Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 20
Sýrð «ik «r sígild eign ÚftCiÖGiH TRÉSMIÐJAN MCIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Fimmtudagur 8. júnn978 119. tölublað—62. árgangur Gagnkvæmt tryggmgafeiag Smokie-stuð í HöUinni Þaö var sannkölluö þrjii bld stemmning sem rlkti á hljómleik- um brezku popp-hljómsveitar- ,innar Smokie I Laugardalshöll- inni I gærkvöldi. Segja má aö áhorfendur hafi veriö á öllum aldri og var þetta sannkölluö fjölskylduskemmtun, þvl aö ekki var óalgengt aö sjá heilu fjölskyldurnar dilla sér i takt viö tónlistina og ekki var annaö aö sjá en aö flestir þeirra fjölmörgu áhorfenda sem leiö sina lögöu I Höllina i gærkvöldi hafi skemmt sér meö ágætum. Annars er þaö um hljómleikana aö segja aö trölega hafa Smokie komið mörgum á óvart meö ágætum Ieik, en þó verður þaö aö segjast aö tæknibrellur þær og tæki sem þeir notuöu, stálu senunni aö vissu leyti. A hljómleikunum I gærkvöldi léku Smokie flestsln þekktustu lög og I lokin komu þeir vissulega á óvart er þeir léku syrpu af gömlum rokk-lögum af stakri prýöi. Tfmamynd Róbert. Nýtt fiskverð: 13-14% hækkun - Fiskverðshækkun, þar sem frystihús eru rekin með hallarekstri kæmi ekki til greina í eðlilegu þjóðfélagi — segir Árni Benediktsson formaður Sambands fisksframleiðenda um nýja fiskverðið Ekki var rúm til að birta til- kynningu Verðlagsráðs sjávar- útvegsins i heild i blaöinu í gær en hún er þessi: Yfirnefnd Verðlagsráðs sjá- varútvegsins ákvað á fundi sin- um á þriðjudag nýtt fiskverð fyrir timabiliö 1. júni 1978 til 30. september 1978. Hið nýja fisk- verð er 13.5-14% hærra aö með- altali en það verð, er gilti til mafloka. Hækkunin er nokkuð breytileg eftir tegundum: Þorskur hækkar um 12.7% i verði Ýsahækkar um 12.6% I verði. Ufsi hækkar um 26.9% i verði. Karfi hækkar um 15.3% i veröi. Steinbitur hækkar um 18.6% i verði. Aörar tegundir hækka yfir- leittum 13-14% i verði, en verð á grálúðu hækkar þó minna. Auk þessara mismunandi verð- breytinga eftir fisktegundum vorugerðar nokkrar breytingar á innbyrðis verðhlutföllum milli stærðar-og gæðaflokka, einkum að þvi er varðar verð á Jwrski og ýsu. Þannig hækkar verð á þorski og ýsu i fyrsta gæðaflokki meir a en verð á sömu tegundum i öírum og þriöja gæðaflokki. Framhald á bls. 19. GV— Fiskverðshækkun, þar sem frystihús eru rekin með hallarekstri kæmi ekki til greina i eðlilegu þjóðfélagi, en fiskverðshækkun er nú eðlileg á þeim forsendum að sjómenn fylgi með öðrum launþegum i landinu. En þar sem við erum búin að koma okkur upp efna- hagskerfi þar sem ekkert er rökrétt, þá er ekki von aö hægt sé að taka skynsamlega á mál- unum.sagði Arni Benediktsson, formaöur Sambands frystihús- anna, er hann var spurður álits um nýja fiskverðiö. Arni Bene- diktsson átti sæti I Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins af hálfu kaupenda. Arni sagði einnig að rekstrar- skilyrði frystihúsanna væru nú mjögmisjöfn, en halli frystihús- anna I heild væri nú 2,5 millj- arðar miðað við ársrekstur, þ.e.a.s. 4% vantar upp á tekjur. Staða frystihúsanna er verst hér á Suðvesturlandi, nokkur frysti- hús stöðvuðust þegar i haust og það er fyrirsjáanlegt að fleiri stöðvast fyrr eða siðar, hér á suövesturhorninu, sagði Arni. Tap frystihús- anna eykst í samtali við Eyjólf Isfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóra Sölumiðstöövar hraðfrystihús- anna, sem einnig átti sæti I yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins af hálfu kaupenda, kom fram að miðað við þau skil- yrði sem voru i mai s.l. var gert Framhald á bls. 19. Héöan munu Þorlákshafnarbdar væntanlega fá hitaveitu slna I framtlöinni ár holu I landi Bakka I ölfusi. HITAVEITULAGNING TIL ÞORLAKSHAFNAR SENN AÐ HEFJAST — áætlað að ljúka lagningu aðveituæðar í sumar sst — „Við erum svo að segja rétt ófarnir af stað með hitaveitu- framkvæmdir og reiknum meö aö byrja af fullum krafti i næstu viku,” sagði Þorsteinn Garðarson sveitarstjóri I Þorlákshöfn i samtali við Timann i gær, en eins og kunnugt er var borað eftir heitu vatni hjá Bakka i ölfusi I fyrra og fengust þá 26 sekúndulitrar af um 120 gráðu heitu vatni. Sagði Þorsteinn, að áætlað væri að leggja aðveituæðina i sumar og jafnvel hluta dreifikerfisins við höfnina. Er það um 10,8 km. vegalengd. Vinnuflokkar á vegum Þorlákshafnarhrepps munu sjá um framkvæmdina að nokkru leyti, en nokkrir undir- verktakar verða með i spilinu, sem munu annast tækjavinnu, járnsmiðavinnu og svo framvegis. Þorsteinn bjóst við að nokkrir sveitabæir mundu taka hitaveitu til sin og gæti það orðiö i sumar. Aætlað er að verja um 240 milljónum króna til þessara framkvæmda i sumar, en heild- arkostnaður við hitaveitu- framkvæmdir i Þorlákshöfn nema um 400 milljónum króna með fyrirvara. Ef allt gengur samkvæmt frumáætlun ætti hita- veitulagningu að geta lokið næsta haust. 99 Get ekki játað á mig verk annarra” — segir þýzki fugla- „fangarinn** og kveðst ekkert um fálkaungana 5 vita GEK —Hann kom hingaö i dag af eigin hvötum til að ræða sin mál, og I framhaldi af þvi fóru fram stuttar yfirheyrslur yfir honum, — sagöi William Möller, fulltrúi lögreglustjórans I Reykjavik, er blaðamaður Tim- ans ræddi viö hann I gær um mál þýzka fugla „fangarans ” .Konraks Chicielský. Að sögn Williams, neitaði Chicielský þvi alfarið, að vera á nokkurn hátt viðriöinn fálkaungana 5, sem fundust I flugstöðinni i Keflavik I júnimánuði 1976. — Hann sagðist alls ekki geta játað á sig annarra verk, — sagði William Möller ennfremur. Svo sem skýrt hefur verið frá, á Þjóðverjinn bókað far með einu af skipum Eimskipafélags- ins, sem átti að leggja af stað áleiöis til Þýzkalands I gær, en vegna tafa við lestun þess var brottför skipsins frestað þar til á hádegi i dag. — Með hliðsjón af þvi að 'ekkert nýtt hefur komið fram i máli þessa manns i dag, get ég I' fljótu bragði ekki séð að neitt sé þvi til fyrirstöðu að hann yfir- gefi landið á morgun eins og hann hefur áformað, — sagöi William Möller i samtali viö Timann i gær. Svo sem greint hefur verið frá, tók lögreglan i Reykjavik tækjabúnað, sem Þjóöverjinn hafði meðferðis.i sina vörzlu og að sögn Williams verður tekin ákvörðun um það fyrir hádegi i dag, hvort honum verður skilað þessum tækjum aftur áður en hann yfirgefur landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.