Tíminn - 05.04.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 05.04.1978, Qupperneq 9
Miðvikudagur 5. apríl 1978 9 iii'JlflÍA Ánægjulegt að fólk vill nú aftur setjast að úti á landsbyggðinni — Jón Jónsson á Skagaströnd, hvaða fréttir getur þú sagt mér úr þinni heimabyggð? — Það er allt gott að frétta frá Skagaströnd og atvinnuástand þar er mjög gott. Að visu var takmörkuð vinna framan af vetri, vegna óhapps er kom fyr- ir togarann okkar, Arnar HU 1, en eldur kom upp i honum i haust. En nú er hann aftur far- inn að fiska og fiskar vel. Hjá okkur er i gangi frystihús, skipasmiðastöð, prjónastofa og rækjuvinnsla,og nú er byrjaðaf kraftiað undirbúa uppbyggingu sildarverksmiðjunnar sem loðnuverksmiðju. Það má þvi segja, að mikil breyting hafi átt sér stað á Skagaströnd með framgangi byggðastefnunnar eftir 1970. Og svo hefur orðið, að ég held, viða um landið. — Hefur fólki þá fjölgað? — Þvi fjölgar alltaf nokkuð jafnt. En nú held ég að um mikla fjölgun væri að ræða ef ekki væri húsnæðisskorturinn til fyrirstöðu, þvi mikil eftirspurn er eftir að flytja til Skaga- strandar. Algengt var að ungt fólk flytti burtu þegar atvinnu- leysið var mest. Margt af þvi er nú komið aftur og fleiri vilja koma. Þetta tel ég ánægjulega breytingu og æskilega þróun fyrirlandið i heild. Það er eng- inn bættari með að allt of mikil ásókn sé i að flytjast á suð- vesturhorn landsins. Það hefði lika stefnt þeim landshluta i voða ef þróunin hefði haldið áfram á þann veg. Meiri fjölbreytni i framleiðsluna — Nú crt þú framkvæmda- stjóri Ræk juvinnslunnar á Skagaströnd, hvernig gengur reksturinn? — Hann gengur vel. Það nýj- asta er að við ætlum að fara að snúa okkur að veiðum og vinnslu á hörpudiski, en þó nokkuð magn af honum er i Húnaflóa. Smávegis var fariðút i þetta fyrir nokkrum árum og fiskurinn þá handunninn. Nú Jón Jónsson, Skagaströnd. Timamynd G.E. höfum við komið okkur upp vél- um til vinnslunnar. Einnig vorum við að reyna við djúprækjuveiðar sl. sumar og höfum hug á að halda áfram með það. Þetta gekk ágætlega i fyrra, þann tima sem bátarnir voru að. Þá var bara erfitt að fá menn til að reyna þetta, þvi það var nær óþekkt, svo margir voru hræddir við að fara út i þennan veiðiskap. En nú virðast fleiri hafa áhuga og eru m.a.s. að kaupa báta frá Hvamms- tanga fyrir þessar veiðar. Laun þurfa að vera jafnari — Við erum nú stödd á flokks- þingi, hvað vilt þú segja um það? — Mér finnst þetta mjög gagnlegt og fróðlegt þing. Það er gagnlegt að fylgjast með málum og einnig að kynnast fólki úr öðrum byggðarlögum, sem vinnur að sams konar mál- efnum og við. — En hvað um flokkinn okkar og stjórnarsamstarfið? — Ég er nú einn af þeim, sem ekki er mjög ánægður með það. Hefði heldur viljað flokkinn i stjórn með öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Að mörgu leyti hefur þessi stjórn þó staðið sig vel t.d. i landhelgismálinu og fleiri ágæt- um málum. Hins vegar er mað- ur meðdálitið blandaðan hug út af seinustu efnahagsaðgerðum, hvaða áhrif þær hafa. Auðvitað þurfti eitthvað að gera, en hefði kannski mátt framkvæma það á einhvern annan hátt. Mér finnst t.d. full langt gengið i þvi að taka af lægst launaða fólkinu, en hefði mátt taka dýpra i árina hjá þeim sem betur stóðu. Það þarf lika að stöðva þá þróun, að þegar þeir lægst launuðu fá kannski 5 þús. kr. hækkun launa, þá'fái þeir hæstlaunuðu upp i 30-40 þús. krónu hækkun. Einnig þarf að reyna að sporna meira við þeim feikilegu hækkunum sem orðið hafa, t.d. i sambandi við opinbera þjón- ustu. HEI Kenningin: „Reykvíking- ar vinnudýr landsbyggð- arinnar" — eða: Neytum — Þeir sem búa upp til fjalla geta ekki farið fram á sömu lífsþægindi og íbúar borgarinnar. Eitthvað í þessum dúr hljóðuðu ummæli efsta manns á lista Sjálfstæðis- f lokksins til alþingiskosn- inga i Reykjavík, Alberts Guðmundssonar, þegar hann ræddi um íbúa dreifbýlisins á Alþingi í siðustu viku. Hann sagði ennfremur: „Reykvík- ingar eru vinnudýr lands- byggðarinnar". — Já, það er skoðun þessa manns, sem kjósendur Sjálf- stæðisf lokksins í Reykja- vík hafa óbeinlínis kjörið til forystu í sínum flokki. En sem betur fer kemur víst seint til þess, að Al- bert Guðmundsson verði forsætisráðherra, hafi lifsskoðunin ekkert breytzt frá knattspyrnu- árunum: ÉG VIL EKKI VERA FYRIRLIÐI? MÉR NÆGIR AÐ VERA STJARNA. Það er vissu- aflsmunar lega ábyrgðarminna starf að vera stjarna en fyrirliði, og þakkandi að menn þekki takmörk sín að þessu marki. Það er svo önnur saga, að Albert nokkur Guðmundsson gæti aldrei orðið forsætis- ráðherra nema þá hjá ójaf naðarmönnum í Reykjavík. Ömannleg eru viðhorf þessa manns til með- bræðra sinna og virðast einungis byggð á við- skiptum og kænsku. Þeir sem búa upp til fjalla, þ.e.a.s. aðrir en íbúar stærstu þéttbýlissvæð- anna, mega ekki að mati hans heimta t.d. raforku á sama verði og Reykvík- ingar. Það er ekki nóg með að þetta fólk f er var- hluta af öllum þeim val- kostum, sem þéttbýlið býður upp á í skemmtun- um, þjónustu og fræðslu. Það á líka að borga 135% meira fyrir rafmagn en Reykvíkingar, a.m.k. þykir Albert Guðmunds- syni ekkert sjálfsagðara. En mér er spurn, Reyk- víkingi, sem vinnur þjón- ustustörf, eru forréttindi okkar hér í þéttbýlinu ekki meiri en svo að sann- gjarnt geti talizt, að fjallabúarnir fái a.m.k. raforkuna á sama verði og við? Og ennfremur, hvar værum við Reykvik- ingar staddir, ef lands- byggðin segði sig úr lög- um við okkur? Hverjum ættum við þá að selja þjónustu okkar við því verði, sem við nú fáum fyrir hana? Sjálfstæðishugmynd Alberts Guðmundssonar er greinilega maður á móti manni, byggð á móti byggð. Þó sagði hann ber- um orðum, að Reykvik- ingar ættu f ullan rétt á að njóta fjölda síns og sam- takamáttar... Já, en til hvers? — Til að berja á landsbyggðinni? Guð hjálpi f jallabúum þá þeg- ar Reykjavíkurþéttbýlið verður komið með meiri hluta á Alþingi. En hver skyldi annars verða útkoman, ef kenn- ing Alberts yrði fram- kvæmd og íslendingar hættu að vera ein þjóð og leystust upp í sundraða viðskiptakjarna? Lands- byggðin gæti jú etið sitt marghataða kindakjöt og Reykvíkingar verið lausir við það. En skyldu ekki einhverjir aðrir en Reyk- víkingar vera tilbúnir til kaupa á fiskframleiðslu landsbyggðarinnar, og skyldi ekki vera hægt að verzla annars staðar en í Reykjavík. Og með hverju ættu síðan Reyk- víkingar að greiða svína- kjötið frá Danmörku? — Álmelmi????? Hverjum dettur annars annað eins í hug. Vonandi ekki nokkrum manni.... en þó er þetta rökrétt af- leiðing af ummælum Al- berts Guðmundssonar. En látum stjörnur hvíla í friði i fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík. Við hin skul- um halda áfram að vera ein þjóð, þeir bræður að unna hverjum öðrum réttlætis. Jöfnum trygg- ingargjöldin, jöfnum raf- orkuverðið, jöfnurp framfærslukostnaðinn. Minnumst þess að sam- vinnan gerir mennina stærri, sundrungin smækkar þá. KUBBUR Samtal á ritvél Við sl. áramót var gefið út rit- verkið „CONVERSATION” eftir Einar Guðmundsson og Jan Voss. Annars vegar er um að ræða isl/þýzkan texta — hins vegar er meðfylgjandi þýðing bókarinnar á þýzku og islenzku. E.G. hefur áður gefið út bækur, m.a. „Lablaða hérgula” og „Flóttinn til lifsins”. Jan Voss er v-þýzkur myndlistar- og bóka- gerðarmaður, sem dvalið hefur langdvölum hér á landi á undan- förnum árum, og tekið þátt i sýn- ingum I Galleri Súm og viðar. „CONVERSATION” er samtal á ritvél milli höfundanna, sem átti sér stað árið 1975 (gefið út það ár I takmörkuðu upplagi), byggð- ist það á þáverandi kunnáttuleysi i móðurmáli hvor annars, en til- gangurinn var sá að reyna að láta hugsai^irnar mætast eftir föng- um. tsl/þýzki textinn kemur nú út i annarriútgáfu. Einnigfylgja með þýðingar, sem önnuðust þeir Dieter Roth og Magnús Pálsson. Þanniger um að ræða tvær bækur i einu hylki, kannski má segja að þær séueinsogsin hvor skreiðin á spyrðubandinu. Litill hluti upplagsins fer á markað á Islandi. Útgefandi er Edition Lebeer-Hossman i Bruxelles og Hamborg. Grafik h.f. prentaði. N ámss tyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin I Kiel mun veita islenzkum stúdent styrk til náms- dvalar við háskólann þar i borg næsta vetur, að upphæð DM 650,- á mánuði i 10 mánuði, frá 1. októ- ber 1978 til 31. júli 1979, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundað há- skólanám i a.m.k. þrjú misseri. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu i þýzku. Um- sóknir skal senda skrifstofu Há- skóla tslands eigi siðar en 20. april n.k.Unsóknum skulu fylgja vottorða.m.k. tveggja mannaum námsástundun og námsárangur og a.m.k. eins manns, sem er per- sónulega kunnugur umsækjanda. Umsóknir og vottorð skulu vera á þýsku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.