Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 24
100% þátttaka í fyrsta starfsgreinaverkfalli Iðju Margir atvinnurekendur greiða laun með fullum vísitölubótum — að sögn formanns .JB —StarfsgreinaverkföUin, sem Iðja, félag iðnverkafólks, hafði boðað til hófust i gær. Hafði þá verið boðað verkfall hjá fimmtiu fyrirtækjum á félagssvæði félags- ins, sem nær yfir Reykjavik, Kópavog Seltjarnarnes, Garða- hrepp, Hafnarfjörð og Mosfells- sveit. Var þátttaka i verkfallinu algjör, og að sögn bar hvergi á þvi að reynt hefði verið að brjóta það, en verkfallsvarzla var sterk. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, sagði i samtali við Timann, að menn væru að vonum mjög ánægðirmeðárangurinn af þessu fyrsta verkfalli sem og alla fram- kvæmd þess. Sagði Bjarni, að það hefði komið þeim á óvart, hversu stórhluti atvinnurekenda greiddi starfsfólki si'nu laun eftir gerðum samningum. En áður en verkföll voru boðuð vargerðá því könnun, og þurftu fyrirtæki að senda launakvittanir i þvi sambandi. Var ekki boðað til verkfalls hjá þeim fyrirtækjum, sem greiða visitölubætur. Ekki sagði Bjarni aðtölurlægju fyrir um þetta fyrr en á mánudaginn. A morgun halda verkfallsað- gerðir Iðju áfram og verða það þá starfemenn i kex- og kökugerð, sælgætis- og efnagerð, kaffi- og smjörlíki-, öl- og gosdrykkjar- verksmiðjum, sem fella niður vinnu. Siðan verður þriðja og sið- asta starfsgreinaverkfall Iðju i þessari lotu, n.k. mánudag. Sterk verkfallsvarzla verður á verk- fallsstöðum þessa daga að sögn Bjarna. Nokkrir fulltrúar VMSt ganga á sameiginlegan fund við vinnuveitend- Torfi Hjartarson sáttasemjari rfkisins meö fulltrúum vinnuveitenda. ur I Tollhúsinu i gær. Fundur VMSÍ og vinnuveitenda með sáttasemjara árangurslaus JB — Fyrsti fundur sáttasemjara með Ver kama nna sambandi íslands og vinnuveitend- um var haldinn i gær, Stóð fundurinn i um þrjár klukkustundir, en ekki var um að ræða neinn árangur af hon- um. Næsti fundur aðila með sáttasemjara verð- ur haldinn á mánudag- inn. Að sögn Hauks Más Haraldssonar blaðafull- trúa ASI þokaðist ekkert i samingsátt á þessum fundi. Kvað hann báða aðila hafa setið fast við sinn keip og litið viljað hreyfa sig frá yfirlýst- um skoðunum. Sagði hann VSÍ hafa sagzt vilja ræða málin innan heildarsamtakanna en ekki beint við Verka- mannasambandið en VMSS hafi verið öllu já- kvæðari um að halda þeim viðræðum áfram. Samningar tókust í gær GERT VIÐ RAUÐANÚP HÉR Porvaldur í Sild og fisk færir út „landhelgina”: Byggir stórhýsi í Hafnarfirði SSt — Þorvaldur i Sild og fisk, sá kunni umsvifamaður, hefur nú i hyggju að færa út ,,lög- sögu” sina og reisa stórhýsi i Hafnarfirði, sem notað verður að hluta undir starfseni fyrir- tækis hans. Að sögn Skúla Þorvaldssonar er þar um að ræða tveggja hæða iðnaðarhúsnæöi i iðnaðar- hverfinu i Hafnarfirði við Reykjanesbraut og er saman- lagt flatarmál þess um 1500 fm. Sagði Skúli ennfremur, að ýmis- legt hefði knúið á og mælt með, að þarna yrði reist hús undir fyrirtækið. Húsnæðið á Hótel Holti væri oröið allt of litið og verzlun og kjötvinnsla væri um margt betur staðsett þarna en t.d. upp i Arbæjarhverfi eða i Breiðholti og markaður væri ekki verri þarna en i Reykjavik. I áætlun er að kjötvinnsla og verzlun i einhverju formi verði til húsa á annarri hæöinni, en sem stendur er allt óráðið með hvaö gert verður við hina hæð- ina. Aformað er að húsið verði fokhelt i haust. Tekjuafgangur Kaupfélags Langnesinga 4,7 millj. kr. Aöalfundur Kaupfélags Lang- nesinga Þórshöfn var haldinn 30. april. Velta félagsins var á árinu 1977 tæpar 700 milljónir króna. Tekjuafgangur þegar búið var aö afskrifa fasteignir og vörubirgðir var 4,7 milljónir. Úr stjórn áttu aö ganga Eggert ólafsson Laxárdal og Aðalbjörn Arngrlmsson Þórs- höfn. Eggert baðst undan endur- kosningu en Aðalbjörn var endur- kjörinn. 1 stað Eggerts var kosinn i stjórnina Sigtryggur Þorláksson Svalbarði. Formaður Kaupfélags Langnesinga er Sigurður Jónsson Efra Lóni. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gislason. ESE — 1 gær tókust samningar um viðgeröina á Raufarhafnar- togaranum Rauðanúpi ÞH 160 fyrir tilstilli stjórnskipaörar nefndar og mun það vera afráðiö aö gert verði við skipið hér heima. Nú eru um þrjár vikur slöan Rauðinúpur strandaði og s.l. tvær vikur hefur hann verið i slipp I Reykjavik. Viðgerðin á skipinu mun geta hafizt þegar á morgun en hún verður unnin af Hamri h.f. Héöni h.f. og Stálsmiöjunni h.f. Samið um sölu á 5 þúsund lestum af skreið til Nígeríu — 5 milljarða verðmæti GV—Sendinefnd Islendinga,sem brátt er væntanleg frá Nigeriu, hefur gert samning við Nígeriu- mennum sölu á um 5 þúsund lest- um af skreiö, að verðmæti um 5 milljarðar.Umsamiðmagn kemur til afhendingar i júni, ágúst og nóvember og gert er ráð fyrir að bankaábyrgðir verði opnaðar i Nigeriu, en Nigeriumenn fá þriggja mánaða greiðslufrest. Samningurinn er gerður i framhaldi af samningi sem gerðurvar i desember 1976, um kaup á skreiðarframleiðslu Is- lendinga árin 1976 og ’77. islend- ingar flytja mest inn af skreið til Nigeriu á þessu ári, en alls hafa Nigeriumenn samið um kaup á 9 þúsund lestum af skreið. Að sögn Daniels Þórarinssonar skiptist samningurinn þannig milli islenzkra aðila, að Samlag skreiðarframleiðenda flytur út 60 þúsund pakka af skreið, Samein- aðir framleiðendur 40 þúsund pakka og Sjávarafurðardeild SÍS 15 þúsund pakka. Isendinefnd Islendinga eru þeir Bragi Eiriksson fyrir Samlag skreiðarframleiðenda, Bjarni V. Magnússon fyrir Sameinaða framleiðendur og Magnús Frið- geirsson fyrir Sjávarafurðardeild SIS. — Nú eru til i landinu tæpar 7 þúsund lestir af skreið, svo að birgöir veröa töluverðareftirsem áður. En eigi að siður eru þetta gleðilegar fréttir fyrir skreiðar- útflytjendur, þvi fjárhagslega hefur þetta verið mjög þungur baggi, sagði Daníel Þórarinsson. Viðar laus, Haukur enn í gæzlu Kæran til Hæstaréttar afturkölluð Viðar Olsen, fyrrum bæjar- fógetafulltrúi, var leystur úr gæzluvarðhaldi I gær, þar sem ekki er talin þörf á að hann sitji lengur inni, en Haukur Guðmundsson er enn I gæzlu- varðhaldiog verður það til 12. mai er þurfa þykir. Þessir menn voru teknir úr umferð vegna rannsóknar handtökumálsins margnefnda og kærðu þeir varðhaldsúr- skurðina til Hæstaréttar. I fyrradag voru Hæstarétti send skjöl frá dómara varðandi mál þeirra, en i gær voru kærurnar afturkallaðar og kemur þvi ekki til kasta Hæstaréttar að ákvarða hvort gæzluvarðhaldið á við rök að styðjast eða ekki. Afram er unnið að skýrslu- töku málsins og fer nú að styttast i' að lögreglurannsókn ijúki og gögnin verði send sak- sóknara. Ðruninn á Breka VE 61: Lögreglu- rannsókn stendur yfir ESE — Rannsókn á brunanum á Breka VE 61 frá Vestmannaeyj- um i' Slippstöðinni á Akureyri s.l. þriðjudag stendur nú yfir. Að ósk forráðamanna Slipp- stöðvarinnar á Akureyri fer fram lögreglurannsókn á brunanum, og i gær þegar blaðið hafði sam- bandnorður stóð hún enn. Einnig hefur verið skipuð nefnd sér- fróðra manna til þess að rann- saka brunann, og stýrir Asgeir P. Ásgeirsson, aðalfulltrúi bæjarfó- getans á Akureyri, rannsókninni, en auk hans eru i nefndinni þeir Aðalsteinn Jónsson efnaverk- fræðingur og Knútur Ottested rafmagnsverkfræðingur. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, Framhald á 18. siöu Blaðburðar iólk óskast Timinn óskar eftir blaðburðarfólki Hjarðarhaga Tómasarhaga Óðinsgötu Grettisgötu Fornhaga Kvisthaga SIMI 86-300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.