Tíminn - 06.06.1978, Side 15
Þriöjudagur 6. júnl 1978
15
'OOOOQQOQi
„Við eigum eftir
að verða miklu
betri”
sagði Jón Gunnlaugsson,
miðvörður Skagamanna, eftir
stórsigur þeirra - 7:1, gegn FH
— Ég er nokkuð ánægður með leik okkar, en við eigum
eftir að verða mikiu betri, sagði Jón Gunnlaugsson,
landsliðsmiðvörður frá Akranesi, eftir að Skagamenn
höfðu skotið máttlausa FH-ingar á bólakaf í miklu rign-
ingarveðri í Hafnarfirði á laugardaginn. Skagamenn
voru heldur betur á skotskónum — þeir unnu stórsigur
7:1. — Það er þó ekki að marka þennan leik, þar sem
mótspyrna FH-inga var nær engin, sagði Jón.
Jón sagði, að Skagaliðið gæti
leikið miklu betur en það gerði
gegn FH-ingum. — Nokkrir af
leikmönnum okkar eru nú i
nokkrum öldudal, en þegar við
verðum komnirá skrið, eigum viö
eftir að verða miklu betri, sagði
Jón.
— Skagamenn höfðu heppnina
með sér og þeir nýttu tækifæri sin
mjög vel, sagöi Þórir Jónsson,
þjálfari FH-inga. — Það var sárt
að þurfa að tapa leiknum með
svona miklum mun, sagði Þórir.
Þessi ósigur FH-liðsins er sá
stærsti á Kaplakrikavellinum -
siðan þeir töpuðu þar 0:5 fyrir Val
1976, en sama ár töpuðu FH-ingar
einnig stórt i Keflavik — 1:6.
Skagamenn nýttu tækifæri sin
nokkuð vel á Kaplakrikavellin-
um, og þeir hefðu hæglega getað
skorað fleiri mörk, — og leikmenn
FH-liðsins einnig.
Matthias Hallgrimsson var
heldur betur á skotskónum. —
Hann skoraöi „Hat-trick”, eða
þrjú mörk og er þetta i annað
skiptið sem hann skorar þrjú
mörk i leik i sumar — fyrst gegn
Breiðabliki upp á Akranesi. Eitt
mark Matthiasar var mjög fall-
egt — þrumuskot úr vitateig, sem
hafnaði upp undir þakneti FH-
marksins. Annars skoraði
FH—ingurinn Janus Guðlaugsson
glæsilegasta mark leiksins -
þrumufleygur frá honum af 25 m
færi söng upp undir samskeytun-
um á marki Skagamanna, án þess
Landsliðs-
þjálfarar
Noregs....
— í fimleikum
halda námskeið
að Jón Þorbjörnsson, markvörð-
ur hefði nokkra möguleika á að
verja.
Jón Alfreðsson skoraði fyrsta
mark leiksins og fyrir leikshlé
bætti Matthías öðru marki við.
Skagamenn, sem léku á móti
vindi i seinni hálfleik, skoruðu þá
fimm mörk til viðbótar — Karl
Þórðarsson, Matthias (2), Jón
Askelsson og síðan Pétur Péturs-
son úr vitaspyrnu, sem dæmd var
á Pálma Jónsson, sem varöi
skallabolta frá Pétri á marklinu,
með hendi.
Skagamenn voru mun betri að-
ilinn i leiknum og átti Arni
Sveinsson stórleik með þeim. Það
er greinilegt að hann er nú oröinn
okkar bezti bakvörður. — Árni
hefurtekið miklum framförum að
undanförnu - hann er útsjónar-
samur, leikinn og fljótur — og þá
skilar hann knettinum vel frá sér
og getur skotið þegar við á, sagði
Jón Gunnlaugsson, miðvörður
Skagamanna, um Arna eftir leik-
inn.
FH-liðið var mjög dauft og var
Janus Guðlaugsson eini leikmaö-
ur liðsins, sem eitthvað kvað að.
Maður leiksins: Arni Sveinsson.
-SOS
JÓN GUNN LAUGSSON.
Skagamaðurinn sterki.
Elías ekki langt
frá meti Stefáns
— þegar hann varð íslandsmeistari i tugþraut
★ Stefán felldi byrjunarhæð i stangarstökki
Stefán
fer til
Sviþjóðar
í Heykjavik
Landsliðsþjálfarar Noregs i
fimieikum eru nú staddir hér á
landi, til að kynna islenzku
fimleikafólki nýjungar I fimleik-
um. Þetta eru hjónin Anna Lisa
og Sven Erik Liljan.
ELÍAS SVEINSSON.... meistari I
tugþraut.
Elías Sveinsson/ hinn fjöl-
hæfi frjálsiþróttamaður úr
KR, varð Islandsmeistari í
tugþrautá Laugardalsvell-
inum á sunnudaginn —
hlaut samtals 7382 stig,
sem er aðeins 200 stigum
frá íslandsmeti Stefáns
Halldórssonar.
Stefán Halldórsson var meö i
tugþrautarkeppninni og haföi
hann 39 stiga forskot á Elias, þeg-
ar þeir hófu keppni i stangar-
stökki. Stefáni gekk ekki vel i
stangarstökkinu, þvi að hann
felldi byrjunarhæö sina — 3.80 m.
Borgfirðingurinn Agúst Þor-
steinson varð meistari i 10 km
hlaupi — hljóp vegalengdina á
32:17.6 min.
Jhelma Björnsdóttir frá Kópa-
vogi varð meistari i 3000 m hlaupi
— 12:00 4 min.
Lára Sveinsdóttir varð sigur-
vegari i fimmtarþraut kvenna —
hlaut 3496 stig.
íR-sveitin varð sigurvegari i
4x800 m hlaupi karla — 8:51.4
min.
—SOS
Lélegt í
Kefla-
vík
Þróttarar tryggðu sér jafntefli
(0:0) gegn Keflavik I afspyrnu-
lélegum leik í 1. deildarkeppninni
i laugardaginn I Keflavik. Fátt
var um fina drætti — nema þá
helzí aukaspyrna Clfars Hróars-
sonar, sem hafnaði i stöng Kefla-
yikur-marksins. Þá átti Gisli
Torfason hörkuskalla að marki
Þróttar, sem Rúnar Sverrisson,
markvöröur Þróltar, bjargaði
m eistaralega.
—SOS.
Matthías á skotskónum
— og markamet Hermanns
- Gunnarssonar er i hættu
Matthfas Hallgrimsson, hinn
markheppni leikinaður Skaga-
manna, heiurheldur betur vérið á
llann skorgöi alls 6 mörk i 1.
(ieildarkeppninni — tvisvar
,,Hat-írick’' í íeik.
Matíhias skoraöi .sitt 70. 1.
deitdarmark gegn Fji-mgum. og
íveimur mörkum betur. Mattliias
hefur nú alls skorað 72 mörk i i.
deildarkeppninni, og nálgast
hann nú óðfluga met Hermanns
Gunnarssonar, markaskorarans
mikla úr Val, sem var búinn ao
skora 92 mork i l. qoíIq, pogar
hann lagöi skóna á hilluna.
Hermanná einnig markametið
i 1. deiid — hann skoraði 17 mörk i
deildarkeppninni 1973. Matthiasá
nú góðanmöguleika á aö slá þetta
met Hermanns ut. — en til þess
verour hann að skora 12 mörk úr
þeim I4leikjum, sem Skagamenn
eiga eftir i deildinni i ár.
— SOS
| 'IgPh - M. *■
m-
MATTHIAS
HALLGRIMSSON
Stefán Halldórsson, miðherjinn
snöggi úr Vikingi, sem hefur
leikið með belgiska 2. deildar-
liðinu_Royale Union i Brussel sl.
tvö ár, hefur nú gert samning
við sænska 2. deildarliðið IFK
Kristianstad. Stefán mun þurfa
aö vera búsettur i tvo mánuði í
Sviþjóð áöur en hann getur
byrjað að leika þar. Samningur
Stefáns viðUnion-liðið rennur út
15. júni, en félagiö á eftir að
semja við IFK-Kristianstad, en
reiknað er með að Union sam-
þykki aö Stefán fari til
Sviþjóðar.
Ólafur í
æfinga-
banni í
■ viumn
ísjS
Þú hefu
VMffý
m
þegarólafu
HH t->
iljrt
■■HH
HEHMANN
H
bann á ólaf, fyrir það að hann
fór skyndilega ti! Spásiur saiua
dag og Eyjainenn léku sinn
fyrsta leik 1 1’ deild — gegn V’Ik-