Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 31. mai 1978 5 leik- menn í bann... — áður en HM- úrslitin byrja Sú regla gildir I heims- meistarakeppninni i knattspyrnu að ef sami leikmaður fær tvivegis gult spjald i leik i heimsmeistara- keppni fer hann sjálfkrafa i eins leiks bann. Þannig munu fimm leikmenn ekki geta spilaö i fyrstu leikjum landsliöa sinna I HM, þar sem þeir fengu tvivegis aö sjá gult spjald i undankeppninni. Þessir leikmenn eru Eduard Krieger frá Austurriki, Antonello Cuccureddu frá Italiu, Willie Donachie frá Skotlandi, Juan Gomez frá Spáni og Khaled Gasmi frá Túnis. Fjöldamargir leikmenn I HM hafa nú þegar fengiö eina búkun i undankeppn- inni og önnur bókum i sjálfri HM keppninni myndi þannig þýöa sjálfkrafa leikbann næsta leik. 6.0. [TlMINN - daglega nýjar HM-fréttir| Pólverjar hafa tekið fram skotskóna „Hugsum eingöngu um baráttuna gegn V -I>j óð verj um f f Pólverjar, sem voru heldur betur á skotskónum í HM- keppninni í V-Þýzkalandi 1974, hafa nú tekið fram skotskóna að nýju i Argen- tínu. Þeir léku æfingaleik í Rosario á sunnudaginn og unnu þá stórsigur — 9:0 yfir argentinsku liði. Deyna, fyrirliði Pólverja, var þá iðinn við kolann — hann skoraði 5 mörk í leiknum. Þá léku þeir ann- an leik á mánudag og unnu — 6:1. — Strákarnir eru tilbúnir i slag- inn, sagöi Jacek Gmoch, þjálfari Pólverja, eftir þennan upphit- unarleik. Viö höfum undirbúiö Uppselt á leik V-l»ýskalands og Póllands V-t»jóðverjar vinsælir... — lítið eftir af miðum á leiki þeirra i HM HM I knattspyrnu hefst á morgun 1. júnf meö leik Pól- lands viö núverandi heims- meistara V-Þýzkaland. Leikur- inn fer fram á River Plate vellinum i Buenos Aires, en hann tekur 77.360 áhorfendur. Löngu er oröiö uppseit á þennan leik og aðeins eru eftir um 10.000 miðar á aöra leiki V-Þjóöverja I undankeppninni. Þeir leikir eru viö Mexikó og Túnis i Cordoba, en völlurinn þar tekur 47.000 áhorfendur. Undanfarna daga hafa þúsundir Þjóöverja farið til Argentinu, þar sem þeir hyggjast hvetja sina menn og er búizt viö að um 15.000 Þjóðverj- ar muni sækja leiki V-Þýzka- lands I keppninni. 6.0. BOLIVIA PARAGUAY BUENOS AIRES MAR DELPLATA okkur vel fyrir átökin gegn V- Þjóðverjum og erum ákveönir að standa okkur vel. — V-Þjóðverjar eru mjög góðir — þeir eru heimsmeistarar og hefur Helmut Schön náö aö byggja upp mjög gott lið fyrir HM-keppnina i Argentinu. — Ég er mjög ánægður með aö við skulum leika okkar fyrsta leik hæglega bæöi leikið i rigningu sem sól. Veðráttan er ekki mikil- vægust, heldur er það aðalatriðið að leika góða knattspyrnu. — Við eigum við engin meiðsli að striða og teflum fram okkar ■ sterkasta liði gegn V-Þjóðverj- um, sagði Gmoch. Þegar þessi viðkunnanlegi þjálfari Pólverja var spurður um, — SEGIR JACEK GMOCH, ÞJÁLFARI PÓLVERJA gegn þeim — það verður góð byrj- un og við yrðum alsælir ef við næðum jafntefli gegn þeim. Eg vil ekkert segja um hina mótherja okkar i riölinum, Mexikó og Tún- is, fyrr en eftir leikinn gegn V- Þjóðverjum. Við hugsum nú ein- göngu um þann leik, sagði Gmoch. Rigning hefur verið i Argentinu að undanförnu, en Gmoch sagði um veðráttuna, að góð lið gætu hverjir væru liklegastir til að hljóta HM-titilinn, sagði hann. — Ég reikna með að Argentinu- menn, Brasiliumenn og Hollend- ingar komist bezt frá keppninni, og einnig gætu V-Þjóðverjar, Frakkar og Austurrikismenn sett strik i reikninginn. — En hvaö með Pólverja? — Ég tala aðeins um andstæð- ingana, sagði Gmoch brosandi. —SOS DEYNA...fyririiði Pólverja. Ralf Edström leikur ekki með Svíum gegn Brössunum „Leikum sóknar knattspyrnu — segir Georg ,Aby* Eriksson, -------einvaldur sænska landliðsin 99 Ralf Edström, hinn há- vaxni og snjalli sóknarleik- maður Svía, mun ekki leika fyrsta leik Svíþjóðar í HM-keppninni í Argentínu — gegn Brasilíumönnum. Þessi 25 ára leikmaður, sem lék með Svíum í HM- keppninni í V-Þýzkalandi, á við meiðsli í handlegg að stríða. — Ég reikna ekki með að leika gegn Brasiliumönnum, en aftur á móti held ég að ég verði tilbúinn gegn Austurriki fjórum dögum siðar, sagði Edström. Georg „Aby” Eriksson, ein- valdur sænska landsliðsins sagði i Buenos Aires, að Sviar muni leika sóknarknattspyrnu i HM-keppn- inni og Ieikmenn sinir verði i miklum vigahug. — Ég reikna þó með að leika með fjóra mið- vallarspilara i leiknum gegn Brasiliumönnum, en gegn Austurrikismönnum mun ég beita þremur sóknarleikmönnum, enda verður Eström þá tilbúinn i slag- inn, sagði Eriksson. Þeir Thomas Sjöberg og Benny Went munu leika stöður fremstu manna gegn Brasiliumönnum, en annars er mjög liklegt að lið Svia gegn Brössunum verðí þannig skipaö: Ronnie Hellström, Roy Anders- son, Hasse Borg, Ingemar Er- landsson, Björn Nordqvist, Bo Larsson, Lennart Larsson, And- ers Linderoth, Staffan Tapper, Benny Went og Thomas Sjöberg. „Aby” Eriksson, hefur tilkynnt að hinn 35 ára Nordqvist muni verða fyrirliði Svia i HM-keppn- inni. Þegar þessi gamalkunni leikmaður leikur gegn Brasiliu- mönnum, setur hann nýtt heims- met — hann leikur þá sinn 109. landsleik, en Bobby Moore (Eng- land) lék alls 108 landsleiki. Þegar „Aby” Eriksson var spurður um möguleika Svia i HM- keppninni, sagði hann að allir mótherjar Svia I riðlinum séu mjög erfiðir, en þeir eru Brasiliumenn, Spánverjar og Austurrikismenn. — Við verðum þvi að taka á öllu þvi sem við eig- um og megum ekki sofna á verö- inum eitt einasta augnablik, sagði sænski einvaldurinn. —sos RALF EDSTRÖM...hlnn djarfi leikmaöur Svia. sákn- Keppt í 5 borg'um Argentínu... HM-keppnin i knattspyrnu fer fram I fimm borgum (sjá kortiö) i Argentinu. Keppt veröur i fjórum riölum og er riölaskiptingin þannig: 1. RIÐILL: — Argentina, Frakkland, Ungverjaland og ttalla. Þessar þjóðir keppa i Buenos Aires og Mar del Plata. 2. RIÐILL: — V-Þýzkaland, Pólland, Mexikó og Túnis. Þessar þjóðir keppa I Buenos Aire, Rosario og Cordoba. 3. RIÐILL: — Brasilia, Sviþjóð, Spánn og Austurriki. Þessar þjóðir keppa i Buenos Aires og Mar del Plata. 4. RIÐILL: — Holland, Skot- land, Perú og tran. Þessar þjóðir keppa I Cordoba og Mendoza. Svíar hótuðu 'Aby’ Eriksson lífláti.. Sumir Sviar eru mjög heitir út I sænska landsliöið I knatt- spyrnu fyrir aö taka þátt i HM keppninni I Argentinu. Vildu þeir aö Sviar drægju sig til baka af stjórnmálaástæðum. Gekk þetta svo langt, aö „Aby” Eriksson. landsliös- þjálfari Svia, fékk oröiö mörg simtöl á dag, þar sem honum var hótaö lifláti, ef hann færi með sænska Iandsliðið til Argentínu. Eriksson tók þess- ar hótanir ekki alvarlega. en sagöi viö blaöamenn skömmu fyrir brottförina til Argentinu, að þessar hótanir heföu fariö illa með konuna sina, hún væri orðin mjög slæm á taugum, og þyldi ekki slikt til lengdar. 6.0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.