Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 8
8' Fimmtudagur 20. aprll 1978 Jón Skaftason alþingismaður: VAXTALÆKKUN ÞARF AÐ BYGGJ- AST Á VERÐBÓLGUHJÖÐNUN Endurreisn kronunnar naudsynleg Ræða flutt á Alþingi hinn 5. apríl sl. i umræðum um frumvarp Páls Péturssonar ogfleiriumbréytingu á lögum um Seðlabanka íslands Frumvarpið breytir engu i reynd Það er nú þegar orðið nokkuð áliðið þessa dags og ég er frekar kvöldsvæfur maður, og af þeirri ástæðueinni skal ég ekki verða til þess að halda langa ræðu út af þvi frumvarpi, sem hér er til umræðu. Enda er til þess öld- ungis engin þörf, þvi að stað- reyndin er sú, að samþykkt þessa frumvarps hefði i reynd ekki minnstu breytingu i för meðsérá vaxtaákvörðun i land- inu. Þetta vita háttvirtir flutn- ingsmenn allir, þvi að ég hef þegar upplýst það oftar en einu sinni i minum þingflokki, að ég veit þess ekkert dæmi, a.m.k. frá þvi að ég kom i bankaráð Seðlabankans skömmu eftir mitt ár 1976, að vaxtaákvörðun bankans hafi verið tekin i and- stöðu við rikisstjórnina. Éghef spurt eftir þvi sérstak- lega hjá þeim, sem starfað hafa lengur i bankanum en ég og þekkja gerla til mála, hvort það hafi yfirleitt gerzt, að vaxtaá- kvarðanir i bankanum hafi ver- ið teknar i andstöðu við rikjandi rikisstjórnog hef fengið ótvirætt það svar, að svo hafi ekki verið gert. Ég get að visu ekki fullyrt um það, hvort einhver skoðana- munur kunni að koma fram hjá einstökum ráðherrum, þegar vaxtamál eru raxid i rikisstjórn, en hitt endurtek ég og fullyrði, að vaxtaákvarðanir hafa ekki verið teknar i Seðlabankanum i andstöðu við rikisstjórn. Þegar af þessari ástæðu hefur frum- varp þetta i reynd engin áhrif. Auk þess sem ég hef upplýst þetta, eins og ég sagði, á þing- flokksfundum, þá er það alveg ótvirætt, að lög um Seðlabanka lslands frá 1961 leggja þá ótvi- ræðu lagaskyldu á bankastjórn- ina, að hún i ákvörðunum sinum ogstarfi vinni ekki gegn þeirri stefnu, sem rikisstjórnin vill fylgja á hverjum tima. Hátt- virtur 1. flutningsmaður vék að 4. gr. laga um Seðlabanka, sem segir m.a. þetta. Hún hljóðar þannig: ,,1 öllu starfi sinu skal Seðla- bankinn hafa náiö samstarf við rikisstjórn og gera henni grein fyrir skoðunum sinum varðandi stefnu i efnahagsmálum og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining i rikis- stjórn að ræða, er Seðlabanka- stjórn rétt að lýsa honum opin- berlega ogskýraskoðanir sinar. Hún skal engu að siður telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna aö þvi að sú stefna, sem rikis- stjórn markar að lokum, nái tii- gangi sinum” Þessi lagagrein verður á eng- an hátt skilin á annan veg en þann, aö um meiri háttar á- kvaröanir Seðlabankans beri að taka fullt tillit til þeirrar stefnu, sem viðkomandi rikisstjórn fylg ir og vill framkvæma. Ég held, að með þessu hafi ég sýnt ótvi- rætt fram á það, að samþykkt þessa frumvarps hefði engar meiri háttar breytingar i för meðsér, þó að samþykkt yrði, i sambandi við vaxtaákvarðanir i landinu. Markaðsöflin hefðu leitt til enn hærri vaxta Það eru nokkur atriði, sem mig langar að vikja aö i fram- haldi af þessu, þó að þetta hafi verið aðalerindi mitt upp i ræðustólinn að upplýsa þetta. 1 13. gr. laga um Seðlabankann segir i upphafi: „Seðlabankinn hefur rétt til að ákveða hámark og lágmark vaxta, sem innlánsstofnanir, sem um ræöir i 10. gr. mega reikna af innlánum og útlánum” o.s.frv. Ég les ekki meira af greininni. Ég skil þessa grein þannig, að það sé réttur Seðla- bankans að ákveða þessa vexti með hliðsjón af þvi að ákvarð- anir séu ekki teknar i andstöðu viðsitjandi rikisstjórn. Þetta er réttur, en það er ekki skylda Seðlabankans, að minu viti, samkvæmt þessari grein að á- kveða hámark og lágmark vaxta. Ég vil fullyrða það, að ef bankinn ákvæði ekki vextina og markaðsöflin á lánamarkaðn- um hefðu verið látin ákvarða vaxtahæðina, — þ.e.a.s. fram- boð á þvi lánsfé, sem til er i bankakerfinu annars vegar og eftirspurn eftir þessu lánsfé hins vegar, — þá væru vextir þrátt fyrirþað,að þeir séu háir i dag, enn hærri en þeir eru. Einstætt fyrirkomulag Um frumvarpið vil ég segja það til viðbótar, að ég hygg, að þau ákvæði, sem frumvarps- greinin ákveður, um að hið formlega vald i þessum efnum skuli vera hjá rikisstjórn, sé einstætt að þvi leyti til, að ég þekki ekki eitt einasta land i heiminum, þar sem formleg á- kvörðun um vextina er hjá rikisstjórn. Ég held jafnvel, að flestar rikisstjórnir óski sér þess tæpast að hafa slikt form- legt vald vegna þess að yfirleitt er meðferð þess ekki til þess fallin að auka á vinsældir þeirra, er með það fara. Og ég dreg það talsvert i efa, að okkar ágætu ráðherrum væri i reynd mikill greiði gerður með sam- þykkt þessa frumvarps. En það er nú annað mál, og ég nefni þetta bara til þessað háttvirtur þingmaður fái a.m.k. að vita það, að ég veit ekki dæmi þess, að þetta formlega ákvörðunar- vald sé hjá rikisstjórn i nokkru landi. Hitt þekki ég hins vegar að það er i mörgum löndum talið heppilegt i sambandi við stjórn efnahagsmála, að auka sjálf- stæði og vald svokallaðra mið- banka, eins og Seðlabankinn óneitanlega er. Ég vil nefna þar til tvö lönd, þar sem þetta er sérstaklega áberandi, þar sem miðbankarnir hafa geysilega mikið sjálfstæði, jafnvel gagn- vart rikisstjórn og þjóðþingum. Þaö er sérstaklega i Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem vald Bundesbank er gifurlega mikið og sjálfstæði hans lika, og það eru Bandarikin. Enda er sann- leikurinn sá, að gjaldmiðill þessara þjóða er lika dálitið beysnari, heldur en okkar fá- tæklega króna, sem flýtur á vatni. Þarf ekkert tillit að taka til sparifjáreigenda? Háttvirtir flutningsmenn segja i greinargerö sinni m.a.: „Seðlabankinn hefur nú um nokkurt skeið ákvarðað vexti i landinu. Sú skoöun, að hiutur sparifjáreigenda hafi verið mjög fyrir borð borinn undan- farin ár og að rétta verði hlut þeirra, hefur ráöið ákvöröun Seðlabankans á seinustu miss- erum.” Þetta er rétt það er tillitið til hagsmuna sparifjár- eigenda, sem hefurverið leiðar- ljósið i sambandi við ákvarð- anir um vexti i landinu siðustu árin. Þrátt fyrir háa vexti er það staðreynd, að raunvextir af sparifé siðustu 25 árin hafa að- eins tvö ár verið jákvæðir. ÖU hin árin hefur sá, sem gengt hefur þvi þjóðfélagslega þurft- arverki að leggja inn fé i inn- lánsstofnanir, svo að hægt sé að lána til atvinnulifsins, verið meira eða minna rændur hluta af þvi fjármagni, sem hann hef- ur lagt inn i bankakerfið. Ég hefi, — þegar rætt hefur verið um þessi vaxtamál, sem ég veit og mér dettur ekki i hug að neita, þvi að það getur verið erfittað greiða þessa háu vexti i atvinnulifinu, a.m.k. mjögviða, þó aðsums staðar sé allt of mik- ið gertúr þvi, — þá hefi ég spurt þeirrar spurningar, og ég spyr hennarnú, —hvernig ætla þeir, sem heimta lækkandi vexti i stórfelldri verðbólgu,að tryggja sparifé i lánakerfi landsins svo að hægt sé áð lána til atvinnu- veganna og koma i veg fyrir það, að þeir stöðvist, meira eða minna, vegna þess að það er ekkert lánsfé til? Eg skora á þá, sem hér kunna að tala eftir að svara mér því á- kveðið, hvernig vilja þeir i verð- bólguþjóðfélagi tryggja það, að sparifé safnist upp i bankakerf mu, ef á að lækka vextina stór- lega? Það er fyrir þvi áralöng reynsla, að það er mikið sam- bandá milli verðbólgu, vaxta og sparifjáraukningar. Það eru til skýrslur yfir marga áratugi, sem sýna ótvirætt, aö þarna er samband á milli. Það er svo greinilegt öllum þeim, sem lesa þessar skýrslur og vilja setja sig eitthvað inn i þær, að í vax- andi verðbólgu dregur úr spari- fé, innlögnum fólks, sem er af- skaplega eðlilegt, nema reynt sé að koma til móts við þessa sparifjáreigendur með hækkuð- um vöxtum. Þetta er ekki skemmtileg staðreynd, en stað- reynd er þetta engu að siður. Vextir geta eftir aðstæðum aukið á verðbólgu, en lika dregið úr henni Þá segja háttvirtir flutnings- menn þessa frumvarps m.a. i seinustu málsgrein i greinar- gerðmeðfrumvarpinu: „Þáeru of hair vextir hinn mesti verð- bólguvaldur auk þess sem þeir binda atvinnulifi i landinu byrð- ar, sem það fær ekki risið und- ir.” Það má færa fyrir þessu nokkur rök, eftir þvi hvaða af- stöðu menn hafa til orsaka verð- bólgu. Það er enginn vafi á þvi, að háir vextir eru kostnaðar- auki fyrir lántakendur og koma m.a. fram i hækkuðu verðlagi hjá þeim, sem stunda atvinnu- rekstur og þurfa að selja sina framleiðsluvöru og þjónustu. Mér dettur ekki i hug að neita þvi. Þaðer ljóst. En ef menn lita á ástæðurnar fyrir verðbólgunni frá öðrum sjónarhól, sem ég tel ekki siður réttan, —ef menn eru t.d. þeirrar skoðunar eins og ég er og sem ég held, að allflest launþegafélög i landinu séu far- in að aðhyllast, að ein af megin- ástæðum verðbólgunnar hérna á Islandi sé sú ofsalega fjárfest- ing, sem verið hefur i landinu marga undanfarna áratugi, þá er hægt að sýna fram á það og þá er það rökrétt, að háir vextir draga úr eftirspurn i lánsfé til þess að festa i framkvæmdum og öðlast verðbólgugróða. Háir vextir eru þá til þess fallnir að draga úr verðbólgu, en ekki auka hana og gæti ég flutt alveg jafngóð rök fyrir þeirri kenn- ingu eins og hinni, að vextir hljóti ætið, hvernig sem aðstæð- ur eru i þjóðfélaginu, að vera verðbólguaukandi. Ég held, að það hljóti að vera öllum ljóst, sem hafa athugað efnahagslif Islendinga seinustu áratugina og fylgzt með þeirri verðbólgu, sem oftast hefur ein- kennt það að fjárfestingarþátt- urinn og hallabúskapur rikis- sjóðs á ekki hvað sizt sökina þarna á. Það er ekki nokkur minnsti vafi á þvi. Það eru ótal dæmi þess, að menn hafa eftir öllum leiðum leitað eftir lánsfé hversu dýrt, sem fjármagnið hefur verið, til þess að festa i framkvæmdum.semoftá tiðum eru þéss eðlis, að þær auka ekk- ert á þjóðarhag. Þær skapa ekki auknar þjóðartekjur, en þær gefa þeim, sem nær i þetta fjár- magn og fjárfestir það i ein- hverju, verðbólgugróða. Þær gera fáa einstaklinga rikari á þeirri þróun, sem i gangi er, án þess að þær auki á velmegun eða þjóðartekjurnar sem heild. Það er ekki minnsti vafi á þvi, að þetta er ein af ástæðunum fyrir verðbólgunni hér á landi og eins og ég sagði áðan. Ég hygg, að flest launþegafélög i landinu séu komin meira og minna inn á þessa skoðun. Verðhrun krónunnar Ég skal nefna ykkur aðeins eitt litið dæmi. Eins og menn vita, hefur bæði þessi og undan- farandi rikisstjórn gefið út svo- kölluð verðtryggð spariskirteini mörg undanfarandi ár. Ég sá nvleea nviasta útreikning á verðmæti spariskirteina miðað við 1. april s.l., þá var seinasti útreikningur gerður. Ég sá, að spariskirteini, sem gefin voru út siðari hluta árs 1965, voru i dag á innlausnarverði 26,4-földu. Það merkir, að krónan á þessu ári er þetta miklu minni, heldur en hún var á árinu 1965. Það er ekki óeðlilegt, þegar menn hafa svona dæmi fyrir sér, og ef þeir bara vilja vera hreinskilnir, að þá viðurkenni þeir það sem staðreynd að menn ber jast um á hæl og hnakka enn þann dag i dag að taka lán jafnvel á 32% vöxtum til þess að fjárfesta i vissum frakvæmdum. Ég get fullvissað ykkur um það, að þó að vextir séu hér há- ir, og ég ætla ekki að neita þvi, að það skapi erfiðleika, þá hefur eftirspurn eftir lánsfé verið fyllilega nóg i okkar þjóðfélagi. Það eru nógir, sem vilja fá lán enn i dag og þó eru bæði vextir háir og verðtrygging tekin upp á svo til öllum lánum til fjárfest- ingar úr hinum ýmsu fjárfest- ingarsjóðum i landinu. Sann- leikurinn er sá — og það er það eina, sem vit er í, að menn við- urkenni þá staðreynd, — að verðbólgan ekkieinasta orsakar háa vexti i þessu þjóðfélagi og marga aðra óáran i efnahagslifi þjóðarinnar. Hún orsakar lika ýmsa þá stærstu siðferðilegu bresti, sem við eigum við að berjast nú og þvi miður fara stórvaxandi. Það er ekkert ráð til þess að koma vöxtunum niður á skyn- samlegan hátt nema iækka verðbólguna. Að þvi eiga háttvirtir al- þingismenn, og raunar allir aðr- ir að beita kröftum sinum, en ekki vera með sýndarmennsku eins og ég tel, að þvi miður gæti um of i mörgum umræðum, sem verða hér á háttvirtu Alþingi um verðbólgumálin og ekki ein- asta hér á háttvirtu Alþingi, hldur meira og minna um allt þjóðfélagið. Það kemur varla sá fundur saman núna, hvar sem er á landinu, að allir séu þeir ekki að álykta um skaðsemi verðbólgu. En samt þýtur hún áfram ár eftir ár. Við höfum ýmist vinstri stjórnir eða hægri stjórnir og þeim virðist öllum meira eða minna mistakast i baráttunni gegn verðbólgunni. Ef menn væru svolitið heiðar- legri við sjálfa sig og aðra og vildu viðurkenna vissar aug- ljósar staðreyndir, sem leiða til verðbólgu, m.a. þá, að þjóð, sem eyðir ár eftir ár miklu mefra en hún aflar, er óhjá- kvæinilega að glæða verðbólg- una, hvað sem hver segir. Við erum alltaf að skipta fleiri krón- um en til eru, og þá er gripið til þess gamla ráðs, sem hér hefur verið stundað á Islandi i nokkra áratugi, að krónunum er bera fjölgað, þær eru gerðar minni, en þær verða f leiri. Ef við reyn- umst ekki menn til þess að stöðva þennan hættulega leik, þá mun verðbólgan halda áfram hér eins og hún hefur gert og þá hefureinhver smálækkun vaxta nær engin áhrif til þess að lækka hana. Gott sveitaheimili óskast fyrir átta ára dreng. Upplýsingar i sima 7-60-91. EQfcgGJGJ Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsia Til sölu varahlutir i Skoda árg. ’70. Upplýsingar i sima 8-51-02, eftir kl. 7.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.