Tíminn - 06.06.1978, Page 1

Tíminn - 06.06.1978, Page 1
Þriðjudagur 6. júní 1978 117. tölublað—62. árgangur Peir byrja með glósum hver á annan Bls. 9 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Launajöfnunarstefnan dauðadæmd ef launþega- samtökin geta ekki fallist á bráðabirgöalögin, segir Ólafur Jóhannesson Sjá bls. 3. „Svíar áttu að vinna Brasilíu" — sagði knattspyrnusnilling- urinn Pele 5 siður iþróttir - bls. 15-19 Fundu ekki hvalveiðiskipin bls. 10 Fálkafangarar fangaöir Á sunnudag var einn fræg- asti fálkaþjófurEvrópu færöur til yfirheyrzlu i iögreglustöö- ina 1 Reykjavik. Maður þessi sem er þekktur fyrir iöju sina viöa um heim var hér á ferö ásamt syni sinum og veittu lögreglumenn og náttúrufræö- ingar þeim feögum eftirför i nokkra sóiarhringa þegar þeir feröuöust vitt og breitt um landiö. Nánar er skýrt frá þessu máli á bis. 10 i dag, ásamt viö- tali viö dr. Finn Guðmundsson fuglafræöing. Rostro- povitch mættur til leiks Sellóleikarinn frægi Mstislav Rostropovitch gekk inn i Hótel Sögu um kl. 18:30 I gær, en hingað til lands kom hann frá Berlin. Hann bar sellóið sitt varfærnislega út úr leigubfln- um eins og um ungbarn væri aöræöa.en i kvöld leikur hann einleik meöSinfóniuhljómsveit tslands i Laugardalshöll. Hann er viöfrægur fyrir aö vera Ijúfur i bragöi og er þaö ekki þjóösaga. Málglaöur var hann þó varla i gær eftir langt feröalag, en hann virtist minnast þess meö gleði aö hafa leikiö hér fyrir 27 árum. Þaö var og á honum aö heyra, aö hann ætlaöi aö endurnýja kynni sinviö,,skyr og rjóma”. Nafniö á þessum gómsæta rétti bar hann fram upp á is- lenzku, enda kannski erfitt aö finna honum nafn á öörum tungum. Timamynd: G.E. Sóknin í landhelgis- málinu 1970-1977 I opnu Tímans í dag birtist grein þar sem rakin er sókn Islend- inga i landhelgismálinu á árun- um 1970-1977. I greinarlokin eru dregnar saman eftirgreindar niðurstöður: 1. Ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins gerði í ársbyrjun 1961 land- helgissamning við Breta, sem veitti þeim stöðvunarvald varð- andi frekari útfærslu á fisk- veiðilögsögunni. Ekkert upp- sagnarákvæði var í samningn- um. Ekkert var aðhafzt til frek- ari útfærslu á fiskveiðilögsög- unni í þann rúma áratug, sem þessi ríkisstjórn fór með völd. Úrskurður Alþjóðadómstólsins 24. júlí 1974 sýnir, að Bretar ættu enn rétt til veiða innan fiskveiðilögsögu Islands, ef vinstri stjórnin hefði ekki brot- ið þá f jötra af Islandi, sem þessi samningur var, með því að lýsa hann ógildan. 2. Framsóknarf lokkurinn hafði forustu um það fyrir kosn- ingarnar 1971, að þáverandi st jórnara ndstöðu f lokkar birtu sameiginlega stefnuyfirlýsingu í landhelgismálinu, sem fól það Ólafur Jóhannesson ísér, aðsamningurinn við Breta frá 1961 yrði lýstur úr gildi fall- inn og að fiskveiðilögsagan yrði færð út i 50 mílur. Vinstri stjórnin var mynduð á grund- velli þessa samkomulags og hratt áðurgreindri stefnuyfir- lýsingu i framkvæmd. 3. Framsóknarflokkurinn ,og SjáIfstæðisf lokkurinn urðu sammála um það við stjórnar- Einar Agústsson myndunina 1974 að vinna að út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. útfærslan í 200 mílur kostaði nýtt þorskastríð við Breta, þar sem þeir beittu meiri hörku en nokkru sinni fyrr. Stjórnarandstaðan sýndi ekki neinn áhuga fyrir útfærslunni í 200 mílur, heldur reyndi að vekja æsingar gegn ríkisstjórn- inni vegna þeirra hyggilegu vinnubragða hennar að ein- angra Breta með því að semja við Belgíumenn og Vestur-Þjóð- verja. Innan stjórnarflokkanna gætti talsvert ólíkra sjónarmiða um hversu langt skyldi gengið í samningum við Breta, eins og ráða mátti af ólíkum skrifum Mbl. og Tímans á þessum tíma og þeim ummælum brezkra fjöimiðla, að ólafur Jóhannes- son væri — harði maðurinn — i ríkisstjórninni. Vegna þess, að islendingar létu hvorki undan siga á fiskimiðunum eða við samningaborðið, náðist fram Oslóarsamningurinn vorið 1976, sem tryggði islendingum full yfirráð yfir 200 mílna fiskveiði- lögsögu. 4. Bæði i sambandi við út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 50 milur og útfærsluna í 200 mílur mæddi mest á tveimur ráðherr- um eða þeim ólafi Jóhannes- syni, sem fór með yfirstjórn landhelgisgæzlunnar, og Einari Ágústssyni, sem fór með utan- ríkismálin. Að öðrum ráðherr- um ólöstuðum eiga þeir mestan þátt í því, að islendingar hafa nú 200 mílna fiskveiðilögsögu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.