Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 4. april 1978. 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulitrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldslmar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. , ... Blaðaprenth.f. Er byggðastefnan óhagstæð Reykjavík? Nokkuð hefur borið á þvi að undanförnu, að reynt sé að telja byggðastefnuna, sem hafin var með tilkomu vinstri stjórnarinnar 1971 og haldið hefur verið áfram siðan, óhagstæða Reykjavik og nágrannabyggðum hennar. Fyrir atbeina byggða- stefnunnar renni meira fjármagn til byggðarlag- anna úti um land en ella og þetta bitni óbeint á Reykjavik og höfuðborgarsvæðinu yfirleitt. Það ber þó að viðurkenna, að þessi nýi áróður gegn byggðastefnunni er miklu hófsamari en áróð- urinn, sem var rekinn gegn Framsóknarflokknum áður fyrr, en þá var jafnvel gengið svo langt, að kalla Framsóknarmenn i Reykjavik óvini höfuð- borgarinnar og utanbæjarlýð. Sá skilningur hefur aukizt i höfuðborginni, að þróttmikið atvinnulif og aukið menningarstarf viðs vegar um landið væri henni ávinningur á ýmsan hátt, en ekki hið gagn- stæða. Höfuðborginni væri það ekki hagstætt að vaxa með óeðlilegum hraða og þurfa að búa við skort á húsnæði og félagslegri þjónustu vegna þess. Það gilti um hana eins og flest annað að sig- andi lukka sé bezt. Það er lika staðreynd, sem menn hljóta við nán- ari athugun að koma auga á, að aukin velmegun úti um land verður höfuðborginni stuðningur á margan hátt. Þetta örvar viðskipti og samgöngur við höfuðborgina og skapar vaxandi þörf fyrir ýmsa þjónustustarfsemi þar. Það verður lika ekki annað sagt en að rikið og rikisstofnanir hafi lagt drjúgan skerf til ýmissar uppbyggingar i Reykja- vik þau undanfarin sjö ár, sem eru liðin siðan nú- verandi byggðastefna hófstÞetta er svo augljóst að óþarft er að fara um það mörgum orðum. Það má lika fullyrða, að allan þann tima hefur verið meira en næg atvinna i Reykjavik og nágranna- byggðum hennar. Reykjavik er ein af fáum höfuð- borgum, sem siðustu f jögur árin hefur verið laus við það böl, sem atvinnuleysi er. Það er svo annað mál, sem er óskylt byggða- stefnunni, að Reykjavik hefur á ýmsan hátt beðið lægri hlut i samkeppni við nágrannabyggðir sið- ustu árin.l þeim hefur orðið meiri fólksfjölgun og örari vöxtur. Að vissu leyti er þetta þróun, sem gerist nær alls staðar i sambandi við stærri borgir. Að öðru leyti er orsökin sú, að Reykjavik hefur bú- ið of lengi við stjórn eins flokks og það leitt til kyrr- stöðu og sljóleika i ýmsum borgarmálefnum. Al- rangt væri að færa það á reikning byggðastefnunn- ar. S veitar stj ór nar mál í ályktun nýlokins flokksþings Framsóknar- manna um sveitarstjórnarmál segir á þessa leið: ,,Hraðað verði endurskoðun stjórnsýslukerfisins og skal varðveita sjálfsákvörðunarrétt sveitarfé- laga og stuðla að dreifingu valds til fólks og full- trúa þess i heimabyggð. Bent skal á, að óeðlilegt er að samnefnarar sveitarfélaga i héraði séu bæði sýslunefndir og landshlutasamtök.Þvi ber að sam- hæfa verkefni þessara aðila i nýjar stjórnsýsluein- ingar, svo mögulegt verði að dreifa valdi út til hér- aðanna. Jafnframt þarf að endurskoða landfræði- leg mörk stjórnsýslueininga, þannig að hver ein- ing myndi hagkvæmt þjónustusvæði, og stefna að þvi, að réttarstaða allra sveitarfélaga sé sú sama.” ERLENT YFIRLIT Giscard leitar sam- starfs til vinstri Vill ekki vera of háður Gaullistum EITT fyrsta verk Giscards forseta eftir sigur stjórnar- flokkanna i siöari umferð þingkosninganna var að boða aukið samstarf þeirra og stjórnarandstöðuflokkanna um framgang ýmissa umbóta- mála, sem samstaða virtist hafa verið um i kosningabar- áttunni, eins og hækkun lág- markslauna. Giscard kvaðst vilja beita sér fyrir þessu samstarfi sökum þess, að litill munur hefði orðið á kjósenda- fylgi stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna, þótt verulegur munur hefði orðið á þingfylgi þeirra. Þessu tilboði sinu til stjórnarand-. stöðunnar hefur Giscard fylgt eftir með þvi að boða þá Mitt- erand, leiðtoga sósialista, og Marchais, leiðtoga kommúnista, til fundar við sig. Þeir hafa báðir þegið boð- ið og rætt við hann hvor i sinu lagi. Að sjálfsögðu er enn elcki vitað hver árangur þessara viðræðna kann að verða, en bæði Mitterand og Marchais hafa talið þæ'r gagnlegar. Það þykir liklegt, að byrjunar- árangur þeirra geti orðið sá, að sósialistar og kommúnistar fái meiri hlutdeild i nefndum og stjórn þingsins en þeir höfðu fyrir kosningarnar. SITTHVAÐ hefur komið fram, sem bendir til þess, að annar stjórnarflokkanna, Gaullistar, hafi ekkert verið hrifnir af þessum umræðum forsetans við leiðtoga vinstri flokkanna. Þeir hafa tekið þær sem merki um, að Giscard kærði sig ekki um að vera um of háður sam- starfi við þá og vilji þvi eiga vingott við stjórnarand- stöðuna, ef i harðbakkann slær milli hans og Gaullista. Margt þykir benda til þess, að sam- búð Gaullista og miðfylkingar Giscards geti orðið erfið á komandi kjörtimabili, þar sem fullvist þykir, að Giscard og Chirac, leiðtogi Gaullista, verði keppinautar í forseta- kosningunum 1981 og fari þeg- ar að búa sig undir það. Gaul- listar eru ekki heldur sérlega ánægðir með úrslitin i kosn- ingunum nú. Að visu tókst þeim með öflugri kosninga- baráttu Chiracs að halda þvi að vera áfram stærsti flokkur þingsins, en þeir misstu þó Faure verulegt fylgi. 1 þingkosning- unum 1973 fengu Gaullistar 171 þingmann kjörinn, en ekki' nema 148 nú. Miðflokkarnir, sem studdu Giscard, fengu hins vegar 137 þingmenn kjörna nú en fengu ekki nema 114 þingm. ikosningunumi973. Þetta þyk ir v isbending um, að K Giscard sé að styrkja stöðu sina. Chirac verður þvi að halda vel á spöðunum, ef hann ætlar að standast Giscard snúning i forsetakosningunum 1981. Þess vegna þykir senni- legt, að hann verði Giscard ekki neitt sérlega auðveldur ' bandamaður i þinginu og Giscard telji þvi rétt að geta átt innhlaup annars staðar, ef þörf krefur. ÞAÐ styrkir Giscardi þessum átökum, að Gaullistar eru talsvert klofnir og fylkja sér ekki einhuga um Chirac, sem brauzt til valda i flokknum á þann hátt að ýta ymsum eldri leiðtogum til hliðar. Meðal þeirra var Jacques Chaban-Delmas, sem var forsetaefni Gaullista i siðustu forsetakosningum, en laut i lægrahaldi fyrirGiscard, sem naut þá stuðnings Chiracs. Chaban-Delmas hefurhaftsig talsvert i frammi að undan- förnu og er bersýnilega að styrkja stöðu sina á ný. Það mun hafa komið til orða, að Giscard tilnefni hann sem forsætisráðherra, en sambúð þeirra hefur batnað síðan ósættivarð milli Ciscards og Cairacs. Af þessu varð þó ekki, þvi að Giscard hefur fal- ið Barre myndun nýrrar stjórnar. Chaban-Delmas hef- ur nú lýst yfir þvi, að hann vilji verða forseti þíngsins, en hann var það um nokkurt * skeið. Chirac hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Edgar Faure, sem var forseti þings- ins siðasta kjörtimabil. Edgar Faure náði kosningu sem frambjóðandi fyrir flokksbrot úr gamla Radikalaflokknum, en gekk i flokk Gaullista eftir kosningarnar. Sagt er, að Giscard kjósi Chaban-Delmas heldur sem þingforseta. Barre vinnur nú að myndun nýrrar stjórnar og þykir lik- legt, að það muni ekki ganga þrautalaust vegna samkeppni milli stjórnarflokkanna um þýðingarmestu ráðherraemb- ættin. Barre telst til hvorugs stjórnarflokksins, þvi að hann bauð sig fram sem óháðan frambjóðanda. Aður var hann talinn til Gaullista. Þ.Þ. Edgar Jacques Chaban-Delmas Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.