Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 21
LSLÍiií * s
Llk fangavarOar I Mflanó liggur
á götunni. Rauðu herdeiidirnar
lýstu sök sinni á morðinu.
• Foringi Rauðu herdeildanna,
Curcio, ásamt félögum sinum
við réttarhöldin I Torino.
HERMDÆ ^RVER ÍKA MEI\ IIM,
STJÓRNLEYSINGJAR
OG BYLT INGA RS1 fARF SEMI
að þær hafa staðið að yfir tutt-
ugu meiri háttar árásum og
mannránum. Frá 16. marz i vet-
ur, er Moro var rænt, hafa
Rauðu herdeildirnar skotið á og
sært sjö menn og drepið einn,
fangavörð I Turin. 1 hópi þeirra,
sem særðir hafa verið og drepn-
ir eru dómarar, lögfræðingar,
lögreglumenn, hægri sinnaðir
stjórnmálamenn og nokkrir
blaðamenn og sjónvarpsmenn,
m.a. forstjórar stórblaðanna „II
Giornale”, „Secolo” og „La
Stampa”. Fréttastjóri einnar
rásar italska sjónvarpsins,
Emilio Rossi, var skotinn i fæt-
urna.
í landi þar . sem mannrán og
árásir eru daglegt brauö eru að-
ferðir Rauðu herdeildanna i
engu frábrugðnar aðferðum.ann-
arra hópa afbrotamanna, nema
hvað þær einbeita sér að árás-
um á þekkta menn og segjast
ætla að vinna að hruni hins
kapitaliska heims með þvi að
skapa upplausnarástand, sem
leiði verkalýðinn til sigurs yfir
borgarastéttinni og komi á riki
jafnaðar, réttlætis og bræöra-
lags.
Eðli stéttaþióðfélagsins
Vandinn, sem fólginn er i þvi
að reyna að skilgreina hreyfing-
ar á borö við Rauðu herdeildirn-
ar, er sá að erfitt er að greina
sundur hvað er alvara og hvaö
eru heppileg og aölaöandi orö.
Talsmenn Rauðu herdeildanna
og skyldra samtaka, t.d.
Baader-Meinhof-hópsins i
Þýzkalandi og Rauöa hersins I
Japan, tala eins og stjórn
leysingjar um aldamót. Þeir
ræða sifellt um algera umbylt
ingu þjóðfélagsins, nauðsyn
þess að útrýma kapitalisman-
um og fjölþjóðafyrirtækjunum,
riki vinnandi manna i stað
stéttaþjóðfélagsins sem ein-
kenni Evrópu og Ameriku. Þeir
telja að sýna veröi fólki eðli
stéttaþjóðfélagsins, kúgunar-
eðli þess og mannfyrirlitningu.
Rán og manndráp i Mflanó 1971. Bankastarfimafturinn Alesiandro
Floris liggur skotinn á götunni. Ræningjarnir aka burt.
Að þessu leyti sker hugmynda-
fræði þeirra sig ekki úr algengri
umræðu um þjóðfélagsmál
meðal vinstri manna. Hins veg-
ar telja talsmenn Rauðu her-
deildanna að kommúnistar og
flestir aðrir vinstri menn hafi
gengiö til liðs viö borgarastétt-
ina og opna verði augu verka-
manna fyrir „sönnu” eðli bar-
áttunnar. Réttlætið er það eitt
að refsa framkvæmdaaöilum i
hinu kapitaliska þjóðfélagi fyrir
glæpi stéttaþjóðfélagsins, knýja
þá til kúgunaraðgerða og þá
muni alþýöan risa upp og kasta
af sér okinu. I eöli sinu er þetta
hið sama og uppi var á tening-
unum i umræöunum i sambandi
við stúdentauppreisnirnar á
siöari helmingi sjöunda ára-
tugsins. En Rauðu herdeildirn-
ar, Baader-Meinhof o.fl. slikir
hópar hafa gert mannrán og
hermdarverk aö lið i tilraunum
til að fá félaga sina lausa úr
haldi hjá yfirvöldunum. Þeir
neita algerlega að taka nokkurn
þátt i lögformlegum athöfnum
rikisins. Þeir eiga i styrjöld við
rikið og fangaskipti eru einu
samskiptin sem þessir styrj-
aldaraðilar geta leyft sér.
Mafían í ,/Mezzogiorno"
Það vekur athygli, að Rauöu
herdeildunum hefur til þessa
ekki tekizt að ná fótfestu á
Suður—Italiu, i Mezzogiorno”,
eins og það er kallað á itölsku.
Þar er fátækt mest á ítalíu, at-
vinnuleysi og armóður. Þar
mætti ætla, að hreyfing, sem
kveðst berjast fyrir hina fátæku
og smáu, ætti að geta fest rætur.
Raunin er hins vegar sú, að til
þessa hafa Rauðu herdeildirnar
einungis starfað i stórborgun-
um á Norður—ítaliu, Mflanó,
Torino, Róm, og einungis i
Neapel hafa þær starfað svo vit-
aö sé i suðurhéruöum Italiu.
Astæðurnar eru vafalaust þær,
aö iðnaðarborgir noröurhérað-
anna eru auðveldari leikvöllur
athafnasamra manna en dreifð
og fátæk byggð suðurfrá. Her-
deildirnar ætla sér lika vafa-
laust að styöjast við iðnverka-
menn þegar byltingin mikla
hefst.
önnur veigamikil ástæða fyr-
ir þessu er sú, aö i
„Mezzogiorno” er Mafian enn
öflug og ræður miklu, og hún
kærir sig ekki um neina truflun I
starfi, hvaöan svo sem sú trufl-
un kemur. Mafian hefur auk
þess yfir að ráða margslungnu
neti upplýsingasöfnunar, og erf-
itt getur verið aö leynast lengi á
þeim slóðum, sem hún ræður yf-
ir, erfiðara en norðurfrá. Að-
ferðir Mafiunnar eru ekki held-
ur svo frábrugðnar aðferðum
Rauðu herdeildanna, og hún
kærir sig litt um löng réttarhöld
áður en hún fellir dóma og
framfylgir þeim.
Þá verður einnig að gæta
þess, að þeir aðilar, sem Rauðu
herdeildirnar sækjast eftir að
ná til eru búsettir i stórborgun-
um. Þar eru iönjöfrar, banka-
stjórar og stjórnmálamenn.
Llfverftir Aldo Moro drepnir af liftsmönnum Rauðu herdeildanna er Moro var rænt.
Tilgangurinn meö morð-
inu á Moro.
Nokkuð hefur um það verið
rætt, að helzti tilgangur ránsins
á Aldo Moro hafi verið að spilla
fyrir samstarfi kommúnista og
Kristilegra demókrata. Aldo
Moro var I vinstra armi flokks
sins og talsmaður samstarfs við
kommúnista á sinum tima.
Enda þótt kommúnistar eigi
ekki beina aðild aö itölsku rikis-
stjórninni þá felur samkomulag
þeirra og Kristilegra demó-
krata i sér, að framgangur
mikilvægra málaflokka er háö-
ur stuðningi þeirra, og geta þeir
þannig tekiö þátt i undirbúningi
margra þingmála. Þessi
samvinna er mörgum vinstri
mönnum á ttaliu þyrnir i aug-
um. Rauðu herdeildirnar telja,
að með þessu hafi kommúnista-
flokkurinn gerzt beinn aðili
að þeirri kúgun, sem á sér stað i
rikinu og þvi verði að splundra
þessu samstarfi.
Nákvæmlega sömu rök eru
notuðaf þeim, sem farnir eru að
láta að þvi liggja, að Rauðu her-
deildirnar séu á mála hjá þeim
sem vinna að þvi að koma i veg
fyrir frekara samstarf
kommúnista og Kristilegra
demókrata. Eins og alltaf vill
verða þegar slikir atburðir eiga
sér stað,þá blómstrar alls konar
orðrómur um samsæri alls
konar pólitiskra og félagslegra
afla. Hvort sem Rauðu her-
deildirnar eru tengdar fjöl-
þjóðafyrirtækjum eða
kommúnistarikjum, þá er ljóst,
að þær eru vel búnar og ráða yf-
ir þjálfuöu starfsliði. Sá róman-
Atburöirnir á ttallu undan-
farnar vikur hafa enn einu sinni
sannaö, að fátt heldur athygli
fólks betur vakandi en glæpir.
Allt frá þvi, að Aldo Moro var
fluttur burt með valdi af
skuggamönnum Rauðu her-
deildanna, Brigate Rosse, hefur
vart annað komizt aö i fréttum
italskra fjölmiðla. Fjórir lif-
veröir Moros og bilstjóri hans
lágu fallnir eftir skothrið stiga-
mannanna, og Moro var fleygt i
farangursgeymslu stolinnar bif-
reiðar, með skotsár i hnakkan-
um. Rómversk mælskulist túlk-
aði atburðinn svo, aö lik italska
lýöræðisins hefði verið lagt i
rauða Renault-bflinn við hlið
Moros. Var lýöræðið virkilega
liflaust með öllu? 1 nær tvo
mánuði hafði italska rikinu ver-
ið ögraö af fámennum hópi bi-
ræfinna stigamanna. Formaður
öflugasta stjórnmálaflokks
landsins I haldi hjá fólki, sem
kennir sig við alþýðu og öreiga,
dæmdur af dómstóli sjálfval-
inna dómara, tekinn af lifi fyrir
„glæpi” þess lýðveldis sem átti
aö verja hann. Hvernig má
þetta veröa? A nútimarikið
enga vörn gegn skipulagðri af-
brotastarfsemi? Er iðnriki nú-
timans svo veikt að það getur
ekki varizt ræningjum, morð-
ingjum, eiturlyfjasölum, fjár-
plógsstarfsemi? Eru lögreglu-
yfirvöid fær um það eitt að
heimta inn stöðumælasektir,
stöðva þá, sem aka of hratt og
safna þeim saman við og við
sem liggja yfirkomnir af eitur-
lyfjaneyslu hingað og þangað i
skuggahverfum stórborganna.
Morðið á Moro er aðeins liður i
röð afbrota Rauöu herdeild-
anna, og meðan hann var i haldi
var haldið áfram að skjóta fólk
og meiða i nafni öreigabarátt-
unnar. Hvernig má þetta verða
nema þvi aðeins að Raúðu her-
deildirnar nytu stuðnings og
verndar hjá þjóðinni? Sú ótta-
blandna virðing, sem borin er
fyrir þeim, sem framkvæma
hættulega hluti hratt og örugg-
lega, er ef til vill bezta vörn
hópa eins og Rauðu herdeild-
anna. Það er engu likara en heil
þjóö geti staðiö stjörf gagnvart
glæpaverkum, sem framkvæmd
eru hiklaust og ögrandi. Ránið á
Aldo Moro og morðin á bflstjóra
hans og lifvörðum voru hnefa-
högg I andlit italskra stjorn-
valda, en hnefahögg, sem lam-
aði andstæðinginn um sinn og
gaf árásarmanninum tækifæri
til að halda frumkvæðinu allan
timann.
Lýðræðið varnarlaust
gegn ofbeldi.
Veikleiki rikisins er sá i til-
fellum eins og þessum, að það
veröur aö fylgja leikreglum lýö-
ræðis og réttarfars. A sama
tima og Aldo Moro er dæmdur
til dauða án þess að koma vörn-
um fyrir sig, án þess að njóta
nokkurs réttar, án þess að njóta
stuönings nokkurs manns, þvæl-
ast mál handtekinna meðlima
Rauðu herdeildarinnar árum
saman fyrir dómstólum, réttar-
höldum er frestað, verjendur
tefja málið með öllum ráðum,
sakborningar neita að taka þátt
i yfirheyrslum, o.s.frv. Rikið
getur ekki sleppt formsatriðun-
um, réttarvenjunum og lögin
eru flókin og margræð. Hermd-
arverkamennirnir skjóta dóm-
ara, særa fangaverði, mis-
þyrma embættismönnum. En
áfram þokast, hægt og seint,
með dauðann að förunaut.
Moro var dæmdur af fámenn-
um hópi manna, sem i
fullkomnum hroka tóku sér vald
á lifi og dauöa i nafni þess fólks,
sem sizt vill við þá kannast:
vinnandi alþýðu. Þaö er hin
óljósa og marghædda borgara-
stétt, sem trúlega hefur lagt til
flesta liðsmenn rauöu herdeild-
anna. Meö borgarastétt á ég viö
bjargálna embættis- og mennta-
menn og aöra þá, sem ekki eru i
mjög nánum tengslum við
verkamenn eöa bændur.
Tuttugu skotárásir á f jór-
um árum
Þegar litið er á lista yfir at-
hafnir Rauðu herdeildanna und-
anfarin fjögur ár kemur I ljós,
Sunnudagur 21. mai 1978
Sunnudagur 21. mai 1978
töldu að ryðja yrði úr vegi svo
byggja mætti upp nýtt og betra
samfélag. Ymsar frelsishreyf-
ingar á vorum dögum nota flug-
rán, mannrán og jafnvel morð
til þess eins að vekja athygii á
tilveru sinni. Hver hafði heyrt
um frelsisbaráttu Suður-
Mólúkka áður en þeir rændu
járnbrautarlest i Hollandi?
Stjórnleysingjar og
hermdarverkamenn.
Sá meginmunur sýnist vera á
starfsemi stjórnleysingja sem
ólust upp við kenningar
Krapotkins og Bakunin og þeim,
sem nú kenna sig viö Marx og
Maó, aö hinir fyrrnefndu unnu
markvisst aö þvi að útrýma
þeim, sem óþarfir og hættulegir
voru i þjóöfélaginu , þ.e. hindr-
uðu beinlinis framgang hins
góða og réttláta ríkis.
Hermdarverkamenn nútimans
virðast miða við það eitt að
kynda undir ótta og öryggis-
leysi, sem siðan leiði til þess, að
auðvelt verði að bylta þjóðfél-
aginu. Stjórnleysingjar vöruð-
ust að vinna saklausu fólki
mein, og sagt var, að þeir hafi
foröazt að ráðast á menn, sem
voru i fylgd konu sinnar og
barna. Hermdarverkamenn-
Rauðu herdeildanna velta ekki
fyrir sér sakleysi eða sekt
fórnarlambanna. Allir eru jafn-
sekir. Þeir hata þjóöfélagið og
alla, sem i þvi eru,—nema
kannski sjálfa sig og þá, sem
fallast á skoðanir þeirra á eðli
þjóðfélagsins. Allir eru rétt-
dræpir fyrir það eitt að hefjast
ekki handa gegn þjóöfélaginu
En ber hermdarverkastarf-
semi einhvern árangur?
Walter Laqueur, sem skrif-
að hefur rit um hermd-
arverkastarfsemi, telur,
að hún hafi aldrei breytt neinu
að ráði. Pólitisk áhrif hennar
séu ekki I neinu samræmi við þá
auglýsingu sem hún hefur hlot-
ið. Ekki gengur hann svo langt,
að telja, að hermdarverkastarf-
semi sé fyrst og fremst til orðin
fyrir tilverknað sjónvarpsins,
en hann bendir á, að hermdar-
verkamenn hafi litlu eða
engu breytt. Þeim hafi ekki til
þessa tekizt að vinna áér stuön-
ings nema fámennra hópa, og
alþýða manna sé andvig allri
hermdarverkastarfsemi.
Hermdarverkamennirnir ein-
angrast i fámennum hópum,
pólitiskir flokkar snúast ætið
gegn þeim og hvergi hefur oröið
pólitisk stefnubreyting vegna
starfsemi þeirra. Eoka á Kýpur
átti þó nokkurn þátt i aö eyjan
varð sjálfstæö.
Laqueur segir það vera stað-
reynd, að hermdarverkastarf-
semi eigi sér aðeins stað i lýð-
ræðisrikjum, þ.e. i löndum þar
sem málfrelsi, fundafrelsi og
strangar reglur um mannrétt-
indi eru i gildi. I alræöisrikjum
þróast hermdarverkastarfsemi
ekki vegna þess hve strangt
eftirlit er haft með öllu atferli
manna.
Að loknu þessu stutta yfirliti
yfir nokkur atriði er snerta
hermdarverkastarfsemi vaknar
sú spurning/hvernig unnt er að
afla fjár til slikrar starfsemi.
Bankarán eru eitt af þvi, sem
veitir nokkuð i aðra hönd,
lausnargjald fyrir fólk, sem
rænt hefur verið er lika nokkur
tekjulind, og loks er vitað að
sum riki telja sér hag i þvi að
styðja margs konar undir-
róðursstarfsemi, einkum i vest-
rænum rikjum. I þeim hópi eru
Libýa, Kúba, Norður-Kórea,
Irak. Talið er aö talsvert af
vopnum til hermdarverka-
manna séu tékknesk að uppruna
en varla eru þau komin beint til
þeirra frá Prag. Trúlega hafa
þau fariö langar leiöir áður en
þau lenda i höndum byssuglaðra
hugmyndafræðinga á Italiu.
Hermdarverk á saklausu fólki
eru framin á degi hverjum i
mörgum rikjum veraldar.
Mestar fregnir fara af aðgerð-
um fámennra hópa eins og
Rauöu herdeildanna á Italiu eða
Baader-Meinhof-hópsins i
Vestur-Þýzkalandi. Engu minni
glæpir eru framkvæmdir af
yfirvöldum i mörgum löndum,
glæpir gegn kynþáttum, þjóöa-
brotum og þeim einstaklingum,
sem hugsa annað en leyfilegt er.
H.Ó.
tiski blær, sem á þeim er og á
rætur I þjóösögum og kvæðum
um útlaga i skógum og fjöllum,
hefur gripið hugi margra.
Nútimaútlagar i stórborgar-
frumskógi tuttugustu aldar-
innar ýta undir imyndunaraflið
og veldur það kannski ekki svo
litlu um þaðjJive erfitt er að hafa
hendur i hári þeirra. Pólitisk
áhrif þeirra eru þó hverfandi, og
hafi verið ætlunin sú að reka
fleyg i samvinnu Kommúnista-
flokks Italiu og Kristilegra
demókrata þá virðist það hafa
mistekizt.
Hermdarverk ekki ný af
nálinni.
Starfsemi af þvi tagi, sem
Rauðu herdeildirnar á Italiu
hefur stundað að undanförnu er
langt frá þvi að vera ný af nál-
inni. Hermdarverkastarfsemi
hefur á þessari öld verið algeng-
ari i flestum öðrum löndum en i
Þýzkalandi og Italiu, þótt mest-
ar fregnir fari af henni þar
núna. I Suöur-Ameriku hefur
langtum meira kveöiö að slfkri
starfsemi. Hver man ekki
Tupamaros, Montoneros og
aðrar hreyfingar I Uruquay
Argentinu? Irski lýðveldisher-
inn (IRA) eru einhver bezt
skipulögðu hermdarverkasam-
tök i heimi. Margar þjóðernis-
hreyfingar hafa skipulagt
svipaða starfsemi: Baskar,
Bretagnebúar, Occitanar. Á
ttaliu skipulögðu þýzkumælandi
ibúar i Suður-Týról sem Italir
kalla Alto Adige hermdarverk
til að vekja athygli á málstað
sinum. Króatar hafa viða um
langa hrið reynt að vekja áhuga
á kröfum sipum. Ættu ts-
lendingar að minnast flugvélar
er þeir rændu I Bandarikjunum
fyrir fáum árum og lenti i
Keflavik á leið til Evrópu. Part-
ur af starfsemi Palestinumanna
er einnig á sviði skipulagðra
hermdarverka og Gyðingar
skipulögðu hermdarverk á ár-
unum fyrir stofnun Israelsrikis.
Hin pólitiska hermdarverka-
starfsemi lifði blómaskeið á
siðari hluta 19. aldar og fyrri-
hluta hinnar 20. I Rússlandi
voru viötæk samtök manna,
sem unnu að þvi að steypa
keisarastjórninni og stjórn-
leysingjar frömdu pólitisk morð
I mörgum löndum.
Borgarskæruliðarnir og
Maó.
Hér á undan hefur veriö rætt
um hugmyndafræði og mark-
mið hermdarverka. Þvi til
viðbótar vil ég geta þess, að
hermdarverkastarfsemi á sér
margar rætur og verður ekki
tengd neinni sérstakri stjórn-
málastefnu. Flestar hermdar-
verkahreyfingar nútimans
kenna sig viö marxisma. Maó
og Che Guevara eru hinar miklu
fyrirmyndir. Skæruliöastarf-
semi kinverskra kommúnista
hefur orðið fyrirmynd þeirra,
sem kalla sig „borgar-
skæruliöa”. Það heiti er þó
næsta ónákvæmt. Starfsemi
skæruliöa beinist að þvi að afla
sér fylgis æ fleiri manna. Miðað
er við að fámenn hreyfing val-
inna manna njóti smám saman
stuönings meirihlutans. 1 borg-
um hefur það reynzt svo, aö
þegar fjölgar i hópum hermdar-
verkamanna verða samtökin
auöveldari viðfangs fyrir lög-
regluyfirvöld. Mjög erfitt er að
komast inn i fámennan hóp
samvalinna manna, en þegar
fjöldinn er orðinn mikill, eiga
lögreglumenn hægara um vik að
ganga i samtökin og afla upp-
lýsinga um skipulag þeirra og
forystumenn. Þannig fór fyrir
Tupamaros. Þau nutu stuðnings
margra, en lögreglan átti að
lokum greiðan aðgang aö flestu
þvi er máli skipti um samtökin.
Varla er ofmaélt að hermdar-
verkasamtök nái þvi aöeins
árangri að þeirra sé getið i fjöl-
miölum. Eitt helzta keppikefli
þeirra er sú auglýsing, sem felst
i stöðugum frásögnum af að-
gerðum þeirra. An fjölmiðla
nútimans væri starfsemi
hermdarverkamanna meö allt
öðrum hætti, og hugsanlega
beindist hún gegn allt öðrum
aðilum en nú. Stjórnleysingjar
beindu geirum sinum að
ákveönum aðilum, sem þeir