Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 21. mai 1978 Vandaðar vélar borga sig e bezt LOFT KÆLDU dráttarvélamar Með eða ón framdrifa Fullnægja ströngustu kröfum Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar, þeir velja DEUTZ dráttarvélar við sitt hæfi ÓSKAVÉL ÍSLENZKA BÓNDANS HFHAMAR VeLADEILD SlMI 2 21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK Félagsstarf dðaábocgjam Yfirlits- og sölusýning Eins og undanfarin ár, verður efnt til yfir- lits- og sölusýningar á þeim fjölbreyttu munum, sem unnir hafa verið i félags- starfi eldri borgara á s.l. starfsvetri að Norðurbrún 1 og Hallveigarstöðum. Sýning verður haldin að Norðurbrún 1, dagana 27. og 28. mai og er opin frá klukk- an 13.00-18.00 báða dagana. Enginn aðgangseyrir. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. S»« «•« A yv Utboð Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis Hitaveitu Akureyr- ar, 6. áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 b, Akureyri frá og með þriðjudeginum 16. mai 1978, gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Akureyr- arbæjar Geislagötu 9, Akureyri, föstu- daginn 26. mai 1978, kl. 11 f.h. Hitaveita Akureyrar Frá hj átrú til vísinda George J. Houser: SAGA HESTALÆKNINGA A ÍSLANDI. 359 bls. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri 1977. Þaðlá að, að það yrði útlending ur, sem tæki sérfyrir hendur að skrifa bók um sögu hestalækn- inga á íslandi. Það var lika út- lendingur sem fann hjá sér köll- un til þess að bjarga gamla, is- lenzka fjárhundakyninu og hreinrækta það á erlendri grund, þegar það var að þvi komið að deyja út i höndum sjálfra okkar. Sumt i hegðun okkar er óneitanlega dáh'tið skrýtið. öld- um saman höfum við keppzt viö að rekja ættir okkar til Noregs- konunga, og við höfum lært ókjörin öll af sögum um kónga og keisara, ránsmenn og ribb- alda út um allan heim. En á meðan viðlögðum ómælt kapp á slika hluti, var hitt ekki fátitt, aðmenn ynnu allt ævistarf sitt I pámunda við skepnur, — sem fjármenn og bændur, — án þess að eignast nokkru sinni hest, sem hægt var að riöa þrauta- laust, eða hund, sem hægt var að senda eftir kind, hvað sem á lá. Enda eru íslendingar vist eina þjóðin I veröldinni, sem hefur stundað sauðfjárrækt I þúsund ár, og rúmlega þó, en hefur þó aldrei haft rænu á þvi að rækta fjárhunda sfna með kynbótum og öðrum þeim að- ferðum, sem flestar menningar- þjóðir þekkja, — og hafa lært fyrir löngu. Og nú stöndum við sem sagt frammi fyrir þvi, öðru sinni á tiltölulega fáum árum, að út- lendur maður sýnir af sér það framtak að vinna verk, sem óneitanlega hefði staðið nær okkur sjálfum að framkvæma. Slikt er auðvitað lofsvert i sjálfu sér, þótt það sé okkur ekki með öllu kinnroðalaust. Hitt er svo aftur allt önnur hlið á málinu, hvilik sú bók er, sem hér hefur verið skrifuð. Um það er erfitt að dæma fyrir leik- mann, — og það i blaðagrein, sem skrifuð er á hraðfleygri stund, einsogannað blaðaefni. I raun réttri er það verkefni fyrir dýralækni, en ekki blaðamann, að skrifa grein um slika bók. Hins er þó ekki að dyljast, að margt i bók George J. Houser er þess háttar, að hverjum sæmi- legum greindum leikmanni er vorkunnarlaust að skilja. Bókin er langt frá þvi að vera tóm beinhörð lsdcnisfræði, enda ekki þessaðvænta. Sá,sem tekur sér fyrir hendur að skrifa bók um það, hvernig Islendingar hafa reynt að lækna hesta sina og forða þeim frá sjúkdómum á umliðnum öldum, hlýtur fyrr en varir að vera farinn að skrifa um þjóðtrú — og hjátrú. Og það er einmitt þetta, sem hér hefur gerzt: Bókin Saga hestalækn- inga á íslandier mikii nárna af fróðleik um alls kyns þjóðtrú, sem — eins og að likum lætur — er oft skemmtiieg, en I öðrum tilvikum hlaðin slikum óhugn- aði, að lesandann hryllir við. George J. Houser Houserbindursig ekki eingöngu við ísland, heldur rekur marg- vislegar aðferðir, sem beitt var við hestalækningar á hinum Norðurlöndunum, og það verður að segjast, að þar hefur hjátrúin og fáfræðin verið hálfu meiri en hér, svo að hlutur frænda vorra verður að öllu saman lögðu verri en okkar. t Hér skulu nefnd dæmi um „læknisráð” við einum sjúk- dómi, þvagteppu. Houser hefur það eftir Klausturpóstinum árið 1826, hvernig bezt sé að lækna þennan sjúkdóm: „Afhérfáan- legum ráðum er það hægast að skvetta fullrifötu af köldu vatni á búk hests eða maga neðan til og yfir lendar hans. Sé steinsápu moli: hér um 3 lóð, uppleystur i volgu vatni og þessu svo hellt ofan I hest, hjálpar það oft”. (Bls. 107-108). En i Danmörku tiðkaðist fyrr- um að gefa hestum sem höfðu þvagteppu inn: ..... engifer, mannasaur, hland, fúl egg, geitalifur, sildarroð, sildarsvil, bjórgall, sauðatað, sápu, kaninupung, krit, brennistein, brennivin, öl, blástein, kvika- silfur, og seyði, sem búin voru til úr ýmiss konar jurtum...” „1 Noregi var gefið inn mulið gler”. (Bls. 110). Svo mörg eru þau orð, og má vera, að sumum þykir lesturinn ófagur. Hins má einnig geta, að samkvæmt bók Housers virðist það hafa verið mun fátiðara hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum að beita galdrakukli til þessaðlæknasjúk hross. Og: „A 17. öld hefur úið og grúið af galdratrúnni á íslandi, en af rannsóknum Ölafs Daviðsábnar að dæma mun aðeins örfáum Is- lendingum hafa dottið I hug að kennanágrönnum sinum um að hafa sýkt eða drepið hesta með göldrum, eins og titt var annars staðar á Norðurlöndum jafnvel á 19. öld”. (Bls. 310). En fleira getur amað að hest- um en líkamlegir sjúkdómar, og slys. Einn kaflinn i þeirri bók, sem hér er til umræðu, fjallar um leiðindi og strok i hestum. Þar segir Houser meðal annars, að s autjan af heimildarmönnum sinum segist hafa komizt að raun um, „að löngun til að strjúka hverfur, undir eins og aðkeyptur hestur og heimahest- ur verða samrýndir. Arnes- ingur, f. 1908, segist hafa heyrt getið um, að stroksamur hestur hafi verið bundinn við annan heimavanan, en veit ekkí, hversu langt loandið hefur verið milli þeirra (Þ 2606). Algengt var aðsamsvita aðkeyptan hest og heimahest, þ.e.að brúka þá saman til vinnu og leggja sama reiðver á þá til skiptis og jafnvel sama beizli við þá. En Dala- maður, f. 1895, og Skagfirð- ingur, f. 1898, héldu þvi fram, að allra bezta ráðið væri að láta hinn aðkeypta hest ganga með nýköstuðum merum i þeim til- gangi, að hann yrði elskur að folöldunum. (Þ 2572 og 2334). Þannig tala sannir hesta- vinir”. (Bls. 262 og 263). Þessar linur gat undirritaður ekki stillt sig um að endur- prenta. Við, sem höfum frá barnæskualizt upp með hestum og hestavinum, vitum vel, að sem betur fer byggjast sam- skipti þeirra oftast á gagn- kvæmri vináttu, sem er báðum til sóma, hestinum og eiganda hans. (Hestar eru nefnilega eins og menn aðþvileyti að þeir eiga misjafnlega auðvelt meðað afla sér vina. Hjá báðum fer þetta mest eftir gáfum og geðslagi). Saga hestalækninga á tslandi er mikil bók, 359 blaðsiður að lengd, eins og áður segir, og i allstóru broti. Höfundur leitar viða fanga, bæði á íslandi og i öðrum löndum, og birtir að bókarlokum heimildaskrá, skrá um atriðisorð og skrá um mannanöfn, sem koma fyrir i bókinni. Ég sakna þess, að i skránni um prentaðar heimildir skuli hvorki vera að finna bók- ina Horfnir góðhestar né bókina Samskipti manns og hests, —og að i skrá um mannanöfn skuli hvorki koma fyrir nafn Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, sem skrifaði tvær framan taldar bækur, né heldur nafn Öjarna Jóhannessonar, („Hesta-Bjarna”), sem tvi- málalaust var einhver snjallasti tamningamaður og hesta-sál- fræðingur, (ef ég má nota slikt orð), sem nokkru sinni hefur verið uppi i þessu landi. Vel má vera, að þessar bækur, sem hér voru nefndar, búi ekki beinlinis yfir vitneskju um hestalækning- ar, en þegar ég las kaflann, þar sem Houser fjallar um „hjart- veiki” i hestum, þ.e. fælni, styggð oil, þá fannst mér, að velhefði farið á þvi að birta þar hina bráðsnjöllu sögu um „Hesta-Bjarna”, þegar hann eyddi nær heilum degi til þess að hjálpa átta tamningafolum við að sigrast á skyndilegum ótta sem hafði gripið þá. En þessiógleymanlega frásögn er I fyrra bindi bókarinnar Horfnir góðhestar, bls.225, og hún er endurprentuð i bókinni Sam- skipti manns og hests, bls .58-59. Háskóli Islands hefur nú sæmt George J. Houser doktorsnafn- bót fyrir þessa bók hans. Hann sagði sjálfur i blaðaviðtali 6. april siðast liðinn, að Island væri eina landið i heiminum, þar sem bændur læsu doktors- ritgerðir. Trúlega er þaðrétt, og hitt er að minnsta kosti vist, að Islendingar hafa löngum talið sig bókhneigða,oggera svo enn. En hvað sem öllum bollalegg- ingum um það lfður, þá má telja nokkurn veginn vist, að islenzk- ur almenningur, — og þar á meðal bændur — muni fyrst og fremst hænast að þessari bók vegna þess mikla þjóðlega fróð- leiks sem hún flytur. —VS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.