Tíminn - 05.04.1978, Side 2

Tíminn - 05.04.1978, Side 2
t Miðvikudagur 5. april 1978 Annie Hall og Julia sópuðu til sín verð- launum Los Angeles/Reuter. Þaö voru Diane Keaton og Richard Drey- fuss sem komu, sáu og sigruöu þegar óskarsverðlaunin voru af- hent i 50. skipti i fyrrakvöld. Það voru þó verðlaun Vanessa Red- grave, sem hún hlaut fyrir beztan leik i aukahlutverki, sem mesta athygli vakti. Pólitiskar skoðanir leikkonunnar hafa valdið deilum að undanförnu en hún er ákafur andstæðingur zionisma. Dreyfuss, sem er þritugur að aldri, hlaut verðlaun sem bezti karlleikari i aðalhlutverki fyrir leik sinn I kvikmyndinni The Goodbye Girl. Keaton, sem er 32 ára gömul, hlaut útnefningu fyrir beztan leik konu i aðalhlutverki i myndinni Annie Hall eftir Woody Allen. Annie Hall var jafnframt kjörin bezta mynd ársins og Allen hlaut Óskar fyrir leikstjórn i myndinni. Fimmhundruð lögreglumenn héldu vörð fyrir utan bygginguna þar sem verðlaunaafhendingin fór fram, því að Gyðingar, er mótmæla vildu útnefningu Red- grave, höfðu safnazt þar saman — ásamt flokki Palestinumanna — en hin enska leikkona hefur stutt málstað þeirra að undan- förnu. Jason Robards,sem fékk Óskar fyrir beztan leik karls I aukahlut- verki, hlaut hann fyrir leik i myndinni Julia eins og Red- grave.Kvikmyndin Star Wars hlaut verðlaun fyrir bezta tónlist, en myndin Close Encounters of the Third Kind hlaut verðlaun fyrir kvikmyndun. Baráttan um Óskarinn stóð einkum milli Jane Fonda og Diane Keaton fyrir aðalhlutverk kvenna og milli Ric- hard Burton og Dreyfuss fyrir karlhlutverk. Ítalía: Greiða ræningjum Moros ekki lausn- argjald Syrgjendur við útför eins af fimm lifvörðum Moros er létust þegar rán- ið var framiö. Róm/Reuter. Forsætisráðherra Italíu, Giulio Andreotti visaöi i gær á bug öllum fullyrðingum um að ræningjum Aldo Moro tækist að beita fjárkúgunum, og stað- festi um leið að stjórninni hefði borizt þriðja bréfið frá mann- ræningjunum. Dagblöðin i Róm hafa látiö þess getið, aö liklegt sé að i orðsendingunni frá skærulið- um Rauðu herdeildarinnar er rændu Aldo Moro sé farið fram á ákveðið lausnargjald. í bréfi, sem aö öllum likindum er ritaö af Moro sjálfum, biöur hann italska leiðtoga um að hann verði látinn laus hið skjótasta, þvi ekki væri mikill timi til stefnu. Opinberar tilkynningar hafa ekki borizt um gildi bréfsins, en svo virðist sem það sé ófalsað. Andreotti hélt ræðu i neðri deild Italska þingsins i gær og sagði meðal annars: „Við neitum algerlega að svara fjárkúgun- um”. Forsætisráðherran sakaði skæruliðana um „blóðugar, villi- mannlegar árásir”, sem ætlað væri að leggja lýðræðið á Italiu I rúst. Andreotti kvað Francesco Cossiga innanrikisráðherra hafa fengið i hendur þrjú bréf frá ræningjunum fyrir tilstilli sér- staks milligöngumanns. Fyrsta orðsendingin var frá forsætisráðherranum fyrrver- andi sjálfum, þar sem hann gaf I skyn að möguleiki væri á að hann yrði látinn laus i skiptum fyrir fanga. önnur orðsendingin var bréf til fjölskyldu Moros og þriðja orðsendiijgin barst i gær. Andreotti sagðist ekki geta gef- ið þinginu neinar upplýsingar um það hversu miðaði i rannsókn lög- reglunnar á ráninu, en nú væri ýmislegt að koma á daginn, sem leitt gæti til jákvæörar niður- stöðu. Stjórnvöld hafa verið harð- lega gagnrýnd — einkum af kommúnistum — fyrir fjölda- handtökur öfgasinnaðra vinstri- manna i sambandi við hvarf Moros, en ný lög gegn hermdar- verkamönnum gerðu handtökur þessar heimilar. Blað kommún- ista L’Unita sagði, að hand- tökurnar I öllum stærri borgum bæru vott um handahófskennd af- skipti lögreglunnar. Andreotti forsætisráðherra sagöi hins veg- ar: „Við teljum það skyldu okkar að beita þessum lögum, að leita að þeim sem fremja glæpi og refsa þeim.” Vestrænir sendimenn til viðræðna í Ródesíu Salisbury/Reuter. Von er á brezkum og bandariskum sendi- mönnum til Rhódesíu i lok þessarar viku og mun þeim veröa veitt áheyrn hjá hinni nýju bráða- birgðastjórn, sem skipuð er bæði hvitum leiötogum og svörtum. Bretar og Bandarikjamenn ásamt öðrum þjóðum vinna sem kunnugt er aö þvi aö koma á alls- herjarsamkomulagi i Ródesiu, sem ná á til þjóðernissinna sem starfa einkum utan heimalands sins sem og hófsamari leiötoga blökkumanna, sem þegar hafa gert samkomulag við Ian Smith forsætisráðherra. Leiðtogarnir, sem nú hafa yfir- stjórn I Ródesiu I slnum höndum, Nicolai Ceausescu þeir Ian Smith, Abel Muzorewa biskup, Ndabaningi Sithole og Jeremiah Chirau ættarhöfðingi, hafa gefið yfirlýsingu þess efnis aö þeir muni ihuga allar hug- myndir er lagðar verða fram, en ekki sé hægt að efast um gildi þess samkomulags, sem þegar hefur verið gert i Ródesíu og felur i sér aö komið verði á meirihluta- stjórn blökkumanna i landinu 31. desember á þessu ári. Talsmaöur stjornarinnar tók fram, að þrátt fyrir að margar þjóöir virðist draga gildi nýgerðs samkomu- lags i efa og vilji að gerður verði nýr sáttmáli, séu sendimennirnir velkomnir til Ródesiu. Þar sem leiðtogar þjóöernis- Ceausescu: Gyðingar herteknu Bukarest/Reuter. Nicolai Ceau- sescu, forseti Rúmeniu, sagði utanrikisráðherra Israels Moshe Dayan að brottför tsraelsmanna frá herteknu svæöunum hlyti aö verða þáttur i friðarsamningun- um milli Israelsmanna og Araba. Ceausescu er eini þjóðarleiðtogin I Austur-Evrópu, sem styður sinna, sem berjast við stjórnar- her Ródesiu frá nágrannarikjun- um, voru ekki hafðir með I ráðum er bráðabirgðastjórninni var komið á, þykja friðarhorfur I Ródesiu ekki vænlegar. Banda- rikjamenn og Bretar vilja koma á ráðstefnu sem allir deiluaðilar ættu aðild að, en blökkumanna- leiðtogarnir sem sæti eiga nú i stjórn með Smith hafa tekið slik- um hugmyndum fálega og jafnvel visað þeim á bug. Séra Sithole lét hafa það eftir sér.að þeim Joshua Nkomo og Robert Mugabe sé heimilt að snúa til Ródesiu og stunda þar stjórnmálastarfsemi innan ramma þess samkomulags sem þegar hefur verið gert. brott frá svæðum friðarumleitanir Egypta og Israelsmanna opinberlega. For- setinn sagði, að friðar- samningarnir væru þannig úr garði gerðir, að tryggt sé að ekki verði troðið á hagsmunum nokk- urrar þjóðar er byggir Mið- austurlönd. Framhald á bls. 19. Hess aldrei látinn laus Vestur-Berlln/Reuter. Sendi- herra Sovétrikjanna i Austur- Þýzkalandi útilokaði i gær þann möguleika, að Rudolf Hess verði nokkru sinni látinn laus úr fangelsi, og sagði að slikt myndi jafngilda þvi að fasistum væru gefnar upp allar sakir. Hess, sem verður 84 ára siöar i þessum mánuði, var dæmdur I lifstiðar fangelsi vegna striðsglæpa áriö 1946. Hann er nú eini fanginn i Spandau fangelsinu — er tekur 600 fanga, en fangelsiö er i Vest- ur-Brlin og er rekiö sameiginlega af Sovétmönnum, Bandarikja- mönnum, Bretum og Frökkum. Sendiherrann sagði á fundi með fréttamönnum, að tillögum Vesturveldanna um að Hess verði látinn laus hafi verið hafnað vegna þess að sovézka þjóðin, sem missti 20 milljónir manna i siðari heimsstyrjöldinni, myndi aldrei skilja slikar aðgeröir. Þjóðirnar, sem aðild eiga að rekstri fangelsisins með Sovét- mönnum, hafa hvað eftir annað óskað eftir þvi að Hess verði lát- inn laus, en jafn oft fengið neitun. Frakkland: Barre birtir ráðherralista sinn í dag Paris/Reuter. Franski forsætis- ráðherrann Raymond Barre vann I gær að þvi að ganga frá ráð- herralista sinum fyrir nýja rikis- stjórn eftir að hafa ráðgazt viö Valery Giscard d’Estaing. Til- kynnt verður um val ráðherra i dag, og kemur þá vafalitið I ljós viðleitni forsetans i þá átt aö mjókka bilið, sem hefur verið milli hægri og vinstri aflanna i frönskum stjórnmálum um ára- bil. Eftir viðræður forsetans og for- sætisráðherrans i Elysee-höll I gær sagði talsmaður Giscards, aö nýja stjórnin væri byggð upp meö það I huga að takast mætti að koma á þolanlegu samstarfi milli stjórnarinnar og stjórnarand- stöðu. Til að þessi áform megi takast hefur Barre valið ýmsa óháða einstaklinga til að gegna ráðherraembætti, fólk sem ekki er félagar I stjórnmálasamtök- um. Strax eftir að ljóst var, aö hægri og miðflokkarnir höfðu unniö sig- ur I kosningunum I marz, kom forsetinn fram i sjónvarpi til að hefja baráttu fyrir bættu sam- starfi við kommúnista og sósial- ista, sem biðu lægri hlut I seinni umferð kosninganna. Það kom mjög á óvart, að Giscard haföi samráð við leiðtoga stjórnarand- stööuflokkanna og foringja verkalýðshreyfingarinnar sem og pólitiska stuðningsmenn sina áð- ur en hann bað Barre aö gegna áfram embætti forsætisráðherra og fól honum að mynda nýja rikisstjórn. Rikisstjórnin, sem nú verður mynduð, er þriðja stjórnin, sem Barre veitir forsæti, en hann tók við embætti eftir aö Jacqes Chi- rac, leiðtogi Gaullista, sagði af sér I ágúst 1976 vegna pólitisks ágreinings við forsetann. Aö frá- töldum almennum yfirlýsingum frá talsmanni forsetans er ekkert vitað um það hverjir munu taka sæti i nýju stjórninni. Margir telja þó að Barre muni hætta að gegna starfi fjármálaráðherra I stjórn sinni, en fá embættið öðr- um, þó svo að hann hafi eftir sem áöur alla yfirstjórn fjármála. All- ar likur eru einnig taldar á að skipt verði um utanrikisráðherra. Raymond Barre

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.