Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. júnl 1978 11 sjáum við sjálfsmyndir eftir Van Gogh i réttri timaröð frá hinni fyrstu og minnstu sem er næst sólinni, til hinnar stærstu semhannmálaöisiðast. Að ofan sjáum við eftirmyndir mál- verka m.a. „Landslag við Grandville" með trjám sem orðin eru að penslum. Þar fyrir ofan sjáum við þversneið af inn- viðum eyrans. Efst tíl vinstri sjáum við svefnherbergi Van Goghs með mynd af Maó sem er andstæða hans. Fyrir miðju til vinstri sjáum við Van Gogh lokaðan inni á vinnustofu sinni og þar er honum færður matur. Vinnustofan er jafnframt peningaskápur sem gætt er af kaupahéðnum, en þeir hafa auðgast mjög af málverkum listamannsins. Fyrir miðju er portrettjjósmynd af Van Gogh á unga aldri. Umhverfis unga manninn eru kassar með mál- verkum eins og likkistur. Neðst til vinstri er kona eftír Pikassó en hún situr á stól eftir Van Gogh. Þessi samsetning á að sýna hve stíll beggja einkennist af lipurleika og hamingju. Neðarlega fyrir miðju er Van Gogh að flýja úr skurðstofunni i kvikmyndinni „MASH". Efst til hægri er sjalfsmynd af Van Gogh innilokuðum fyrir mál- verksin sem eru ýkt á lengdina. Þar við hliðina er fimleikafólk frá Asíu hangandi á hárinu að snæðingi en það merkir áhrifin frá japanskri og kinverskri list i verkum Van Gogh." Um hvað er fjallað Erro fjallar um samtfðina, Vietnam-striðið. geimferðir, bílisma, flug, stjórnmál. Hann leiðir saman andstæður og hver einasta myndsvo að segja hefur dýpra inntak eins og djúp- hugsað ljóð. Hann virðist nota Kinverja og kinverskt myndefni á svipaðan hátt og Bertold Brecht i leikrit- um sinum, þar sem áherzlan er lögð á annarlegan stað. Mynd er af barni sem fær pela en jafnframt samfélagstáknið eða reikninginn fyrir uppeldið og forsjána, en þáð eru hand- járn um f ætur. Það er örðugt að segja þetta allt á prenti, — en það skilst á hinn bóginn vel i málverkum Erros. Undirritaður hefur til þessa verið fremur tortrygginn á að það stæði mikið i bókum um- fram það sem prentað er i þeim, þott háskóladeildir bjargi með þvi ihorn þegar góðirmenneiga i hlut. 1 myndum Errós er þetta áhinn bóginnsvosterkur þáttur i myndverkunum, át> hugleiðsla er nauðsynleg við hverja ein- ustu mynd. Þær hafa þvi tviþætt gildi. Myndlistarlegt — og svo eru þær lika allar að segja þér eitthvað. Inntakið er oftast samúð eða óttinn við að eitthvað hræðilegt kunni að gerast og þótt stjórn- mál beri á góma gerist það ekki með þeim hætti að verkin verði bibliusögur f yrir ákveðinn söfn- uð. Charlie Chaplin var gaman- leikari einn af þeim betri, en hann var lika alltaf að segja eitthvað einkum þó áður en tal- myndirnar komu. Málverk Errós fara svipaða leið. Þettaeráhrifamikil sýning en þó vantar mikið af þýðingar- miklum verkum t.d. öll „scape-in" sem ef til vill eru hápunktur á list Errós. Myndirnar eru dregnar hingað til lands frá svo að segja öllum heimshlutum og i raun- inni undrast maður hversu margar þær eru. jafnvel þótt þessi ljúfi maður hafi ekki setið auðum höndum um dagana. Slóðhans liggur viða um fjar- læg lönd og álfur og það var i raun og veru ekki vanzalaust, hvað það hafði dregizt að fá hann hingað heim aftur með myndir. Við erum þvi þakklát stjórn og framkvæmdastjóra lista- háli'öar fyrir að hafa upp á hon- um Erró. Hið framandlega umhverfi sjálfsagðra hluta veldur þvf að þeir fá nýtt inntak. 1 einni mynd sjáum við fólk sem syngur og æpir á lausn vandans: á sömu mynd leitar visindamaður að lausninni i' tilraunaglösum og flösku. Einhversstaðarsegir aðsann- leikurinn sé ekki i bókum, ekki einu sinni í góðum bókum, en það er dálitið af honum I þessum myndum og þvi má segja að er- indi þeirra hingað séu brýn. Jónas Guðmundsson Timamyndir: Róbert. ' KOSNINGAHAPPDRÆTTI FMMSGKNARFiöKKSINS 1978 HEIlDARVEROM^Tí YINNINGA KR. 2300.000. ; iNr. VtMKlMCAA: UTDRATTUR 16. 1ÚHÍ 1978. ... twrvél i , . MrClunt v... val 5*fc900 biujún*,vn..,u-». 'i'osWbi, »4" s«?ooe 11 Hljór.ifHtaiuc*tj*k!3Mst«'«» I8I.80C 1. Sunnuícta tii,isóliirj>n<j» eftir valt ttaooo S-10. flatna, Itr. Tí |n:.- hw vinn. V3I.O0O 11-13. Vasatöivur, Todtifcí": » kr. 15. J>ö» Hver vinti ___ 45000 14-20. Sama, kr, * þfo livcr virat,.,.' SCQðO aiiratals 20 v!nninp\r Wl&OtVðOO UPPLYSINCAR A SKRIFSTOFU r R AM SÓ KN A R F LONKSI NS, RAU BmH 1B - SlMi 244»». Sumarhúsalóð/ trésmíðavélar, litsjónvarpstæki/ bátur, ferðir, hliómfiutningstæki o.fl. í boöi. útdráttur i happdrættinu fer fram 16. júní n.k. og verður ekki frestað. Menn eru þvi eindregiö hvattir til að panta sér miða, ef þeir hafa ekki fengið þá heimsenda. Verð miðans kr. 500.- Skrifstofa happdrættisins, Rauðarárstig, 18, Reykjavík er opin til dráttardags á sama tima og kosningaskrifstofurnar og þar eru miðar seldir. Þeir, sem fengið hafa gíróseðil með miðunum, geta framvísað greiðslu með þeim í hvaða peninga- stofnun eða pósthúsi sem er. Ritstjórn, skrifstofa og afgrelösla BILALEIGA BÍLASALA LEIGJUM ÚT NÝJA FORD FIESTA LADA TOPAS - MAZDA 818 Verð: pr. sólahring kr. 4.500.- pr. ekinn km. kr. 38.-* Braut sf. Skeifunni 11 - Simi 33761

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.