Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 31. mal 1978
Ódýrir
rennibekkir
' !
Hagur hf.
Smiðjuvegur 30,
Kópavogi — Sími 76100
Selfoss og nágrenni
múrþéttingar, sprunguviðgerðir
Margra ára reynsla
Kjartan Halldórsson
Sími 3863
Kýr óskast keyptar
að Kjartansstöðum í Flóa
Bessastaðahreppur
Almennur hreppsfundur verður haldinn i
bamaskólanum, laugardaginn 3. júni kl.
14.
Sveitastjórn.
JT&JMEX-SQ Ll R
Með Jómí-sólum getið þið f lutt sólarlöndin inn
á heimili ykkar.
Jómí-sólin sendir f rá sér Ijós sem hef ur sömu
áhrif á húðina og sólarljósið.
Jómí-sólir eru til í mörgum stærðum. Einnig
f ramleiðir Jómi nuddpúöa og hitateppi. Jómí-
sólin er byggð samkvæmt kröf u f ramtíðarinn-
ar.
Hún er með 3-4 kvartsljós og 6-8 últrarauð Ijós.
salarium
Þið getið verið BRÚN Á
KROPPIMUM ALLT ÁRIÐ
því það eru fieiri
Suðurlandsbraut 16 - Sími 35200
Katrín Árnadóttir:
Launaj öf nuður
fyrsta skrefið
Kosningar nálgast og hvað
tekur við? „Við þurfum að
draga úr verðbólgunni,” segja
margir. „Hún er á góðri leið
með að slæva tilfinningu okkar
fyrir réttri meðferð fjármuna
og er jarðvegur fyrir sviksemi”.
Um langan tlma hef ég hlust-
að eftir þvi sem fólk segir og ég
gleðst yfir þvi að fleiri og fleiri
eru farnir að nefna hlutina réttu
nafni og benda á leiðir. En þvi
miður stöndum við Islendingar
afar völtum fótum vegna þess
hvað við erum sundruð og ekki
vantar barlóminn bæði hjá ein-
staklingum og hópum. Hvað er
að? Vantar okkur auðlindir?
Eða erum við tækjalausir? Þó
að fiskurinn færi sig stundum
háskalega mikið i sjónum, held
ég aðvið verðum að svara þess-
um spurningum neitandi. En við
erum mörg barnalega eyðslu-
söm og svo er að sjá að sumir
trúi þvi að hægt sé að kaupa sér
lifshamingju fyrir eina saman
peninga. Nú er einfalt mál að
vonlaus fátækt dregur fólk niður
og spillir oft siðum, en það gera
mikil auðæfi yfirleitt lika.
Núeru þeir timar aðstór hóp-
ur fólks hér á landi hefur of
miklakaupgetu.Þettaséstá þvi
að það fjárfestir i óæskilegum
hlutum og flytur fé sitt úr landi.
Liklega eru þessir menn á eftir
timanum. Ekki er langt að
minnast þeirra tima þegar talið
var sjálfsagt að karlmenn væru
fyrirvinnur heimilanna og þeir
reyndu auðvitað að tryggja sina
framtið með auðsöfnun. Trygg-
ingar voruekki til og konur voru
yfirleitt ekki búnar að hasla sér
völl i atvinnulifinu við hlið karl-
mannsins eins og nú tiðkast.
Gæti þetta ekki verið skýringin
á þvi að karlar munu vera öllu
fimari ai konur i þvi að safna að
sér fjármunum og iðka þjóð-
hættulegt brask. Ég vil skjóta
þvi hér inn i að nú má heyra I er-
lendum fréttum hvað auðsöfnun
leiðir af sér i mörgum tilvikum.
Ég á við mannránin. Ég vil
segja að á okkar góða landi sé
auðsöfnun úreltur bjánaskapur.
Við höfum góða heilsuvernd og
læknisþjónustu samanborið við
flestar aðrar þjóðir, tryggingar
nokkurn veginn i lagi og það
sem bezt er, hér sýna f lestír ein-
hverja tillitssemi og meta ein-
staklinginn mikils.
Mig langar til að minnast á
framleiðslustéttirnar og iðn-
fyrirtækin. Þessir burðarásar
þjóðfélagsins þurfa vissulega
oft að leggja hart að sér tíl ab
nýta okkar miklu auðlindir og
þurfa þvi góð rekstrarlán. Ekki
má vanmeta þeirra framlag. 1
þvi sambandi má minna á það
hvað aðkallandi er að minnka
aðstöðumun manna i bænda-
stétt. Ég vil ekki gera Iftið úr
margskonar þjónustu sem aðr-
ar stéttir inna af hendi. Vafa-
laust eru of margir i þeim stétt-
um þjóðhagslega séð, en látum
það vera. Hitt er verra þegar
fólk iþessum hópum krefst þess
að fá margföld verkamanna-
laun. Nú játa allir að jafnvel
verkamaður þarf að éta, klæð-
ast og búa i húsi. Fái hann laun,
sem duga vel til þess alls og hafi
örlftinn afgang sér til gamans,
mun þá ekki t.d. menntamaður,
sem hefur helmingi hærri laun,
hafa afgang til að greiða með
námslán og seinna til að veita
sér ýmislegt til ánægju og
þroska? Ég held það. Einkum ef
hann hefur lika fengið rikis-
styrki.
Hagsýni er orð sem allir
þekkja. Hana er hægt að æfa
eins og iþrótt og hafa gaman af.
Margir hugsa litið um þetta en
gera háværar kröfur til ann-
arra. Nú hef ég fyrir satt að inn-
an flestra starfshópa sé fólk,
sem ekki gerir háar kröfur.
Hugsunarháttur þessa fólks
mun ekki vera hátt metinn af
fjöldanum og liklega þorir það
ekki að mæla á móti verkföllum,
innan síns starfshóps, þó að það
sjái að þeim fylgir jafnan sú
áhætta að bilið breikki á milli
rikra og fátækra og þau auki á
verðbólguna. Það er um-
hugsunarmál ef við islenzkt al-
þýðufólk þorum ekki einu sinni
að tala. Og hvað um okkar ráða-
og embættismenn? Eru þeir
ekki lika allflestir með nokkurs
konar tunguhaft? Hvort eru þeir
staðnaðir i gamaldags auðs-
hyggju, eða þora þeir ekki að
tala vegna annarra slikra? Og
hvað má segja um verklýðs-
foringjana? Styðja þeir ekki há-
A ekki að skipta aflanuni jafnt?
tekjumennina innan ASI einmitt
með þögninni um þeirra tíl-
veru?
Éghef, eins og liklega margir
aðrir, beðið eftir þvi að þing og
stjórn færu að sinna máli mál-
anna — launajöfnuði — af al-
vöru. Og sjá: Ekki eru allir
þingmenn jafn kjarklausir. Ég
vil nefnanokkra þingmenn, sem
lögðu til að þingfararkaup yrði.
lækkað, og sumir mæltu með þvi
að ekki væri neinum greidd
hærri laun en tvöföld verka-
mannalaun. Ég vil nefna:
Stefán Jónsson, Helga Seljan,
Sigurlaugu Bjarnadóttur, Jónas
Arnason og Jón Skaftason. Orð
eru til alls fyrst og veri þau
margblessuð fyrir og þeir aðrir,
sem kunnaað hafa tekiö I sama
streng.Ennú hefur staðið á okk-
ur „múgamönnum” að styðja
þau vel með þvi að skrifa og
tala. Sömuleiðis stendur nú
ömurlega á öðrum þingmönnum
og rikisstjórn að taka i sama
streng. Engu breytir þó að þeir
vinni mikið og komi með marg-
ar góðar tíllögur.Herzlumuninn
vantar tilþess að vekja þjóðina.
Þeir þurfa að lækka sin eigin
laun og byrja þannig að kljást
viðverðbólguna.Égfæ ekki bet-
ur séð en þeir mundu styrkja
sina aðstöðu mjög til að ná
kúfinum af launum þeirra sem
kunna að vera fyrir ofan þá i
stiganum og hinna sem eru með
svipuð laun og þeir eða eitthvað
lægri Þeir fengju áreiðanlega
þakklæti okkar i alþýðustétt.
Mér sýnist að ýms þjónusta
mundi lækka og að þar á eftir
mætti lækka verzlunarálagn-
inguogsvo verðá landbúnaðar-
afurðum. Ef til vill mundi þetta
llka lækka verð á fiski á inn-
lendum markaði. Mér skilst aö
öryggi fylgi þvi að hafa verkföll
leyfileg. En með svona aðgerð-
um af hálfu þess opinbera væru
verkföll úrelt villimennska.
Láglaunastéttirnar fengju sinar
kjarabætur í lækkuðu verðlagi.
Ég vil ekki trúa þvi að menn
bjóði sig fram til Alþingis til að
fá hátt kaup og friðindi. Varla
fara menn út i það nema þeir
hafi hug á aðgera gagn. Égheld
að þeir séu bara eins ósamtaka
og viðöllhin. Sjálfsagterlauna-
kerfi hátekjumanna mjög flók-
ið. Það er eflaust mikil og
vandasöm vinna að lækka kaup-
ið á réttlátan hátt, en mundi
ekki sáttasemjari rikisins, sá
góði maður, sem hefur unnið
kauplaust i fjölda ára að þvi aö
sætta striðandi hópa, vilja vera
þar til ráðuneytis. Mundi ekki
veratilbreyting fyrir hann að fá
loks tíl fundar menn, sem væru
að afsala sér einhverju af tekj-
um sinum.
Svona framkvæmdir væru ef
til vill einsdæmi i veraldarsög-
unni, en það væri mjög gaman!
Það væri skemmtilegt ef við Is-
lendingar, svona fáir, þyrðum
að fara okkar eigin leiðir og
hættum að afsaka okkur með
þvi aö meira væri misréttið hjá
öðrum þjóðum. Sagan mundi
geyma nöfn þeirra manna sem
mitt i verðbólguhringiðunni
tækju að meta hag alþjóðar
meira en sinn eiginn. Launa-
jöfnuöur, ásamt margskonar
hliðarráðstöfunum, ekki sízt i
skattheimtu, mundi draga úr
verðbólgunni þar til jafnvægi
næðist gagnvart okkar við-
skiptaþjóðum. Þetta mundi
létta þá byrði, sem hlýtur að
leggjast á niðja okkar vegna er-
lendra skulda og ef til vill forða
þjóðinni frá gjaldþroti, sem
vissulega gæti átt sér stað t.d.
við miklar náttúruhamfarir.
Ég tek nú undir það, sem Eð-
varð Sigurðsson sagði 1. mai.
„öll þjóöin þarf að vinna að
launajöfnuði.” Þið, sem kunnið
aðlesa þessar linur —ef þið er-
uðsammálamér — þáheitiég á
ykkur að láta til ykkar heyra.
Skýrið það sem óljóst er. Bætið
við frá ykkur. Hvetjið fram
bjóðendur ykkar til að vinna að
þessum málum. Fáist efstu
menn á listum okkar gömlu
flokka i Suðurlandskjördæmi
ekki til að heita eindregnum
stuðningi við mál málanna,
launajöfnuð, mun ég skila auð-
um seðli við kosningar i vor, og
fleiri hafa haft við orð að gera
svo. Ég vona bara að ég fái þá
ánægju að kjósa.
Katrin Arnadóttir