Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 8. jiini 1978
““^
tónlist
Emil Gilels lék hjá Tón-
listarfélaginu 20. maí i
Háskólabíói. Það voru 11.
tónleikar félagsins í vet-
ur. Á efnisskránni voru 4
píanólög eftir Schumann
op. 32: þrjú verk eftir
Prókof jeff: Sónata nr. 3 i
a-moll, Visions Fugitives,
op.22 og Prelúdía í C-dúr,
op. 12. Eftir hlé lék Gilels
Pólonesu nr. 2 í c-moll op
40 og Sónötu í h-moll op.
58 eftir Cbopm.
Það hvarflar auðvitað ekki að
mér að fara að gagnrýna leik
Emils Gilels — hann var stór-
kostlegur. Skemmtilegastur var
e.t.v. Prókofjeff hans, einkum
Visions Fugitives, sem minna á
dæmisögur Franz Kafka
skemmtilegar og torræðar og
með óvæntum endi. En Gilels er
einn af höfuð-pianistum vorra
tima: hann er hafinn yfir eld-
glæringamennsku, þvi hans
hlutverk er að flytja oss tónlist
eins og hann skilur hana. Landi
hans Tsjækovský á að hafa sagt,
að fyrst þurfi menn að ná tökum
á tækninni, siðan geti þéir farið
að „túlka”.
Gilels fæddist i Odessa árið
1916, hóf nám i pianóleik 5 ára
gamall og hélt sina fyrstu opin-
beru tónleika 13 ára. Árið 1933,
þá 17 ára,vann hann i pianó-
keppni og geröist nemandi
Heinrichs Neuhaus i Tónlistar-
háskóla Moskvu. Neuhaus
kenndi ýmsum frægum fuglum
um dagana auk Gilels,t.d. bæði
Radu Lupu og Sviatóslav Richt-
er. Neuhaus hefur þetta eftir
hinum mikla Antoni Rubinstein
(Arthur Rubinstein er kallaður
„ungi Rubinstein” meðal þeirra
sem yfirsýn hafa yfir hlutina):
Einhver spurði hann hvers
vegna leikur hans hefði svo
geysileg áhrif á áheyrendur.
Hann svaraði „Liklega er það
bæði vegna þess, hve mikinn
hávaða ég framleiði, en þó eink-
um vegna þess hve mikla vinnu
ég hefi lagt i það að koma pianó-
inu til að syngja”. Og Gilels
Emil Gilels hiá Tónlistarfélaginu
eyddi miklum tima i æsku sinni
og unglingsárum i tækniæfing-
ar: að spila hægt og sterkt og
eins og allir vita er árangurinn
glæsilegur. „Ég held sá pianisti
sé vandfundinn sem hefur svo
glæstan góðmálms-tón”, segir
Neuhaus, „þann 20 karata gull-
tón sem heyra má i rödd hinna
fremstu söngvara, (Caruso,
Gigli, Chaliapin). Ég hef tekið
eftir þvi að allir stórsnillingar —
þeirsem koma fram fyrir fjölda
manns i stórum tónleikasölum
— hafa allir verið á einhverju
stigi þroskaferils sins hug-
fangnir af þvi að berja nóturnar
á pianóinu, hinn mikli snillingur
framtiðarinnar að hlaupa af sér
hornin,ef svo mætti orða það.
Richter djöflaðist á pianóinu,
þegar hann var að hefja tón-
leikaferil sinn, og Vladimir
Horovitz barði hljóðfærið svo
þegar hann var 17 eða 18 ára að
það var varla lift i herberginu
með honum. Gilels gekk að
sönnu aldrei svona langt en
hann var lengi mikið fyrir það
að spila ákaflega hratt og
sterkt” (voruð þið á Oscar
Peterson tónleikunum? — en
þessir karlar komust yfir það
stig um þaö bil sem þeir fóru úr
mútum).
Þannig breytast menn með
timanum. Gilels er nú kominn
yfir sextugt, og lék Chopin-
sónötuna með meiri mýkt en
hann hefði gert fyrir nokkrum
árum. Þegar hann var yngri var
hann mest fyrir Liszt og
Rachmaninov, en ekki leið á
löngu þar til hann sagði kennara
sinum að hann mæti pianókon-
sert Schumanns mest allra. Og
þá hafði hann leikið konserta
Liszts, Tsjækovskýs, Rach-
maninovs, Beethovens og 2.
konsert Brahms. Enda segir
Neuhaus, i heimspekihug: Hver
sá sem kann að meta bókmennt-
ir, skáldskap og heimspeki get-
ur með sömu gleðinni lesið
Svellfeta Sófóklesar, Pólikúsku
Tolstoýs, Ódysseif og Lygn
streymir Don,sökkt sér i Ari-
stóteles og Karl Marx (!), og
hlustað með jafnmikilli gleði á
messu eftir Palestrina og
Janacek — þetta getur hann —
vegna þess að hinum sann-
menntaða manni eru þrjú- eða
fjögurþúsund ár hlægilega stutt
ævi.
Jón kollega neitaði að sækja
þessa tónleika Gilelsar vegna
þess að Orlov var settur i
fangelsi austur I Rússlandi.
Gilels er ekki stjórnmálamaður
heldur pianisti og vegna snilli
sinnar er hann látinn afskipta-
laus. Miklir listamenn taka
sjaldan þátt i stjórnmálabar-
áttu (sjá þó Hamsun) eða kjara-
baráttu — þeir eru á öðru sviði.
Frá þeirra sjónarmiði ættu sem
minnst tiðindi frá keisaranum
að vera beztu tiðindin. Og
kannski Gilels geri mest gagn
þjóð sinni að spila fyrir hana og
heiminn.
Eftir tónleikana komum við
við i Bandarisku upplýsinga-
þjónustunni við Nesveg, þar
sem verið var að opna sýningu á
verkum Mary Bruce Sharon.
Mary Bruce fór að skrifa mat-
reiðslubók þegar hún var 71 árs
og uppúr þvi fór hún að mála.
Hún málaði i stil navista og vilja
menn komast i gott skap ættu
þeir að leggja leið sina vestur á
Nesveg.
5.6.
Sigurður Steinþórsson
Hrafn á fimmtudegi
fþróttadeildin Hildiríðarsynir
Rógur þykir ekki meðal allra
huggulegustu eiginda i háttum
manna. Samt er rógi oft beitt.
Hann er jafnvel stundaður af
þeirri nákvæmni að jaörar við
visindi.
Stundum er það sótt af brenn-
andi kappi að rægja einstaka
menn. Við Islendingar höfum
fengið okkar skammt af þeirri
tegund fyrirbærisins, ekki sizt
siðustu árin. Þar eru nafn-
togaðastir duglegir lausamenn,
sem fara i róður á siðum
siðdegisblaðanna, þegar þeim
finnst sjólag þesslegt.
Aðrir eru iþróttamenn i þeirri
grein að rægja fólk saman. Þeir
eru öðrum naskari á að mikla
allt sem hugsanlega gæti orðið
til þess að kveikja rig á milli
manna,reka fleyg á milli þeirra
og vekja tortryggni. Morgun-
blaðið hefur lagt mesta rækt við
þessa iþrótt og náð þar mestri
fullkomnun. Það gripur á lofti
sérhver ummæli, sem getur
þjónað þvi við þessa iðju, og
blæs þau út en gætir þess oftast
af þeirri kostgæfni sem visindin
heimta að hafa jafnframt á sér
eitthvað af yfirbragði hins sak-
lausa lambs.
Við Islendingar stöndum svo
sem á gömlum merg I þessari
grein. 1 elztu bókmenntum okk-
ar Njálu og Egilssögu, segir af
þvi hvernig þessi vinnubrögð
eru stunduð. Hildiriðarsynir
rægðu Þórólf Kveldúlfsson
dauðarógi,og Mörður Valgarðs-
son kom svo orðum sinum,að
Höskuídur Hvitanesgoði var
veginn. Á eftir fylgdi Njáls-
brenna, en sjálfur kunni Mörður
sina listgrein til þeirrar hlitar,
að verk hans urðu honum ekki
Þetta er gamli Kalli. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar klifaði
Morgunblaðiö á þvi að hann yrði borgarstjóri I Reykjavik,löngu
dauður, ef Birgir yrði fyrir skakkafalli. Bráðum getum við átt von á
þvi að Iþróttadeild Sjálfstæðisflokksins, Hildiriðarsynir, útnefni
Stalln heitinn þjóðarleiðtoga ef forsætisráðherraembætti fellur ekki
I skaut blessaðs Ihaldsins að loknum þingkosningum.
fótakefli. Hann lék hinn full-
komna glæp.
Til þessara tveggja dæma
hefur löngum verið vitnað. Til
þess eru lika bókmenntirnar aö
veita innsýn i sálarlif og við-
brögð manna og draga af þeim
lærdóma.
Þau árin sem vinstristjórnin
var við völd þræddi Morgun-
blaðið stigu Hildiríðarsona af
mikilli ratvisi. Og eins og geng-
ur verður hver jum það list sem
hann leikur. A þessu gekk
misserum saman og loks upp-
skáru Morgunblaðsmenn æru-
laun iðni sinnar, þegar tveir
eða þrir menn i naumum meiri-
hluta létu blekkjast á út-
mánuðum 1974 og fengust ekki
til þess að styðja úrræði,sem
hefðu getað orðið verulegur
varnargarður gegn þeirri hol-
skeflu verðbólgu og fjárhags-
öngþveitis,sem siðan hefur bulið
á þjóðinni.
Þetta vorið eru tvennar
kosningar. Hinar fyrri eru um
garð gengnar og er þar frægast
að hinum elskaða Sjálfstæðis-
meirihluta i borgarstjórn varð
fótaskortur á sleipri kosninga-
brautinni — einmitt þessum
meirihluta sem svo margir
trúðuaðværi eins konar norður-
strandar stuðlaberg,sem ekkert
fengi haggað.
Morgunblaðið hafði þó af
kostgæfni beitt sérhæfðri striðs-
list sinni af fremsta megni fyrir
borgarstjórnarkosningarnar, og
jafnvel fitjað upp á þvi all-
nokkrum sinnum að Karl Marx
myndi verða borgarstjóri ef iíía
færifyrir Birgi og kompanii. En
einn regnvotan mánudags-
morgun varð samt heyrinkunn-
ugt að yfirburðir þess i iþrótt
sinnihöfðu ekki dugað til sigurs.
Sjálfstæðisforingjarnir og
Morgunblaðið þeirra telja sýni-
lega að þetta áfall sé ekki annað
en dæmi, sem sanni regluna.
Trúin á hinn lúmska rógburð
sem dregur yfir sig feld sak-
leysisins stendur óhögguð.
Iþróttamenn listgreinarinnar
höfðu varla unnið upp þann
svefn, sem þeir misstu á
kosninganóttina.er farið var að
klifa á þvi,að einn ætlaði að snúa
á annan,menn innan hins nýja
borgarstjórnarmeirihluta væri
ekki sammála i öllum greinum
(sem engum hafði reyndar
komið til hugar) og þessi hafi
gefið þetta i skyn og annar hitt.
Hitt var aftur á móti farið létt
yfir, að á fyrsta fundi hinnar
nýju borgarstjórnar skiptust
Sjálfstæðismennirnir. i þrennt
eins og amaba, einn greiddi at-
kvæði meðnýja meirihlutanum,
annar gegn honum.en hinir sátu
slegnir hjá. Þetta var ekki neitt
til þess að tilreiða i Morgun-
blaðinu, þö að það hefði verið
veizhimatur, ef eitthvað svipað
hefði hent nýja meirihlutann.
Þarna eru Hildiriðarsynir
komnir á kreik,og þeir verða
verkadrjúgir næstu misserin,
þaulæfðir frá vinstristjórnar-
árunum. Þeir eru lika farnir að
spreytasig á þingkosningunum.
Þar eiga hermálin sýnilega að
verða sérgrein þeirra.og fer að
sjálfu ekki illa á þvi,að þessi
iþróttadeild rógs og múgsefjun-
ar innan Sjálfstæðisflokksins fái
þau sérstaklega til umfjöllunar.
Þetta er nokkuð sem þar hefir
verið brúkað áður.
Hrafn