Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. mai 1978 0113 Kristinn Snæland, Flateyri: Vatnsfj arðar- mál Vegna greinar minnar i Timanum 15. april sl. „Hvað er að gerast hjá Alþýðusambandi Vestfjaröa”, hefur það gerzt, að sl. laugardag var borið i hús á Flateyri plagg nokkurt, sem mun eiga að vera svar við þeim spurningum, sem fram voru bornar i grein minni. Plagg þetta er annars vegar persónulegt svar Hendriks Tausens sem framkvæmda- stjóra orlofsnefndar A.S.V. og sem innheimtumanns lifeyris- sjóðs Vestfjarða og hins vegar svar tveggja aðalmanna I Orlofsnefnd A.S.V. og grein varamanns. Rétt er að itreka, að i grein minni var einungis spurt um til- tekin atriði og látið i ljós að „trúlega og vonandi” væru sög- urnar ósannar. Lifeyrissjóðsgreiðsl- urnar t greininni er einnig spurt um tilteknar greiðslur til lifeyris- sjóðs Vestfjarða eða hvenær þær hefðu verið greiddar frá innheimtumanni inn á reikning sjóðsins. Innheimtumaðurinn Hendrik Tausen tekur við frá Hjálmi h/f 721.553 kr. 13/1 1977, 875.298 kr. 14/3 1977 og 952.703 kr. 14/4 1977. Spurt var hvenær þessar upp- hæðir hefðu komið til skila hjá lifeyrissjóðnum. Meðfylgjandi dreifibréfinu er yfirlýsing, sem Hendrik Tausen segir að sýni innborganir til lif- eyrissjóðs Vestfjarða. Sú yfirlýsing er undirrituð af Hirti Hjálmarssyni sparisjóðs- stjóra hjá Sparisjóði önundar- fjarðar. Samkvæmt yfirlýsing unni er innborgað 72.814 kr. 14/2 1977, 811.798 kr. 17/3 1977 Og 3.124.846 kr. 14/4 1977. Sýnilegt er af samanburði þessara talna að eitthvað stenzt ekki. Til dæmis er ekki getið um neina innborgun i janúar og enga umtalsverða fyrr en 17/3 1977, en það er rúmum tveim mánuðum eftir að Hjálmur h/f greiðir 875.298 kr. til innheimtu- manns. Innheimtumaður hefur þannig fengið greitt þann 17/3 aðeins frá Hjálmi h/f 1.596.851 kr. I lifeyrissjóðsgjöld, en hefur þó aðeins greitt inn til lifeyris- sjóðsins 884.612 kr. samkvæmt yfirlýsingu Sparisjóðsins. Til þess að innheimtumaðurinn hafi gert full skil vantar þvi 712.239 kr. (sé ekki reiknað með þvi að hann hafi nein innheimtulaun, sem ekki er kunnugt um). Skýring á þessu er hugsan- lega sú, aö yfirlýsing spari- sjóðsstjórans sé ófullnægjandi, i hana vanti innborganir i janúar og væri þá dæmið leyst. Vegna dreifibréfsins og vegna þess að svarið um ofangreindar greiðslur getur ekki staðizt er beðið um nánari skýringar. Tilkynningar Orlofs- nefndar A.S.V. Af einhverjum ástæðum hefur Orlofsnefnd A.S.V. talið sér henta að svara þeim spurning- um (ekki fullyrðingum) sem ég bar fram i Timanum þann 15. april með dreifibréfi til Flateyr- inga, en ekki á siðum Timans þar sem svarið hefði þó náð til flestra sem lásu spurningar minar. Þar sem svar þetta er orðið opinbert plagg hefi ég beðið um að það verði birt með grein þessari. Ég vil jafnframt lýsa furðu minni á þeirri fullyröingu or- lofsnefndarinnar og sérstaklega á þvi aö Pétur Sigurðsson Al- þýðuflokksmaður skuli telja óheppilegt að ræða þetta mál I dagblöðum. Það er sannarlega i anda hinnar nýju rannsóknar blaðamennsku og fullkomlega I takt við þau sjónarmið Alþýðu- flokksmanna, að opinber fjár- mál og spillingu skuli ræða opinberlega að ég hef vakið máls á máli þessu i Timanum. Til upprifjunar og itrekunar birti ég hér aftur spurningar •minar. 1. Samningamálin (þ.e.a.s. hver eða hverjir sömdu við verktaka?) 2. Framkvæmdastjórnin 3. Laun framkvæmdastjóra 4. Greiðslur til framkvæmda- stjóra vegna aksturs 5. Greiðslur til framkvæmda- stjóra vegna gistingar og fæðis 6. Stöðu A.S.V. gagnvart verktaka nú 7. Gúmmitékkana 8. Vanskilin við Flókalund 9. Mistökin með holræsalagn- irnar. Og nýjar spurningar: 10. Hvað hefur A.S.V. orðið að greiða i dráttarvexti vegna lána, sem tekin voru vegna or- lofshúsabygginganna sl. sumar og legið hafa i vanskilum i vet- ur, og hversu mörg voru þau lán og há? 11. Hvað hefur A.S.V. getað gert vegna undirverktaka, sem litlar eða engar greiðslur hafa fengið frá aðalverktaka? 12. Hefur A.S.V. gert eitthvað til að tryggja það að almennir launþegar hjá aðalverktaka eða undirverktökum fengju laun sin greidd vegna vinnu viö orlofs- húsin. 13. Er það rétt að málaferli undirverktaka gegn aðalverk- taka séu að hefjast og að þau geti enn stöðvað framkvæmdir. Svar við Tilkynningu orlofsnefndar A.S.V. Þá vil ég svara Tilkynningu orlofsnefndar A.S.V. og þó jafn- framt taka fram, að betur hefðu fulltrúarnir látið einhvern læsan lesa grein mina, þvi að ekkert er fullyrt i grein minni heldur ein- ungis spurt hvort þetta sé rétt. Svör nefndarinnar eru I 6 lið- um og að mestu leyti er þar fátt um svör. Liður 1. fjallar um samninga við verktaka. Þar er ekkert svar um hvernig samningar séu, ein- ungis aö öll nefndin sé ábyrg. — Það er þá huggun. Liður2. staðfestir, aö Hendrik Tausen var ráðinn fram- kvæmdastjóri en ekki hvenær, né hvernig. Liður 3. Spurt var um heildar- greiðslur vegna aksturs fram- kvæmdastjórans. Svarið — kr. 37.00 á ekinn kilómetra, — sem er ekkert svar. Liður 4. Spurning min um gúmmitékkana byggðist á þvi að mikið hefur verið talað um gúmmitékka i sambandi við or- lofshúsabyggingarnar. Vegna yfirlýsingar nefndarinnar er nú spurt: Hver nefndarmanna gaf út ávisun að upphæð kr. 200.000 sem var innistæðulaus — eða gúmmitékki? Avisunin var gefin út sem greiðsla til undir- verktaka er viðkomandi ætlaði að hætta störfum vegna van- skila. Liður 5. Um viðskiptin við Flókalund vill orlofsnefnd ekk- ert ræða opinberlega. Kannski fer bezt á þvi. Liður 6. Enn veður orlofs- nefnd i villu vegna „leshæfni” sinnar. Ég hef ekki borið neitt á neinn, en aðeins sett á blaö óhróðurssögur og spurningar vegna mála, sem viðkoma Al- þýðusambandi Vestfjarða og sem ég hef viljað fá upplýsingar um frá réttum aðilum. Ljóst er að erfitt er að fá svör, en komi þau.mun spurningum fækka. GARDENA gerir garðinn frœgan Nú er tími garðrœktar og voranna hjó okkur kennir margra grasa Allskonar slöngutengi, úðarar, slöngur, slöngustativ/slönguvagnar Margvisleg garðyrkju- óhöld, þar sem m.a. að einu skafti felíur fjöldi óhalda Kant- og limgerðisklippur. Rafknúnar. Handslúttuvélar Husquarna-mótorsláttuvélar með Briggs og Stratton mótor (3,5 hp) Margar gerðir SKÓFLUR - GAFFLAR - HRÍFUR í GARÐHORNINU HJÁ OKKUR KENNIR MARGRA GRASA ^unnai S$t>£)á’Mon k.f. LITIÐ INN Akurvik h.f. Akureyri STÁLOFNAR HF. ^trí OFNINN GEFUR GÓÐAN YL STO ofninn er Islensk framleiösla og framleiddur fyrir Islenskar aðstæður. Hann er smlðaður úr 1,5 mm þykku holstáli, rafsoðinn saman að mjög miklu leyti með fullkomnum sjálfvirkum vélum, sem tryggja jöfn gæði suðunnar. STÓ ofninn hefur þá sérstöðu að allar mælingar á hitanýtingu og styrkleika hafa verið gerðar á Is- landi af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins að Keldnaholti, og þá notuð hitaveita. STÓ ofninn er stilhreinn og fer alls staðar vel. Þeir fagmenn sem hafa kynnt sér STÓ ofninn mæla sérstaklega með honum, ekki eingöngu vegna útlits, heldur miklu frekar hvernig hann er upp- byggður, hve vel hann nýtir hitann, og handhægt er að leggja pipulagnir að honum. Leitið nánari upplýsinga. Gerum föst verðtilboð VELDU STÓ OFNINN OG HANN MUN YLJA ÞÉR UM ÓKOMINN TÍMA: AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.