Tíminn - 08.06.1978, Síða 11
10
Fimmtudagur 8. júni 1978
Föng Erros
I stuttu máli þá virðist það
vera megininntak og viðfangs-
efnið í myndum Erros að skoða
samtiðina eins og hún birtist i
prentuðu máli. Hann raðar
saman myndefni úr dagblöðum
og timaritum. Sumar þessara
mynda yfirfærir hann i oliumál-
verk, aðrar i offset-grafik: enn
aðrar verða áfram klippimynd-
ir (collage). Um föng sin segir
Erro þetta: (Girskipting kyn-
slóðanna 1961):
„Éghef ávallt verið gagntek-
inn af vélmenninu. Árið 1960
gerði ég myndröð sem ég nefni
„meca-make-up” þar sem ég
klippti saman andlitsmyndir úr
blöðum og myndir af vélarhlut-
um. Ég setti einnig saman hljóð
úr orðum sem ég klippti úr
timaritum. Ég bjó þá við Place
Maubert rétt hjá góögerðar-
stofnun sem safnaði alls kyns
dóti og dagblöðum fyrir úti-
gangsmenn og róna. Ég bað um
að tekið yrði frá fyrir mig allt
sem snerti vélar.
Lykillinn að „Girskiptingu
kynslóðanna” er færibandið i
verksmiðju. Mannsbúkar koma
i heilu lagi frá neðri hæð. við
erum stödd á annarri hæð þar
sem höfuöin eru skilin frá
búkunum. Þetta er salur
greindarinnar. í hornum
myndarinnar má finna tvær
vélar ogtvær persónur. Neðst til
vinstri er örljtið mannleg vél,
þar eð hún hefur útlimi en hún
er tækið sem bregður máli á
höfuðin og sker af. Ofarlega til
vinstri er vera i apaliki en hún
nefnist Miðillinn. Hún situr
hreyfingarlaus i hugleiðingar-
stellingum (og fósturstelling-
um) og gætir að þvi að góðu
höfuðin renni áfram á færiband-
inu. Efst til hægri er Vélstýran.
Hún er algjörlega vélræn og
spýtir ákveðnu hegðunar-
mynstri i' hvert höfuð. Greind-
inni er siðan staflað upp rétt
eins og niðursuðudósum. Neðst
til hægri er persóna i froskham.
Hún er Smakkarinn sem
smjattar á gæðunum.
Grimur höfðanna eru ólikar
innbyrðis. Meðan ég vann að
myndinni, gaf ég hverju höfði
svipbrigðiá næstum ósjálfráðan
hátt án þess að skoða það sem
áður var komið. Ég var viss um
að ég væri ekki að endurtaka
sömu grimuna.”
Um myndaröö 72-78 segir
þetta:
,,250 klippimyndir voru
gerðar á viku og úr þeim valdi
Erró 60 þema sem hann siðan
útfærði á striga með myndvörpu
ljósprenttækni eða frihendis.
Hér eins og i myndrööinni
„Bandarisk búsæld” frá 1968
þar sem sjá mátti norður-víet-
namska skæruliöa ráðast inn i
ibúöir bandariskrar millistéttar
hefur Erró valið þann kost
(öfugt við það sem gerist i
mörgum málverkum hans) að
spila aöeins á andstæður
tveggja heima sem bjóða hvor
öðrum byrginn, tvenns konar
heimilda sem eru auðlesnar og
hafa myndrænan styrk. Annars
vegar er hin kinverska mynd
sem svo hefur áhrif á val og stíl
mótvægisins sem oft er túrista-
mynd sem lofsyngur kosti hins
vestræna iðnþjóðfélags og vest-
rænu menningu. Mao-Tse-Tung
leggur upp i langa göngu gegn-
um stöönun hins vestræna
heims án nokkurs illvilja með
bros á vör og hlýlegur i fasi. Oft-
ast er hann umkringdur flokks-
bræðrum sinum, rauðum varð-
liðum. bændum, hestamönnum,
verkamönnum. læknum, verk-
fræðingum og dönsurum úr
Peking óperunni. Tvenns konar
heimildir mætast, — timi og
rúm skipta ekki máli.aðeins við-
horfin tvenn sem teflt er saman
og metast.”
Þetta ætti að nægja til að skil-
greina föngin, sem eru undir-
staða myndanna en um sjálfa
myndina segir hann svo, og á þá
við Ævi Van Gogh, 1975:
„Ég held mjög upp á Van
Gogh og Pikassó vegna frjáls-
ræðisins og kraftsins i vinnu-
brögðum þeirra og einnig vegna
hlýjunnar i litum þeirra. 1 bak-
sýnerufjöll við sólarupprás. Ég
sá einu sinni sólina koma upp
yfir Himalayafjöllum. Það er
stórfengleg sýn, þvi þá kviknar
á hæstu tindum jarðar hver jum
á fætur öðrum.eins og röð af
ljóskösturum. Fyrir miðju að
ofan sjáum við geislum stafa af
sólinni með mikilvægustu
manneskjunum i lifi Van Goghs.
móður hans.Gauguin og Gachet
lækni. 1 geislanum til vinstri
fólk í listum
Það kom til mála að
hætta við listahátið að
þessu sinni vegna
þrenginga i peninga-
málum þjóðarinnar, að
þvi er sagt var, en þeg-
ar menn höfðu skoðað
málin i ró og næði var
ákveðiðaðhalda áfram,
þvi samhangandi lista-
hátið fellur um sig
sjálfa, ef hlé eru gerð.
Listahátíðir verður að
vinna upp eins og kaffi-
vagna: ef lokað er einn
daginn fara menn
annað.
Kvikmyndahátiðin i
vetur var nokkuð
undrunarefni, þvi i ljós
kom að þjóðin var alin
upp við Gog og Gokke
og merki Zorros og
þoldi illa listrænar
klá mm y ndir úr
adressubókum sænsku
menningarmafiunnar.
Þrátt fyrir ósvikið list-
gildi ollu þær myndir
er sýndar voru aðeins
þjáningu.og þeir sem
mest fóru i bió þá vik-
una voru saksóknarar
landsins og fógetar, og
svo var straumurinn
tekinn af.
En hvað um þaö.3. júni hófst
almenn Listahátið með sýning-
um og tónlist. Hæst ber þar að
sjálfsögðu sýningu ERROS,
sem er f rægastur islenzkra mál-
ara um þessar mundir, en hann
hefur sem kunnugt er dvalizt
langdvölum erlendis siðan hann
lauk listnámi hér heima.
Fréttir af Erro hafa verið
stopular, varla nógu miklar til
þess aö unnt væri að rekja feril
hans i innlendum blöðum, en
samt ekki svo litlar, að okkur
væri það ekki þegar ljóst, að
þarna var maður sem stefndi að
heimsfrægð og engu minna. Má
þvf með nokkrum rétti segja aö
stjórn listahátiðar hafi upp-
götvað þennanmann með þvi að
koma með hann heim og gang-
ast fyrir sýningu á verkum
hans.
Frægðin
Það er einkenni frægra mál-
ara á vorum dögum, að þeir
vinna á þröngu sviði.halda sig
við endurtekið stef, og þeir
breyta engu. Með auknum
fjölda myndlistarmanna og
meira ráðrúmi á öllum sviðum,
hafa sérgreinar einar veriö þess
megnugar að halda uppi
Evrópufrægð og heimsfrægð i
myndlist og nægir að minna á
Hundertwasser sem hér var á
ferðinni fyrir tveim árum eða
svo, hvernig list hans hafði
verið þvinguð inn í spiral þar
sem leikið var undir á einfalt
litakort, þvi samhengið varð að
tryggja með einhverjum hætti
innan hinna heimsfrægu
mynda. En nóg um það.
Menn voru þvi dálítið þreyttir
á Evrópufrægð i myndlist i
svipinn þegar sýning Erros kom
til landsins.
Við höföum öll séð offset-
grafik eftir Erro við ýms tæki-
færi og svo voru til nokkuð
margar myndir eftir hinn fræga
mann i húsum i bænum. Flest
æskuverk.og i þeim var satt aö
segja fremur fátt sem benti til
mikilla afreka og þvi er það að
maður kemur svotil óviðbúinn i
hús þessa manns á Kjarvals-
stöðum.og maður verður aö játa
það hreinlega fyrir sjálfum sér
og öðrum, að þessi maður hafði
gleymzt á Islandi.
Myndir Erros á Kjarvals-
stöðum eru frá tveim siöustu
áratugum og þeim er komið
fyrir i aldursröð. Gamlar
myndir i Austursal, nýjar i
Vestursal. Elztu myndirnar
(flestar) eruforleikur þess sem
sfðar verður. Þessar myndir
gætu tæknilega, verið eftir svo
aðsegjahvernsem er.Þetta má
lika segja um popp-myndirnar
sem þó eru eins og hinar fyrri
atrenna að þvi sem siðar kemuu
en það er ekki fyrr en á siöasta
áratug sem málarinn er kominn
alla leið. Myndirnar losna við
tæknilega agnúa. Tengslin við
prentlistina og myndvörpuna
rofna og eftir situr Erro.
X
Fimmtudagur 8. júni 1978
11
sjáum við sjálfsmyndir eftir
Van Gogh i réttri timaröð frá
hinni fyrstu og minnstu sem er
næst sólinni, til hinnar stærstu
sem hann málaðisiðast. Aö ofan
sjáum við eftirmyndir mál-
verka m.a. „Landslag við
Grandville” með trjám sem
orðin eru að penslum. Þar fyrir
ofan sjáum við þversneið af inn-
viðum eyrans. Efst til vinstri
sjáum við svefnherbergi Van
Goghs með mynd af Maó sem er
andstæða hans. Fyrir miðju til
vinstri sjáum við Van Gogh
lokaðan inni á vinnustofu sinni
og þar er honum færður matur.
Vinnustofan er jafnframt
peningaskápur sem gætt er af
kaupahéðnum, en þeir hafa
auðgast mjög af málverkum
listamannsins. Fyrir miðju er
portrett,ljósmynd af Van Gogh á
unga aldri. Umhverfis unga
manninn eru kassar með mál-
verkum eins og likkistur. Neðst
til vinstri er kona eftir Pikassó
en hún situr á stól eftir Van
Gogh. Þessi samsetning á að
sýna hve stíll beggja einkennist
af lipurleika og hamingju.
Neðarlega fyrir miðju er Van
Gogh að flýja úr skurðstofunni i
kvikmyndinni „MASH”. Efst til
hægri er sjálfsmynd af Van
Gogh innilokuðum fyrir mál-
verksin sem eru ýkt á lengdina.
Þar við hliðina er fimleikafólk
frá Asi'u hangandi á hárinu að
snæðingi en það merkir áhrifin
frá japanskri og kinverskri list i
verkum Van Gogh.”
Um hvað er fjallað
Erro fjallar um samtiðina,
Vietnam-striðið. geimferðir,
bflisma, flug, stjórnmál. Hann
leiðir saman andstæður og hver
einasta myndsvo að segja hefur
dýpra inntak eins og djúp-
hugsað ljóð.
Hann virðist nota Kinverja og
kinverskt myndefni á svipaðan
hátt og Bertold Brecht i leikrit-
um sinum, þar sem áherzlan er
lögð á annarlegan stað.
Mynd er af barni sem fær pela
en jafnframt samfélagstáknið
eða reikninginn fyrir uppeldið
og forsjána, en það eru hand-
járn um fætur. Það er örðugt að
segja þetta allt á prenti, — en
það skilst á hinn bóginn vel i
málverkum Erros.
Undirritaður hefur til þessa
verið fremur tortrygginn á að
það stæði mikið i bókum um-
fram það sem prentað er i þeim,
þótt háskóladeildir bjargi með
þvi ihornþegargóðirmenneiga
i hlut. 1 myndum Errós er þetta
áhinn bóginn svosterkur þáttur
i myndverkunum, aö hugleiðsla
er nauðsynleg við hverja ein-
ustu mynd. Þær hafa þvi tviþætt
gildi. Myndlistarlegt — og svo
eru þær lika allar að segja þér
eitthvað.
Inntakið er oftast samúð eða
óttinn við að eitthvað hræðilegt
kunni að gerast og þótt stjórn-
mál beri á góma gerist það ekki
með þeim hætti að verkin verði
bibliusögur fyrir ákveðinn söfn-
uð.
Charlie Chaplin var gaman-
leikari einn af þeim betri, en
hann var lika alltaf að segja
eitthvað einkum þó áður en tal-
myndirnar komu. Málverk
Errós fara svipaða leið.
Þetta er áhrifamikil sýning en
þó vantar mikið af þýðingar-
miklum verkum t.d. öll
„scape-in” sem ef til vill eru
hápunktur á list Errós.
Myndirnar eru dregnar
hingað til lands frá svo að segja
öllum heimshlutum og i raun-
inni undrast maður hversu
margar þær eru, jafnvel þótt
þessi ljúfi maður hafi ekki setið
auðum höndum um dagana.
Slóðhans liggur viöa um fjar-
læg lönd og álfur og það var i
raun og veru ekki vanzalaust,
hvað það hafði dregizt að fá
hann hingaö heim aftur með
myndir.
Við erum þvi þakklát stjórn
og framkvæmdastjóra lista-
hátíðar fyrir að hafa upp á hon-
um Erró.
Hið framandlega umhverfi
sjálfsagðra hluta veldur þvf að
þeir fá nýtt inntak. í einni mynd
sjáum við fólk sem syngur og
æpir á lausn vandans: á sömu
mynd leitar visindamaður að
lausninni i' tilraunaglösum og
flösku.
Einhversstaðar segir að sann-
leikurinn sé ekki 1 bókum, ekki
einu sinni í góðum bókum, en
það er dálitið af honum i þessum
myndum og þvi má segja að er-
indi þeirra hingað séu brýn.
Jónas Guömundsson
Timamyndir: Róbert.
J
■K
HEIl DARVERRMÆTI
KR. 2.500.000.
PPtýsiHOAB Á SKRirSTOrU FRAMSÓKNARFtOKKl
Sumarhúsalóð. trésmíðavélar, litsjónvarpstæki, bátur, ferðir, hljómflutningstæki
o.fl. í boði.
Útdráttur i happdrættinu fer fram 16. júní n.k. og verður ekki frestað. Menn eru
því eindregið hvattir til að panta sér miða, ef þeir hafa ekki fengið þá heimsenda.
Verð miðans kr. 500.-
Skrifstofa happdrættisins, Rauðarárstíg, 18, Reykjavík er opin til dráttardags á
sama tima og kosningaskrifstofurnar og þar eru miðar seldir. Þeir, sem fengið
hafa gíróseðil með miðunum, geta framvísað greiðslu með þeim í hvaða peninga-
stofnun eða pósthúsi sem er.
Ritstjórn, skrifstofa og afgrelðsla
HEIMILISIÐNAÐARFELAG ISLANDS
ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR
OPNAR
LISTSÝNINGU
í VERZLUNINNI
HAFNARSTRÆTI3
Syndir verða Hatmunk •ttk Jóninu
Guðnadóttur loirkerasmlð og Jurts
Guðfónsson guHsmfð
Sýnmgin er opin á venýuiegum
verzhinertima kl. 9.00—18.00 ,JÉ
nema laugardaga
kl. 9.00-12.00.
;
BÍLALEIGA
BÍLASALA
LEIGJUM ÚT NÝJA FORD FIESTA
LADA TOPAS - MAZDA 818
Verð: pr. sólahring kr. 4.500,-
pr. ekinn km. kr. 38.-‘
Braut sf.
Skeifunni 11 - Sími 33761