Tíminn - 31.03.1978, Side 19
Föstudagur 31. marz 1978
19
íþróttir
Stúdentar urðu bikarmeistar-
ar i körfuknattleik
— en Dirk Dunbar og felagar hans
unnu sigur i ,,orrustunni”
og tryggðu sér sigur (87:73) yfir
Valsmönnum
Valsmaðurinn Rick Hockenos
vann sigur i einviginu gegn skytt-
unni miklu Dirk Dunbar i
Laugardalshöllinni i gærkvöldi —
hann skoraði 31 stig i leiknum, en
Dunbar skoraði 25 stig. Þrátt
fyrir þetta var það Dirk Dunbar
og félagar hans i stúdentaliðinu
sem fögnuðu sigri — þeir unnu
„orrustuna” og tryggðu sér bik-
arinn, með þvi að vinna sigur
87:83 yfir Valsmönnum i fjör-
ugum og æsispennandi ieik.
Dirk Dunbar var hetja stúdenta
— hann átti snilldarleik og var
potturinn og pannan i öllum sókn-
araðgerðum stúdenta. Þegar
hann skoraði ekki með glæsileg-
um langskotum og eftir gegnum-
brot — lék hann meðspilara sina
fria, með þvi að sundra varnar-
vegg Valsmanna.
Valsmenn byrjuðu leikinn vel —
skoruðu fyrstu 6 stigin, án þess að
stúdentar gætu svarað fyrir sig.
En stúdentar fóru siðan á skrið og
voru búnir að ná 12 stiga forskoti
41:29, en Valsmenn náðu að
minnka muninn i 6 stig — 49:43
fyrir leikhlé.
Þegar 4 min voru búnar af
seinni hálfleik voru Valsmenn
komnir yfir — 56:55 með stór-
góðum sprett Rick Hockenos.
Dirk Dunbar kunni greinilega illa
við þetta framlag félaga sins —
hann setti á fulla ferð og skoraði
hvert stigið á fætur öðru og
stúdentar voru fljótlega búnir að
ná 5 stiga forskoti 65:60. Þá fór
Dunbar, sem var kominn með 4
villur, út af og notuðu Valsmenn
vel þann stutta tima sem Dunbar
var út af og jöfnuðu 66:66 og kom-
ust siðan yfir 71:68.
Eftir það var leikurinn i járn-
um, en þegar 2 min. voru til leiks-
loka voru stúdentar búnir að ná 6
stiga forskoti (85:79). Valsmenn
gáfust ekki upp — minnkuðu
muninn i 85:83, en á þeim tima
fóru þeir illa að ráði sinu, er þeir
létu gullin tækifæri renna úr
greipum sér. Bjarni Gunnar
gulltryggöi stúdentum sigurinn á
elleftu stundu, þegar hann
skoraði laglega — 87:83, og urðu
það lokatölur leiksins.
Dirk Dunbar átti mjög góðan
leik og þá sýndi Steinn Sveinsson
einnig góðan leik — var mjög
hreyfanlegur og fljótur fram —
skoraði 22stig. Jón Héðinsson var
einnig góður — þessi sterki varn-
armaður, var klettur undir körfu
stúdenta og hirti ófá fráköstin.
Þá var hann drjúgur i sókn —
skoraði 18 stig.
Rick Hockenos var að vanda
bezti leikmaður Vals — gerði fá
mistök, Torfi Magnásson átti
góða spretti — skoraði 21 stig og
þá var Kristján Agústsson frisk-
ur.
Þeir leikmenn, sem skoruðu
stigin i gærkvöldi voru:
STÚDENTAR: — Dunbar 25,
Steinn 22, Jón Héðinsson 18,
Bjarni Gunnar 11, Helgi 4, Ingi 2
og Kolbeinn 2.
VALUR: — Hockenos 31, Torfi
21, Kristján 15, Hafsteinn 7, Rik-
harður 4, Lárus 2 og Helgi 2.
MAÐUR LEIKSINS: — Dirk
Dunbar, sem var potturinn og
pannan I öllum leik stúdenta.
— SOS
DIRK DUNBAR........körfuboltasnillingurinn skemmtilegi, sést hér sækja að körfu Valsmanna — Torfi
Magnússon, er til varnar. Dunbar lék þarna á Torfa — hugðist skjóta, en sendi knöttinn siðan framhjá
Torfa og til félaga sfns, sem stóð einn og óvaldaður undir körfu Valsmanna. Dunbar var óstöðvandi I
gærkvöldi.
(Tfmamynd Róbert)
„Áttum ekkert svar
— sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Valsmanna
við höfðum ekki heppnina með
okkur — vorum afar óheppnir
með skot og hittum illa, sagði
Torfi sem var mjög óhress eftir
leikinn.
Dunbar stórkostlegur.
— Dunbar var stórkostlegur.
Hann er tvimælalaust bezti körfu-
knattleiksmaður sem hefurleikið
hér á landi, sagði Steinn Sveins-
son, sem áttim jög góðan leik með
stúdentum. — Þetta var mjög
skemmtilegurleikur — æsispenn-
andi frá upphafi til enda, og úr-
slitin urðu eins og ég átti von á.
Við höfum verið að ná okkur á
skrið aðundanförnu og siðustu 3-4
leikir okkar hafa verið mjög góð-
ir. Aðalástæðan fyrir velgengni
okkar er hinn góði andi sem rikir
í herbúðum okkar. Leikmenn liðs-
ins eru jafnir og berjast mikið —
allir leggjast á eitt, til að árangur
náist, sagði Steinn.
Framhald á bls. 23
— Við áttum ekkert svar
við stórleik Dirk Dun-
bars, sem var hreint
stórkostlegur,
sagði' Torfi Magnússon,
fyrirliði Valsliðsins,
eftir bikarúrslitaleikinn
i gærkvöldi. — Það gekk
afar illa að stöðva Dun-
bar, sem skoraði mörg
stig með glæsilegum
langskotum — og þegar
við gengum út á móti
honum, var hann búinn
að leika á vörn okkar og
senda knöttinn til leik-
manns, sem var frir
undir körfunni.
— Ofan á þetta bættist svo, að
KÁTUR
SEGIR!
„Það var ekki laust við að mér
yrði bumbult, þegar ég sá
þessa fyrirsögn á iþróttasiðu
Þjóðviljans fyrir stuttu”:
Valsmeni
byrjaðir
að æla
STEINN SVEINSSON......hinn keppnisharði leikmaður stúdenta, gefst
aldrei upp, þótt búið sé að skella honum I gólfið. (Timamynd Róbert)
við stórleik Dunbars”