Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 21

Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 21
Fimmtudagur 20. april 1978 21 *^g—♦ willl Nýkomnar BOC logskurðar- vélar ms%125p Allt þetta fyrir Til öryrkja 1.365.000 Station 1.930.000 Til öryrkja 1.510.000 — Hámarkshraði 155 km — Bensíneyðsla um 10 lítr ar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllun hjólum — Radial-dekk — Tvöföld framljós me* stillingu— Læst bensínlok— Bakkljós— Rautt Ijós öllum hurðum — Teppalagður — Loftræstikerfi - Öryggisgler-2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðú þurrkur— Rafmagnsrúðusprauta — Hanzkahólf o< hilla — Kveikjari — Litaður baksýnisspegill - Verkfærataska — Gljábrennt lakk — Ljós í farang ursgeymslu — 2ja hólfa kaborator — Synkronester aður girkassi — Hituð afturrúða — Hallanleg sætis bök — Höfuðpúðar. FIAT EINKAUAABOD Á ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúlo 35 Simar 38845 — 38888 Umboðsmaður okkar á Akureyri er VAGNINN S.F. Furuvöllum 9, sími (96) 1-14-67 Keflavík Vantar blaðbera strax i vesturbæinn. Upplýsingar i sima 1373. Dagana 14. til 16. aprfl fór fram nemendamðt i Skálholti. Að þvi stóð Nemendasamband Skál- holtsskóla, en samtök þessi voru stofnuð fyrir nær einu ári. Sam- kvæmt lögum Nemendasam- bandsins eru markmið þess svo- hljóðandi: a) Að efla samskipti Skálhyltinga að loknu námi og halda við samfélagi þeirra sin á milli. b) Að varðveita tengsl nemenda við Skálholtsskóla. c) Að styðja Skálholtsskóla með ráðum og dáð. Nemdnamót hófst að kvöldi föstudagsins I4.april,enþá komu eldri nemendur i Skálholt, og var unað við arineld og gamanmál fram eftir nóttu. Klukkan 14.00 á laugardag var aðalfundur Nem- endasambandsins settur i kennsluálmu skólans. Á fundin- um urðu miklar umræður um hlutverk og framtið Nemenda- sambandsSkálholtsskóla, og rikti þar i senn eining og áhugi. Stjórn Nemendasambandsins var endurkjörin, en i henni eiga eftir- taldir menn sæti: Steinarr Þór Þórðarson, formaður Asgrimur Grétar Jörundsson, féhirðir. Rúnar Kolbeinn Oskarsson, rit- ari Eyþór Árnason Óskar Bjartmarz, — með- stjðrnendur. Að kvöldi laugardags hófst mannfagnaður, og sáu þar hvorir tveggja um dagskráratriði, nú- verandi nemendur og hinir eldri. Lauk þeirri skemmtan með þvi, aðdansað var i dagstofu skólans. Á sunnudag söfnuðust menn saman til hádegisverðar, en að svo búnu var gengið til guðsþjón- ustu i Skálholtskirkju. Nemenda- móti var siðan slitið að loknu sið- degiskaffi. Skálholtsskóli hefur nú starfað sex vetur samfleytt. Með eflingu Einn þekktasti brúðuleikhús- maður til íslands Þ. ÞORGRIMSSON & CO 'Armúla 16 sími 38640 Nemendasambandsins er lagður mikilsverður hornsteinn að þvi varanlega samfélagi eldri nem- enda, sem er grundvöllur að vexti og viðgangi lýðháskóla hér á landi sem annars staðar. Lýðhá- skóli á sér mörg sérkenni, en eitt þeirra er þetta, að tengsl fyrrver- andi nemenda við skólann eruná- in og lifandi. Með þeim hætti verða allir þeir, sem stundað hafa nám við lýðháskóla ellegar starf- að þar, að einni fjölskyldu, sem á sér lýðháskólahugmyndina að sameiningartákni. Nemenda- mótið i Skálholti varð þýðingar- mikill áfangi á þeirri braut, er liggur að þessu marki. Mótið sýndi það og sannaði, að lýðhá- skóli er i raun orðinn til á Islandi að nýju, ekki aðeins sem mennta- stofnun, er hlotið hefur opinbera viðurkenningu, heldur einnig sem bræðralag karla og kvenna viðs vegar um land. Þann 22. april er væntanlegur til landsins einn þekktasti brúðu- leikhusmaður heimsins um þess- ar mundir. Þjóðverjinn Albrecht Roser. Roser er fæddur árið 1922. 29 ára gamali snýr hann heim úr striðinu og tekur að fást við ýms- ar listgreinar. Meðal annars fær hann það verkefni að skera út leikbrúður, og verður svo hrifinn af þvi og þeim möguleikum, sem það býður upp á, að hann heldur áfram að leita fyrir sér á þessu sviöi og hittir þá kennara sinn i leikbrúðusmiði, F.H. Bross. Með „trúðnum Gústaf” leggur Roser i fyrsta sinn út á eigin brautir. Með þvi að æfa sig fyrir framan spegilinn nærhann tökum á „persónuleika” Gústafs og sin- um eigin leikhæfileikum. Smám saman verða „Gústaf og félagar hans” til, sem fylgja honum siðar á ferðum hans um heiminn. Arum saman vinnur hann að nýjum tæknilegum atriðum og lausnum. Fyrir Roser er leik- brúðan tæknilega háþróað, list- rænt og ofurviökvæmt tæki. Atriðin verða til hægt og hægt, í andstöðu við flýti og hraða nútim- ans. 1 leiknum er, eins og i jass bryddað upp á nýju þema i hver ju atriði, og haldið áframmeðþaði margs konar tilbrigðum. SýningRoserssamanstendur af skopátælingu og látbragðsleik, en þó einkum af dansi, sem öllum er skiljanlegt. Hann hefur sérstakt dálæti á hinum grátbroslega heimi fif lsins og loddarans. Roser notar engin leiktjöld eða annan leiksviðsútbúnað: nokkur borð eða upphækkaður pallur er allt og sumt. Hér er ekki um að ræða leikrit, heldur einstök atriði með leikbrúðum. Sýningarnar eru þvi ekki háðar neinu tungumáli. Fyrsta sýning hans utan heimalandsins var i Grikklandi árið 1956. Sama árið vann hann gullverðlaunin á fyrstu alþjóð- legu hátið brúðuleikara i Búka- rest. Roserhefur ferðazt viða um heim, og oft á vegum Goethe- stofnunarinnar. Meðal annars hefur hann fariö 3 sýnQarferöir til Suður- og Norður—Ameriku, 3 ferðir um Asiu og eina ferð til Astratiu. Á heimssýningunni i Montreal, 1967, hélt hann sýning- ar i hálfan mánuð i sýningarskála Sambandslýðveldisins Þýzka- land. Arið 1976 tók hann þátt i alþjóðlegri hátið brúðuleikara i Moskvu. Fyrsti aðstoðarleikari Rosers var Ina von Vacano (1954-1968). Frá og með árinu 1969 hefur Ing- rid Höfer tilheyrt „flokknum”. Hún er blaðamaður, ljósmyndari og iðjuþjálfi að menntun. Eftir margar utanlandsferðir, þar sem hún meðal annars lagði stund á málanám bættist hún i hópinn. Hún tekur nú i æ rikari mæli þátt i sjónvarps- og leikhússýningm Rosers. Þótt undarlegt megi virðast, eru sýningar Rosers aðeins fýrir fullorðna. Börn innan 15 ára ald- urs fá ekki aðgang, þar eð sýning hans er mjög viðkvæm fyrir trufl- unum. Roser kemur hingað á vegum Goethe-stofnunarinnar/þýzka bókasafnsins i Reykjavik og UNIMA á tslandi. Hér á landi verður aðeins efnt til einnar sýningar, sem verður haldin sunnudaginn, 23. april i Hátiðasal Hagaskólans (við Hagatorg) og hefst kl. 20.00. msM125p Skálholtsskóli í raun lýðháskóli

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.