Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. maí 1978 62. árgangur — 104. tölublað 40 síður Siðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Einar Ágnstsson: Glundroðakenningin er ódýr áróðursbrella — Ég tel stööu Framsóknar- manna i borgarstjórnarkosn- ingunum góöa, sagöi Einar Agústsson utanrikisráðherra i stuttu viðtali viö Timann i gær. — „Við höfum góða fram- bjóðendur og mjög vel undir- búna málefnaskrá sem ég vona að fóik kynni sér. Ég vil aðeins koma að þessari margendurteknu „glundroða- kenningu”, sem ég satt að segja skil ekki aðfólk leggi eyrun við. Hvernig mætti það vera að Reykjavik, einni af öllum sveit- arfélögum I landinu, þurfi að verastjórnað af einum og sama stjórnmálaflokknum áratugum saman? Ég vil minna á það að viö höfum hér i landinu sam- steypustjórnir á landsmálasvið- inu, í rikisstjórn, og ég geri raunar ekki ráð fyrir að Sjálf- stæðismenn vilji telja þær allar gagnslausar með öllur a.m.k. tæplega þær sem þeir sjálfir hafa tekið þátt i. Þessi „glundroðakenning” er augljóslega aðeins ódýr áróðursbrella. É g verð einnig að segjaþað er ótrúlegt að það skuli enn heyr- ast að einhverjir eru að reyna að halda þvi fram að Fram- sóknarmenn séueinhvers konar „óvinir” Reykjavikur. Málflutningur af þessu tagi er forkastanlegur. Hvernig má það vera að sjötti hver borgarbúi sé óvinur sinnar eigin borgar? Það tekur auövitaö engu tali að ann- að eins skuli heyrast. Þvert á móti hafa reykviskir Framsóknarmenn átt mikinnog góðan þátt i framfaramálum i höfuðborginni og þeir hafa sýnt að þeir hafa fullan vilja og getu til að vinna áfram að málefnum borgarbúanna f framtiðinni”. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra er nú á förum vegna embættiserinda til útlanda. Um för sina sagði hann m.a.: „Ég get þvi miður ekki tekiö þátt i baráttunni fram að sveit- arstjórnakosningunum, en kem heim aftur eftir mánaðamótin og mun þá að sjálfsögðu taka fullan þátt i baráttunni fyrir Alþingiskosningarnar. Enn er það svo að ég hef skyldum að gegna vegna mins ráðherra- starfs, og vil ég siður að sæti ís- lands sé autt þegar rætt er um mál sem okkur snerta á alþjóðavettvangi”. Einar mun sitja fundi á afvopnunarráöstefnu Samein- uðu þjóðanna, en að þeim lokn- um hefst ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins sem að þessu sinni er haldinn i Washington. Um fundinn i Washington sagði utanrikisráðherra: „Fundurþessi veröur stærri i sniðum en endranær. Ég geri t.d. ráð fyrir þvi að þjóðaleið- togar aðildarrikjanna muni sækja fundinn, og vænti þess að forsætisráðherra íslands veröi þar með mér. Enn fremur þarf ég fyrir okkar hönd að ræða við bandariska forystumenn um samskipti rikjanna”. Um stöðuna I stjórnmálunum um þessar mundir sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra m.a.: Launajöfnunar- stefnan er okkar mál „Það er satt að segja furðu- legt þegar maöur heyrir það að einhverjirleyfa sér að halda þvf fram að Framsóknarmenn hafi ekki sýnt þvi áhuga að láta sér- stakar aðgerðir koma til að verja þá lægst launuðu þegar greinilega þurfti að taka i taum- ana iefnahags- og atvinnumái- um. Það hefur þvert á móti alla tið verið meginatriði hjá okkur að framfylgja launajöfnunar- stefnu. Hins vegar hafa menn óneit- anlega tekið eftir þvi, hvað eftir annað, að þeir sem nú tala hæst um kauprán” og annað i þeim dúr hafa sjálfir látið sér lynda þann launamismun sem hefur verið að þróast i þjóðfélaginu. Þeir hafa aftur og aftur gert kjarasamninga sem skildu þá lægstlaunuðu raunverulega eft- ir, en hafa svo samið um miklu betri kjör fyrirýmsa aðra hópa. Ef. það eru einhverjir sem hafa verið einhvers konar drag- bitar f þessum málum, þá eru það aðrir en Framsóknarmenn, svo mikið er vist. Um efnahagsaðgerðirnar, sem svo mikið er rætt og ritað um, vil ég segja það þær voru nauðsynlegar til þess að treysta stöðu atvinnuveganna og tryggja fulla atvinnu og lifs- kjörin í landinu. Þegar sýnt var hvert stefndi varð að gripa til úrræða, og var þá fyrst þessi gamalkunna leið að fella geng- ið. Þegar ljóst varð að meira þurfti til, gerðum við að sjálf- sögðu skyldu okkar. Og ég held satt að segja að almenningur geri sér þetta ljóst. Um umræðurnar um ákvæði annarrar greinar laganna um efnahagsaðgeröir, sem svo mik- ið hefur verið rætt um, sagði Einar Ágústsson m.a.: — Þessiákvæði voru beinlinis sett til þess að tryggja hag þeirra lægst launuðu. Það var vissulega athyglisvert að fylgj- ast með viðbrögðum stjórnar- andstæðinga viðþessum ákvæö- um. Þeir settu upp hundshaus og vildu ekkert af þvi vita aö gripiöyrði til sérstakraaðgerða til að verja þá lægst launuðu áföllum. Það er þvi hæpið að leggja trúnað á orð þeirra nú, og allt eins lfklegt aö þeir hafi önnur sjónarmið i huga. Launajöfnun- arstefnan á ekki visan fram- gang i höndum þessara manna. Hún hefur verið okkar mál”. Um þær umræðursem nú eiga sér stað um kjaramálin sagði Einar Agústsson m.a.: — Nú er rikisstjórnin aö kanna það hvort eitthvað það hafi gerzt i' efnahagsmálunum, siðan efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar, sem gæti valdið þvi að lögin næðu ekki lengur fyllilega tilgangi sinum eins og var þegar þau voru sett. Ef það kemur fram að aðstæður hafi að einhverjuleyti breytzt, þá er aö athuga það. En ég held að þeir sem vilja fylgjast með þessum málum og gera sér ljóst hvernig málin i raunogverustandasjáiað allur þessi háværi áróður um „ástæðulausa kjaraskerðingu” og um „kauprán” og annað þar af verra á enga stoð i raunveru- leikanum og miðast ekki við hag þeirra lægst launuðu. Nú er það t.d. ljóst að um næstu mánaðamót munu menn fá kauphækkun, og geta menn þá séð hvert mark er takandi á öllum stóryrðunum”, sagði Ein- ar Agústsson utanrikisráðherra aö lokum. Er gikt ættgeng? Umkringdnr á áUa vegu í hverri frumu manns- likamans eru 46 litningar, tveir og tveir saman og bera númerin 1—22,auk kynlitning- anna. Erfðafræðingar hafa smám saman aflað sér vitneskju um hvaða eiginleik- ar fylgja hverri litningasam- stæðu en þó er margt enn ókannað i erfðafræðinni. A siðari árum hefur komið i ljós að litningur nr. 6 framleiðif mótefnavaka, sem hafa áhrif á mótstöðu fólks gagnvart sjúkdómum, m.a. gikt, sem virðist Uggja mjög i ættum. Sjúkdómaerfðafræði er vax- andi visindagrein og þar, eins og I erfðafræði almennt, getum við tslendingar lagt rikulegan skerf af mörkum. Dr. Alfreð Arnason erfðafræð- ingur og forstöðumaður erfða- fræðirannsóknadeiidar Blóð- bankans hefur gert merkar uppgötvaniri sinni grein, m.a. rannsakað áður litt kannaðan eríðavisi, BFS prótin. Það er ekki sizt Alfreð að þakka að tslendingar hafa tekiö þátt i aiþjóðasamstarfi varðandi sjúkdóma og vefjagerð frá upphafi og sat hann fyrsta al- þjóðaþingið i þeirri grein i París 1976. Jón Þorsteinsson yfirlæknir spjallaði ásamt Alfreð Arnasyni við blaöa- mann Tfmans um rannsóknir i sjúkdómaerfðafræöi, sem þeir vinna sameiginlega að hér á landi. Sjá grein á bls. 14-15. Eins og séstá myndinni þá eru ýmsir erfiðleikar sem mæta slökkviliðsmönnum þegar þeir eru áferð um borgina jafnvel þó að eldur sé ekki laus. t þessu tilviki var slökkviblllinn í æfingarakstri og þvi lá e.t.v. ekki svo mikiðá að hann kæm- ist leiðar sinnar, en eins og s já má á myndinni þá er bflum lagt þvert á leið slökk vibflsins, en ef um eldsvoða væri aö ræða þá sjá aUir að iUa hefði getað farið ekki sizt I hverfi einsogGrjótaþorpinu þar sem flest ÖU hús eru úr timbri og þvi fljót að fuðra upp. Timamynd Tryggvi/ESE Hverjar eru afleiðingar stúdenta- uppreisnar- innar Fyrir tíu árum hófst í Frakklandi óvenjuleg og ævintýraleg uppreisn. Andóf stúdenta við há- skólann í Paris olli því, að herlið var sent inn í fornfræga byggingu Sorbonne í hjarta París- ar og hófust upp úr því götubardagar og átök, sem stóðu á annan mán- uð. Lýðveldið riðaði og de Gaulle endurskipu- lagði stjórn sína. En hver urðu áhrifin þegar fram liðu stundir? Bls 10-11 Hryðjuverk gömul og ný baráttuaðferð Hryðjuverlo mannrán og pólitísk morð hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarnar vikur. En eru hryðju- verk meiri nú en áður og eru kannski pólitísk hermdarverk sjaldgæf- ari í Vestur-Evrópu en öðrum heimshlutum? Bls 20-21.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.