Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. júnl 1978
7
Wmwrn
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjúri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar SiOimúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar bláöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi. Blaöaprent h.f.
Vilja kjósendur fá
„viðreisn” aftur?
Það hefur komið glöggt i ljós i siðdegisblöðun-
um, sem gefin eru út af gróðamönnum i Sjálf-
stæðisflokknum, að allur áhugi þeirra beinist nú að
þvi, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
fái meirihluta á þingi og myndi stjórn saman, sem
Alþýðubandalagið standi einnig að. Hellist Al-
þýðubandalagið af einhverjum ástæðum úr lest-
inni, standi Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn tveir að stjórninni.
Þar sem það er hugsanlegt, að Sjálfstæðisflokk-
urinn myndi stjórn með Alþýðuflokknum eftir
kosningar, er timabært að kjósendur fari að rifja
upp þá stjórnarhætti, sem rikjandi voru, þegar
þessir flokkar fóru siðast með völd, þ.e. á kjör-
timabilinu 1967-1971.1 utanrikismálum rikti alger
undirlægjuháttur við stóru rikin i Atlantshafs-
bandalaginu og þvi ekkert aðhafzt að gagni i land-
helgismálinu, enda ekki hægt meðan uppgjafar-
samningurinn frá 1961 var i gildi. Þegar stjórnar-
andstæðingar buðu Sjálfstæðisflokknum og Al-
þýðuflokknum upp á samstarf i ársbyrjun 1971 um
að lýsa uppgjafarsamninginn úr gildi fallinn og að
fiskveiðilögsagan yrði færð út i 50 milur, var þvi
eindregið hafnað. Alþýðublaðið sagði um þessa
stefnu, að hún væri ævintýrapólitik og siðleysi, og
Morgunblaðið hvatti til að frestað væri öllum að-
gerðum, unz hafréttarráðstefnan hefði lokið störf-
um.
í innanlandsmálum var efnahagserfiðleikum,
sem voru J)ó minni en núverandi stjórn hefur
þurft að glima við, mætt með miklum gengisfell-
ingum, sem leiddu til stórfelldrar kjaraskerðing-
ar, þvi að verðlagsbætur voru mjög takmarkaðar.
í kjölfarið fylgdi dýrtið, sem var þrisvar til
fjórum sinnum meiri en i nágrannalöndunum á
sama tima, og stórkostlegt atvinnuleysi, m.a.
vegna samdráttar i framkvæmdum. Þúsundir
manna flýðu land af þessum ástæðum og þúsundir
manna yfirgáfu dreifbýlið og fluttu til þéttbýlis-
svæðanna, þvi að framkvæmdir úti um land voru
sáralitlar. Togaraflotinn fór siminnkandi, þvi að
ekkert var gert til að endurnýja hann. Nær engin
endurnýjun var á sviði hraðfrystihúsanna. Þannig
mætti lengi telja.
Viðreisnarstjórnin hrökklaðist frá völdum i
kosningunum 1971. Siðan hefur Framsóknarflokk-
urinn verið i stjórn. Stjórnarþátttaka hans hefur
markað alger þáttaskil. Uppgjafarsamningurinn
frá 1961 hefur verið lýstur ógildur og fiskveiðilög-
sagan verið færð út i 200 milur. Togaraflotinn
hefur verið endurreistur og hraðfrystihúsin endur-
nýjuð. Þróttmikil byggðastefna hefur að mestu
stöðvað fólksflóttann til þéttbýlissvæðanna, jafnt
þeim og dreifbýli til hags. Miklar framkvæmdir
hafa verið á sviði orkumála og hitaveitumála. At-
vinna hefur verið næg meðan stórfellt atvinnuleysi
hefur verið i flestum löndum öðrum. Lifskjör eru
hér betri en viðast annars staðar. Það skyggir hins
vegar á enn, að verðbólgan hefur haldizt i sama
hlutfalli, miðað við önnur lönd, og á viðreisnartim-
anum.
Það, sem kjósendur þurfa að svara við kjörborð-
ið 25. júni, er ekki sizt þetta: Vilja menn atvinnu-
öryggi og framfarastefnu með þvi að tryggja
áfram stjórnarþátttöku Framsóknarflokksins, eða
vilja menn fá aftur atvinnuleysið, kjaraskerðing-
una og undirlægjuháttinn, sem einkenndi sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á árunum
1967-1971? Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Klofna Afríkuríkin
í þrjú bandalög?
Vesturveldin ósammála um Afrikumálin
Obasanjo, leiötogi Nigeriu, er meöal þeirra, sem eru andvigir
hernaöarbandalagi I Afriku.
SÍÐASTLIÐINN mánudag
kom saman i Paris sérstök
ráðstefna fimm rikja Atlants-
hafsbandalagsins.þ e. Banda-
rikjanna, Bretlands,
Vestur-Þýzkalands, Frakk-
lands og Belgiu til aö ræða um,
hvernig hyggilegast væri að
veita stjórn Mobutu aðstoð,
bæði efnahagslega og hern-
aðarlega. Fjárhagur Zaireer i
kaldakoli eftir ráðvillta og
spillta stjórn Mobutu á undan-
förnum árum, en við það hefur
nú bætzt, að vinnsla kopars og
kóbolts i Shabahéraði mun
dragast verulega saman
næstu mánuði, sökum spell-
virkja, sem uppreisnarmenn
hafa unnið á námunum. Það
verður þvi ekki neitt auðvelt
verk fyrir þessi riki að veita
Mobutu þá efnahagsaðstoð,
aðhann getihaldiðstjórn sinni
á floti. Þó er það sennilega
meira vandamál, hvernig eigi
að tryggja stjórn Mobutu
hernaðarlega aðstoð til að
geta varizt uppreisnarmönn-
unum i Shabahéraði, en
reynslan hefur sýnt, að her
Zaireer ófær um að gera það,
jafnvel þótt uppreisnarmenn
fáilitla eða enga hernaðarlega
hjálp frá Kúbumönnum og
Rússum, en fréttamönnum
ber ekki saman um hversu
mikil hún hefur verið. Brés-
njef og Castro halda þvi fram,
að hún hafi engin verið, en
Carter hefur látið þingmönn-
um i té upplýsingar um, að
slik aðstoð hafi átt sér stað.
Þær upplýsingar hafa þó ekki
enn verið birtar opinberlega
og þykir það veikleikamerki.
Sennilegust virðist sú tilgáta,
að uppreisnarmenn hafi feng-
ið þjálfun hjá Kú'bumönnum
og Rússum og eitthvað af
vopnum, en þeir ekki átt neinn
beinan þátt i innrásinni. Það
er meira að segja haft eftir
Castro, að hann hafi latt þess,
að uppreisnarmenn geröu inn-
rás að þessu sinni, en þeir ekki
farið að ráðum hans. Það gæti
stutt þessa frásögn Castros, að
innrásin var ekki gerð frá
Angóla, heldur fóru upp-
reisnarmenn inn i Zambiu og
gerðu innrásina þaðan. Þess
vegna kom hún lika Zaireher
meira á óvænt en ella.
ÞOTT enn hafi litlar fréttir
borizt frá áöurnefndri ráð-
stefnu i Paris, virðist það
ljóst, að verulegur ágreining-
ur rikir um það milli þátttöku-
rikjanna, hvernig Mobutu
skuli veitt hernaðarlegaðstoð.
Frakkar og Belgiumenn hafa
hallazt að þeirri hugmynd, að
komið yrði upp eins konar
varnarbandalagi Afrikurikja,
sem hafi á að skipa herliði frá
þátttökurikjunum, sem senda
megi á vettvang, ef gerð sé
innrás í eitthvert þeirra eða
erlend riki stuðli þar að upp-
reisn. Vesturveldin veiti svo
þessu bandalagi fjárhagslega
aðstoð og búi það vopnum, en
leggi ekki til hermenn. Þannig
verði komið i veg fyrir að
vestræn riki eigi beinan þátt i
i hernaðarátökum i Afriku, likt
og gildir um Kúbumenn og
Frakka nú.
Segja má, að það sé eins
konarvisir að sliku bandalagi,
aðnokkur Afrikurikin, eins og
Marokkó, Senegal og Gabon,
hafa sent herlið til Shabahér-
aðs, og hefur það veriö flutt
þangað i bandariskum flug-
vélum. Af hálfu Bandarfkja-
stjórnar hefur verið tekið
fram, að þessa flutninga megi
ekki telja sem hernaðarlega
ihlutun af hálfu þeirra.
AF HALFU Breta hefur fram-
angreindri bandalagshug-
mynd verið tekið fálega, svo
ekki sé meira sagt. Astæöan er
sú, að fæst eða engin Afriku-
riki sem áður voru brezkar
nýlendur, myndu taka þátt i
þvi. Þau vilja, að Afrikúrikin
fylgióháöri utanrikisstefnu og
taki ekki þátt f hernaðar-
bandalögum, sem að ein-
hverju leyti tengjast stórveld-
um iöðrum heimsálfum. Þessi
er t.d. afstaða Nigeríu, Tanz-
aniu, Ghana og Zambiu. Ef
stofnaðyröi slikt bandalag og
Frakkar ræða um, myndu
Afrikurikin sennilega skiptast
i þrennt. Afrikuriki, sem eru
hliðholl vesturveldunum,
myndu ganga i umrætt banda-
lag, og yrðu riki, sem áður
voru franskar nýlendur, aöal-
kjarni þess. Riki, sem nú
fylgja Rússum og Kúbumönn-
um, einsog Angóla, Mosambik,
Eþiópia og Uganda. myndu
skipa sér i aðra fylkingu.
Þriðja fylkingin yrði svo
óháðu rflrin, sem áður eru
nefnd.
Það virðist vera afstaða
Breta, að fyrst ogfremst eigi
að styðja óháðu rikin til þess
að gera stefnu sina gildandi i
Afríku. Það eigi að fylkja sem
flestum Afrikurikjum um þá
stefnuað mótmæla hvers kon-
ar hernaðarlegri ihlutun frá
rikjum utan Afriku. Þannig
eigi að reyna að binda enda á
hernaðarlega ihlutun Rússa
og Kúbumanna. Vesturveldin
eigiað stuðla að þessari óháðu
stefnu með þvi að veita
Afrikurikjum sem mesta efnæ
hagslega aðstoö, án pólitiskra
skflyrða. Þessari stefnu fylgir
Young, sendiherra Banda-
rikjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum. Carter og Vance viríast
hallast mest að henni, þótt
þeir verði að taka nokkurt til-
lit í málflutningi sinum til
hinnar svonefndu höröu af-
stöðu Brzezinski, en hún virð-
ist eiga verulegan hljómgrunn
i Bandarikjunum.
Þ.Þ.
Frakkar hafa beitt útlendingahersveitinni i Afriku.