Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 5
Fimwttudagur 4. mai ÍSTS J •# Þjóðleikhúskórinn ásanit stjórnandanum á hljómleikunum, Ragnari Björnssyni og undirleik- urum Agnesi Löve og Carl Billich. Afmælistónleikar Þjóðleikhúskórsins 8. og 9. mai i Þjóðleikhúsinu bjóðleikhúskórinn á um þessar mundir 25 ára afmæli og verða af þvi tilefni haldnir tónleikar i Þjóðleikhúsinu á mánudags- kvöldið kemur 8 mai og þriðjudagskvöldið9. mai. Aefnis- skránni eru ariur, dúettar og þó einkumkórarúrýmsum þekktum óperettum og söngleikjum, sem Þjóðleikhúskórinn hefur sungið i á 25 ára ferli sinum, svo og úr nokkrum öðrum verkum. Einsöngvarar með kórnum verða Guðmundur Jónsson, Ólöf Harðardóttir, Magnús Jónsson, Ingveldur Hjaltested, Ingibjörg Marteinsdóttir og Jón Sigur- björnsson. Flutt verða atriði úr eftirtöldum verkum: Cavalleria Rusticana, Ævintýrum Hoff- manns, Mörtu, La Traviata, Leðurblökunni, Oklahoma, Þrymskviðu, Sigaunabaróninum, May fair Lady Carmen, Fást, Rigoletto og Eugen Onegin. Stjórnandi kórsins á hljómleik- unum er Ragnar Björnsson, en undirleikarar Agnes Löve og Carl Billich. Þá kemur islenzki dansflokkurinn fram á tónleikun- um. Þjóðleikhúskórinn var stofnað- ur 9. marz 1953. Einn helzti hvata- maður að stofnun kórsins var dr. Victor Urbancic og var hann stjórnandi hans um langt skeið. Eftir lát hans hefur Carl Billich lengst af verið söng- og æfinga- stjóri kórsins. Þjóðleikhúskórinn hefur tekið þátt i öllum óperum, óperettum og söngleikjum sem flutt hafa verið i leikhúsinu, en einnig hefur hann komið fram i fjölda leikrita. Þá hefur kórinn sungið á vegum Rikisútvarpsins, svo og með Sinfóniuhljómáveit Islands, fyrir sjónvarpið og farið i söngferðalag til Kanada með leikurum Þjóðleikhússins. Formaður kórsins hefur i rúm 22 ár verið Þorsteinn Sveinsson en aðrir i stjórn nú eru Jónas Ó. Magnússon, ritari og Svava Þorbjarnardóttir gjaldkeri. Leikfélag Akureyrar Siðasta sýning á fjölskylduleikritinu ,,Galdraland” nk. laugardag FI — Sýningum á Galdralandinu eftir Baldur Georgsson á vegum Leikfélags Akureyrar fer nú aö Ijúka og verður siðasta sýning á Akureyri laugardaginn 6. mai kl. 14.00. Hér er um að ræða sýningu fyrir alla fjölskylduna og hugsar L.A. sér til hreyfings með verkiö um Norð-Austurland á næstunni. L.A. frumsýndi þetta leikrit I Hrísey og hefur sýnt það á Akur- eyri, Dalvik, Blönduósi.á Húna- vöku og i ólafsfirði. Brynja Benediktsdóttir leik- hússtjóri á Akureyri sagði I sam- tali við Timann, að Galdralandið væri unnið upp úr spjaldskrá Baldurs sem hann gerði á 34 ára ferli sinum sem skemmtikraftur á Islandi. Verkið væri i mörgum þáttum, brandarar, töfrabrögð og trúðanúmer sem mörg byggðust á ævagamalli hefð i hringleika- húsum. Baldur Georgsson ásamt vini sinum Konna er auðvitað fastur gestur á sýningunum, en Erlingur Gislason leikstýrir verkinu. L.A. sýnir enn um þessa helgi A myndinni sjáum við t.f.v., Baldur Georgsson,höfund Galdralands ásamt Konna vinisinum, trúðinn Malla : Gest E. Jónasson, Tralla trúö: Asu Jóhannesdóttur, Skralla trúð: Aðalstein Bergdal og leikstjóra Galdralands Erling Gislason. þ.e. föstudag og sunnudag,5. og 7. mai „Hunangsilm” eftir irsku skáldkonuna Shelagh Delaney, en það verk hefur einnig fengið geysilega góðar móttökur á Akur- eyri. Leikstjóri Hunangsilms er Jill Brooke Arnason, en vegna leikferðar L.A. með Galdralandið verður að flýta sýningum á Hun- angsilmi. GAMATIC sjonvarpsspilið GAMATIC býður upp á sex mismunandi leiki: Tennis, fótbolta, squash, boltaleik og tvenns konar skotleiki (skammbyssa fylgir!) Innstunga fyrir allar gerðir sjónvarpa • Bæði fyrir sv/hv og litasjónvörp # Fjögurra og sex leikja tæki • Telur stigin sjálfkrafa • Sérstök hraðastilling • , slær igegn SPENNANDI LEIKIR Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16, simi 91-35200 .. FYRIRALLA FJOLSKYLDUNA HEIMAI STOFU Byggingavörudeild Sambandsins auglýsir byggingarefni Smíðaviður 63x150 Kr. 998.- pr. m 50x150 Kr. 572.- pr. m 50x125 Kr. 661.- pr. m 50x100 Kr. 352,- pr. m 38x125 Kr. 502.- pr. m 38x125 Kr. 502.- pr. m Unnið timbur Vatnsklæðning 25X125 Kr. 264.-pr. m Panel 22x135 Kr. 4.030.-pr. ferm Gluggaefni 63x125 Kr. 900.-pr. m Póstar 63x125 Kr. 900.-pr. m Glcrlistar 22 m/m Kr. 121.-pr. m Grindarefni &listar Húsþurrt 45x115 Kr. 977.- pr. m Do 45x90 Kr. 498.- pr. m Do 30x70 Kr. 282,-pr. m Do 35x80 Kr. 311.-pr. m Iiúsþurrt/Óhefl 25x25 Kr. 50,- pr. m Þakbrúnalistar 12x58 Kr. 108.-pr. m Múrréttskeiðar 12x58 Kr. 108.-pr.m Do 12x95 Kr. 114.-pr. m Bflskúrshurða panill Kr. 3.276,-pr. ferm ” rammaefni Kr. 997.-pr. m ” millistoðir Kr. 392,-pr. m ” karmar Kr. 1.210.-pr.m Gólfborð 32x100 Kr. 528.-pr. m Spónaplötur Enso Gutzeit 3.2 m/m 122x255 sm Kr. 683,- Zacaplötur 27 m/m 500x1500 Kr. 1.505.- pr.stk. 27 m/m 500x2000 Kr. 2.008.-pr.stk. 27 m/m 500x2500 Kr. 2.509.-pr.stk. 27 m/m 500x3000 Kr. 3.011.-pr. stk. 27 m/m 500x6000 Kr. 6.023.-pr. stk. 22 m /m 500x1500 Kr. 1.666.-pr.stk. 22 m/m 500x2000 Kr. 2.221,-pr.stk. 22 m/m 500x2500 Kr. 2.802.-pr. stk. Spónaplötur Sok 9'm/m 120x260 sm Kr. 2.371,- 12 m/m 120x260 sm Kr. 2.576.- 16 m/m 183x260 sm Kr. 4.612.- 19 m/m 183x260 sm Kr. 5.296,- 22 m/m 183x260 sm Kr. 6.634.- 25 m /m 183x260 sm Kr. 5.016.- Hampplötur 10 m/m 122x244 sm Kr. 1.544,- 12 m/m 122x244 sm Kr. 1.770,- 16 m/m 122x244 sm Kr. 2.134.- Enso Gutzeit BWG-vatnslímdur krossviður 4 ni/m 6.5 nt/m 12.5 m/m 1220x2745 Amerískur krossviður Fir 1220x2440 1220x2440 strikaöur Kr. 2.801,- Kr. 2.633. Kr. 6.200,- Hnota finline Almur Rósaviður Antik eik Coto Fjaðrir Spónlagðar viðarþiljur Kr. 3.984,- pr. ferm Kr. 4.040.- pr. ferm Kr. 4.040.-pr. ferm Kr. 3.984.- pr. ferm Kr. 2.652. pr. ferm Kr. 98.-pr.stk Söluskattur er inni- falinn í verðunum Byggingavörur Sambandsins Ármúla 29 Sími 82242

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.