Tíminn - 20.04.1978, Page 23

Tíminn - 20.04.1978, Page 23
Fimmtudagur 20. april 1978 23 VALURISLANDSMEISTARI — sigraði Viking 14-13 i hörkuspennandi leik - gamla mulningsvélin komst i gang Knattspyrnufélagiö Valur varð Islandsmeistari 1978. Valsmenn sigruðu Viking i stórkostlegum leik með 14 mörkum gegn 13. Leikurinn varallan timann mjög harður og varnir iiðanna góðar. Vikingar byrjuðu leikinn vel og skoruðu þrjfl fyrstu mörkin. Viggó Sigurðsson tók forystuna eftir rúmlega einnar minútu leik. Ólafur Jónsson jók forystuna i tvö mörk á 4 min. með fallegu marki úr horninu. Valsmenn gerðu á þessum tima mikið af mistökum, áttu tvö skot i stöng og þrjú skot framhjá marki. Vikingur komst i 3-0 á 7. mi'n. með marki ólafs Jónssonar. Varnarleikur liðanna var eins og áður segir, mjög góð- ur og ekki var skorað fyrr en á 12. min, að Jón Karlsson minnkar muninn i 3-1 úr vitakasti. Valsmenn náðu siðan að jafna á 20. min með marki Jóns Karls- sonar úr vitakasti. A 21. min. brýst Stefán Gunnarsson i gegn- um vörn Vikings og kemur Val yfir i' fyrsta skipti i leiknum 4-3. Gisli Blöndal^ skoraði tvö næstu mörk leiksins og kom Val i 6-3. Loks á 24. min. ná Vikingar að skora mark og höfðu þá ekki skorað i 17 min. Vikingar minnk- uðu siðan forystu Vals i 1 mark, var Þorbergur þar að verki með skoti, sem fór i vörn Vals og inn. Bjarni Guðmundsson skoraði sið- an siðasta mark hálfleiksins eftir linusendingu Stefáns Gunnars- sonar. Siðasta orðið i hálfleiknum átti Brynjar Kvaran, er hann varði vitakastPáls. Brynjar hafði áður varið vitakast frá Arna Indriðasyni. Staðan i hálfleik var þvi 7-5 Val i hag. Seinni hálfleikur var ekki nema 20 sek. gamall þegar Stefán Gunnarsson læddi sér inn úr horninu og jók forystu Vals i 8-5. Á 3 min. ver Brynjar Kvaran vitakast i þriðja sinn i leiknum. Bjarni Guðmundsson fékk bolt- ann eftir vitakastið, óð upp völl- inn og skoraði 9. mark Vals. Jón Karlsson jók muninn i 10-5 úr vitakasti þegar 6 min voru búnar af seinni hálfleik og héldu menn nú að úrslit væru ráðin. En svo var nú ekki. Viggó minnkaði muninn i 10-6 með marki úr horn- inu. Valsmenn komust siðan aftur i 5 marka f orystu með marki Þor- björns Guðmundssonar. Nú hljóp allt i baklás hjá Val og Vikingar skora næstu 4 mörk og minnka muninn i 2 mörk. Spenn- an var aftur komin i leikinn og áhorfendur með á nótunum og hvöttu sina menn óspart. 17 min vorubúnar af leiknum og Viking- ar fá tækifæri að minnka muninn i 1 mark þegar Björgvin fær bolt- ann frir á linu, en Brynjar Kvar- ann var ekki á þvi að lát'a skora og varði skot Björgvins. Jón Pét- ur Jónsson skoraði 12 mark Vals úr hraðaupphlaupi og staðan 12-9 þegar 19 min voru búnar af hálf- leiknum. ólafur Einarsson sem nú spilaði aftur með Viking eftir nokkra fjarveru minnkaði mun- inn i 12-10 með góðu skoti. Vals- menn hófu nú sókn og ætluðu sér greinilega ekki að skjóta nema i dauðafæri. Gisli Blöndal endaði sóknina með skoti, en tekið var i hendina á honum um leið og ekk- ert dæmt. Viggó Sigurðsson minnkaði muninn i 1 mark fyrir Viking á 23 min hálfleiksins. Björgvin Björgvinsson sem hafði verið i strangri gæslu á lin- unni allan leikinn jafnaði fyrir Viking þegar 5 min voru til leiks- loka með marki úr horninu 12-12. Á 26 min hálfleiksins skoraði Gisli Blöndal 13 mark Vals og voru Valsmenn þá komnir með 1 marks forsytu aftur, 13-12. Allt var á suðupunkti þegar Björgvin jafnar aftur fyrir Viking 13-13. Tvær minútur eftir af leikn- um og Valsmenn með boltann. Nú var úr vöndu að ráða fyrir Vals- menn, áttu þeir að halda boltan- um og freista þess að skora sigur- markið á lokamfnútunni? Þorbjörn Guðmundsson var ekki á þvi og skaut úr vonlausu færi þegar 1 min var til leiksloka. Vikingar fá boltann og þurftu að halda honum til leiksloka til þess Bj arni Guðmundsson hefur brotizt i gegn og skor ar. Júgóslavía sigr- aði England 2-1 Júgóslavar sigruðu Englend- inga 2—1 i undanúrslitum Evrópukeppninnar i knattspyrnu, 21 árs og yngri. Leikurinn var háður i Júgóslavíu i gærkvöldi og var staðan i hálfleik 1—1. Mörkin skoruðu fyrir Júgóslava Halihod- zic 2 og Andy King, Everton skor- aði mark Englands. I 63. Viðavangs- J hlaup ÍR í dag | I I KR- Ármann 22-20 | I Viðavangshlaup IR hið 63. i röð- inni fer að venju fram i dag sum- ardaginn fyrsta og hefst kl. 14.00. Hlaupiðhefsteins og siðustu 20 ár I Hljómskálagarðinum og endar i Kirkjustræti við norðaustur horn Alþingishússins. 99 hlauparar eru skráðir til keppni, 21 kona og 78karlar Flestir beztu hlauparar landsins eru meðal þátttakenda, þar á meðal Jón Diðriksson, sem er nýkominn heim frá Englandi. KR-ingar sigruðu Armann i gær- kvöldi með 22 mörkum gegn 20. KR-ingar hafa þar með náð 12 stigum, eða jafnmörgum og Fram og þurfa að fara fram tveir aukaleikir þeirra á miíli um hvort liðið keppir við HK um sæti i 1. deild að ári. Leikurinnvarfrekar jafn fram- an af, en um miðjan fyrri hálfleik náðu KR-ingar góðu forskoti og komust i 8—4, en Ármenningar minnkuðu muninn i 9—7 og sá munur hélzt i hálfleik, en staðan van þá 12—10. Lm miðjan seinni hálfleik tókst Armenningum að jafna 14—14, en þá tóku KR-ingar góðan sprett og komust i 19—15, en lokatölur urðu 22—20. Markhæstir hjá KR voru Björn Pétursson 6(4) og Haukur Ottesen með 5 mörk. Hjá Ár- manni var Björn markakóngur Jóhannesson markhæstur með 6 mörk og Friðrik Jóhannsson skoraði 5 mörk. RP að sigra i mótinu þvi að þeim nægði jafntefli. Valsmenn komust inn í sendingu þeirra þegar 30 sek 1 voru eftir og kom Stefán Gunnars son inn á um leið. Þetta var happadrjúg skipting á siðasta augnabliki. Stefán fékk boltann og áttí gullfallega sendingu á Þorbjörn Jenssonsem kastaði sér inn i vitateiginn og skoraði glæsi- lega. Vikingar fá boltann og hefja sókn sem .endar með þvi að Vals- menn brjóta á þeim og fá dæmt á sig aukakast þegar leiktiminn er runninn út. úr frákastinu tókst Vikingum ekki að skora og voru Valsmenn þvi orðnir Islands- meistarar. Leikurinn i gær var vel leikinn ábáða bóga þá sérstaklega varn- irnar. Beztu menn leiksins i gær voru þeir Brynjar Kvaran mark- vörður Vals og Stefán Gunnars- son sem stjórnaði öllum leikVals af röggsemi og mikilli kunnáttu. Aðrir leikmenn Vals sem áttu góðan leik voru Gisli Blöndal og Steindór Gunnarsson, annars áttu allir leikmenn góðan leik. Af Vikingum áttu þeir Viggó Sigurðsson og Þorbergur Aðal- steinsson beztanleik, einnig varði Kristján Sigmundsson vel, sér- staklega á fyrstu minútum leiks- ins. Úrslit leiksins voru sanngjörn eftir gangi hans, munurinn lá aðallega i þvi að Valsmenn héldu haus, eins og sagt er á iþrótta- máli, en Vikingar ekki. Dómarar leiksins voru þeir Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen og dæmdu þeir erfiðan leik vel. Mörkin i leiknum skoruðu fyrir Val: Gisli Blöndal 3, Jón Karlsson 3, allt úr vitum, Þorbjörn Guð- mundsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Jón Pétur Jónsson 1, og Þorbjörn Jensson 1. Fyrir Viking skoruðu: Viggó Sigurðsson 4, Þorbergur Aðal- steinsson 2, Björgvin Björgvins- son 2, Ólafur Jónsson 2, Páll Mynd Róbert Bjrögvinsson 1, Árni Indriðason 1, og Ólafur Einarsson 1, SJó Sagt eftir leikinn Stcfán Gunnarsson Fvrirliði V'a ls: Þetta var týpiskur úrslitaleik- ur. Eftir að Vikingar náðu forystu 3-0, var erfitt að leika, en við héldum haus — og með góðum varnarleik og sérstaklega góðri markvörzlu náðum við að ná yfir- tökunum i leiknum. Það sem réði úrslitum i' þessum leik var góður varnarleikur, mjög góð marka- varzla og svo leikreynslan sem er alltaf þung á metunum. Gunnsteinn Skúlason þjálfari Vals: Við náðum að stemma okkur mjög vel andlega fyrir þennan leik; strákarnir fóru i þennan leik sem ein heilJ. Frábær barátta og fuáibær markvarzla Brynjars Kvarans réðu úrslitum. Dómarar leiksins fundust mér góðir. Þeir voru ákveðnir og hvorugt liðið hagnaðistá þeim . Ég vilað lokum þakka stuðningsmönnum okkar ómetanlegan stuðning. Þorsteinn Einarsson liðsstióri Vals : Þetta var góður leikur og enda- lokin bezt. Þetta er búið að vera erfitt ár fyrir handknattleiks- menn og handknattleiksunnendur og þvi' gott að fásvona góðan leik i lok timabilsins. Áhorfendur fengu loks mikið fyrir peningana. Það er blóðugt fyrir Viking að tapa þessu móti þar sem þeir áttu i byrjunmótsbezta liðið. Égálit að skapið hafi orðið Viking að falli i þessu móti. Við bvrjuðum þetta mót illa, en eftir að við höfðum rættmálin nðnar, skömmuðumst við okkar og ákváðum að standa undir nafni félagsins það sem eft- ir væri af mótinu. Við áttum siðan góðan endasprett og fengum 17 stig af 18 mögulegum seinni partinn. Karl Benediktsson þjálfari Vik- ings: Byrjunin hjá okkur var góð, en við vorum of skotglaðir. Það var gott hjá strákunum að ná þessu upp eftir að Valsararnir höfðu yf- ir 10-5 og vorum við þá óheppnir að ná ekki yfirtökunum. Þorbergur Aðalsteinsson. Þeir voru betri, héldu haus, og spiluðu eins og á að gera i svona leik. Það var lika agalegt að mis- nota þrjú viti. Ég óska þeim til hamingju, en við tökum þá i Bik- arnum. Gunnar Kjartansson Dómari: Þetta var harður og erfiður leikur að dæma, miklar sveiflur á báða bóga, alveg eins og úrslita- leikur á að vera. Vikingur- Fylkir 2-0 Einn leikur fór fram i Reykja- vikurmótinu i knattspyrnu i gær- kvöldi. Vikingur sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn engu. 1 fyrri hálfleik skoraði Gunnar Orn fallegt mark með viðstöðu- lausu skoti i bláhorniö. A fvrstu minútu siðari hálfleiks var Arnóri Guðjónssyni brugðið innan vita- teigs og dæmt viti. sem Gunnar örn skoraði örugglega úr. Leikur- inn var frekar leiðinlegur á að horfa og litið um knattspyrnu. Einn leikur verður i Revkjavikur- mótinu i dag og leika þá KR og Fram. Leikurinn hefst kl. 16.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.