Tíminn - 20.04.1978, Side 1

Tíminn - 20.04.1978, Side 1
Fimmtudagur 20. apríl 1978 62. árgangur — 81. tölublað Skattafrum- varpið — bls. 6 Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 ílyiSií, ' % '* - ' lillilillili Óformlegur fundur fulltrúa ............................................................. ........................................................................ ■.................................................. ■ Æska. Með þessari mynd, sem tekin var í gær, óskar Tíminn öllum lesendum sínum góðs og gleðilegs sumars. Stúlkan á myndinni heitir Hrefna, en nafn lambsins vit- um við því miður ekki. En hvað sem nöfnum líður, eru hér tveir góðir fulltrúar vorsins. — Tímamynd Gunnar. Sandfok vegna nýja hafnargarðsins i Porlákshöfn: Veldur íbúum miklum óþægindum úrbætur verða að koma til hið bráðasta VSI og forsætis- ráðherra i gær Ekkert nýtt JB —í gær var haldinn óformleg- ur fundur fulltrúa úr fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands tslands og forsætis- ráðherra, en VSÍ hefur haft sam- band viö rikisstjórnina að undan- förnu til aö kanna það, hvort ein- hverjar breytingar frá rikis- stjórninni og löggjafarvaldinu væri hægt að gera, varöandi þær efnahagsráðstafanir, sem gripið var til i febrúar sl., sagði Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitenda- sambands tslands i samtali við blaðið i gær. Sagði Jón, að það væri ekki neitt nýtt að frétta, sem þýddi það að aðilar hefðu ekki komiö auga á neina leið i þvi sambandi sem að framan greinir. Var fund- urinn með forsætisráðherra I gær haldinn með það fyrir augum, að athuga hvort vinnuveitendur gætu kynnt fyrir VMSI möguleg- ar breytingar á efnahagslögunum á fundinum sem ákveðinn hefur verið á morgun með þessum aðil- um. Veitt undanþága til útflutnings frá Vestmanna eyjum GV — Undnaþágan miðast við að menn hafi aðeins geymslurými i frystihúsunum til að framleiða næstu vikurnar, en það fer eftir fiskerii hvort vikurnar verða ein eða fleiri, sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins i Vestmannaeyjum, i viðtali við Timann i gær. Von er á flutningaskipi til Eyja um miðja næstu viku og verður þá væntanlega farið að þrengjastum geymslupláss i húsunum'. Undanþága hefur einnig verið veitt til útflutnings á 500 lestum af vökva, sem framleiddur er úr mögrum bræðslufiski. Vökvinn er framleiddur um borð i danska vinnsluskipinu Lumino, sem er nú statt i Vestmannaeyjum, og landa bátarnir aflanum um borð i skipið. —Þetta er tilrauna vinnsla og nýjung og vildum við ekki setja fótinn fyrir það, sagði Jón Kjartansson. SSt — „Þegar nýi hafnargarður- inn var byggður hér i Þorlákshöfn ’76 varð til straumlaus vik austan við hann, þar sem léttur vikur- framburður úr ölfusá hleðst nú upp, sérstaklega i austan og norö- austan átt og fýkur siðan yfir plássið þegar fjarar og veldur i- búum og aðallega saltfiskverk- endum miklum óþægindum. Það er núna um 100 metra breiður sandfláki, sem stendur upp úr á fjöru,” sagði Sigurður Jónsson, hafnarstjóri i Þorlákshöfn i sam- tali við Timann i gær. Áður en hafnargarðurinn kom til barst framburöurinn óhindrað með sjávarstráumum meðfram standlegnjunni og megniö af hon- um síðan burt frá höfninni og olli þvi ekki teljandi vandræðum hér sagði Sigurður. — Sandfokið olli strax vandræðum eftir að garður- inn var byggður 1976 og i fyrra þótti ástandiö svo slæmt, að ráð- izt var i að setja upp fokgirðingu i fjörunni og einnig grjótgarð til aö verja girðinguna. Hann var þó ekki nægjanlega traustur og gaf sig i desember s.l. Þaö er ljóst, að þegar verður aö hefjast handa við byggingu nægi- lega strausts grjótgarðs, sem verja myndi fokgirðinguna fyrir ágangi sjávar og gera mögulegt að sá i fjöruna og hefta þar með sandfokiö, sagði Sigurður einnig. Sagði Sigurður, að hafnarmála- stjórn hefði verið gerð grein fyrir þessum vandræðum og hefði hún málið nú til athugunar. Lauslega áætlaöur kostnaður við að koma upp fokgirðingu og traustum grjótgaröi væri 15—20 milljónir, en spurningin væri ekki um kostnað heldur aö úrbætur kæmu til hiö fyrsta, svo fokið bitnaði ekki frekar á atvinnulifi og ibúum i plássinu. Sem dæmi um vandræði af völdum foks úr fjörunni viö nýja hafnargarðinn, nefndi hann, að fyrir hefði komið, að þurft hefði að umvaska fisk til að þrifa úr honum sandinn. Oft tækist þaö, en ef ekki, þýddi það, að fiskurinn gæti lækkað um 1—2 gæðaflokka i mati, sem aftur þýddi, að hvert tonn af (salt) fiski lækkaði um 70—100 þús. „Vinnumála sambandið alltaf tilbúið til viðræðna” Óþolandi að standa öllu lengur i stöðugum sandmokstri, JB — ,,Við höfum gert Verka- mannasambandinu orð um það, aö við séum reiðubúnir til að setj- ast að viðræðum. Er þetta i raun svar við tilmæltim þeirra um að viðræður verði teknar upp að nýju og höfum við svarað þeim játandi. Við erum alltaf tilbúnir til að ræða málin”, sagði Bjarni Thors hjá Vinnumálasambandi Samvinnufélaganna i blaðinu i gær. En eins og komið hefur fram I fréttum munu aðilar vinnu- markaðarins ræðast við á morg- un eftir nokkurt hlé. Bjarni sagði, að Vinnumála- sambandið setti ekki neinn fyrir- vara fyrir þessar viðræður enda væru þetta upphafsviðræður aö ósk VMSI og þyrfti ekki neinn fyrirvara að setja. Hins vegar myndu frekari fundir rSða úr um á hvaða grundvelli yrði rætt sið- ar. Um fyrirvara VSl, sagði Bjarni að það þyrfti að koma bet- ur fram hvað þeir ættu við en það skýrðist sjálfsagt á fundinum á morgun. Sagðist hann lita svo á aö næstu dagar yrðu þýðingarmiklir hvað varðaði það að ráöa fram úr þess- um málum. „Rikisstjórnin hefur sett lög sem við förum eftir. En ef hægt yrði að finna einhverja lausn, þá reikna ég með að allir vildu sættast á slikt”, sagði hann. SSt —Það er ekki hægt að standa, öllu lengur i eilifum sandmokstri og reyndar alls konar fyrirbyggj- andi aðgerðum vegna sandfoks- ins frá nýja hafnargarðinum hér, sagði Þorleifur Björgvinsson framkvstj. Glettings i samtali við Timann i gær. Við þurfum að moka af hlöðum hérna svona tvisvar i viku, auk þess, sem við' veröum sifellt að þétta rifur á fiskverkunarhúsum, til að sandurinn sem er finn eins og hveiti snjúgi ekki alls staðar inn.og á heildina litið má segja að þetta valdi okkur margs konar aukakostnaði og fyrihöfn sagöi Þorleifur. Það er þvi bráðnauösynlegt fyrir alla aöila hér, að ráðizt verði strax i að hefta fokið. Við höfum rætt málið við hafnarmálastjórn og einnig-samgönguráðherra og hefur óskum okkar um úrbætur verið vel tekið sagði Þorleifur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.