Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. mai 1978 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. Það lýsír áfram Einkenni ábyrgra umbótamanna er það að þeir gagnrýna rikjandi ástand mála, þá stefnu, sem fylgt er og benda samtimis á úrræði til bóta. Viðhorf þeirra til samfélagsins er jákvætt og þeir viðurkenna rétt hinna ýmsu hagsmuna- hópa á þvi að sjónarmið þeirra komi fram og verði metin réttilega. Einkenni öngþveitismanna eru önnur. Þeir hamast að þeim sem vinna að umbótamálum, rangfæra sjónarmið og gera litið úr þeim erfið- leikun^ sem við kann að vera að eiga. Þeir benda ekki á úrræði til bóta en klifa á gagnrýnisefnum og ágöllum þess sem er. Takmark þeirra er óánægja og öngþveiti en ekki framfarir. Viðhorf þeirra til samfélagsins er neikvætt og i stað þess að ætla hverjum hagsmunahópi eðlilegan rétt innan þjóðarheildarinnar reyna þessir menn að finna sér skotspæni, sökudólga sem þeir siðan klifa á i sibylju. Um nokkurt skeið hefur athæfi öngþveitis- mannanna verið i einhvers konar tizku á ís- landi. Nokkrir menn hafa lokkað til sin vinsæld- ir með þessum hætti og sumir menn munu hafa auðgazt á þessu. Skotspænir þessara manna hafa verið allt frá islenzkum bændum til helztu stjórnarstofnana lýðveldisins og forráðamanna þeirra. Og að þvi er virtist tókst þessum kumpánum um skeið að sá fræjum tortryggni og úlfúðar meðal almenn- ings. Það er ekki umbótamál að efna til tortryggni og úlfúðar meðal þjóðar þar sem allir eiga sam- leið þótt innri hagsmunaárekstrar verði. Það er hins vegar umbótamál að benda á það sem miður hefur farið i stjórnmálum, stjórnsýslu og þjóðlifi og sýna jafnframt fram á úrbótaleiðir. Meðan öngþveitismennirnir hafa hamazt hefur verið unnið að slikum umbótamálum á fjöl- mörgum sviðum. Þær umbætur koma smátt og smátt i ljós, enda þótt kastljós auglýsinganna beinist um hrið að hávaðamönnunum. Það hefur verið gapað um ókosti dómaskipan- ar lýðveldisins um leið og umbætur i dómsmál- um hafa sprottið upp eins og gras á vordegi. Það hefur verið hrópað um ranglæti i skattamálum meðan unnið hefur verið stöðugt að umbótatil- lögum. Það hefur ekki linnt látum vegna stór- yrða um óráðsiu i atvinnumálum meðan at- vinnuöryggi hefur verið tryggt um land alltysig- ur unnizt i landhelgismálinu og áfram haldið margháttaðri uppbyggingu. Og það er farið gifuryrðum um árásir á launafólkið meðan áherzla er lögð á fulla atvinnu og láglaunamenn eru varðir gegn kjaraskerðingu til frambúðar. Þegar kastljósið slokknar og öngþveitis- mennirnir hverfa i myrkrið lýsir áfram af um- bótunum. Loks afhjúpaði vindurinn þessar minjar: Fótspor 3590 ára gamallar mannveru Nýjasta uppgötvun dr. Mary Leakeys í Tanzaníu Eitt gömlu sporanna, sem dr. Mary Leakey fann i Laetollil í Tanzaniu. Sporiö er eftir hægri fót, og glöggt má sjá farið eftir stóru tána. Fimm fótspor i sandi eftir ■nannveru, sein gekk til lækjar fyrir hálfri fjórðu milljón ára til þess að fá sér að drekka. Fimm fótspor, sem fljótt hefðu horfið, ef óvæntur atburöur hefði ekki gcrzt. Áður en vindur og regn afmáðu þessi spor, rann yfir þau hraun.og und- ir hraunlaginu hafa þau sið- an varðveitzt. Þar biðu þau þess dags, að nýir vindar máðu og myldu hraunlagið og sópuðu siðustu leifum þess burt. 1 grennd við þessi fimm spor eru einnig spor eftir fugla og dýr — sumt tegundir, sem eru útdauðar fyrir löngu, þar á meðal firnamikinn fil og ein- hverja tegund simpansa. En það eru samt sporin fimm á hinum forna lækjarbakka, sem athyglin beinist að fyrst og fremst. Þvi þau eru eftir mannsfætur —eða að minnsta kosti fætur, sem eru harla lfkir fótum manna, sem nú eru á dögum. Þarna hefur verið á ferli tvi- fætt vera, sem gekk upprétt. Hiin hefur að likindum verið um eitt hundrað og tuttugu sentimetrar á hæð. Stórutærn- ar hafa visað beint fram, en ekki á skakk eins og á öpum. Sporin eru fimmtán senti- metrar á lengd og hlutfalls- lega mjög breið, ellefu senti- metrar. Sá, sem þarna gekk, karl eða kona, hefur verið mjög stuttstigur. Bilið á milli sporanna er ekki teljandi lengra en þau sjálf. Þessi spor fundust i norður- hluta Tanzaniu i Laetollil, um fimmtiu kilometra fra Oldú- vælægðinni, þar sem er það svæði, sem nú er talið vagga mannkyns. En þarf auðvitað ekki endilega að vera það. En náttúrufar er með þeim hætti á þessum slóðum að þar hafa mi'njar um menn og dýr og jurtir varðveitzt um milljónir ára og jörðin siðan opnazt á ný, ef svo má að orði komazt. Þessu valda margendurtekin gos, mikil setmyndun og jarð- hræringar, sem bylt hafa jarð- skorpunni. Fótsporin fundust fyrir tveimur árum, en það var ekki fyrr en i vetur, að hin fræga kona dr. Mary Leakey, skýrði frá fundi sinum. Hún hófst handa um rann- sóknir á þessum slóðum árið 1935 og þar hefur hún gert miklar uppgötvanir ásamt mannisinum, Louise, og syni sinum Richard - uppgötvanir, sem mestum tiðindum hafa þótt sæta alls, sem i jörðu hefur fundizt á þessari öld. Þarna hafa komið i leitirnar leifar einhvers konar manna- tegundar, sem gekk um og lifði lifi sinu fyrir 3.750 þús- undum ara. Voru það apamenn, sem þarna héldu sig, eða voru það menn, sem lengra voru komn- ir á þréunarbrautinni — raun- verulegir frummenn? Um þa.ð kunna að vera skiptar skoðan- ir. En óvéfengt er að þetta hafi verið verur, sem gengu uppréttar, notuðu verkfæri úr steini og gerðu sér jafnvel skýlí, nokkurs konar frumstæð hús til þess að hafast við i. Sporin sem fundust fyrir tveimur árum, eru frá allra elztu timum þessara frum- manna, sem enn eru kunnir. Nákvæmlega áætlað eru þau 3.590 þusund ára gömul og dr. Mary Leakey segir að likurn- ar til þess, að þau séu e/tir frummann telji hún þrjá á móti fjórum. Elztu fótspor eftir mann sem áður þekktust, voruekki nema áttatiu þúsund ára gömul. Þau voru eftir Neanderdalsmann, fundin i itölskum helli. Mary Leakey er væntanleg til Norðurlanda á þessu vori. Visindaakadem ian sænska hefur boðið vísindamönnum til málþings, þar sem fjallað verður um þessa siðustu upp- götvun og kenningar þær,sem menn aðhyllast nú um forfeð- ur mannsins og fyrstu tilvist hans á jörðunni. Þrjátiu visindamenn frá mörgum löndum hafa boðað komu sína á þessa ráðstefnu, er haldin verðúr i Bofors 22.-26. mai á gömlum herra- garði, þar sem Alfreð Nóbel átti heima síðustu ár sin i Svi- þjóð. I þessari sömu ferð mun dr. Mary Leakey halda fyrirlest- ur um rannsóknirnar i Tanz- aniu á vegum akademiunnar i Stokkhólmi. Meðal þátttakenda eru vís- indamenn frá Kina og við því er búizt, að þeir hafi ef til vill ný tíðindi að segja af hliðstæö- um uppgötvunum, sem nýlega hefur veriö gert uppskátt um Þar i landihafa menn ekki alls fyrir löngu komizt að raun um, að nokkrar tennur, sem fund- ust íbænum Júanmó i Junnan- fylki. séu 1700 þúsund ára gamlar og komnar úr mann- verum, sem staðið hafa okkur talsvert nær en þær, sem voru i Tanzaniu tveimur milljónum ára fyrr — fornmönnum sem taldir eru hafa staðið Homo Sapiens, nútímamanninum tiltölulcga nærri. Saaldni Kinverji, sem þess- ar tennur eru úr, hefur með öðrum orðum verið 1300 þús- und árum eldri en hinn frægi Pekingmaður — og kunnað með eld að fara eins og hann, því að leifar af sviðnuðum viði fundust rétt hjá tönnunum. Þessi KÍnverji er með öðr- um h'klegur til þess að verða i minnum hafður löngu eftir að ryk fer að sáldrast á minningu Maos Tse-tungs og gnæfa meira að segja yfir Peking- manninn i veraldarsögu óbor- inna kynslóða. En alltaf finnst nýtt og nýtt, og enginn veit, hvar staðar nemur. Enginn er kominn til þess að segja, að ekki finnist seinna leifar enn eldri mann- vera, sem kunnað hafa að not- færa sér eld, og minjar um einhverskonar mannverur á frumstigi, eldri þeim sem dyljast i jarðlögum i Tánzan- iu. Það gegndi engri furðu, þótt svo færi. Það væri i raun- inni miklu furðulegra, ef það hefði þegar uppgötvazt er elzt kann að hafa varðveitzt ein- hvers staðar i veröldinni af þessu tagi. Dr. Mary Leakey við fótspor eftir 120 sentimetra háa mannveru. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.