Tíminn - 31.05.1978, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 31. mai 1978
3
Vinirnir Dýrlingur og Helgi.
Dagur
hestins á
Sauðár -
Það var umtalsverður við-
burður i bæjarlifinu á Sauðár-
króki laugardaginn 27. mai þegar
Hestamannafélagið Léttfeti hélt
hátiðlegan Dag hestsins. Þar
hjálpast að aö félagsmenn vönd-
uðu til dagskrárinnar og senni-
lega er hvergi á landi hér eins al-
mennur áhugi á hestinum og i
Skagafirði.
Dagskráin hófst i Grænuklauf
meö hópreiö hestamanna um
svæöið, við undirleik liiðrasveit-
ar. Aö hópreið lokinni hófst
firmakeppni með þátttöku 45
fyrirtækja og um leið opnuðust
flóðgáttir himinsins. Menn fóru
þá bara i vatnsgallann skoðuðu
vandlega hvern keppanda og
ákváðu að Kólfinna Sörladóttir
skyldi hljóta fyrsta sætið. Kol-
finna keppti fyrir A1 s.f. eigandi
hennar er Sigriður Þorsteinsdótt-
ir, knapi Jón á Vatnsleysu
Friðriksson. 1 ööru sæti varð Sörli
653, hinn nærri þvi heimsfrægi
stóðhestur Sveins Guðmundsson-
ar, sem Sveinn sat auðvitað sjálf-
ur og keppti fyrir Verzlunina
Skemman, og i þriðja sæti varð
Svarti september Valgerðar
Kristjánsdóttur, knapi Jónas
Sigurjónsson. Hann keppti fyrir
Bilabúð K.S.
Þegar firmakeppninni lauk
stytti upp, menn lögöu frá sér
regnfötin og hurfu nokkra áratugi
aftur i timann. Rifjað var upp
hlutverk hestsins i athfnalifi Is-
lendinga fyrr á öldum og fram
undir miðja þessa með sýningu á
tækjum og varningi sem hestur-
inn bar eða dró, svo og búnaði
sem notaður var við hestinn sjálf-
an t.d. haft fléttað úr hrosshári
o.fl. Sólveig Stefánsdóttir og Guð-
rún Þorvaldsdóttir sýndu reið i
söðli; hestur var spenntur fyrir
vagn og krakkar fengu að reyna
farartækið, þau fengu llka aö
skreppa á hestbak. Klyfjahestar
voru á ferðinni með heyband,
skreið og póst og sýndar voru
heyvinnuvélar, jarðvinnsluverk-
færi o.fl., sem hestum var beitt
fyrir á fyrri timum. Degi hestsins
lauk með þvi að félagar úr Létt-
feta fóru i hópreiö að sjúkrahús-
inu riðu umhverfis þaö en
sjúklingar komu út I glugga og
horföu á.
S.V.
Forstöðumað-
ur Rannsókn-
arstöðvar
Skóræktar-
rikisins
Þann 16. mai s.l. skipaöi land-
búnaðarráðherra Þórarin
Benediktz, skógarvörð, i stöðu
forstööumanns Rannsóknar-
stöðvar Skógræktar rikisins að
Mógilsá.
Sama dag skipaði landbúnað-
arráöherra Agúst Arnason,
skógarvörö i Borgarfjarðar-
sýslu.
„Valdi vandlega, en
spurði ekki um aldur”
segir Anton Dolin balletthöfundur
sem stjórna mun islenzka
dansflokknum i Pjóðleikhúsinu
Frá blaðamannafundinum i Þjóðleikhúsinu i gær t.f.v. Yuri Chatal
ballettmeistari, Ingibjörg Björnsdóttir, skólastjóri Listdansskóla
Þjóðleikshússins, og Anton Doiin balletthöfundur.
FI — Ég skoöaöi dansmeyjarn-
ar reyndar í krók og kring og
valdi vandlega, en ég spuröi þær
ekki um aldur, sagöi hinn frægi
brezki danshöfundur og ballett-
dansari Anton Dolin á blaöa-
mannafundi i gær og brosti við,
en Dolin er hingaö kominn til
þess aö stjórna dansi sinum,
„Pas de quatre”, sem, eins og
nafniö bendir til, tekur til fjög-
urra dansara. Þessi dans á sér
sögu allt frá 1845, þegar fjórar
frægustu ballerinur veraldar
bitust um hlutverkin i honum,
en sagan segir, aö engin þeirra
hafi viljaö dansa upphafssólóiö.
Var þaö vist ekki fyrr en form-
leg boö bárust um þaö frá æöstu
stööum, aö sú yngsta tæki aö sér
upphafsatriöiö, aö þær létu sér
segjast. Engin slik átök uröu
milli dansaranna hér og iétu
þær Asdis Magnúsdóttir, Nanna
ólafsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir
og Misti McKee ljúflega aö
stjórn frá byrjun, en þær eru
allar i islenzka dansflokknum.
Til þess að foröast misskiln-
ing, veröur að geta þess, að
„Pas de quatre” Dolins er
endursamning á samnefndu
verki frá 1845 og er viö tónlist
Cesare Pugni. Ballettinn samdi
Dolin árið 1941 og gerir þar með
tilraun til þess að endurvekja
áhrif hinna rómantisku balletta
19. aldarinnar.
Það er fleira forvitnilegt i
framlagi Þjóðleikhússins og Is-
lenzka dansflokksins til Lista-
hátiðar, þvi að ballettdagana,
þ.e. sunnudags- og mánudags-
kvöld 4. og 5. verða einnig frum-
fluttir hér á landi tveir nýir
ballettar, sem samdir voru sér-
staklega fyrir Listahátiðina.
Hér er um að ræða „íslenzka
danssvitu” eftir Yuri Chatal
ballettmeistara við tónlist Jóns
Asgeirssonar, og ballettinn
„Sæmund Klemensson” eftir
Ingibjörgu Björnsdóttur, skóla-
stjóra Listdansskóla Þjóðleik-
hússins.
Tveir dansarar koma erlendis
frá til þess að dansa með ís-
lenzka dansflokknum i þessum
tveimur stykkjum, en það eru
Alpo Pakarinen frá Finnlandi
og Þórarinn Baldvinsson, sem
um árabil hefur starfað með
ballettflokknum Minervu I Lon-
don og dansað hefur hér stór
hlutverk i Coppeliu, Ys og þys út
af engu og Hnotubrjótnum. Alpo
Pakarinen er I hópi fremstu
ballettdansara Finna af yngri
kynslóöinni. Hann kom hér á
siðustu Listahátið og dansaði
með Islenzka dansflokknum
m.a. I „Kerrunni” eftir Tillson.
Þetta skrýtna nafn, „Sæ-
mundur Klemensson”, fann
Ingibjörg Björnsdóttir á gam-
alli grafskrift á Suöurnesjum,
en um Sæmund þennan er fátt
vitað, nema hvað hann dó 1763,
átti konu sem hét Ingibjörg Sæ-
mundsdóttir og „kórónu hlaut
hann þvi hann varðist”....
Hverju hann varöist, er ekki
Timamynd: Tryggvi
gott aö segja, en ef til vill hefur
hann varázt freistingar eins og
Ingibjörg hugsar sér. Tónlistin
er samin og flutt af Þursa-
flokknum og verða þeir á svið-
inu allan timann. Leikmyndina
gerði Björn G. Björnsson. Leik-
mynd við „íslenzka danssvitu”
gerði aftur á móti Gylfi Gisla-
son.
Þrenn nýmæli hjá íslenzka dansflokknum
á Listahátíð
Félagsfræðikönnun i Hafnarfirði:
KARLMENNIRNIR SÆKJA í
UEPÞVOTITNN
3 c G
TJ
rt =r •o
H* xr < •s
<
o o
ÍU rt O) rt
O V c ■3
H, ►3 o
M H*
►1 3
tr
^Alltaf eip.inmaöur. 0,2% 43,7% 0,5% 58,0% 46,3% 0,5%
Frekar eip.inmaður. 0,5% 28,8% 1,4% 25,1% 19,3% 1,7%
Jafnt. 11,9% 13,8% 31,7% 9,1% 25,4% 25.8%
Frekar eipinkona. 30,6% 2,2% 38,2% 2,2% 2,9% 22,0%
Alltaf eipinkona. 50,2% 0,7% 22,7% 1,7% 3,1% 35,2%
ósvarað. 2,6% 10,8% 5.5% 3,9% 3,2%
Kás — Nýlega er komin út skýrsla
byggö á könnun sem gerö var á
vegum Jafnréttisnefndar Hafnar-
fjaröar i mai áriö 1976. Skýrsluna
hafa Kristinn Karisson félags-
fræöingur og Þorbjörn Broddason
lektor unnið.
Könnun þessi er ein umfangs-
mesta félagsfræöileg könnun sem
gerð hefur veriö hériendis, og
ekki er ótrúiegt aö niðurstööur
hennar geti veitt mikilsveröa
vitneskju um islenzkt þjóðfélag i
heild, þótt hún taki sér i iagi til
þessa tiltekna bæjarfélags.
Við framkvæmd könnunarinnar
voru sendir út eitt þúsund spurn-
ingalistar til fólks á aldrinum
20-55 ára. Áll bárust 660 marktæk
svör.
Verður hér litillega getið um
nokkur atriði i skýrslunni:
Um heimili og húsnæði i
Hafnarfirði kemur m.a. fram, að
meðalstærð ibúöa er 110 fermetr-
ar. Tæp 40% Hafnfirðinga búa i
ibúöum minni en 100 fermetra, en
20% i ibúðum stærri en 140 fer-
metra.
Um 12% af húsnæðinu i bænum
er eldraen 40 ára, en 60 yngra en
15 ára.
Þeir sem búa i fjölbýlishúsum,
einbýlis-, tvíbýlis- eða þribýlis-
húsum virtust nokkuð jafnfjöl-
mennir, þar sem tæp 26% svar-
enda bjuggu i f jölbýlishúsum, tæp
29% I tvi- og þribýlishúsum, og
28.6% i einbýlishúsum.
1 84% tilfella bjuggu tvær kyn-
slóðir á sama heimili. Einnig kom
i ljós að 87.7% bjuggu I eigin hús-
næði^n 9.3% i leiguhúsnæði.
Varðandi bilaeign Hafnfiröinga
kom I ljós, að tæp 11% bæjarbúa
eiga engan bil. Einn bil eiga
70.8% og tvo eða fleiri eiga 16.8%
Ibúa.
En hvernig er skólagöngu
Hafnfirðinga háttaö? Hér kom i
ljós gifurlegur munur á menntun
karla og kvenna. 73% allra
kvenna höfðu enga menntun
nema gagnfræðapróf eða annað
sambærilegt, á móti 28% hlutfalli
hjá karlmönnum. 59% karla
höfðu aflað sér einhvers sémáms,
sem þó var minna en háskólapróf,
en um 20% kvenna. 9.8% karla
hafði sérmenntun á háskólastigi
en aðeins 2.7% kvenna.
Þegar skoðuð er verkaskipting
á heimilum, þ.e. hver vinnur hin
ýmsu störf, kemur i ljós að þau
störf eru enn að mestu leyti i
höndum kvenna.
Ef meðfylgjandi tafla er skoð-
uð, kemur i ljós, að umhirða bils
fellur i fiestum tilfellum undir
starfa karlmannsins, en hins veg-
ar sér konan á sama hátt nær ein-
göngu um matargerö. Fjármálin
eruyfirgnæfandi i höndum karla,
en i' uppþvottarmálum hafa kven-
menn vinninginn, en karlmenn
viröast vera að sækja á þær. Ef
uppþvotturer skoðaöur nánar má
sjá, að jafnræði rikir á 50%
yngstu heimilanna en á 25% af
hinum eldri.
veiðihornið
1 dag hefur Veiöihorniö göngu
sina aö nýju. Eins og undanfarin
ár er ætlunin aö birta fréttir af
lax- og silungsveiöi i ám og
vötnum á landinu. Laxveiöi i net
hófst þann 21. mai s.i. i Hvitá aö
venju en stangveiöin hefst fyrst
á fimmtudaginn kemur þann 1.
júní i Noröurá. Þegar fyrstu
vikuna I júni hefst veiöi I
fieiri ám og sföan i hverri ánni á
fætur annarri út allan júni-
mánuö. Laxveiöitimabiiiö 1978
er aö ganga I garð.
Silungsveiði er fyrir löngu
hafin á mörgum stöðum i ám og
vötnum, stangaveiði I ám og
netaveiði i vötnum.
Veiðihornið mun fara hægt af
stað til að byrja með en verður
þegar liða tekur á sumarið von-
andi tiður gestur á siðum Tim-
ans eins og undanfarin ár. Það
skal tekið fram að Veiðihornið
tekur fegins hendi viö fréttum af
bæði lax- og silungsveiði.
Laxveiðileyfi 30%
hærri en i fyrra.
Sala á veiðileyfum hefur
gengiö mjög vel i vetur aö sögn
Karls Ómars Jónssonar for-
manns Landssambands stang-
veiöifélaga. — Þaö má segja að
laxveiðileyfi hafi að meðaltali
hækkað um 25-30% þó aö þaö sé
misjafnt eftir einstaka ám. A
bezta tima fer góð á eins og
Grimsá allt upp i 40 þúsund fyrir
daginn, en þaö er hægt að kaupa
laxveiðileyfi i mörgum ám fyrir
rúmlega 10 þúsund kr. fyrir
daginn sagði Karl. gv
Hann stekkur fallega þessi.