Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 28
28
Sunnudagur 21. mai 1978
Anthon Mohr:
Árni og Berit
FERÐALOK “ barnatíminn
-Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
liann fest rækilega i
Hettasprungu. Siðan
"fleygði hann grannri,
sterkri taug niður til
burðarmannanna, en
festi annan enda hennar
rækilega i öxina, og sið-
an drógu þeir smátt og
smátt upp til sin nestið
og annan farangur.
Grainger tók við far-
angrinum jafnóðum og
hinir drógu hann upp.
gýrst tók hann „primus-
áftm” og kveikti á honum,
»Árni hlakkaði til að fá
tthvað heitt ofan i sig.
lukkan var nú að verða
jö, og þeir höfðu verið
sr þvi fjóra tima á
#rðinni. Nú var kominn
fjartur dgur.
jgEn gleðin yfir birtunni
*4þrð skammvinn. Þegar
51skinið hafði um stund
|jað fjallgöngumönnun-
fóru að heyrast eins
fallbyssuskot uppi i
idinum. Voru þetta
|gkastykki, er féllu
miklum dynkjum
jfer.á þverhniptum
íttunum og fleygðust
3ur tindinn. í fyrstu
^ttftist þetta ekki mjög
" Stulegt,en Árni vissi,
úþegar liði á daginn
)i þetta enn stórkost-
ra og lifshættulegt.
lieir sáu að litlu ofar
allbreiður stallur og
naumast meira en
clega hundrað metr-
jangað upp. Þangað
þeir að reyna að
íáður en hrunið byrj-
Þeir höfðu þegar
Igið upp tjöldin og
?st allan annan
|föngur. Ekki var hægt
draga mennina upp á
4ma hátt. Þeir voru of
ifmgir til þess. Burðar-
ififonimir urðu þvi að
klifra eins og hinir, og þó
urðu sumir þeirra að
biða þarna til kvöldsins,
þvi að lifshætta var að
klífra upp meðan klaka-
hrunið stæði yfir.
Tjöldin voru siðan
reist á efri stallinum, og
allir, sem upp voru
komnir, fengu heitan
mat. Það hafði góð
áhrif, bæði á þrekið og
hugrekkið. Um klukkan
tiu um kvöldið komu
fjórtán burðarmenn og ,
biðu þess að næturfrost-
ið stöðvaði klakahrunið.
Fyrr um daginn höfðu
þeir Clay og Sinchi og
nokkrir burðarmanna
athugað möguleika til
uppgöngu. Versta
klakahrunið fór niður
dalskoru, sem náði all-
hátt upp eftir tindinum
nokkur hundruð metra
fyrir austan þá. Ef þeir
héldu dálitið til hægri,
ættu þeir að vera úr
hættu fyrir þvi. En
hjarnbreiðan var
sprungin og óslétt, og
mjög var erfitt að finna
þar færa leið. Þeir urðu
að höggva mörg spor til
einskis og reyna margar
leiðir, sem urðu til
ónýtis, áður en þeir
fundu færa leið. Þessi
leið var siðan merkt
með pappirsræmum,
sem voru limdar á
hjarnið með rauðu litar-.
efni. Ef miðarnir fykju,
þá myndi rauði liturinn
sitja eftir. Ef ekki
hvessti eða snjóaði
myndu þessi merki sjást
i marga daga.
Þeir, sem ekki tóku
þátt i þessu, sátu heima
við tjöldin og spjölluðu
saman.
„Sjáið þið stóra fugl-
inn, sem flýgur þarna”,
kallaði Árni upp yfir sig,
er stór og mikill fugl
með dökkbláan og hvit-
an kraga um hálsinn
sveif yfir höfðum þeirra
og virtist ekki hreyfa
vængina.
„Þetta er kondór”,
svaraði Clay. „Hann er
einskonar hreinlætis-
stofnun hér um slóðir.
Allar matarleifar og
þesskonar hverfa jafn-
óðum eins og dögg fyrir
sólu. Liklega vaka þeir
yfir matarleifunum frá
okkur. Fleygðu kjötbita
þarna út á hjamið og
sjáðu hvð fuglinn gerir”.
Árni gerði þetta, og
varla hafði hann sleppt
kjötbitanum, fyrr en
kondórinn renndi sér
niðúr þreif kjötbitann og #
flaug burtu með hægum,
virðulegum vængjatök-
um.
8.
Loftvogin sýndi það,
að tjöldin á efri kletta-
stallinum voru i 5800
metra hæð. Hæð tindsins
Sorata er sýnd á landa-
bréfum 6615 metrar.
Þeir áttu þá aðeins 815
metra eftir til að komast
á toppinn. Árni var að
vona að næsti áfangi
yrði ekki eins erfiður, en
siðustu áfangarnir litu
ekki glæsilega út, þegar
litið var niður. Skyldu
þeir annars geta Idifið
þennan snarbratta
klettavegg? Árni efaðist
um það.
Fram að þessu hafði
Árni verið vel hress.
Hæðin og loftbreytingin
hafði engin áhrif haft á
hann. Æðasláttur hans
var þó litið eitt örari en
venjulega, en það olli
honum engra óþæginda.
En það var hin skæra
sólarbirta sem verra
var að þola. Sólarljósið
er miklu hættulegra i
snjóbirtu við miðbaug
en i norðlægum svæðum
hnattarins. Árni fann til
sárinda i augunum og þó
gekk hann ætið með
gleraugu.
Um kvoldið komu loks
allir burðarmennimir
upp til hinna. Var strax
ákveðið að flytja sig al-
veg upp fyrir hjarn-
skaflinn þá strax um
kvöldið. Þeir vildu
stytta sem mest leiðina
fyrir næsta dag. Það var
erfitt að rekja sig áfram
eftir rauðu merkjunum
um hjarnbreiðuna, og
oft fóru þeir villir vega,
en um kl. 10 um kvöldið
höfðu þeir reist tjöldin á
klettasyllu ofan við
hjamfönnina.
Um kvöldið seint fór
að hvessa og þá varð
kuldinn ægilega bitur.
Árni hálf skalf i svefn-
pokanum, með loðhúfu á
höfðinu i hlýjum fatnaði.
Svefninn varð heldur
litill.
Það var syfjaður og
kaldur piltur, sem var
drifinn á fætur klukkan
hálf þrjú um nóttina, og
aðrir voru litið betri, en
frostið var lika 22 stig.
Og þetta á maður að
kalla skemmtiferðalag,
hugsaði Árni, meðan
hann sötraði i sig sjóð-
heitt kaffið.
Þó leið öllum enn verr,
er þeir komu út i nætur-
kuldann. Clay verk-
fræðingur og þeir Sinchi
og Mayto stóðu sig bezt.
Á meðan veðrið var
kyrrt urðu menn litið
varir við þynningu lofts-
ins, en þegar hvessti
urðu menn að stanza
með litlu millibili og
blása mæðinni.
Þrátt fyrir það, að
Árni hafði hvolft i sig
mörgum kaffibollum til
að hressa sig upp, fannst
honumhann vera syfjað-
ur og hálf utan við sig.
Hann gekk eins og i
leiðslu og dró fæturna.
Hann hafði ekki bragðað
mat siðan um kvöldið
áður og þó fann hann
ekki til sultar og fann til
flökurleika, ef hann
hugsaði um mat. Það
eina, sem hann hafði
lyst á, var sykur. Hann
jóðlaði lika stanzlaust á
nokkrum brjóstsykur-
molum sem hann var
með i vasanum.
Jökulhjarnið, sem
þeir klifu upp eftir, var
svo snarbratt, að þeir
urðu að höggva sér spor
fyrir fætur og hendur og
styðjast við isöxina, til
þess að missa ekki jafn-
vægið.
Um klukkan fimm
rákust þeir á djúpa
sprungu i jökulinn og
urðu að krækja fyrir
hana, af þvi að ókleift
var yfir hana. Urðu þeir
að höggva spor fyrir sig
niður hjarnið, þar til
sprungan var orðin svo
mjó, að þeir gátu stigið
yfir hana og svo byrjaði
sama baráttan upp aft-
ur.
Þeir urðu ekki mikið
varir við storminn, með-
an þeir mjökuðust
áfram á hjarninu, en er
þeir komu dálitið hærra
upp i klettana, skall á þá
rokið með ofsalegri
veðurhæð. Skarinn, sem
vindurinn reif upp, særði
þá i framan og reyndi
Árni að fela andlit sitt
sem mest inni i hettunni.
Verst var það, að nú fór
lika að snjóa. Nú þýddi
ekki að reyna að merkja
leiðina með rauðleitum
limpappir. Vindurinn
þeytti þvi samstundis út
i loftið, og snjófölið
breiddi blæju sina yfir
merkin, þar sem snjóinn
festi. En Clay hafði gert
ráð fyrir að slikt gæti
hent og hafði með sér
mörg hnippi af pilviðar-
greinum, og var grein-
unum stungið niður með
stuttu millibili.
Þetta vonda veður,
sem þreyttiþá svo mjög,
var þó að einu leyti til
góðs fyrir fjallgöngu-
mennina, þvi að vegna
kuldans bar mikið
minna á klaka- og grjót-
hruninu. Það var ekki
fyrr en um klukkan tiu,
sem hrunið byrjaði, og
snjó- og klakaskriður
fóru að steypast fram af
kletturium. Snögglega
birti svo upp og sólin
skein i heiði eins og dag-
inn áður.
5)
Þegar siðustu þoku-
hnoðrarnir voru að eyð-
ast sá Ámi sér til mikill-
ar gleði að nú hafði
leiðin upp á tindinn
stytzt mjög. Þeir voru
að nálgast takmarkið.
Þetta var þó hræðilega
bratt, fannst honum en
Sinchi hafði fundið dálit-
inn gang eða grunna gjá
sem hann taldi að þeir
gætu klöngrast upp eftir.
Hann kallaði til hinna og
sagði: „Hér hef ég
fundið leið, sem okkur er
fær”.
„Er þetta mögulegt”,
hugsaði Árni. „Þessi gjá
er liklega um 30 metra
há og bergið virðist
beinlinis slúta”. Hann
renndi um leið augunum
upp eftir berginu.
„Þetta er liklega efsti
stallurinn næst sjálfum
toppinum. Ég er eigin-
lega hálf hissa á þvi að
hann skuli ekki vera
ennþá hærri. Neðan frá
sýndist hann mikið
hærri. Annars getur
manni vel skjátlast á
svo löngu færi”.
Nú hófst hrunið með
dunum og dynkjum. Það
þurfti ekki að reyna að
halda ferðinni áfram
meðan það stóð hæst.
Þeir urðu að biða sólar-
lagsins.
En þetta varð löng bið.
Loftvogin sýndi að þeir
myndu nú komnir i allt
að 6100 metra hæð og
mörgum var orðið erfitt