta um slikan
eljumann, sem Þórður er,
að hann lagði ekki hendur
i skaut, er kennarastarfi hans
á Laugarvatni lauk fyrir
aldurs sakir. Hann átti nóg
hugðarefni, og þeim tók hann að
si.ina af miklu kappi, auk þess
sem hann hafði umsjá með
endurútgáfu verka föður sins, og
raunar frumútgáfu sumra þeirra,
og mun hann eiga i fórum sinum
miklar syrpur ritaðs máls, er
hann hefúr unnið að, fyrr og sið-
ar.
Til þessa ágætismanns munu
margir hlýtt hugsa, ekki aðeins
frændur og f( lagsbræður, heldur
einnig mikill fjöldi fólks, sem
notið hefur kennslu hans og leið-
sagnar i söng og tónmenntun og
átt við hann aðra kynningu á lifs-
leiðinni.
Borgfirðingur.
Slippfélagið í Reykjavík hf.
auglýsir:
Eigum ávallt fyrirliggjandi i Timburverzlun vorri:
Fura: mótaviður, smiðaviður u/s og þurrkuð smiðafura af flest-
um stærðum.
Irako og Siamese Yangi21/2” x5”og2” x6”.
Frá Kaukas A/B I Finnlandi höfum við hinn viðurkennda vatns-
þétta krossviði stærð 1.22 x 3.05 m, þykktir 6 1/2, 9,12,15, 18 og 24
m/m og 1.22 x 2.44 m. þykktir 61/2,9, og 12 m/m.
Oliusoðið Masonite 4’ x 8’ og 4’ x9’
Spónaplötur frá Tiwi O/Y i Finnlandi i öllum þykktum, stærð: 1.
80 x 3.66 m.
Frá Rödekro Savværk A/S i Danmörku höfum við hina frábæru
skipaeik og beyki i öllum þykktum og breiddum.
Oregonfura,
Glerfallslistar,
Málarastigar og Tröppur,
Fánastengur
í vélasal okkar er svo þjónustan alkunna. Reynið viðskiptin.
SEippfélagið í Reykjavík hf.
Mýrargötu 2 — Símí: 10123