Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 8. júnl 1978 [slslslslslslslalslslalslslslslsíalslslslslsls < : ► Stjörnumúgavél KUHN GA-280 P stjörnumúgavélin tekur við af hjólmúgavélinni og eignast bændur tvimælalaust betra verkfæri ef þeir festa kaup á henni. Stjörnumúgavélin rakar mjög vel á sæmilega Vel sléttu landi og skilur enga dreif eftir. Múgar i jafna og loftkennda múga og flýt- ir þar af leiðandi fyrir þurrkun heysins. Sérhönnuð fyrir heybindivélar og hey- hleðsluvagna, þar sem mótunin verður betri og afköst miklu meiri, fyrir utan hvað múgarnir frá vélinni fara betur með sópvindubúnaðinn, þar sem engir göndlar myndast eftir hana eins og aðrar vélar gera. Engin múgavél fer eins vel með gras- svörðinn. $ Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD ^rmula 3 Reykjavik sími 38900 EJBlg]G]G]G]E]E]E|E]E]G]Blg]EIB|B|B)E|B]G] Orlofsfé Af marggefnu tilefni vill Verkamanna- samband íslands benda þvi verkafólki, sem ekki hefir fengið rétt uppgjör á orlofs- fé frá póstgiróstofunni.á að snúa sér tafar- laust til verkalýðsfélags sins og gera þvi grein fyrir vanskilunum. Aðildarfélög Verkamannasambandsins ættu siðan að koma öllum slikum kvörtun- um á framfæri við Sambandið svo og ef ágreiningur verður um form orlofs- greiðslanna.^er^amannasam^an<j ^iands Bifvélavirkjar Þjónustumiðstöð Sambandsins, Höfða- bakka 9, óskar að ráða bifvélavirkja sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Jóhannes Jóhannesson, þjónustustjóri á staðnum. {0 93 W Útboð Tilboð óskast I spjaldloka vegna aðalæöar til Heiðmerkir og virkjunnar dælustöðvanna V-1 og V-5. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, . Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 11. júlí 1978, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — S/mi 25800 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Egyptar senda vopn og herlið til Shaba Kinshasa, 7. júni, Reuter. — Hin opinbera fréttastofa Zaire sendi Otþáfrétt i dag, að Egyptar ætl- uðu að senda þung vopn til Zaire og jafnframt sérfræðinga til að fara með þau. Er þetta gert til aö styrkja hmn "sameiginlega her- afla Afrikurikja, sem sendur hefur verið til að verja Shaba-héraðið. Fréttastofanupplýsti einnig, að búizt væri við utanrikisráðherra Egyptalands, Mohammed Ibra- him Kamel til Kinsahsa á mánu- daginn kemur. Mun hann ræða við ráðamenn i Zaire um upp- reisnina i Shaba. Ekki hefur fengizt staðfest hvort meðal þessara vopna eru 122 mm fallbyssur, sem Egyptar fengu á sínum tima frá Sovétrikj- unum. Areiðanlegar heimildir i Kinsahsa segja, að egypzkir hernaðarsérfræðingar hafi veri i Kinsahsa til að kynna sér ástandið og gera grein fyrir að- stoð Egypta við að verja hið kop- ar-auðuga Shaba-hérað. Kaunda og Mobutu ræddust við Mobutu forseti Zaire og Kaunda forseti Zambiu ræddust við i gær og lét Mobutu svo um mælt eftir fundinn, að góður árangur hefði orðið af viðræðum þeirra. Zam- biumenn hefðu lokað landamær- um sinum fyrir innrásarmönnum frá Angóla, Kaunda kvaðst einnig ánægður með viðræöurnar. Uppreisnarmenn i Shaba hafa aðalstöðvar í Angóla og sækja þaöan inn i Zaire. Herlið Afrikurikja á leið til Zaire. Nú þegar er herlið frá Marókkó komiö til Shaba og liðsveitir frá Senegal eru á leiðinni með banda- riskum flutningavélum. Liðsmenn frönsku útlendinga- hersveitarinnar, sem sendar voru til Shaba til að reka innrás- armenn burt eru nú á leið til Frakklands, ogreiknaö ermeðað 600 belgiskir fallhlifarhermenn, sem sendir voru á vettvang fari heim á næstu tveimur vikum. Egyptaland, Togo, Gabon ogFila- beinsströndin munu senda lið og ’ hergögn til Zaire á næstunni. Egyptaland og Marókkó aðstoð- uðu Zaire er gerð var innrás i landið i fyrra. Ferðamenn nýkomnir frá Kol- wezi segja aö þar riki alvarlegur matvælaskortur og ennfremur, að komið hafi til átaka milli málaliða (útlendingahersveitar- innar) og hers Zaire. Handteknir hafa verið allmargir menn, sem annast áttu dreifingu matvæla i Shaba og þeir fluttir til Kinshasa, sakaðir umaðhafaseltá svörtum markaði mat, sem dreifa átti meðal þurfandi. Sadat spáir styrjöld — verði mál Palestínumanna ekki leysif Súez, 7. júni, Reuter. — Anwar Sadat, forseti Egyptalands hélt ræðu I dag, þar sem hann sagðist háfa tjáð tsraelsstjórn, aðbúast mætti við styrjöldmilli landanna innan fimm ára, ef ekki tækist að leysa deiluna um Palestinu-Araba. Þetta er önnur ræðan á tveimur dögum, sem Sadat heldur og setur fram skoðanir sinar, ómyrkur i máli. Hann kvaðst þó reiðubúinn að halda áfram friöarviðræðum ef ísraelsmenn kæmu meö nyjar hugmyndir, sem mark væri á takandi. Hann sagði, að tilboð ísraelsmanna að láta eftir Sinaiskaga fyrir sérfriöarsamn- inga við Egypta, hefði verið lagt fram af Ezer Weizman, varnar- málaráöherra ísraels, er hann kom til Kairó i marz sl. Hann kvaðst hafa svarað þvi til, að Sinai væri ekkert vandamál. Hann vildi ná allsherjarsam- komulagiog einhliða samningur gæti ekki tryggt frið. Hann kvaðst hafa sagt Weizman, aö þótt ísrael næði friðar- samningum við Egyptaland, Sadat. Sýrland og Jórdaniu, þá væri ekki þar meö búiö að tryggja frið. Það yrði að leysa Pale- stlnuvandann fyrst. Sadat sagði, aö Israel yröi að fara f rá herteknu svæðunum og finna yröi pólitiska lausn á Palestinumálinu. Er frétta- menn spurðu Sadat hvort hann meinti raunverulega striðsógn- anir sinar, svaraði hann þvi til, að þaöværi þeirraaö draga sin- ar ályktanir af þvi, sem hann segði. Carter aðvarar Sovétríkin Annapolis, 7. júni, Reuter. — Carter Bandarikjaforseti flutti i dag ræðu þar sem hann minntist á helztu mál, er deilum valda meö stórveldunum. Hann sagði að So- vétmenn stefndu i hættu sambúð sinni við Bandarikin nema þvi aðeins aðþeir einbeiti sér að þvi aðdraga raunverulega úr spennu i alþjóðamálum. „Sovétrikin geta valið um átök eöa samvinnu”, sagði Carter. Hann sagöi enn- fremur, að óheft samkeppni án þess að reglum sé hlýtt leiddi til alvarlegri átaka. Þótt Carter fordæmdi ihlutun Sovétrikjanna i Afriku.þá hvatti hann samt til samvinnu Banda- rikjamanna og Sovétmanna um ýmis málefni álfunnar, m.a. að finna friðsamlega lausn i Nami- biu og Rhódesiu, þar sem miða ætti að þvi að meirihlutastjórn verði komið á i þessum löndum. Sovézkir fjölmiðlar hafa harð- lega gagnrýnt Carter fyrir ræö- una, en hann minntistm.a. áhina hörðu dóma sem kveönir voru upp I máli andófsmannsins Yuri Orlov. Armeníumenn sekir fundnir um spellvirki í Moskvu Moskva, 7. júni, Reuter — Tass-fréttastofan skýrði i dag frá þvi, aö hópur af fólki, sem hand- tekið var i fyrra, hafi játað að hafa valdið sprengingu i neðan- jaröarlest i Moskvu 8. janúar á fyrra ári. Fjórir lestarfarþegar létust i sprengingunni og margir særðust. Fréttaritari Reuters i Moskvu, Chris Catlin, segist hafa það eftir öruggum heimildum aö armensk- ir þjóðernissinnar hafi verið handteknir fyrir að hafa valdið sprengingunni. Tveir mannanna voru handteknir með sprengiefni i fórum sinum nálægt neðanjarð- arstöö i Moskvu i nóvember en einn var tekinn höndum i Yere- van, höfuöborg Armeniu. Þre- menningarnir eru félagar þjóð- ernissinna. Giscard á Korsíku Menningararfi verði skilað Ajaccio, 7. júni, Reuter — Gis- card D’Estaing, Frakklandsfor- seti kom i' dag til Korsiku i þriggja daga heimsókn. Mikill fjöldi lögreglumanna gætir for- setans. í nótt voru fjórar smá- vægilegar sprengingará eynni. 23 menn voru handteknir áður en forsetinn kom, grunaöir um að vera meðlimir frelsishreyfingar Korsiku. I fyrsta ávarpi sinu á Korsiku skoraði forsetinn á Kor- sikumenn að virða lýðræðislega hætti. Paris, 7. júni, Reuter — Fram- kvæmdastjóri UNESCO, Menn- ingar- og vlsindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, Amadou-Maht- arM’Bow hvatti i dag til þess að skilað yrði menningarverðmæt- um til heimalanda sinna. Hann sagði, að margar þjóðir hefðu verið rændar ómetanlegum hluta menningararfs sins i sögunnar rás. Nú væru slíkir dýrgripir seldir á listamarkaði háu verði, og ýtti það undir smygl og rán á listaverkum sem ginnt væru út úr fávlsum almúga. M’Bow hvatti aðildarriki UNESCO til að skila aftur menningarverömætum og minntist i þvi sambandi á, að Bandarikjamenn skiluðu Ung- verjum i vetur kórónu heilags Stefáns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.