Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 8. júni 1978 fyrstur með HM-fréttirnar ,,Austurríki er — tryggði Austurriki sæti i 8-liða úrslitum HM-keppninnar, með þvi að skora sigurmarkið 1:0 gegn Svium SENEKOWITSCH.-þjálfari Austurrikis. -/Spútniklið" Austurríkismanna, sem hefur komið svo skemmtilegaáóvart í HM-keppninni í Argentínu, tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum HM i gærkvöldi, þegar þeir unnu sætan sigur (1:0) yfir Svium i Buenos Aires. Austurríkismenn léku mjög vel — Þeir voru sterkir og ákveðnir í vörn, og sóknarmenn þeirra voru stórhættu- legir, þegar þeir geystust fram. Það var markaskorarinn mikli, Ilans Krankl, sem tryggði Austurrikismönnum sigur með þvi að skora örugglega úr vita- spyrnu á 42. min. — fram hjá Ronnie Hellström, markverði Svia. Þessi mikli markakóngur Evrópu — skoraði 41 mark sl. keppnistimabil i Austurríki. Hann skoraði einnig sigurmark Austur- rikis gegn Spánverum sl. laugar- dag. Krankl, sem er 24 ára — mjög mikil skytta og einleiksspilari, er einn bezti miðherji heims. — Hann leikur með Rapid Vienna i Austurriki, og þar sem hann skor- ar svo mikið af mörkum.kalla á- hangendur felagsins félagið ,,FC Krankl”. Austurrikismenn, sem ftagga nú sinu bezta landsliði i 20 ár, fengu vitaspyrnuna, þegar Björn Nordqvist, fyrirliði Svia, braut á Krankl inn i vitateig en það var ekki i fyrsta skipti i leiknum sem Sviar brutu á Austurríkismönn- um i vitateig sinum — en brotið á Krankl var það gróft, að hollenzki dómarinn, Charles Corver, gat ekki annað en dæmt víti á Nord- qvist, sem lék sinn 110. landsleik. Annars var leikur þjóðanna nokkuð daufur og léku Sviar langt undir getu. — Sóknarleikur þeirra var afar bitlaus. Austurrikis- menn með Herbert Prohaska, hins unga miðvallarspilara — sem byggði upp flestar sóknarlot- ur Austurrikis, voru mun hættulegri, og munaði þar mest um hinn frábæra Krankl, sem var óheppinn að skora ekki fleiri mörk undir lok leiksins. Fyrst bjargaði Hellström, bezti leik- maður Svia, meistaralega skoti frá honum og siðan bjargaði Nordqvist skoti frá honum á línu. Þá bjargaði Hellström glæsi- lega skalla frá Wilhelm Kreuz, sem stuttu siðar átti skot, sem fðr rétt yfir þverslá sænska marks- ins. Bezta marktækifæri Svía fékk Thomas Sjöberg á 52. min. — en honum brást þá bogalistin og skaut yfir þverslá. Þegar 15 min. voru búnar af seinni hálfleik, setti George ,,Aby” Eriksson, lands- liðseinvaldur Svia, hinn mikla markaskorara Ralf Edström inn á til að lifga upp á sóknarleik sænska liðsins — en þaö breytti engu, þvi að Edström hefur átt við meiðsli að striða. —Hann lék langt frá fyrri getu, enda greini- lega ekki búin að ná sér eftir meiðslin. —SOS. HANS K R A N K L. . . h i n n stórhættulegi sóknarmaður Austurrikis, hefur skorað 2 þýðingarmikil mörk i HM. Angel sýndi snilldarleik í marki Spán- *m« 4 p sem tryggðu sér jafntefli V wJ- J Öí 0:0, gegn Brasiliumönnum Markaskyttan mikla Hans Krankl mun sterkara en Brasilía” — sagði Eriksson, þjálfari Svia ★ „Við gefum ekkert eftir gegn Brasiliu”, sagði þjálfari Austurríkis — Ég er mjög ánægður með strákana, þeir léku mjög vel gegn Svium og voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk, sagði Helmut Senokowitsch, landsliðseinvaldur Austurrikis, eftir leikinn gegn Svium — Þótt við séum öruggir i 8-liða úrslitin, munum við ekkert gefa eftir gegn Brasiliumönnum — við leikum eins og við höfum gert gegn Spánverjum og Svium. Þegar Senokowitsch var spurður um öll hin fjölmörgu markatækifæri, sem strákarnir hans misnotuðu sagði hann: — Knattspyrna er þannig leikur að mörk, góð marktækifæri misnotast — þetta var einn af þeim 'leikjum, sem allt gekk ekki upp. — Við vissum vel að Sviar voru með sterkt liö og lékum þvi gæti- lega gegn þeim. — Og þetta var dagur, sem við höfðum heppnina méðokkur, Guði sé lof. Við lékum mun skipulagðari leik en Sviar, sagði Senokowitsch. — Austurrikismenn eru með mjög sterkt lið, sem er mjög samheldið, sagði George „Aby” Eriksson, landsliðseinvaldur Svia. — Já, Austurrikismenn eru með miklu sterkara lið heldur en Brasiliumenn, það er enginn vafi á þvi, sagði Eriksson. Miguel Angel, hinn frábæri markvörður Spánverja, sýndi snilldarleik á hinum litla leikvelli í Mar del Plata i gærkvöldi, þegar Spánverjar tryggðu sér jafntefli (0:0) gegn Brasifiumönnum. Angel hélt Spánverjum á floti með stórkostlegum leik, og fjórum sinnum varði hann meistaralega skot frá Brasilíumönnum og bjarg- aði, þannig á síðustu stundu. Það var greinilegt að Spánverj- ar og Brasiliumenn áttu erfitt með að leika knattspyrnu á hin- um litla velli i Mar del Plata og var fyrri hálfleikurinn mjög daufur. — Einu hætturnar, sem sköpuðust upp við mörkin, voru þegar aukaspyrnur voru teknar og knötturinn sendur inn i vita- teig. Seinni hálfleikurinn var mun liflegri og reyndu Brasiliumenn þáhvað þeir gátu til að knýja fram sigur, en Miguel Angel, markvörður Spánverja, var ekki á þeim buxunum að láta skora hjá sér — Hann sýndi hvað eftir annað snilldargóða markvörzlu. Hinn sókndjarfi Reinaldo komst einn inn fyrir vörn Spánverja á 48. min., og var Angel aðeins einn til varnar, þeg- ar Reinaldo lét skotið riða af. — Angel náði að kasta sér og snerta knöttinn með fingurgómunum, þannig að knötturinn rann fram hjá marki Spánverja, þvi að þar var enginn Brasilíumaður til að reka endahnútinn á sóknina — og senda knöttinn i netið. Reinaldo komst svo stuttu siðar aftur einn inn fyrir vörn Spánverja, en þá varði Angel meistaralega skot frá honum. — Hann missti knöttinn út á vöilinn, þar sem Brasilium aðurinn Cerezo kom aövífandi og skaut — en knötturinn hafnaði þá I Angel markverði. Angel var ekki af baki dottinn þvi að hann varði enn meistara- lega á 59. min. þegar Reinaldo var enn einu sinni á ferðinni með knöttinn. Þá kastaði spænski markvörðurinn sér eins og köttur fyrir fætur Reinaldo og náði að góma knöttinn glæsilega. Fjórir varnarmenn Spánverja réðust að Reinaldo, sem stóð yfir Angel og var þá einn þeirra bókaður — Eugenio Leal. Þessi marktækifæri voru þau einu I leiknum, sem hægt er að minnast á. Brasiliumenn, sem léku án fyrirliða sins — Rivelina, hafa ekki sýnt þá knattspyrnu i HM-keppninni sem búizt var við af þeim, — og þeir geta kallazt heppnir, ef þeir komast i 8-liða úrslitin. —SOS. 3. riðill Austurriki — Sviþjóð.........1:0 Spánn — Brasilia.............0:0 Austurriki.........2 2 0 0 3:1 4 Brasilia...........2 0 2 0 1:1 2 Spánn..............2 0 1 1 1:2 1 Sviþjóð ...........2 0 1 1 1:2 1 Eins og sést á þessu berjast Brasiliumenn, Sviar og Spánverj- ar um að komast með Austurriki i 8-liða úrslitin. Siðustu leikir riðilsins eru: — Austurriki - Brasilia og Sviþjoð - Spánn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.