Tíminn - 21.06.1978, Qupperneq 20

Tíminn - 21.06.1978, Qupperneq 20
Sýrð eik er sígild eign KIÚftGi n TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMl: 86822 Gagnkvæmt tryggingaféfag WmÚmi Miðvikudagur 21. júni 1978 129. tölublað — 62. árgangur. n m Einn af farkostum Arnarflugs Mikil aukning á starfsemi Arnaflugs — heildarvelta jókst um 300% á einu ári ESE —Heildarvelta Arnarflugs á siOasta ári nam 847.828.165 krón- um, og hafði þá aukizt um tæp- lega 300% frá árinu áöur. A sama tima hafði starfsmönnum félags- ins fjölgað úr 12 i 52, sem voru fastráðnir, en alls komust 90 manns á launaskrá á árinu. Launagreiðslur höfðu hækkað á þessum tlma úr rúmum 38 milljónum króna i 148.6 milljónir og var nettórekstarágóði félags- ins á þessu ári, samkvæmt rekstrarreikningi, 8.249 milljónir króna. Þetta kom fram I máli Vilhjálms Jónssonar, formanns Arnarflugs, á aöalfundi félagsins sem haldinn var s.l. mánudag en umsvif félagsins jukust mjög á árinu, og m.a. tók félagiö að sér leiguflug fyrir fjölmörg erlend fyrirtæki. A siöasta ári feröuöust 80.360 farþegar á vegum Arnarflugs og hafði farþegafjöldinn aukizt um 358,73% frá árinu áður, en þá voru farþegar 17.518. Samhliða hinni miklu aukningu á starfsemi fé- lagsins erlendis og á erlendum leigumörkuðum jukust verkefni Arnarflugs mikiö innanlands, og flutti félagið hópa islenzkra ferðamanna á árinu 1977 fyrir ferðaskrifstofurnar Sunnu, Sam- vinnuferðir og Ferðamiðstöðina. Samtals munu vélar félagsins hafa komið til 64 flugvalla i 29 þjóðlöndum á árinu. 1 máli Vilhjálms Jónssonar kom einnig fram, aö á næstunni verður leitazt við að fylgjast með þróun mála erlendis á erlendum mörkuðum, en samkeppni á þeim hefur harönað mjög á undanförn- um árum, og mun félagið reyna aö samræma starfsemi sfna og stefnu gagnvart markaöi og yfir- völdum I samræmi við breytingar i þessum efnum annars staðar I heiminum. Atvinnuleyfislaus Spánverji i Fœreyjum: Kom frá íslandi og verður sendur þangað aftur Mánudag I slðustu viku hneppti færeyska lögreglan ungan Spán- verja I varðhald I Klakksvlk. Hann kom frá Islandi til Færeyja, og hafði unnið nokkurn tima I Klakksvik. Hann hafði ekki atvinnuleyfi og landvistarleyfi hans var ekki I lagi, að þvi er seg- ir i frétt I færeyska blaðinu 14. september. A þriðjudag var Spánverjinn sendur frá Færeyjum til Hafnar, en lögreglan þar kvaðst ekkert geta gert I máli hans og eru þvi allar likur á að hann verði sendur aftur til tslands, segir I blaðinu 14. september. Stefán Ragnar Ægisson Gunnar Jónsson Slmon Jóhann Hilmarsson Piltarnir f jórir taldir af GEK — Nær fullvist er talið að piltarnir frá Dalvik, sem leitaö hefur veriö að siöustu sólar- hringa, hafi farizt aðfaranótt siöast liðins sunnudags. Nöfn þeirra eru: Stefán Ragnar Ægisson, Drafnarbraut 1, fædd- ur 30. 9. 1959, Gunnar Jónsson, Skiðabraut 11, fæddur 3.10.1960, Slmon Jóhann Hilmarsson, Karlsbraut 21, fæddur 31.5. 1960 og Egill Antonsson, Mimisvegi 7, fæddur 3. 5. 1962. Svo sem skýrt hefur verið frá tóku fjölmargir bátar úr Eyjafirði þátt I leit að piltunum, en leit á sjó var hætt i fyrra- kvöld. Björgunarsveitir við Eyjaf jörð munu halda áfram að ganga fjörur næstu daga. Að sögn Birnis Jónssonar i Egill Antonsson björgunarsveit Slysavarnar- félagsins á Dalvlk voru um 50 manns viö leit I gær. 1 gærkvöldi haföi sú leit engan árangur bor- ið utan þess að þá hafði 3 tréskó og árarblað úr bátnum rekið á fjörur. Prestastefna tslands 1978 hófst I gærmorgun i Dómkirkjunni i Reykjavlk. Séra Harald Hope, tslands- vinur úr Noregi predikaöi. Hann hefur stutt Hallgrimskirkju I Reykjavik og á Skálhoitsstað meö fésöfn- un I Noregi, og auk annars hefur hann lokiö viö að þýða passiusálmana á norsku og koma þeir bráölega út I þýðingu hans. Kl. 141 gær fiutti biskupinn yfir tsiandi, hr. Sigurbjörn Einarsson, yfirlitsræðu um starfsemi kirkjunn- ar á liönu ári og setti prestastefnu formlega og var þessi mynd tekin viö það tækifæri. Aðalefni prestastefnu aö þessu sinni er Kirkja komandi ára og höfðu prófastarnir Eirikur J. Eiríksson og Bragi Friöriksson framsögu um það efni I gær. Prestastefnu veröur fram haldiö i dag og iýkur henni annaö kvöld. Bygging nýs útvarpshúss að hef jast — framkvœmdum verður hraðað á næstu árum ESE —A fundi rikisstjórnarinnar I gærmorgun var samþykkt aö bjóða út grunn hins nýja útvarps- húss, sem fyrirhugaö er að risi i nýja miöbænum, skammt frá Borgarspita lanum. 1 tilkynningu frá rikisstjórninni segir að útboð þetta sé ákveðið samkvæmt tillögu byggingar- nefndar um framkvæmdir á þessu ári eftir þær breytingar, sem á þeim hafa verið geröar að undirlagi samstarfsnefndar. Þessi verkáfangi veröur unninn I ár og greiddur af framkvæmda- sjóöi Rlkisútvarpsins. Þá óskar menntamálaráöuneytið þess að . verkið verði nú boðið út. Jafn- framt samþykkti ríkisstjórnin aö hraða framkvæmdum á næstu ár- um og um fjármögnun þeirra verði tekin ákvörðun við gerð næstu lánsfjáráætlunar. Eins og kemur fram I samþykkt rlkisstjórnarinnar hefjast framkvæmdir viö jarðvinnu þeg- ar eftir aö afstaöa hefur veriö tekin til þeirra tilboða, sem kunna að berast i verkið, en I fram- kvæmdasjóði Ríkisútvarpsins, sem á að kosta þennan fyrsta áfanga, eru nú um 400 milljónir króna. Væntanlegt Otvarpshús á I framtiðinni að hýsa bæði útvarp og sjónvarp og er fyrirmynd aö húsinu sótt i Útvarpshúsið i Dublin, sem þykir mjög fullkomið i alla staði. Kvalinn hestur — bundinn á stalli. Gat hvorki staðið né legið SV — Reykjavik Blaðið hefur frétt eftir áreiöanlegum heimild- um, að þekktur stóðhestur I Skagafirði sé nú svo aðþrengdur og bæklaður eftir illa aðbúð I vet- ur, að álitamál er hvort rétt er að halda i honum lifinu. Hesturinn er i eigu Reykvikings, sem á jörð I Skagafiröi og hefur þar margt hrossa. Bróðir eigandans kom i april I hesthúsiö, þar sem hesturinn var hýstur, og mætti honum þá ófögur sjón. Hesturinn var bundinn á bás, svo þröngan að hann gat ekki lagzt, en aðrir hestar voru lausir i húsinu og höfðu gengíð i skrokk á honum og nagaö, svo hann var þakinn stórum sárum. Heimildarmenn blaðsins telja, að þá hafi hesturinn staöið óhreyfður á básnum I þrjá mánuöi og var oröinn svo veikur i fótum, að hann gat raunverulega ekki staðið, en eins og fyrr sagði var básinn svo þröngur að hest- urinn gat ekki heldur lagzt. Bróö- irinn, sem er bóndi i Skagafirði, útvegaði strax flutningatæki og flutti hestinn aö Hólum, þar sem gert var aö sárum hans og hann settur I stlu. Þar lá hann I þrjár vikur án þess nokkurn tlma að risa upp og honum var hjúkrað og hann fóðraöur, þar sem hann lá i stiunni. Nú staulast hesturinn um, krepptur i liöum og á mjög erfitt um gang. Eigi aö siður lét eigandinn sækja hestinn og flytja á bú sitt I siðustu viku, I von um aö hann geti ef til vill gagnast ein- hverjum hryssum, og þannig megi enn hafa af honum nokkurt gagn, en þessi hestur hefur verið arðsamur eiganda sinum. Ekki er vitað til að yfirvöld eða dýra- verndunarmenn hafi látiö mál þetta til sín taka.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.