Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. júni 1978 3 Fiskiðjuver BÚ H. 30 milljón kr. framleiðslutap „Persónulega tel ég að engin rök séu fyrir því að verkstjórarnir verði látnir fara” — segir Guðmundur Ingvarsson forstjóri BÚH GV —Við framleiðum fyrir u.þ.b. 5 millj. króna á hverjum degi og verkfallið hefur nú staðið frá þvi á miðvikudag, auk þess skemmdist hráefni fyrir um 3 millj. kr. á fyrsta og öðrum degi verkfallsins, sagði Guðmundur Ingvarsson forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar I viötali við Timann i gær. Er hann var spurður um ástæðu verkfallsins sagði hann, að þar kæmi ýmislegt til og væru þarna margar samverkandi ástæður, en starfsfólkið hefði sett það á oddinn, að verkstjórarnir tveir yrðu látnir fara. t þvi sambandi er fyrst og fremst talað um samskipti starfsfólks og verkstjóra, þó að skiptar skoöanir séu um það meðal starfsfólksins, eins og kom fram i viðbrögðum við miðlunartillöguna. Þá hefði það ekki komið skýrt fram hvað það væri i framkomu verkstjóranna sem væri athugavert. Ég persónulega tel.að engin málefnaleg rök séu fyrir þvi að verkstjórarnir verði látnir fara, sagði Guðmundur. — Auðvitað hlýtur starfsfólki sem stjórnendum að sviða það, að hér skuli nú engin framleiðsla vera, og ég hef ekki trú á þvi að fólk heföi lagt út I þetta verk- fall ef nokkurn hefði óraö fyrir hvernig málin myndu þróast. En við munum leita lausnar á þessu máli, sagði Guðmundur. Lokaður bæjarstjórnarfundur GV — t gærkvöldi var hald- um verkfallið i Bæjarútgerð- bæjarfulltrúi sagði fyrir fundin á málinu. 1 gærdag aðarmönnum og stjórnend- inn lokaður bæjarstjórnar- inni og reynt að leita lausnar fundinn, að hann gæti ekki héldu bæjarfulltrúarnir 5 og um Bæjarútgerðarinnar. fundur þar sem fjallað var á þvi. Markús A Einarsson spáð um hvort lausn yrði bæjarstjóri fundi með trún- „Forstjórinn hefur sina skoðun— fólkið hefur andstæða skoðun” — segir Jóanna Sæmundsdóttir trúnaðarmaður starfsfólksins GV—Fólkiðsýnir það bezt með samstöðu sinni, að ástæðan fyrir þessu verkfalli eru mannleg samskipti milli starfsfólks og verkstjóra, og þetta verkfall á sér langan aðdraganda, eða allt frá-vi i haust að verkstjórarnir komu til starfa. Þetta eru hansnúnir menn, og það eru þeir sem ráða. Þaðer takmarkaðhvaöfólk getur látið bjóða sér, sagði Jóanna Sæmundsdóttir trúnaðarmaður starfsfólksins i Fiskiðjuverinu. Jóanna tók það fram, aö sem trúnaöarmaður ynni hún fyrir fólkið og reyndi ekki að telja það á aðrar skoöanir, en það hefði sjálft látið I ljósi. Um þann hluta starfsfólksins sem fallizt hefði á miðlunartillögu bæjarfulltrú- anna sagði Jóanna, að það væru skólakrakkar og konur sem væru nú að vinna sér fyrir fari tilútlanda. — Forstjórinn hefur sina skoðun á þvi, að enginrök séu fyrir að verkstjórarnir verði látnir fara, en það kemur augljóslega fram að fólkiö er á annarri skoðun, það vill aö verkstjórarnir verði látnir fara. Ég vonast eftir aðmálið leysist sem fyrst, þvi þaö er öllum fyrir beztu að húsið fari sem fyrst af stað, sagði Jóanna. Lögbannsmálið: Úrskurðar að vænta í dag GEK — Kommúnistaflokkur Islands — ml, sem býður fram i Alþingiskosningunum i Reykja- vik, hefur dregiö til baka beiðni til borgarfógeta um að verða settur inn i kosningadagsskrá rikisút- varpsins meö sérstakri innsetningargerð. En það voru fleiri en KFl-menn sem voru óhressir með að fá ekki, nema að takmörkuðu leyti, að taka þátt i kosningadagskrám rikisútvarpsins. Þannig hafa trúnaðarmenn V-listans i Reykjaneskjördæmi lagt fram beiðni um að lögbann veröi sett á framboösþætti sem framundan eru i sjónvarpinu. Beiðni þeirra var tekin til úrskurðar hjá borg- arfógetaembættinu i gær og er búizt við að úrskuröur verði kveð- inn upp fyrri hluta dagsins i dag. GEK —1 gærmorgun var brotizt inn i verzlunina i Barmahlið 8 i Reykjavik og stolið þaðan um 16 þúsund krónum i skiptimynt. Ekki vari gær búið að hafa upp á þjófunum. Þá var i' fyrrinótt kallað á lögregluna vegna innbrots i hús sem tengt er verzlun Jóns Brynjólfssonar i Austurstræti. Þegar lögreglan kom á vettvang kom i ljós, að þar höfðu nokkrir ölvaðir ungir menn verið á ferð og sparkað i útihurð hússins með þeim afleiðingum að gler i henni brotnaði. í fyrrinótt var einnig brotizt inn i' kyrrstæða bifreið, sem stóð við Nauthólsvikina og báru um- merki með sér að ætlun þeirra sem þar voru að verki, hefði verið að koma bifreiðinni i gang. Það tókst ekki, en hins vegar höfðu viðkomandi það af, að brjóta mælaborð bifreiðarinnar og skemma sæti. Hrakleg útreið Baldurs Óskars- sonar á fundum austan fjalls PL— Sandhóli 6. júni — Kjör- dæmissamband Framsóknar- manna i Suðurlandskjördæmi hefur haldið stjórnmálafundi á Suðurlandi undanfarið. A þá fundi hafa mætt sem frummæl- endur þingmennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason, ásamt Hilmari Rósmundssyni, Sváfni Sveinbjörnssyni og Garðari Hannessyni. Enn frem- ur f rambjóðendur Alþýöu- bandalágsins, Baldur Óskars- son og Garðar Sigurðsson. Á fundunum á Selfossi og Þor- lákshöfn ræddu frummælendur um þá uppbyggingu.erátt hefur sér stað i landinu eftir að Fram- sóknarflokkurinn kom i rikis- stjórn, og einnig þá málaflokka, er vinna þarfað á næstu árum. 1 frjálsum umræðum tóku til máls Baldur og Garðar og var málflutningur þeirra næsta aumkunarverður. Baldur Óskarsson skálmaöi inn á fund- inn á Selfossi, er langt var liðið á fundinn,bað um orðið, og er i ræðustól kom, var erindi hans að ausafúkyrðum Framsóknar- flokkinn og miklast yfir kosn- ingatölum Alþýðubandalagsins. Næstur eftir Baldri talaði Guömundur Stefánsson i Hraungerði, og ræddi um lág laun bænda miðað við aðrar stéttir, en þar væri við ramman reip að draga, og til dæmis hefðu bændasamtökin verið kærö fyrir hækkun landbúnað- arvara af Alþýðusambandi tslands, er Baldur Óskarsson var i stjórn þess. Hafsteinn Þor- valdsson á Selfossi benti Baldri á, að fundarframkoma hans væri honum litið til sóma sem skólastjóra I félagsmálaskóla, og einnig minnti hann Baldur á, I að hann hefði verið kosninga- ' stjóri hjá Alþýðubandalaginu á Selfossi en hrbkklast frá marg- klofinni fylkingu. Ágúst Þor- valdsson á Brúnastöðum sagði ma. að sjálfstæðis landsins staf- aði ekki hætta úr austri eða vestri, heldur frá Efnahags- bandalagi Evrópu, ef ekki væri verið vel á varðbergi, en um Baldur sagði hann vona, að hann færi á sem flesta fundi með sinn málflutning. Það væri Alþýðubandalaginu til litils framdráttar. Garðar Hannes- son sagði vera stutt siðan þeir Ólafur R. Grimsson og Baldur Óskarsson komust aö þeirri niðurstöðu á kappræöufundi aö Ab. væri mesta ihaldið i land- inu, og minnti á ummæli, er einn af Ab.-mönnum i Vestmanna- eyjum viMiaföi i Dagblaðinu, að sigur Ab. væri vegna þess, að skipt hefði veriö um menn þar i efstu sætum— sem sagt Garöari Sig. kippt þaðan burt. Þingmennirnir Þórarinn og Jón ræddu um málflutning Baldurs og bentu á að formaöur Ab. væri enn með hugann við laxveiðar. 1 sjónvarpinu eftir sveitarstjórnarkosningar heföi hann sýntlitinn áhuga á aö fara með stjórn landsins. 1 svari Baldurs vegna kæru A.S.l. á bændasamtökin kom i ljós, að þar s veið sárt brenndum manni, og sem iðrandi syndari sagði hann aö úrskuröur hefði nú fallið i þessu máli. Hann var A.S.Í. i óhag, svo það yrði ekki hróflað við máli meir. 1 frjálsum umræðum I Þor- lákshöfn tóku til máls Þóröur Ólafsson, er gagnrýndi stjórnarstefnu rikisstjórnarinn- ar, svo og framboð Ab. i Reykjavi'k og fleira. Guö- mundur Sigurðsson talaði um sinn Þorlákshafnarveg og verzl- unarmál á staðnum. Einar Sigurðsson ræddi um friöunar- hólf, sem væru á vetrarver- tiðum við suðurströndina. Sjó- menn þyrftu að eiga fulltrúa á Alþingi, sem þeir gætu snúið sér til með sin mál, þvi væri kjör Hilmars Rósmundssonar á Al- þingi þeim til góðs. Garðar Sigurðsson mætti á fundinn i Þorlákshöfn. Ekki gat hann þess, hvort Baldur væri rúmliggjandi eftir útreiöina á Selfossfundinum. Hilmar Rós- mundsson, sem skipar baráttu- sæti Framsóknarflokksins i Suðurlandskjördæmi hélt á þessum fundum mjög málefna- legar ræöur. Hann gagnrýndi það, sem miður hefur farið i tið núverandi rikisstjórnar, til dæmis úrræöi i efnahagsmál- um, er komutil framkvæmda 1. marz s.l. Hilmar fékk góðan byr hjá fundarmönnum, og er til- hlökkunarefni okkar kjósenda Framsóknarflokksins, er hann fer aðtaka ihaldið i gegn á sam- eiginlegum framboösfundum frambjóðenda, þvi ekki var óskemmtilegt, er hann ræddi við mesta hlaupafigúru stjóru- málaflokkanna og um Garðar Sig. sagði hann næsta furöulegt, hve litið hann vissi um sjávarút- vegsmál. Endurtekur Ragtime- tónleikana Ragtime-pianóleikur Jóhanns G. Jóhannssonar við setningu Listahátiðar á Kjarvalsstöðum vakti mikla athygli og hrifningu og hafa komið fram fjölmargar óskir um að hann verði endur- tekinn. Hefur þvi veriö ákveðið að Jóhann endurtaki þessa tón- leika tvivegis og verða fyrri tón- leikarnir sunnudaginn 11. júni á Kjarvalsstöðum kl. 14.00 og þeir siðari sunnudaginn 18. júni á sama stað og tima. Engir miðar vcrða seldir á tónleikana og þeir þvi ókeypis fyrir gesti á yfirlitssýningu Errós. Leikur Jóhanns G. Jóhanns- sonar við opnum sýningar Errós vakti óblandna hrifningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.