Tíminn - 20.04.1978, Page 10
10
Fimmtudag'ur 20. april 1978
Dagur er aö kvöldi kominn. Vilhjálmur Kjartansson, bóndinn
ungi ab Kirkjubóli i Skutulsfiröi, tekur rauöu plastfötuna og
licldur i fjósiö. Kýrnar vita, hvaö timanum liöur, þó aö ekki
þekki þær á klukku, og þaö fer bezt á þvi aö gæta stundvisinnar.
Og innan litillar stundar bylur mjólkurboginn á fötubotninum
hjá mjaltamanninum.
Kvöld í sveit
Ljósmyndir: Heiðar Guðbrandsson, Súðavík:
En seppi lítur á þetta eins og hvert annaö grin. Hann kuölar kettinum á milli framlapp-
anna og sperrir sig allan meö góölátlegum yfirburöum hins sterka. Hann lætur ekki svo
litiö aö fyrtast, þó aö kisa slæmi lltilli klónni I munnvikiö á honum. Rólegur bíöur hann
sins færis: Spyrjum aö leikslokum, en ekki vopnaviöskiptum.
Vilhjálmur fer ekki einn sins liös i fjósiö. Seppi er á ferli, hann veit lika, livaö klukkan
slær. Og hann hefur sinna hagsmuna aö gæta. Gamall pottur á sinum staö, og þaö eru
réttindi seppa aö fá volga mjólkurlögg I þennan pott. Han blöur þolinmóöur I fullu trausti
þess, aö hann fái sinn skammt.
Og nú fer honum aö þykja nóg um þófiö. Kisa hefur gefiö höggstaö á sér, og seppi neytir
þess. Hann bitur kjaftfyili sina i hnakkadrambiö á kisu, sem reyndar viröist ekki kveinka
sér til muna. Þetta hefur kannski gerzt áöur nokkuö oft. En nú er samt sýnt, hvort muni
hafa betur, og seppi leyfir sér aö njóta þess andartak.
Og fleiri koma á vettvang. Kisa lætur sig ekki vanta. En seppi styttir sér biöina meö aö
glettast viö kattarsneypuna. Hann slæmir annarri framlöppinni á bakiö á henni. En hún
Itorgar fyrir sig. Hún hvæsir framan i dólginn og gerir sig grimma i framan. Kannski
hann láti sér segjast, þegar hann sér hvassar tennurnar i kattargininu?
Svo rekur hann endahnútinn á leikinn. Meö ósköp sakleysislegum tilburöum rekur hann
köttinn á trýniö niöur I pottinn: Til hvers*rar hann aö sniglast þarna? Sleiktu nú, af-
styrmiö þitt, úr þvi aö þú gazt ekki beöiö meö tilhljkilegri kurteisi. Geröu þér gott af þvl,
sem ipottinum kann aö vcra, og hana nú!