Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.04.1978, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 4. aprll 1978. Fyrsta skemmtiferðin eftir sex ára búskap Gu&rún Benediktsdóttir og Stefán Jóhannsson, Þrándar- stö&um i Ei&aþinghá. Timamynd G.E. Stefán Jóhannsson og Guðrún Benediktsdóttir eru ung bænda- hjón á Þrándarstöðum i Eiða- þinghá. — Hvernig er aö vera bóndi um þessar mundir? S.J. — bað er erfitt að vera ungur bóndi núna. Þó erfið- leikarnir hafi að visu verið sér- staklega miklir hjá okkur. Við hófum búskap fyrir 6 árum, tók- um þá við jörðinni af föður min- um. Hann hafði eiginlega orðið að hættta búskap eftir kalárin, þvi túnin eyðilögðust þá nær al- veg. Ari siðar uröum við fyrir þvi aö öll hús brunnu, en ibúöar- og útihús voru sambyggð. Ofan á þaö bættist, að allt var nær óvá- tryggt fyrir einhvern misskiln- ing. Viö uröum þvi að borga lán- in, sem hvildu á þvi sem brunnið var og byggja siöan á ný, og höf- um nú lokið byggingu ibúðar- húss og fjárhúss fyrir 400 kind- ur. — Vextirnir eru þá trúlega erfiðir? S.J.Já, vextirnir eru að gera útaf við okkur, þvi aö við skuld- um talsvert mikið. Það má eiginlega segja að allar tekjurn- ar af búinu fari i vexti. G.B. Það er lika ófært hvað ungir bændur fá litla fyrir- greiöslu til að hefja búskap, bæði vegna jarðakaupa og til að eignast bústofn og vélar. — Þar sem þú ert bóndasonur Stefán, hefur þú vitaö i hvað þú varst að fara? S.J. — Já ég vissi það. En bæöi er að ég vifdi samt verða bóndi og einnig að ég vildi ekki að jörðin færi i eyði. Það sem hefur bjargað mér er, aö ég er læröur húsasmiður og get þvi unnið fyrir góðu kaupi yfir vet- urinn. — Hefur þú þá hugsað um gegningarnar, Guðrún? G.B.Að hálfu leyti, ég gegni fyrripart dagsins, en hann eftir vinnu á kvöldin. S.J. Þetta er auðvitaö allt of mikil vinna, það bitnar á bú- skapnum þegar ekki er hægt að hugsa um hann eingöngu. — A framansögöu þykist ég skilja aö þið hafið oröið að fara vel með? G.B. Já þaö er rétt, viö höfum ekkert getað leyft okkur um- fram nauðsynjar. Þetta er t.d. i fyrsta sinn sem við höfum getað farið eitthvað saman, reyndar lika i fyrsta skipti sem ég kem til Reykjavikur, og það finnst sumum skritið. Ég hef aö visu ekki talið mig fara mikils á mis, en hef þó haft gaman af þessari ferð hingað nú. Bændur ættu skilyrðis- laust að rýja á veturna. — Eru einhverjar nýjungar i sauðfjárbúskap núna? S.J. Já vélrúningur. Við klipptum allt okkar fé núna i febr.-marz og það er mikil framför. Ullin flokkast mikið betur og er meiri, þvi að á sumrin hafa kindurnar oft týnt af sér reyfinu aö einhverju eöa öllu leyti. Ennig er mikil bót að þvi að geta lagt ullina inn svona snemma árs. Rúningurinn er lika miklu léttari á þennan hátt. — Svo þú ert hveljandi þess að þetta verði almennt? S.J.—Tvimælalaust ættu allir bændur að gera þetta. Það er lika verið að gera stórátak i þessum málum austánlands núna. Búnaðarfélagið sendi tvo menn á námskeiö i vélrúningi og þeir eru nú að feröast um og kenna bændum þetta. — Eruð þið sammála áróðrinum, sem rekinn er gegn kaupféiögunum? S.J. — Kaupfélögin eru okkur alger nauðsyn. An þeirra er ég hræddur um að við nytum litill- ar þjónustu. — Hvernig hefur ykkur fund- izt að sitja flokksþing? S.J.— Þaðermjög fróðlegt og uppbyggjandi að koma á svona þing og kynnast þvi af eigin raun hvernig ákvarðanir eru teknar. G.B. — Þvi hefur t.d. verið haldið stift fram af andstæðing- unum að það væri aöeins fá- menn klika, sem öllu réði i Framsóknarflokknum, en nú vitum við að það eru rakalaus ósannindi. S.J.— En mér hefur þótt það heldur slæmt að flokkurinn skyldi mynda stjórn með ihald- inu. — Heldur Framsóknarflokk- urinn fylgi sinu á Austurlandi? S.J.— Við gerum auðvitað allt til þess. Það yrði ríiikið áfall fyrir okkur Austfiröinga að missa Halldór Asgrimsson af þingi og þar meö okkar sjötta þingmann úr kjördæminu. Hall- dór er okkur mjög mikilvægur, og einnig erum við með af- bragðsmann i fjórða sæti. Við. erum þvi bjartsýn. HEI Stcingrimur Sigurðsson Guöni Hermansen Onnur sýning austar opnaði um páskana en það var sýning Guðna Hermansen sem haldin var i Akogegshúsinu. Þar sýndi hann 38 oliuverk og liðlega 20 vatnslitamyndir. Það hefur ef til vill ekki mikiö gildi að skrifa mikið i blöð um lokaðar sýningar en Guðni Her- mansen er það ágætum hæfi- leikum búinn sem málari og listamaður, að okkur hér þótti rétt að fara um hann örfáum orðum. Þótt Guðni búi i Vestmanna- eyjum og starfi þar að mynd- listinni er hann ekki ókunnur mönnum á fastalandinu og nægir i þvi sambandi að minna á hina miklu sýningu hans að Kjarvalsstöðum fyrir tveim ár- um. Ennfremur mun hann hafa sýnt verk sin á Noröurlöndum. Myndefni sækir hann mest frá heimabyggð sinni. Landið i mótun, hálfvegis storknað og hálfvegis flýtur það fram. Myndir hans þykja oft minna á myndir frænda hans Sverris Haraldssonar, en flestir munu þó sammála um að þaö séu fremur myndefnin en hitt. Frá þvi hefur verið greint að Guðni Hermansen hyggi á að sýna verk sin á Grænlandi en Þrír listamenn í Suðurlandskj ördæmi Málverk eftir Svövu Svava sýnir á Selfossi Svo búið sé aö gera Suður- landskjördæmi full skil er rétt að minna á sýningu Svövu Sig- riöar Gestsdóttur, en hún opnaði um páskana sýningu i Safnhúsi Arnessýslu á Selfossi, þar sem hin ágætasta aðstaða er til myndlistarsýninga. Svava Sigriður mun hafa sýnt þarna einu sinni áður, en hún nam myndlist á Myndlista- skóianum i Reykjavik og i Handiða- og myndlistaskólan- um. Hún hefur verið búsett er- lendis en siðustu tvö árin hefur hún átt heimili á Selfossi. Sýningu Svövu Sigriðar lýkur 2. april og hún er opin frá 14.00- 22.00. Jónas Guömundsson Steingrimur Sigurösson i Eden Ýmislegt er ávallt aö ske i myndlistinni um páskana. Meðal páskasýninga- er sýning Steingrims Sigurðssonar i 'garöyrkjustöðinni Eden i Hveragerði, en hann hefur áður sýnt þarna a.m.k. fjórum sinn- um að vorlagi, oftast um páska. Steingrimur opnaði sýningu sina 22. marz siöastliðinn og mun henni ljúka á sunnudags- kvöld 2. april. Steingrimur Sigurðsson byrjaöi að fást við myndlist á miðjum aldri en hafði áður starfað sem rithöfundur, menntaskólakennari, um skeið gaf hann út listtimarit. Eftir að hann byrjaði að mála fyrir alvöru hefur hann veriö ötull við það verk og hefur t.d. haldið 34 einkasýningar á verk- um sinum og hann hefur sýnt verk sin bæði hér heima og er- lendis. Steingrimur Sigurðsson hefur ekki sótzt eftir vegtyllum um dagana. Unaö flesta daga við störf sin i afskekktu byggðar- lagi. M.a. á Stokkseyri, þar sem hann hafði bú sitt á Roðgúl en viö þann salta bæ hefur hann stundum kennt sig. A Stokkseyri og Eyrarbakka hefur hann lika fundið viðfangsefni sin og motif og gerir enn, þótt hann hafi nú flutt sig um set þ.e. til Hvera- gerðis þar sem hann býr nú. Steingrimur Sigurðsson hlaut nú i vetur listamannalaun i fyrsta skipti og var þaö vel til fundið af úthlutunarnefndinni þvi Steingrimur hefur helgað sig listum svo að segja allt sitt lif: — ritstörfum og myndlist og um hann leikur ávallt ferskur blær, hvar sem hann fer. Um sýninguna i Hveragerði verður ekki fjallað hér, einfald- lega af þvi að ekki heíur enn gefizt timi til þess að skreppa austur, en kannske verður það gert siðar. Gu&ni Hermansen fólk í listum þar munu islenzkir málarar ekki hafa sýnt verk sin fyrr, þótt nokkrir hafi gert myndir á Grænlandi t.d. Orlygur Sigurös- son. Er þetta skemmtileg hug- mynd og vonandi verður lista- manninum vel tekið á Græn- landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.