Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 31. mai 1978 15 ■OOO0GOOOI „HM-keppnin í Argentínu verður mjög tvísýn” — segir Bobby Charlton, sem segir að V-t>jóðverjar eigi mjög öflugt landslið Ef Skotar skora mörk — ná þeir langt, segir Peter Lorimer SOS-Reykjavík. — Þaö get- ur alit skeð í HM-keppninni í Argentinu. Ég tel aö V- Þjóðverjar eigi góöa möguleika á, að verja heimsmeistaratitilinn — þeir hafa góðu liði á að skipa, sagði Bobby Charl- ton, þegar hann var spurð- ur um hvaða landslið hann teldi sigurstranglegast í HM-keppninni. Bobby sagði að Brasiliumenn væru einnig með mjög öflugt lið, sem léki góða knattspyrnu — og þá væru Hollendingar alltaf sterkir. — Annars er erfitt aö spá, þvi að keppnin i Argentinu verður gifurlega tvisýn, sagði Bobby Charlton. — Hvað með möguleika Skota? — Skotar geta gert góða hluti, en þá verða þeir að skora mörk. PETER LORIMER... hinn skotfasti leikmaður Leeds, lék með Skotlandi i HM-keppninni i Argentinu — hann hafði þetta að segja um HM-keppnina: — Ég hef trú á að baráttan standi á milli HM-keppnin í knatt- spyrnu Argentina 78 HELMUT SCHÖN...einvaldur V-Þjóðverja, er hrifinn af Skot- um. „Skotar gera stóra hluti...” — hér í Argentinu,,, segir Helmut Schön, einvaldur heimsmeistar- anna V-Þjóðverja Heltnut Schön, einvaldur heims- meistaranna frá V-Þýzkalandi, sagði að Skotar ættu eftir að gera stóra hluti i HM-keppninni i Argentlnu. — Skotar eru komnir til Argentinu, ákveðnir að láta ekki sömu söguna endurtaka sig og i HM-keppninni i V-Þýzkalandi 1974, en þá máttu þeir bita i það súra epli að verða sendir heim, án þess þó að hafa tapað leik, sagði Schön. — Ég held að Skotar verði með eitt af þeim liðum, sem ná langt. Þeir eru baráttuglaðir og þá leika þeir stórgóða knattspyrnu, sem gaman er að horfa á, sagði Schön. Þegar Schön var bent á, aö Skotum hafi ekki gengið vel i Bretlandseyjakeppninni, sagði hann: — Það er ekki að marka þá keppni, þar sem Skotar voru aö undirbúa sig fyrir átökin I HM. Það verður annað uppi á teningn- um hjá þeim hér i Argentinu — það veit ég, sagði Schön, sem er mjög hrifinn af skozka liðinu, en til gamans má geta þess, að þeg- ar dregið var i riðla i HM-keppn- inni, var Schön ánægður með að hafa ekki lent i riðli meö Skotum. -SOS CUP75 Brasiliu, Hollands, Argentinu og V-Þýzkalands. Nú, ég vona að Skotar geri góöa hluti i HM- keppninni og að þeir verði heppn- ari heldur en i HM i V-Þýzka- landi. Þá töpuðum við ekki leik, en urðum að sætta okkur við að fara heim eftir riðlakeppnina. Þá vorum við með jafn mörg stig (4) og Júgóslavar og Brasiliumenn, en lélegri markamismun, sagði Lorimer. Lorimer sagði að það hafi verið höfuðverkur hjá Skotum að undanförnu, að þeir hafa ekki skorað nóg af mörkum i lands- leikium. — Ef strákarnir ná að vinna á þessum vanda og fari að skora mörk i Argentinu, þá hef ég trú á þvi að þeir eigi eftir að ná langt, sagði Lorimer. Mick Dóýle og Joe Royle, fyrr- um félagi hans hjá Manchester City, voru sammála um, að Brasiliumenn, V-Þjóðverjar og Hollendingar væru sigurstrang- legastir, en þó væri ekki hægt að útiloka möguleika gestgjafanna — Argentinumanna. BOBBY CHARLTON PETER LORIMER Menotti hefur 10 „njósnara” — til að fylgjast meö leikjum i HM-keppninni Argentinuinenn laka heims- meistaia keppnina i knatt- spyrnu mjög alvarlega, og ætla sér að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til aö vinna keppn- ina. Til aö mynda mun þjálfari Argentfnumanna, Luis .Menotti, liafa tiu ,,njósnara” á sinum vegum á leikjum annarra liöa i il.M keppninni, og þeir inunu einnjg fylgjast með liðunum á inilli leikja og gei'a daglega Menotti skýrslur. Menotti hélt fyrr I mánuðinum til Evrópu, þar sent lianii skoöaöi gaum- gæfilega keppinauta Argentinu- inanna i undankeppninni, Frakka, ítali og L'ngverja. Sá hann i þessu skyni leiki ltaifu- Júgóslavíu, Frakklands-Túnis og Fnglands-Lngverjalands. Ó.O. I Kokkarnir við kabyssuna... V-Þjóðverjar sendu matsvein til Argentinu viku áður en landsliö þeirra hélt þangað til að verja heimsmeistaratitilinn i knatt- spyrnu. Matsveinninn fór meö mikið af þýzkum þjóðarréttum með sér — t.d. 30 kg af súrkáli. Leikmenn v-þýzka liðsins mega engan mat snæða, nema þann sem matsveinninn leggur blessun sina yfir. Sepp Maier, markvörð- ur v-þýzka liðsins og Bayern Munchen, sem er mikill grinisti, sagði við blaöamenn i Argentlnu, að matsveinninn léki tvlmæla- laust þýðingarmesta hlutverkið i v-þýzka liðinu. Og það er örugg- lega rétt — leikmenn V-Þjóöverja gera sér fyllilega ljóst, að þeir verði ekki vel upplagðir i erfiöa keppni, nema maganum liði vel. Brassarnir fá einnig sérrétti Brasiliumenn eru einnig með matsvein i herbúðum sinum, en það er sjálfur Mario, sem er mat- sveinn á Samba-veitingastaðnum i Rio de Janeiro, sem mun mat- reiða buff og sjávarrétti fyrir leikmenn Brasiliu, fyrir utan svinasteikur, kjúklinga, hris- grjónarétti, sérstakar bakaöar baunir og ýmislegt annaö góm- sætt, sem hann mun „brasa” fyrir Brassana. HANSI...matreiðslumaður V-Þjóðverja, sést hér að störfum. Strákamir töp- uðu í Noregi islenzka landsliöið skipað leik- mönnum undir 21 árs, tapaöi fyrir Norðmönnum i slökum leik I Fredrikstad I Noregi i gær- kvöldi. Norðmenn unnu — 1:0 og skoruðu þeir mark sitt rétt fyrir leikhlé. Völlurinn sem leikið var á var afspyrnulélegur. Landsliö Islands var skipað þessum leikmönnum: Jón Þor- björnsson (Akranesi) Rafn Rafnsson (Fram), Einar Ás- björn Ólafsson (Keflavik) Guð- mundur Kjartansson, (Val) Ró- bert Agnarsson (Vikingi) Atli Eðvaldsson (Val) Albert Guð- mundsson (Val) Ingi Björn Al- bertsson (Val) Arnór Guðjohn- sen (Vikingi) Siguröur Björg- vinsson (Keflavik) og Pétur Pétursson (Akranesi).Pétur Ormslev (Fram) kom inn á fyrir Inga Björn i byrjun seinni hálfleiks. HM-punktarl LeikmennPerú eru heldur bet- ur hjátrúarfullir — þeim er ekki vel við peysuna nr. 13 og eftir miklar vangaveltur og breytingar á númeraröð leikmanna var ákveðið að varamarkvörðurinn Juan Caceres fengi þessa „óhappapeysu.” • Nasser Hedjazi markvörður iranska liðsins segir að allt geti skeð i knattspyrnu — við munum veita Hollendingum og Skotum harða keppni sagði hann. • Leikmenn Túnis segja aö þeir muni ekkert gefa eftir i barátt- unni viö V-Þjóðverja og Pólverja Þeir segja að leikmenn Póllands séu það gamlir, að þeir eigi erfitt með að leika marga erfiöa leiki i röð. • JOHAN NEESKENS... hinn snjalli leikmaður Hollands og Barcelona mun ekki leika fyrsta leik Hollands — gegn Iran, þar sem hann er ekki fullkomlega bú- inn að ná sér eftir meiðsli i hné. — Ég hef aðeins leikið 6 1/2 leik siöan I desember og þvi borgar sig ekki að taka neina áhættu sagði Neeskens. — Viö megum ekki vanmeta Ir- ana, þvi að þeir eru fljótir á knött- inn og leika góða knattspyrnu sagöi þessi stjarna Hollendinga i HM-keppninni i V-Þýzkalandi 1974. • Spánverjar komu til Argentinu i gærdag og eru þá allar þjóðirnar sem taka þátt i HM-keppninni, komnar til Argentinu. • Sterkur orðrómur hefur verið að mikill ágreiningur væri i her- búðum Itala milli hins unga miö- herja Paolo Rossi og annara leik- manna italska liösins. Rossi sagði i gær, að þetta væri ekki satt. — „Við erum allir vinir” sagöi hann. ttalar eru ekki ánægðir með hótelið sem þeir búa á. Frakkar sem búa á sama hóteli segja að ttalar þurfi ekki að kvarta — þeir væru á miklu betri herbergjum heldur en Frakkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.