Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 31. mai 1978
Klnverskir flóttamenn vaða
yfir vatnsfall á landamærum
Klna og Vietnam.
Flóttamanna*
straumur frá
Vietnam
til Kina
Peking, Singapore/Reuter.
Kinverjar hafa ekki gefið neitt
svar við tillögum Vietnama
um að fundi verði komið á, þar
sem rætt verði um hugsanlega
flutninga á Kinverjum frá Ho
Chi Minh borg með skipum.
Stjórnin I Peking telur að um
90.000 kinverskir fióttamenn'
hafi komið frá Vietnam að
undanförnu og hafi þeir sætt
illri meðferð og verið reknir úr
landi.
Stjórnin I Hanoi telur að
flutningar Kinverjanna milli
landa séu ólöglegir og að þeir
hafi hafizt vegna áróðurs er
haldið hafi verið á lofti af þeim
er spilla vilji sambúð Kina og
Vietnam.
Otvarpið I Hanoi fór I gær
hörðum orðum um ásakanir
Kinverja I garð stjórnarinnar,
og sagt var að Kinverjar vildu
eyðileggja sósialiska upp-
byggingu i landinu, en jafn-
framt var itrekað að æskilegt
væri aö fulltrúar beggja land-
anna kæmu saman til fundar.
Mobutu:
Gíslarnir myrtir
Rabat/Reuter. Mobutu Sese Seko
forseti Zaire sagði i dag, að upp-
reisnarmenn i Shabahéraöi hefðu
drepið alla Evrópumennina, sem
þeir tóku I gislingu, er þeir flýðu
frá námabænum Kolwezi. Hafði
forsetinn þetta eftir „sérstökum
leiðum”, en i hópi gislanna voru
Vestur-Berlin/Reuter. Saksókn-
ari við réttarhöld yfir öfgasinnuð-
um vinstri mönnum bað i gær um
Narita/Reuter. Japanska stjórn-
in ákvað I dag að minnka öryggis-
eftirlit með þeim er heimsækja
hinn nýja alþjóðlega flugvöll,
Narita. Samtök, sem barizt hafa
gegn byggingu flugvallarins, hafa
hins vegar skipulagt nýja herferö
sem standa á i 100 daga. Fors-
prakkarnir i samtökum andstæð-
inga flugvallarins eru bændur i
nágrenni hans, sem neitað hafa
aö selja land sitt undir frekari
flugbrautarbyggingu.
bæði konur og börn.
Gislarnir voru myrtir á laugar-
dag, en ekki er vitað nákvæmlega
hve margir féllu, bætti forsetinn
við á blaðamannafundi er hann
hélt við lok heimsóknar sinnar til
Marokkó.
Taliðerað um 200 Evrópumenn
aö tveir lögfræðingar yrðu útilok-
aðir frá réttarhöldunum vegna
þess að þeir væru flæktir i flótta
Flugvöllurinn var opnaður fyrir
10 dögum og hefur ráðherra sá,
sem ábyrgð ber á flugvellinum,
ákveðið að allar öryggisaðgerðir
verði einfaldaöar og að nemenda-
hópum, gömlu fólki og fólki, sem
fylgir farþegum á flugvöllinn,
verði leyft að koma i flugstöðvar-
bygginguna frá og með n.k.
fimmtudegi. Að minnsta kosti.
fimm hafa látizt og meira en 8.000
særzt frá þvi að ákveöiö var aö
byggja flugvöllinn 1966.
hafi fallið eftir árás uppreisnar-
manna á Kolwezi i Shabahéraði
fyrr i þessum mánuði. Franska
utanrikisráðuneytið birti i gær
lista yfir 48 Frakka sem týnzt
hafa i Zaire, en allt er óvist um
það hvort viðkomandi eru i hönd-
um uppreisnarmanna.
skæruliðans Till Meyer úr
fangelsi. Meyer sem kom fyrir
réttinn ásamt fimm öðrum,
ákærður fyrir mannrán og morð,
slapp úr Moabit fangelsinu á
laugardag. Tvær vopnaðar konur
frelsuðu hann er hann átti viðræð-
ur við tvo af þeim lögfræöingum
er verja hann, þá Nicolas Becker
og Detlef Mullerhoff.
Á morgun verður tekin ákvörö-
un um það hvort beri að útiloka
lögfræðingana frá réttarhöldun-
um, en þeir voru skamma hrið i
vörzlu lögreglunnar eftir að Mey-
er slapp. Farið var fram á brott-
rekstur lögfræðinginna á þeim
grundvelli að Meyer hefði verið
ókleift að sleppa nema meö hjálp
verjendanna. Meyer er ásamt
hinum fimm ákærður fyrir morð-
ið á Gunter von Drenkmann 1974
og ránið á stjórnmálamanninum
Peter Lorenz árið 1975. Héðan i
frá verður fjallað um mál Meyers
sérstaklega, en réttarhöldunum
yfir félögum hans haldið áfram.
Sadat:
Verjum
Níl
Kairó/Reuter. Anwar Sadat
forseti Egyptalands sagði að
Egyptar myndu fara i striö ef
einhverjir reyndu að hefta
notkun þeirra á vatni Nílar
eða réðist inn i Súdan. Þetta er
svar sem forsetinn gaf er
fréttamaöur spurði hann álits
á fréttum er herma að
Eþiópíumenn hyggist byggja
slika stiflu i Tanavatn, sem er
ein af uppsprettum Nilar.
„Við erum algerlega háöir NIl
og við munum ekki hika eitt
augnblik, vegna þess að hér er
um lif og dauða að tefla”.
Sadat var spuröur um hver
afstaða Egypta yrði ef öryggi
Súdans yrði ógnaö I kjölfar
átakanna I Eritreu. Hann
sagði að Egyptar myndu
bregða skjótt við og aðstoða
Súdani vegna þess hve mikilla
hagsmuna Egyptar ættu að
gæta í Súdan. Egyptar og
Súdanir hafa gert með sér
varnarsamning og áætlun um
samvinnu á sviði stjórnmáia
og efnahagsmála.
I eriendaf fréttir
Lögfræðingar Meyers
samsekir?
Dregið úr öryggis-
aðgerðum á Narita
Háðstefna um málefni Afríku
Washington/Reuter. 1 næstu viku
verður haldin i Paris alþjóðleg
ráðstefna um aðgerðir Afriku-
þjóða og vestrænna þjóða vegna
aukinna afskipta Kúbumanna og
Sovétmanna i Afriku. Talsmenn
Bandarikjastjórnar segja aö
Bandarikjamenn muni taka þátt i
ráöstefnunni en ekki er vitað
hvaða þjóðir aðrar muni senda
fulltrúa til fundarins.
Franskar heimildir telja að
aðrar þátttökuþjóðir veröi Bret-
ar, Vestur-Þjóðverjar og
Kanadamenn. Likur eru á aö Ital-
ir muni einnig senda fulltrúa en
ekki er vitað hvaða Afríkuþjóðir
senda menn til viðræönanna.
Talsmaður stjórnarinnar i
Washington sagði að ekkert hefði
enn verið ákveðið um til hvaða
ráða væri vænlegt að ráðstefnu-
þjóðirnar gripu, enda myndu
Bandarikjamenn ekki taka aö sér
forystuhlutverkið né hefðu þeir I
hug að senda hermenn til Afriku.
Horfur eru taldar á að flestar að-
gerðir verði i ætt við þær sem
Belgfumenn og Frakkar hafa
hrundið i framkvæmd i Zaire að
undanförnu og miðast við aö
bjarga Evrópubúum er búsettir
eru á svæðum þar sem til átaka
hefur komið.
• •
Orvænting og reiði vex með-
al innflytjenda í Bretlandi
Tayib gengur með 6 þuml-
unga járnrör i jakkavasanum
og hefur svarið þess dýran eið
að br jóta hausinn á næsta hvita
manni sem ræðst á hann i East
End i London. Þar kemur nú
ósjaldan til átaka og það sýnir
að kynþáttavandamálið i Eng-
landi er vaxandi. „Ég hef vcrið
laminn tvisvar”, segir Tayib,
scm er 20 ára og vinnur á póst-
húsi. „F jölsky Ida min þorir ekki
lengur að fara út úr húsi eftir að
dimma tckur. Margir hafa orðið
fyrir sömu reynslu og ég. Viö
erum búnir að fá nóg,” bætir
Tayib við.
Tayib, sem vildi ekki gefa upp
fullt nafn, er einn af 20.000 inn-
flytjendum frá Bangladesh sem
nú búa I East End. Hvitir öfga-
menn hafa nú ógnaö öryggi
þessara innflytjenda siðustu 18
mánuði.
Tayib lætur I ljós reiði og ör-
vilnun sem breiðist út meðal
ungra Asiumanna og blökku-
manna. Bretar hafa löngum
þótt umburðarlyndir hvað varð-
ar kynþáttamál, en nú virðist
geta komið til kynþáttaóeirða i
landinu.
Englendingar burt
„Ensku svinin burt” er skrif-
að á vegg vöruhúss I White-
chapel hverfinu, en hvergi i
East End hefur ástandið verið
eins slæmt og þar. Átökin náðu
hámarki þegar Altab Ali, 24 ára
gamall, var stunginn til bana af
nokkrum hvitum mönnum. Tal-
ið eraötólf mannshafi látið lifið
i átökum er sprottið hafa útaf
deilum um kynþáttamál á siö-
ustu tveim árum.
Vinur Tayibs, feiminn ungur
maður, segir að hundruð ungra
Asi'umanna læri nú karate og
aörar sjálfsvarnariþróttir til að
geta varizt gegn þeim sem
kallaðir eru „hviti nazistaflokk-
urinn”.
Aðrir Asiumenn hafa stofnað
varðflokka, og foringjar blökku-
manna hafa hvatt til þess að
komið verði á fót sveitum þel-
dökkra er annist eftirlit á götum
i fátækrahverfunum. Vaxandi
óróa hefur gætt i sambandi við
kynþáttamálin að undanförnu i
kjölfar þess að öfgasinnaðir
hægri menn hafa hvatt til þess
að eingöngu hvitum mönnum
verði leyft að gerast innflytj-
endur í Bretlandi. Enn á þó eftir
að hitna i kolunum er kosningar
fara f hönd i Bretlandi i haust,
en Ihaldsflokkurinn hefur heitiö
þvi að hefta innflutning manna
til Bretlands nái flokkurinn að
komast aftur til valda.
Menn af öðrum kynþætti en
hinum hvita eru nú 1,9 milljónir
að tölu eða 3,4% ibúa Bretlands.
Nærri 1,3 milljónir þessara
manna koma frá Indlandi,
Pakistan og Bangladesh, en þeir
sem þá eru ótaldir koma flestir
frá Vestur-Indium. Flestir inn-
flytjendanna búa i fátæklegum
úthverfum og þar lita hvitir ibií-
ar, sem flestir eru fátækir, þá
hornauga og þjóðernissinnar
kynda undir hræðslunni.
1 Whitechapel hefur löngum
verið mikill órói. Þar gekk Jack
the Ripper um göturnar fyrir
100 árum. Rússneskir stjórn-
leysingjar börðust þar við her-
menn 1912 og enskir fasistar
marséruðu þar á fjórða ára-
tugnum. Gyðingar voru fórnar-
lömb fasistanna,en nú eru Asiu-
menn i svipaðri aðstöðu. Flestir
innflytjendanna tala ekki ensku
nema mjög takmarkað, og
margir þeirra vinna fyrir lágum
launum við fataiðnaðinn.
Foreldrar fylgja börnum sin-
um i skólann i öryggisskyni.
„Þú sérð krakkana ekki lengur
aðleiki skemmtigörðunum. Viö
höfum minni og minni sam-
skipti við Englendinga. Við för-
um ekki út á kvöldin lengur, það
er of hættulegt,” segir reiður
Asiumaður. Leiðtogi Asiumann-
anna, Gholam Mustafa, klæð-
skeri, segir að ráðizthafi verið á
hundruð Asíumanna.
Zahid Hasan læknir, sem gert
hefur að sárum margra þeirra
er orðið hafa fyrir árásunum,
segir að hann hafi sjálfur verið
barinn mörgum sinnum. „Það
er greinilegt að ofbeldið færist i
vöxt og kynþáttahatur á mikinn
þátt í þvi.”
Mustafa hefur sömu sögu að
segja og aðrir leiðtogar Asiu-
manna og blökkumanna. Lög-
reglan gerir litið til að leita uppi
menn er ráðast aö innflytjend-
um eða til að vernda þá fyrir
árásunum. „Hvitir stjórnmála-
menn eru á móti okkur, lög
hvitra eru á móti okkur”, segir
Mustafa. „Við vonum að þeir
nái morðingjum Altab Ali, en
þeim hvitu er vist sama þó að
þeir finnist ekki.”
Vandræðin aukast stöðugt. 1
'fyrrasumar særðust hundruð
manna er vinstrisinnaðir
blökkumenn börðust við þjóð-
ernissinnaða öfgamenn og lög-
reglu. í ár er búizt við átökum I
Birmingham og Wolverhamp-
ton þar sem Ku Klux Klan sam-
tök hvitra hafa ógnað innflytj-
endum. Bishan Dass, sem er
annar tveggja Asiumanna er
sæti eiga i borgarráði Wolver-
hampton, segir að þolinmæði
innflytjenda sé á’ þrotum og
brátt verði stofnaðir hópar er
hafa það verkefni að verjast of-
beldi öfgamanna.
Kynþáttaóeirðirnar eru ekki
orðnar nærri eins alvarlegar og
i Bandarikjunum, en margir
telja að ef ekki verði tekið i
taumana hið fyrsta og ráðizt að
rótum meinsemdarinnar, lélegu
húsnæði, miklu atvinnuleysi og
almennri óánægju innflytjenda,
þá megi Bretar eiga von á
svipuðum glæpum og tiðkast i
fátækrahverfum Bandarikj-
anna.
Hvitir Bretar mótmæla kynþáttaofsóknum.