Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 16
16 111 \{ n r u i Sunnudagur 21. mai 1978 gróður og garðar Ingólfur Davíðsson: . «m.,y Um hvíta- sunnuleytið grass, upprunalega frá gras- sléttum Argentinu og meira en mannhæðar háir. Magniís J. Tulinius tók myndina i hótel- garöi suður á Mallorca i oktober sl. Þarna vaxa lika pálmar og þríburablóm (Bougainvillea) með vetrarblómalit. Stærðina getíð þið markað af „öldungun- um” Valdimar frá Raufarhöfn og undirrituðum! Við ræktum mörg suðræn blóm i stofum og gróðurhúsum, og raunar lika mörg suðræn blóm, tré og runna i görðum. NU fer einmitt i hönd gróðursetn- ingartiminn. Fagurgrænn gróðrarlitur er að koma á lerkið og ýmsir runnar og tré eru að vakna af vetrardvalanum. Bezt er jafnan að gróðursetja tré og runna áður enlauf kemur i ljós, þá verður þeim minna um flutninginn en ella. Munið að ræturnar mega ekki þorna við gróðursetningu, og að nauðsyn- VfMr ineft karlreklum 11/5 1178 (Timamyud Róbert) ,,En sumarið blitt kemur fagurt og fritt meöur fjörgjafar ljósinu skæra” kvað Jónas Hall- grimsson. Sumar og vetur frusu saman að þessu sinni og þykir góðs viti. Túnin grænka, fiflarn- ir teygja stóra gula körfuna móti sól, páskaliljur lýsa garðana núna um hvitasunnu- leytið, páskarnir komu of snemma fyrir þær. Himinbláar stjörnuliljur og gular, bláar eða hvitar dvegliljur i fuilu skrúði i skjóli húsa móti sól. Gulleitir reklar (viðikettlingar) prýöa óðum viðhrislurnar. Margir svanir og endur synda á Tjörn- inni i Reykjavik, lambám bregður fyrir úti á Alftanesi og viðar i útjöðrum borgarinnar. Cthagi byrjar að lifna þó hægt fari. Þar er blessað vetrarblóm- ið fyrst á ferðinni, stundum jafnvel i april og skreytir melkollana undurfögrum rauð- bláum ilmandi blómum, jafnvel þó að fannir liggi enn rétt hjá. Purpuralitír frjóhanppar auka á fegurö blómsins. Hérna sjáið þið vetrarblóm i skálum, þau héldu áfram að blómgast inni I stofu, en tekin voru þau hátt i Úlfarsfelli á á uppstigningar- dag. Vetrarblámiö er sannar- lega harðgert. Það hefur fundizt i Kverkf jöllum I rúmlega 1600 m hæö yfir sjó , og það vex einna lengst noröur allra blómjurta, þ.e. allt norðurum 83. breiddar- gráðu á Pearylandi. A nyrztu stöðum og hæst uppi i fjöllum blómgast þaö venjulega ekki fyrr en I júní eða jUlí. Hve snemma hafiö þiö fundið blómg- uð vetrarblóm I vor? A viði- greininni á myndinni sjáið þið karlrekla með fjölda fræfla. Þetta er sem sé karltré. Kvenreklar með gildvöxnum frævum, eru jafnan á annarri hrislu. Svona er vfðinum sér- kennilega farið, ööruvisi en flestum öðrum plöntum, þvi að venjulega búa bæöi kynin saman. Þiö getið spreytt ykkur 1 á aö þekkja sundur karl- og kven viðihríslur nUna um blómgunartímann. tJti um hagann vaxa gulvíðir, gráviðir, loöviöir og smjörlauf, en i göröum eru útlendar teg- undir, einkum gljávlðir, brekkuvlöir, viöja og selja al- gengastar. Brekkuviðirinn er þó liklega bastarður gulviðis og legt er að þrýsta moldinni fast að rótunum. Plantan á að sitja blýföst þó tekið sé I hana eftir gróðursetningu. Bezt er ef moldarkökkur fylgir rótunum. Það erufingerðar yztu ræturnar sem aðallega sjúga vatn og nær- ingarefni Ur jarðveginum, og þærmega sízt ofþornaeða slitna af. Ef ekki fylgir moldarkökkur er sérstök þörf á að vara var- lega og gæta þess lika að rótin sitji I eðlilegum stellingum, en ekki I hnUt, þegar gróðursett er. Vitanlega þarf að vökva vel á eftir. Það er heizt viðir og ribs, sem fésta auðveldlega rætur og standast þó litlar rætur séu á þeim þegar gróðursett er. Þess- ar tegundir eru svo auðgróa, að eim er venjulega fjölgað meö græðlingum, þ.e greinastUfum rótarlausum með öllu. Bezt er aðsetja slika grasðlinga skáhalt i jörð og sé mestöll greinin á kafi, en aðeins stutturefstí hluti upp Ur. Það er vlða brum i dvala áviðigreinum og vaxa fljótlega út úr þeim rætur i rakri mold. Hrislannýja vexsvo upp eins og vera ber, þó hUn hafi verið lögð skáhalt í jörðu. En þegar keypt- ar eru stálpaðar plöntur, eins til nokkurra ára gamlar, viði- eða ribsplöntur, á vitanlega að vera góð rót á þeim og kökkur mold- ar að fylgja.Sérlega nauðsvnlegt þykir að vænn moldarkökkur sé um rætur barrtrjáa sem flutt eru tíl gróðursetníngar. Rætur trjáplantna eru næsta mismunandi eftir tegundum. Rætur grenis og birkis t.d. vaxa ailmjög Ut til hliðanna, en aðal- rót furu er löng og vex beint niður. Ef hún lendir i hnút við gróðursetningu getur það tafið vöxt furunnar árum saman. Þarf jafnan að gróðursetja 1 Santa Ponsa á Maliorca 1977 grávlöis og þá innlendur. Athugult fólk hefur eflaust tekið eftir iitlum gulum fiflurú, sem eru nú að byrja aö blómg- ast I Reykjayjk og víðar, eink- um á ruslasvæðum, og sem óboðnir gestir i görðumj. Hér er mynd af þeim I blómaskdl. Stöngullinn er mjósleginn og með hreisturkenndum blöðum, eins og sjá má á myndinni. Blómakarfan lika mjó. Þetta er hóffifill, skirður eftir hóflaga blöðum, sem vaxa allt sumariö og veröa stór að lokum. Hóffifill er algengur vorboði á Noröur- löndum og hafa mörg skáld sungiö um hann. En I görðum breiðist hann Ut um of með jarð- renglum. Það er líf og f jör á Tjörninni I Reykjavik, strax og ísa leysir. Fjöldi stokkanda o.fl. anda og allt aö 12 svanir. HUner friðsa^ll blettur, sem ungir og gamlir njóta, og nú má ekki skeröa hana. Tja! Þaö eru ekki fifuvendir, sem við sjáum á suðrænu mynd- inni heldur puntskUfar pampa- Vetrarblóm 4/5 1977 (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.