Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 31. mai 1978
/" ' ....................... ■"
Dagvistarstofnanir eru sivin-
sælt umræðuefni hér á landi og
hefur borið mikið á þeim i um-
ræðum að undanförnu —
kannski vegna nálægðar kosn-
inga ..
Nú er ekki lengur litið alhliða
á dagvistarstofnanir sem ill-
nauðsynlega geymslustaði fyrir
börnin, heldur sem uppeldis-
stofnanir, sem hafa það að
markmiði að stuðla aö llkam-
legum, andlegum og félagsleg-
um þroska barnanna. En hvað
sem þvi öllu liður, ber vist flest-
um saman um það, aö mikill
skortur er á dagvistunarrými
fyrir börn, enda oft allt aö
tveggja ára bið til að koma
börnum að. t Þýzkalandi er
þessu öðru visi farið. Að visu
áttu þeir við svipað vandamál
að striða til skamms tima, en nú
hefur dæmið snúizt við og svo
komið, að ekki eru til nægilega
mörg börn til að hægt sé að full-
nýta þau rými sem til eru. Kem-
ur þetta m.a. fram i grein i
þýzku blaði þar sem fjallað var
litillega um þessi mál þar i
landi.
I greininni segir, að það sé
regla að börn séu alla jafna ekki
sett á dagvistarstofnanir fyrr en
þau eru þriggja ára (er þá ekki
átt við vöggustofur sem taka við
börnum fyrr), þvi það er taliö,
aðfyrstu þrjúári ævi barnssé
nauðsynlegt að það fái aðhald
og umhyggju einnar ákveðinnar
manneskju, og þá helzt móður-
innar, til að það nái að þroskast
eðlilega. Auk þess eru þau ékki
talin nægilega þroskuð til að
™ ’ ‘ llega mörg böm
til að fylla dagvistunar-
heimilin í V-Þýzkalandi
fara á dagheimili yngri. Þriggja
ára eru þau t.d. flest talin hafa
náð nægilegu valdi á málinu til
þess að þau geti tjáð sig og náð
sambandiviðönnur börná þann
hátt. Þ á æ ttu þ au he ldur ekki að
kippa sér upp við aðskilnað frá
móðurinni hálfan daginn eða
svo.
Rikið, kirkjan og ýmsar vel-
ferðarstofnanir sjá um að nógu
mörg pláss séu á dagvistar-
heimilum fyrir öll börn á aldrin-
um þriggja til sex ára. Fyrir fá-
um árum var ástandið þannig
að fólk þurfti að biða i allt að eitt
ár tíl að koma börnunum sinum
að. Hins vegar er ástandið
þannig i dag, að i mörgum til-
fellum eru plássin oröin of
mörg. Astæða þessa er ekki ein-
göngu sú, að plássunum hafi
fjölgað að þessu marki, heldur
eru fjölskyldur ekki eins barn-
margar og áður tiökaðist.
Da g vi sta rs t o f n a n ir i
Vestur-Þýzkalandi eru venju-
lega opnar allan daginn. Geta
foreldrarnir valið um það hvort
þeir kjósaað láta börn sin dvelj-
astt þar allan daginn eða bara
hluta úr degi. Fá börnin mið-
degismat þarna og eru látin fá
sér blund á eftir. Þeim er skipt
niður i hópa og eru fimmtán til
tuttugu i hverjum, en það er tal-
ið, að þvi minni sem hóparnir
eru þvi betra fyrir börnin.
Fóstra eða uppeldisfræðingur,
eins og starfsmennirnir eru nú
kallaðir, ogaf hvoru kyninu sem
er, sér um hvern hóp fyrir sig.
Ótaldar kenningar um uppeldi
og uppeldisaðferðir barna hafa
verið skrifaðar af hinum ýmsu
sérfræöingum og ófáar eru
nefndirnar, sem unnið hafa að
þvi að gera yfirgripsmiklar
kannanir í þvi skyni að finna
hentugustuogbeztu leiðirnar til
uppeldis barna á forskólaaldri.
Gagnrýna starfsmenn dag-
vistarheimla þetta oft á tiðum
og finnst málið gert of flökið.
Telja þeir að aðeins minni sér-
fræðings-og kennimannsbragur
á uppeldinu sakaöi ekki.
Dagvistarheimilin hafa það
markmið að stuðla að alhliða
þroska barnanna. Er sérhver
móðir, sem á eitt barn, hvött til
að láta það á dagvistarheimili
hluta úr degi eða allan daginn,
þvi að talið er að aðeins með
tengslum við önnur börn nái það
æskilegum þroska. A dagvistar-
heimilunum fá börnin einnig að
fást við þroskandi og uppbyggj-
andi viðfangsefni og meðþar til
búnum leikföngum og leikjum
læra þau að skilja umheiminn
betur. Barnið lærir að ná valdi
yfir likama sinum og lærir að
beita margs konar áhöldum og
tækjum. Einnig er á sumum
heimilum i Þýzkalandi sérstök
áherzla lögð á félagalegan
þroska þar sem börnin læra að
taka jafnt tillit til óska annarra
sem sinna eigin.
Ekki eru allir jafnhrifnir af
fyrirkomulaginu á dagvistar-
heimilum i Þýzkalandi. Fyrir
nokkrum árum spruttu upp eins
og gorkúlur sérstök barna-
heimili, skipulögð alfarið af for-
eldrum. t mörgum tilfellum
voru þeir sem þarna voru að
verki ungir foreldrar eða stú-
dentar, sem höfðumikinn áhuga
á uppeldismálum og höfðu oft
ákveðnar skoðanir i þeim efn-
um, og voru gjarnan á öndverð-
um meið við rikjandi hugmynd-
ir um dagvistarstofnanir.
Fundu þeir þeim það einkum til
foráttu, að börnin væru höfö í of
stórum hópum og oft á tiðum
væri skipulagið of strangt fyrir
ung börn. Bentu þeir á þaö t.d.
að ekki vildu öll börn leggja sig
uppeldi barna á forskólaaldri,
þvi það er vitað, að sex fyrstu
árin eru hvað mikilvægust fyrir
mótun barnsins og þá eru lögð
drög að framtið þess, hvað
varðar andlegan þroska og per-
sónuleikao^ghæfni á hinum mis-
munandi sviöum.
Börnin fá þjálfun i ab nota tól og tæki af ýmsu tagi.
eftir máltiðina. Þá fannst þeim
og foreldrakvöldin, sem væru
endrum og eins á heimilinum, of
stutt til að tóm gæfist til gaum-
gæfilegra skoðanaskipta.
Gjald miðaö við heildar-
tekjur
Dvöl á dagvistunarstofnunum
er auðvitað ekki kostnaðarlaus,
en gjaldið er ekki hátt og er
miðað við mánaðartekjur fjöl-
skyldunnar og þvi eru dag-
vistarstofnanir hins opinbera
mikið notaðar af láglaunafjöl-
skyldum.
Auk þessa tiðkast einnig i
Vestur-Þýzkalandi, að stærri
fyrirtæki komi. upp barna-
heimilinum fyrir starfsfólk sitt
og eruþau mikið notuð og koma
báðum aðilum til góða.
Siðustuárin hefur eins og áð-
ur sagði fjöldi kenninga sprottið
upp um börn á forskólaaldri.
Stöðugt er verið að reyna nýjar
aðferðir, leiðir og form, og
stöðugt er verið að gera ein-
hverjar endurbætur og oft á tið-
um gleymast foreldrarnir i
þessu öllu og þeir fylgjast ekki
með þessum sifelldu tílraunum,
sem verið er að gera með börn-
in, eða þá þeir skilja hvorki
haus nésporð á þeim. Samt sem
áður viðurkenna flestir i Þýzka-
landi nauðsyn þess að þróa
áfram kenningar og aðferðir i
Búningateiknun Grétu Þórsdóttur fær góða dóma i Finnlandi
Gréta Þórsdóttir hefur hannað
búninga i uppsetningu nemenda-
leikhúss finnska leikaraskólans i
Helsinki á leikritinu „Svik og ást”
eftir Schiller. Leikstjóri var
prófessor Rudolf Penka frá DDR,
sem þykir einn fremsti leik-
húspedagóg vorra tima.
1 dómum um sýninguna i
Helsingin Sanomat, 6. mai 1978
segir um sviö og búningateiknun
Grétu Þór sdóttur.
„Hinir ýmsu þættir verksins
njóta sin I góðu samhengi hver viö
annan á þessu vonlausa sviði
Koitto-leikhússins i sviðsetningu
Gretu Þórsdóttur. —
Sviösetningin er, fyrir utan það
aö vera einföld, mjög stilhrein og
eftir aðstæðum hagkvæm. Bún-
ingarnir eru stilhreinir og sann-
færandi og þeir eru leikurunum til
mikils stuðnings við flutning
verksins.”.
Gréta (Elsa Margrét) ÞÓrs-
dóttir hefur undanfarin fimm ár
stundað nám við
Konstindustriella Högskolan I
Helsinki, Finnlandi, fyrst i fata-
hönnun og leikbúningagerð, siðar
jafnframt og nú siðasta vetur ein-
gqngu i leikmyndahönnun (leik-
tjaldamálun).
Aður en hún fór utan til náms
1973 hafði hún lokið stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla Islands (1970)
og starfað m.a. i nálega tvö ár
sem forstöðumaður saumastofu
Leikfélags Reykjavikur, þar sem
hún vann búninga m.a. fyrir
„tJtilegumennina,” 75 ára af-
mælissýningu Leikfélags Reykja-
vikur 1972, „Súperstar. Jesús, I Finnlandi hefur Gréta með hússins i Vasa vorið 1975 á „Þið
guð, dýrlingur, Fótatak,” náminu m.a. hannað og unnið munið hann Jörund” eftir Jónas
„Loka” og „Fló á skinni.” búninga fyrir sýningu Wasa leik- Arnason.
Úr leikriti Schillers Svik og ást, sem sett var upp I Finnlandi 1 maf. Gréta Þórsdéttir sá um
búningateiknun og sviðsetningu, en um búningana segir I leiklistargagnrýni: „Þeir eru leik-
urunum tii mikiis stuðnings við flutning verksins.”
i .............——i^