Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. júni 1978 5 Vestfirðingaf jórdungur: Rækju' vertíðin góð í Vest- firðinga- fjórðungi Rækjuvertiö á Vestfjörðum lauk i endaðan april, þegar veið- um var hætt i Arnaríirði, en það var eina veiðisvæðið, þar sem ekki var veitt leyfilegt aflamagn. Við Isafjarðardjúp var búið að veiða aflamagnið 7. april og 15. april við Steingrimsfjörð. 1 vetur stunduðu 56 bátar rækjuveiðar frá Vestfjörðum, sem er 9 bátum færra en árið áð- ur. Frá Bildudal réru 6 bátar, Súðavik 4, Isafirði 27, Bolungavik 9, Hólmavik 6 og Drangsnesi 4. 1 april bárust á land 382 lestir af rækju, 74 lestir á Bildudal, 149 lestir við ísafjarðardjúp og 159 lestir við Steingrimsfjörð. Alls hafa þá borizt á land 2.734 lestir af rækju frá áramótum. Aflinn á haustvertfðinni var 1.555 lestir. Er rækjuafiinn á haust- og vetr- arvertiðinni þvi 4.229 lestir, en var 4.007 lestir á vertiðinni i fyrra. SALT- viðræður í hættu Moskva, 6. júni, Reuter. —Sovét- stjórnin sakaði i dag Bandarikja- stjórn um að stofna SALT-viðræð- unum i hættu vegna deilnanna um Afriku. Georgy Korniyenko, aöstoðar- utanrikisráðherra Sovétrikjanna sagði i dag, að Sovétmenn ættu erfitt með að skilja afstöðu Jimmy Carters. Hann kvaö Bandarikin eiga jafnmikið i húfi og Sovétrflún, að samkomulag næðist um takmörkun á fjölda burðarflauga fyrir kjarnorku- vop. „Ýmis atvik hafa þó valdið þvi, að Bandarikin hafa tekið upp stefnu, sem er óskiljanleg og ekki alltaf skynsamleg. Þau hafa seinkað viðræðum og gert erfitt fyrir um að leiða málin til lykta, sagði Korniyenko. Aflahæst af togurunum var Guðbjörg frá ísafirði með 1.981.6 lestir i 18 róðrum. Guðbjörg var einnig aflahæst á vetrarvertiðinni i fyrra meö 2.226.5 lestir i 16 róðr- um. Af netabátum var Garðar frá Patreksfirði aflahæstur með 729.0 lestir i 84 róðrum, en i fyrra var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur 920.0 lestir i 80 róðrum. Heiðrún frá Bolungavik var aflahæst þeirra báta, sem réru með linu alla vertiðina, en hún var i útilegu og aflaði 806.3 lestir i 16róðrum. Af dagróðarbátum var + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Vertídaraf linn heldur meiri en — Guðbjörg ÍS enn aflahæst togaranna Aflinn á vetrarvertiðinni i Vest- firðingafjórðungi varð 32.627 lest- ir, sem er 805 lestum meira en i fyrra. Tiðarfar til sjósóknar var mjög óhagstætt fyrri hluta ver- tiðar, en eftir páskana voru góðar gæftir. Linubátar eru flestir með minni afla en i fyrra, en flestir með hlutfallslega verðmeiri, þar sem steinbiturinn er minna hlut- fall af aflanum en áður. Afli flestra togaranna er áþekkur og árið áður, en afli netabátanna heldur lakari. Heldur meiri afli hefur borizt á land i ár en i fyrra á Suðureyri (17%), Þingeyri (17%) og Patreksfirði (13%), en i hinum verstöðvunum er afli viðast svip- aður eða lítið eitt minni. Á þessari vertið stunduðu 44 bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörð- um lengst af vertiðar (öfluðu yfir 100 lestir). Réru 29 með linu alla vertiðina, 5 réru með linu og net og 10 með botnvörpu. Heildaraflinn varð nú 32.627 lestir, en var 31.822 lestir i fyrra. Linuaflinn varð nú 14.693 lestir eða 45% vertiðaraflans, en var 14.839 lestir eða 47% 1 fyrra. Afli togaranna varð nú 15.985 lestir eða 49%, en var 14.665 lestir eða 46% i fyrra og i net öfluðust 1.949 lestir eða 6%, en i fyrra var neta- aflinn 2.318 lestir eða 7% ver- tiðaraflans. í fyrra Kosningagetraun Rauða krossins er einföld. Leikurinn erfólginn í því að giska á hvað flokkarnir fái marga þingmenn í komandi alþingiskosningum. Hverjir fá pottínn? Miðinn kostar 500 krónur og fara 20% af andvirði seldra miða.í yinn- inga þannig að seljist 50 þúsund miðar verður þotturinn 5 milljónir króna, sem þeir getspöku skipta á milli sín. Seljist 100 þúsund miðar verður potturinn 10 milljónir, o.s.frv. Allir skilmálar eru á miðanum. Gottmálefhi Félaginu er nauðsyn að efla hjálpar- sjóð sinn til mikilla muna svo hægt sé að bregðast við hjálparbeiðnum í skyndi innlendum og erlendum. Allar tekjur af getrauninni fara til þess að efla hjálparsjóðinn. I öllum kosningum getur hvert atkvæði vegið þungt - í kosninga- getrauninni vegur hver getrauna- seðill þungt fyrir Rauða krossinn - og hann getur líka fært getsþökum eiganda drjúgan vinning. Sölukerfi/Sölustaðir Félagar í Rauða kross deildum um land allt munu sjá um sölu miðanna alveg til kl. 18 á kjördag. Deildirnar auglýsa aðra sölustaði. Félagar verða á ferðinni um þorg og bí, á mannamótum, við verslunarmið- stöðvar og víðar. í flestum apótek- um og víðar verða Rauða kross stampar til þess að skila getrauna- seðlum í. Hverju spáir þú um kosningarnar? Það er spurningin. Við spáum því að potturinn verði stór. Orri frá tsafirði aflahæstur með 656.5 lestir i 86 róðrum. 1 fyrra var Jón Þórðarson frá Patreks- firði aflahæstur linubáta á vertiö- inni með 813.5 lestir i 101 róöri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.