Tíminn - 16.06.1978, Page 8
8
Líiiii (ii
Föstudagur 16. júnl 1978
Hvers vegna
Framsóknarflokkurinn?
Guðmundur G. Þórarinsson skrifar
Þegar menn ganga til kosn*
inga, þurfa þeir menn að gera
sér grein fyrir eðli þeirra
stjórnmálaflokka sem um er að
velja. Flestir stjórnmálaflokkar
á tslandi byggja stefnu sina á
erlendu keningarkerfi og stefna
að þvi að móta hér þjóðfélag i
samræmi viö það.
Framsóknarflokkurinn er
hins vegar fyrst og fremst
islenzkur flokkur, stendur
traustum fótum i islenzku þjóð-
félagi og miðar stefnu sina við
islenzkar aðstæður og sérstöðu.
Hugmyndafræði flokk-
anna.
Grunnhugmyndafræði flokk-
anna og meginkjarni hinna
ýmsu kenningakerfa snýst um,
hverjir skuli eiga framleiðslu-
tækin i þjóðfélaginu og hvernig
hagkvæmast sé að reka þau,
ásamt þvi hvernig tekjum og
eignum skuli skipt i þjóðfélag-
inu.
Deilt er um hversu áhrif rikis-
afskipta annars vegar og mark-
aðsafla hins vegar skuli vera
mikil.
Arangur hinna ýmsu hag-
kerfa, hvað varðar nýtingu og
afrakstur framleiðslutækja er
misjafn og áhrif á tekju- og
eignaskiptingu einstaklinga eru
næsta ólik.
Samanburður nokkurra þess-
ara kerfa á rétt á sér nú.
Sósialiskt þjóðfélag
Sósiaíistar og aðrir sam-
eignarsinnar byggja stefnu sina
i meginatriðum á eftirfarandi
þáttum:
1) Rikið eigi flest framleiöslu-
tæki og fyrirtæki og hlutur
einkafy rirtækja verði minnk-
aður stig af stigi. Þjóönýting
ýmissa framleiðslutækja og
fyrirtækja er algeng i löndum
sem lúta þessari stjórnskipan.
2) Nýting framleiðslutækja
fari sem mest eftir samræmdri
áætlanagerð, þ.e. i stað mark-
aðsaflanna, eða virkrar sam-
keppni komi áætlanagerð. Enda
er ekki um samkeppni aö ræða
þar sem rikiö á flest fram-
leiðslutækin.
3) Tekjur stétta og einstakl-
inga séu sem mest jafnaðar
með skattheimtu rikisins, og
t.d. erfðafjárskattur hár. Lögö
er áherzla á þjóðfélagslegt
öryggi frá vöggu til grafar,
ókeypis læknishjálp og lág-
marks lifskjör tryggð.
4) Sósialistar telja aö þessari
þjóðfélagsmynd eigi að ná með
hægfara þróun, auka þátt rikis-
ins i framleiðslutækjum stig af
stigi, andstætt kommúnistum,
sem vilja ná sinni þjóðfélags-
mynd með byltingu.
Ókostir hins sósialiska
þjóðfélags
Framsóknarmenn hafa talið
höfuðókosti hins sósialiska hag-
kerfis eftirfarandi:
1) Rikisvald verður viðamikið
og ópersónulegt.
2) Umfangsmikill rikisrekst-
ur verður óhagkvæmur og kerf-
ið nýtir ekki frumkvæöi ein-
staklinga og hagkvæmni mark-
aðsafla, þ.e. hagkvæmni virkar
samkeppni.
3) Forsjárstefnu hættir til að
steypa alla i sama mót.
Tilskipanahagkerfi hafa sum-
ir kallað það, þegar ákvarðanir
um nýtingu framleiðslutækja og
tekjuskipting einstaklinga er i
höndum rikisvalds.
Kapitaliskt þjóðfélag
Kapitalismi, sem þýtt hefur
verið á islenzku með ýmsum
orðum, t.d séreignaskipulag,
fjármagnshyggja eða auð-
hyggja, byggir á eftirtöldum
grunnforsendum:
1) Grundvöllur hagkerfisins
er einkaeignaréttur á öllum
fram leiðslutækjum.
2) t stað samræmdrar
heildarstjórnar framleiðslunn-
ar með áætlanagerð, sem ekki
er um að ræða vegna dreifingar
yfirráðaréttarins yfir fram-
leiðslutækjunum, kemur sam-
keppni markaðarins.
3) Rikisafskipti sem minnst.
Sumir hafa nefnt það þjóð-
félag, sem kapitalisminn stefnir
að frumskógaþjóðfélag, þar
sem réttur hins sterka gildir.
Ókostir auðhyggjunnar Framsóknarstefnan
Guðm. G. bórarinsson
Framsóknarmenn telja
höfuöókosti kapitalismans eftir-
farandi:
1) Skipting tekna og eigna i
þjóðfélaginu getur orðið mjög
ójöfn og tækifæri einstakling-
anna til menntunar og
hamingjuriks lifs mjög mis-
munandi.
2) Kapitalismi getur hæglega
leitt af sér mikið atvinnuleysi.
Þau þjóðfélög, sem byggja á
þessu hagkerfi, hafa oftast inn-
an sinna vébanda stóra hópa at-
vinnulauss fólks og stóra hópa,
sem varla draga fram lifið
vegna fátæktar.
3) Hætt er við mjög óskyn-
samlegri nýtingu náttúruauð-
linda, t.d. fiskimiða og gróður-
lendis.
Framsóknarflokkurinn er
helstur st jórnm álaf lokka á
tslandi. Framsóknarstefnan
byggir i höfuðdráttum á eftir-
farandi grunni:
1) Framleiðslutækinséu ieigu
einstaklinga, félaga einkum
samvinnufélaga og rikis. Rikið
eigi þó framleiðslutækin aðeins i
undantekningartilvikum, t.d.
þar sem um tilraunarekstur er
aðræða, eða samkeppni er ekki
til staðar á markaönum. Fram-
sóknarmenn aðhyllast þvi
blandað hagkerfi.
2) Hagkvæmni markaðarins
sé nýtt meö virkri samkeppni,
en samræmd áætlanagerð er
nauðsynleg á ýmsum sviðum,
t.d. iumsvifum rikisins s.s. heil-
brigðismálum, samgöngumál-
um, orkumálum o.s.frv. Jaln-
framt telja framsóknarmenn að
samræmdri áætlanagerð eigi aö
beita viö uppbyggingu aðalat-
vinnuvega þjóöarinnar og i
byggðamálum.
3) Rikisvaldið beiti áhrifum
sinum tíl tekju- og eignajöfn-
unar m eð skattlagningu.
Félagslegar framkvæmdir sitji
i fyrirrúmi, öflugt almanna-
tryggingakerfi og þjóðfélags-
legt öryggi tryggi lágmarkslifs-
kjör.
Framsóknarmenn vilja þann-
ig beita áhrifum rikisvaldsins til
tekju- og eignajöínunar og
tryggja félagslegt öryggi, en
jafnframt hagnýta þá hag-
kvæmni, sem markaðssam-
keppnin veitir.
Hafa ber i huga
Þegar menn ganga til kosn-
inga, verða menn að hafa þessi
grundvallaratriði i huga.
Alþýðuf lokkur og Alþýðu-
bandalag stefna að hinu
sósialistiska hagkerfi, þ.e.
auknum rikisrekstri og auknum
rikisafskiptum, auknu bákni.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir
fyrst og fremst að kapitalisku
þjóðfélagi. Allar yfirlýsingar
þessara flokka um annað eru
ekki annað e;n grimubúningur
eða feluleikur.
Hugleiði menn staðreyndir
málsins hljóta menn að sjá að
framsóknarstefnan er þjóðinni
farsælust.
Það er engin tilviljun að hér
varð bylting i atvinnumálum
þegar Framsóknarflokkurinn
komst til valda 1971 og
tslendingar hafa náö fullum
yfirráðum yfir mikilvægust
auðlindum sinum. Það er alvar-
legt mál, ef dregur úr áhrifum
framsóknarstefnunnar á lög-
gjafarsamkomu þjóöarinna.
Gera menn sér grein fyrir
hvað um er að tefla?
Frá aðalfundi Sölustofnunar lagmetis
Sildarafurdir enn þrir f jórðu af
heildarverðmæti útflutningsins
Aðalfundur Sölustofnunar lag-
metis var haldinn i Reykjavik 24.
maí sl. Voru þá mörkuð timamót I
sögu stofnunarinnar skv. nýjum
lögum, er samþykkt voru á
Alþingi fvrir skömmu. Beinir
styrkir úr rikissjóði til Sölu-
stofnunarinnar falla niður að
loknum fimm ára starfstíma, en
framleiðendur taka við meiri-
hlutaábyrgð á stjórn hennar, og
þróunarsjóði lagmetisiðnaðarins
eru tryggðar tekjur næstu 3 árin.
Jákvæð þróun sölu- og
markaðsmála
Sölu- og markaösmál. S.L.
þróuðust verulega i jákvæða átt
árið 1977 og jókst útflutnings-
magn um 70%, en verömæta-
aukning varð 99%. Út voru fluttar
1668 lestir fyrir 1209 milljónir
króna á móti 983 lestum að verö-
mæti 608 milljónir króna árið
1976. Hvað snertir útflutning
þessa árs eru horfurnar bjartar
og er gert ráð fyrir aö verömætiö
muni þvi sem næst tvöfaldast og
að flutt verði út fyrir á þriðja
milljarö á árinu. Hefur nú þegar
veriö samiö um sölu á 85.250
kössum af gaffalbitum til Sovét-
rikjanna aö verömæti 3.7 milljón-
ir Bandarikjadollara eöa 964
milljónir islenzkra króna. Arið
1977 voru seldir til Sovétrikjanna
100.000 kassar fyrir 840 milljónir
króna.
Sildarafurðir u.þ.b. 3/4
af heildarverðmæti út-
flutningsins
Lárus Jónsson, stjórnarfor-
maöur S.l. sagöi i skýrslu
stjórnar að vissulega væri þróun
sölumála jákvæð, en lita yrði
nánar á samsetningu útflutnings
og markaössetningu er staöa
lagmetisiðnaöarins væri metin i
lok timabilsins. Enn sem fyrr
væru sildarafurðir u.þ.b. 3/4 af
heildarverðmæti útflutningsins
og skipaöi gaffalbitaframleiðslan
þar hæstan sess með 64% af
heildarútflutningsmagni ársins
og 69% af verðmæti. Eru þaö
sömu hlutföll og árið 1976.
Þá kom fram i skýrslunni að
gaffalbitasala til Sovétrikjanna
hefði vaxið verulega á árinu 1977,
en þótt hin mikla framleiðsla væri
ánægjuleg heföi ekki tekizt sem
skýldi að efla nýja markaöi fyrir
sildarafuröir og enn þyrfti að
auka á fjölbreytni lagmetis á
Sovétmarkaðinn.
Sala þorskfiskafurða var
ámóta að magni og árið 1976, og
varð þvi hlutdeild þeirra I
heildarútflutningi 10% 1977, en
var 17% árið áður. Þorskhrogna-
sala dróst saman og sala á
þorskalifur jókst ekki eins og
áætlaö hafði verið. Til dæmis
hefur gengið hægt aö auka sölu á
isl. kaviar i Efnahagsbandalags-
löndunum, þrátt fyrir tollfrelsi,
takmarkalitið hraefni og kynn-
ingarverð. Rækjumálum er þver-
öfugt háttað, mikill markaður og
verð hátt en ékki verið hægt að fá
framleiðendur til þess að sjóða
niður nægilegt magn.
Markaðssvæði
Bandarikin:
A fyrsta heila starfsári dóttur-
fyrirtækis S.I., ICELAND
WATERS INDUSTRIES LTD.,
nam salan 106 milljónum króna,
en hafði verið 51 milljón króna ár-
ið áður. Var þetta um 9% af
heildarverðmæti útflutnings
Sölustofnunar lagmetis. Sölutölur
eru nokkurn veginn i samræmi
við áætlanir, þó heldur lægri.
Kippers eru uppistaðan i sölunni,
en stöðug aukning er á sölu ann-
arra vörutegunda. Hörpudiskur,
semerný vörutegund, lofar góðu.
Samkeppni er höfð á Bandarikja-
markaði, m.a. vegna niður-
greiðslu keppinautanna.
V-Evrópa:
Salan til EBE-landa nam 126
mffljónum króna og 33 milljónum
til EFTA-landa, og er bein verð-
mætaaukning um 90 millj. kr.
Tollar EBE lækkuðu 1. júli 1977
niður i endanlegt mark sem er
0% á rækju kaviar og hörpudisk
en 10% á öðrulagmeti. Ljóst er að
nokkurn tima mun taka að byggja
upp viðskipti og sambönd er ger-
samlega hrundu til grunna, er
Islendingar bjuggu viö 20-30%
tolla á sama tima og keppinaut-
arnir greiddu nánast enga. Horf-
ur eru nú hinsvegar bjartar á
þessum markaði.
A-Evrópa:
Hlutdeild A-Evrópulandanna i
sölu S.l. var á s.l. ári 77%, 80%,
árið 1976 og 60% 1975. A-Evrópu-
viðskiptin eru mikilvæg undir-
staða fyrir iðnaðinn, sem ekki
væri hægt að vera án. Það verður
þó að teljast spor i rétta átt aö
dregið hefur nú úr hlutfallslegri
stærð þessa markaðar, ánþess að
um samdrátt hafi verið aö ræða.
Verður framvegis lögð áherzla á
það að reynt að hindra að
iðnaðurinn verði of háður einu
markaðssvæöi og þar með ein-
hæfur. Aukin fjölbreytni vöru-
tegunda er tvimælalaust næsta
söluátakið á mörkuðum A-
Evrópu, en þangað eru nú nær
eingöngu seldir gaffalbitar,
þorsklifur og kaviar.
Aörir markaðir:
Auk hinna fyrrgreindu hefð-
bundnu markaða er unnið aö
markaðsmálum i Afriku og Asiu
og hafa tilraunasendingar fariö
til Astraliu, Singapore, Hong
Kong og Nigeriu og fengiö góöar
viðtökur.