Tíminn - 06.06.1978, Page 9
Þri&judagur 6. júnl 1978
9
á víðavangi
Þeir byrja með glósum
hver á annan
Milli Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins Uggja
meginskilin i islenzkum
stjórnmálum. Þegar þessir
flokkar hafa tekið höndum
saman um rikisstjórn hefur
það jafnan byggzt á því að um
óvenjulegar aðstæður væri að
ræða, I efnahagsmálum eða á
stjórnmáiasviðinu i þrengra
skilningi orðsins. Og þannig
var málum háttað þegar nú-
verandi rUcisstjórn var mynd-
uð.
Þrátt fyrir mismunandi
sjónarmið þessara tveggja
aðalflokka landsmanna hefur
tekizt að ná samkomulagi um
það I rikisstjórninni að færa
þjóðinni sigur I landhelgis-
málinu og vinna að fullu at-
vinnuöryggi, áframhaldandi
atvinnuuppbyggingu um land-
ið og stefna að launajöfnun i
þjóðfélaginu. Það meginmál
sem stjórnin vann að á kjör-
timabilinu var auk þess bar-
áttan gegn verðbólgunni, og
hafðináðst verulegur árangur
I þeirri baráttu þegar kom
fram á siðastliðið ár. Siðan
hefur hallað undan fæti, eink-
um vegna mikillar þenslu i
kjölfar þeirra kjarasamninga
sen i reynd færðu hátekjufólk-
inu mestar kjarabætur.
Þegar nú er gengið til kosn-
inga ganga þessir tveir flokk-
ar, Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn, vitan-
lega fram hvor i sinu lagi og
leggja áherzlu á stefnumál
sin, og þau eru engan veginn
hin sömu. Annars vegar er þar
um að velja einstaklings-
hyggju og auðhyggju, en hins
vegar félagshyggju og sam-
vinnustefnu. Jafnframt eru
störf samsteypustjórnarinnar
lögð undir dóm kjósenda.
Þeir þegja
um það
Þaðer harla einkennilegt að
stjórnarandstæðingar nú vilja
helzt ekkert ræða um sigurinn
sem unninn hefur verið i máli
málanna, landhelgismálinu.
Þessi þögn þeirra nú ber þvl
vitni að þeir þora ekki að
minnast á það, vita sem er að
málstaður ríkisstjórnarinnar
er sterkur.
Það er einnig svolltiö bros-
legt að stjórnarandstæðingar
gera enga tilraun til að skýra
það hvers vegna hallað hefur á
ógæfuhlið i verðbólgumálun-
um á síðustu mánuðum, eða
allt frá sumrinu 1977. Sú þögn
ber þvi einnig vitni að þeir
hræöast röksemdir málsins. t
stað þess að horfast I augu við
vandann æpa þeirsig hásaum
„kauprán”. Þeir eru svo sem
ekki að þreyta sig á þvi að
bera saman kjör hinna lægst
launuðu og hátekjumannanna.
Þeir eru svo sem ekki aö gera
sér það ómak að athuga og
skýra hvað láglaunafólkið hef-
ur borið úr býtum andspænis
hagsmunum hátekjufólksins.
Þeir þegja um það I öllum há-
vaða sinum að efnahagsað-
gerðir núverandi rikisstjórnar
hafa algera sérstöðu að þvi
leyti að þær hafa beinllnis
miðazt við að verja hagsmuni
láglaunafólks.
Það er hins vegar beinllnis
sorglegt þegar sjálfskipaðir
,,verkalýðsflokkar” ástunda
kosningabaráttu nú án þess að
gefa þvi eitt einasta orð i öll-
um ummælum sinum að stað-
inn hefur veríð vörður um fullt
avinnuöryggi i landinu undan-
farin ár, á sama tima og veru-
legir örðugleikar hafa steðjað
að þjóðinni efnahagslega og
atvinnuleysi hefur herjað um
nágrannalöndin.
Stjórnarandstæðingar
treysta greinilega á það að
þeir geti komizt auðveldlega
frá þessu atriði fyrir það eitt
að rikisstjórnin hefur náð þvi
takmarki að standa vörð um
atvinnu fólksins ílandinu. Með
þessu viðurkenna þeir að
sjálfsögðu þetta meginstefnu-
mál rfkisstjórnarinnar, og er
óþarft að þeir komist hjá með
öllu að viðurkenna það upp-
hátt.
Hvor gegn
öðrum
Nú skyldu menn ætla að
stjórnarandstæðingar ættu
með sér einhverja samstöðu
um málefni, aðra en að titla
sjálfa sig „vcrkalýðsflokka ”,
og ráðast gegn atvinnuöryggi,
launajöfnun, hjöðnun verð-
bólgu ogsigri i landhelgismál-
inu. Þvi miður er þvi ekki
þannig háttað, og hafa helztu
stjörnur þessara flokka nú,
Lúðvlk og Vilmundur, látið
það greinilega i ljós um sið-
ustu helgi.
Vilmundi leikur greinilega
ekki ht'gur á samstarfi við Al-
þýðubandalagið þegar hann
segir i málgagni sinu sl. föstu-
dag:
,,ÞvI Alþýðubandalagið hef-
ur nefnilega annaðandlit. Það
andlit er meira áberandi á
landsvisu. Það andlit má sjá
daglega I Þjóðviljanum. Það
andlit er þröngsýnt og flokks-
dýrkandi og frumstætt og
skrumar botnlaust I efnahags-
málum.Þaðandlitcr ekki eins
frýnilegt”.
En I Þjóðviljanum svarar
Lúðvík sl. sunnudag, og hefur
þá Samtökin lika með i um-
mælum sinum:
,,A Alþýðuflokkinn er ekki
hægt að treysta. Allir vita að
hann er hallur undir ihaldið.
Hann hefur staðið með er-
lendri stóriðju og frjálsri
verzlunarálagningu. Alþýðu-
flokkurinn er gamall við-
reisnarflokkur.... Smáflokka-
framboðin eiga að falla dauð
— á þau má ekki eyða sára-
fáum atkvæðum”.
Siðan talar Lúðvik digur-
barkalega um að „forystu-
hlutverk” Alþýðubandalags-
ins sé skilyrði þess að vinstri
öflin nái saman eftir kosning-
ar, en reynslan hefur sýnt hið
gagnstæða, að samstaða
vinstri aflanna byggist á þvi
að Alþýðubandalaginu sé
haldið nægilega i skefjum svo
að það rjúki ekki upp með
botnlausa ævintýrapólitik i
flestum málum.
Hvar er
jarðsamband?
Lúðvlk Jósepsson lýkur
grein sinni á þvi að lýsa þvi
yfir að kosningabaráttan sé
hafin, og vissu fleiri. Það hlýt-
ur að vekja athygli að hann
skuU hefja baráttuna á þvi að
senda Alþýðuflokknum og
Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna glósur. Það
sýnir að stjórnarandstæðingar
ætla sér að geta spilað laus-
beizlaðir I öllum málum fram
yfir kosningar, slá úr og I og
koma hvergi fótum við jörð.
Ætli þeir vilji ekki helzt ná
jarðsambandi I gegnum ihald-
ið að lokum?
Alvaran i þessu er hins veg-
ar sú að Framsóknarmenn
verða að taka á öllu sinu. Það
er ekki aðalatriði fyrir Fram-
sóknarmenn hvaða flokkslit
samstarfsaðili ber, svo lengi
sem samstaða næst um mál-
efni og unnið er af heilindum.
Þaðsem máliskiptir um fram
allt er hver styrkur verður að
baki sjónarmiðum félags-
hyggju og sjálfsagðra byggða-
sjónarmiða, festu I efnahags-
málum og sokn I atvinnu- og
launajöfnunarmálum. JS
Nýr staðall
Ofnar
fyrir mið-
stöðvar-
kerfi og
hitaveitu
Iðnþróunarstofnun Islands hefur
gefið út staðal, „Ofnar fyrir
miðstöðvar- og hitaveitukerfi IST
69.1”, hluti 1 — stálofnar.
Undanfarin ár hefur oft komiö
til ágreinings milli'framleiðenda,
innflytjenda og notenda um mat á
gæðum miðstöðvarofna, m.a.
vegna samanburðar á varmaaf-
kastagetu.
Ljóst er væntanlega að ekki er
fullnægjandi að bera einvörðungu
saman verð hvers fermetra hita-
flatar, þegar valdir eru ofnar.
Efnisþykktir, þrýstiþol, varma-
gjöf og gæöi málmsuðu skipta
ekki siður máli.
Framleiðendur, innlendir og
ekki slður erlendir, hafa til
skamms tima notað mismunandi
prófunaraðferðir á varmaafköst-
um, þannig að raunhæfur saman-
burður hefur tæpast verið mögu-
legur.
Unnið hefur veriö að undir-
búningi þessa nýja staöals um
nokkurt skeið og hafa tveir isl.
framleiðendur nú skilað fullnægj-
andi töflum um varmaafköst.
Stofnunin mun yfirfara og
samþykkja ofnatölur og ráð-
leggja framleiðendum um gæða-
mat á framleiðslu sinni i
samræmi við IST 69.1 sé þess
óskaö.
Þess er vænzt að hinn nýi stað-
all muni stuðla að bættum
samkeppnisháttum og aukinni
vöruvöndun.
MHMHtMMMMmttMMMUtll
Tíminner |
peningar j
j AugÍýsicT :
{ í Tímanum:
.......
Enskir fótboltaskór WINIT - Otrúlegt verð
k Júpiter stærðir 34-38 kr. 3,980,-
Comet stærðir 36-42 kr. 4,980,-
Wolf stærðir 39-44 kr. 6,900,-
Heildsölubirgðir
Næg bílastæði